NT - 19.12.1985, Blaðsíða 23
Létt lesmál frá Námsgagnastofnun
■ Um þessar mundir eru að koma
út hjá Námsgagnastofnun bækur sjö
höfunda er hlutu verðlaun og viður-
kenningu í samkeppni sem stofnunin
gekkst fyrir á sl. ári um lestrarefni á
léttu máli. Með útgáfu þessara bóka
er leitast við að bæta úr brýnni þörf
fyrir efni sem þetta og auka fjöl-
breytni í lestrarefni skólanna. Eru
bækurnar sérstaklega ætlaðar
nemendum sem nokkru valdi hafa
náð á lestri en skortir þjálfun. Þær
eru mikið myndskreyttar og reynt er
að hafa uppsetningu og letur sem
greinilegast.
Bækurnar verða tilbúnar til af-
greiðslu í byrjun desember frá sölu-
deild Námsgagnastofnunar.
Bras og þras á Bunulæk
Verðlaunasaga eftir Ingunni
Steinsdóttur með myndum eftir
Ingvar Guðnason. Bókin er fyrir
yngstu lesendurna, leturerskýrt og
línur stuttar. 76 bls.
Ljósin lifna
Verðlaunasaga eftir Ragnheiði
Gestsdóttur. Höfundur mynds-
kreytti. Myndabók fyriryngstu les-
endurna með stuttum texta á hverri
opnu. 40 bls.
Baristgegnofbeldl,
lygum, spillingu
og svikum
■ Út er komin ný bók eftir hinn
kunna spennusagnahöfund, David
Morrel en hann skrifaði bókina „I
greipum dauðans (First Blood)“ sem
samnefnd kvikmynd var gerð eftir.
Söguhetjan, Rambó, varð síðan til-
efni annarrar bókar og kvikmyndar,
RAMBÓ.
Þessi bók Morrell sem nú kemur
út nefnist á íslensku, Bráð banaráð
og er efni hennar kynnt þannig á
bókarkápu: „Allt byrjaði þetta í
heimsstyrjöldinni síðari og endaði
þrjátíu og sjö árum síðar á skelfileg-
an hátt. Pétur Houston kemur til
Frakklands til að efna gamalt heit
unt að heimsækja leiði föður síns
sem dáið hafði í stríðinu. En yfirvöld
tjá honum að leiðið finnist ekki og
franskur vinur föður hans sem lofað
hafði að annast gröfina hafði horfið á
dularfullan hátt árið 1944. Eini mað-
urinn sem veit leyndarmál hans er gam-
all og lasburða prestur sem er þögull
einsoggröfin. Leit Péturssnýst upp í
martröð er eiginkona hans ferst í
dularfullu bílslysi. Pétur svcr þess
dýran eið að hefna konu sinnar og
láta einskis ófreistað til að komast til
botns í niálinu. Leikurinn berst um
borgir Frakklands og upp í Alpana
en Pétri Houston er ljóst að voldugir
andstæðingar cru á slóð hans. Hann
berst gegn ofbeldi, lygum, spillingu
og svikum sem rekja má þrjátíu og
sjö ár aftur í tímann...
Bráð banaráð hefur hlotið lofsam-
leg ummæli gagnrýnenda eins og
eftirfarandi blaðadómar sýna:
„Ef ég hcfði vitað hversu ótrúlega
spennandi þessi bók er hefði ég varla
hætt á að opna hana"
Daily News.
„Þessi bók er engri lík. spennan
hlýtur að nálgast hættumörk”
Los Angeles Tribune.
Bókina þýddi Andrés Kristjáns-
son. Bókaútgáfan Iðunn gefur út.
Oddi hf. prentaði. Kápan er hönnuð
á auglýsingastofunni Octavo.
Það var skræpa
Verðlaunasaga eftir Andrési
Indriðason með myndum eftir Bri-
an Pilkington. Bókin er sett upp
með skýru letri og stuttum línum.
117 bls.
Flautan og vindurinn
Unglingasaga eftir Steinunni
Jóhannesdóttur með myndum cftir
Valgarð Gunnarsson. Sagan hlaut
viðurkenningu í samkeppni Náms-
gagnastofnunar. 93 bls.
Hundakofi í paradís
Höfundur er Árniann Kr. Ein-
arsson, Brian Pilkington niynd-
skreytti. Sagan hlaut viðurkenn-
ingu í samkeppni Námsgagnastofn-
unar. 72 bls.
Ég er kölluð Lilla
eftir Þórð Helgason með mynd-
um eftir Búa Kristjánsson. Sagan
hlaut viðurkenningu í samkeppni
Námsgagnastofnunar. 56 bls.
Sín ögnin af hverju
Höfundur Árni Árnason. Ör-
stuttar sögur sem börnin eiga sjálf
að bæta við með teikningum eða
skrifuðu máli. Skýrt letur og stuttar
línur. 48 bls.
Djass og djassfólk
■ Félag íslenskra hljómlistar-
manna og Iðnskólaútgáfan, gefa nú
út í sameiningu bókina Djass, fyrsta
alþýðlega upplýsinga- og fræðslurit
hér á landi um þessa músík sem orð-
ið hefur snar þáttur í menningu tutt-
ugustu aldar. Höfundur bókarinnar
Jón Múli Árnason hefur frá því fyrir
miðja öld verið einn ötulasti boðberi
djasstónlistar í ræðu og riti, þættir
hans í útvarpinu í áratugi rómaðir, er
óhætt að fullyrða að ekki hafa aðrir
kynnt landsmönnum djassmúsík af
meiri virðingu og þekkingu á við-
fangsefninu. Því varð það að skóla-
stjórn Tónlistarskóla F.I.H. í Braut-
arholti 4 í Reykjavík leitaði til Jóns
Múla, að hann tæki að sér kennslu í
djasssögu þegar skólinn tók til starfa
árið 1980. Síðan hefur hann kennt
þar og með árunum sett niður á blað
margvíslegan fróðleik um djass og
iðkendur hans.
I fyrstu var ætlunin að gera stutta
handbók til hagræðis fyrir nemendur
Tónlistarskóla F.Í.H. sem margir
hverjir höfðu djassmúsík sem aðal-
fag en fljótt varð Ijóst að efnið var
viðameira en svo að unnt væri að
gera þvt' viðunandi skil í litlu kveri.
Því varð það úr að JMÁ tókst á
hendur að semja yfirlitsverk um
djassmúsík í hálfa öld, var þá miðað
við djass á plötum frá 1917- til 1967.
Jafnframt hefur höfundur hljóðritað
á snældur alla dansa sem fjallað er
um í bókinni, - og leiknir eru í
kennslustundum í F.Í.H: skólanum.
Hefur hann notið þar aðstoðar
tæknideildar Ríkisútvarpsins á
Skúlagötu 4, - enda hefur mikið af |
efni bókarinnar verið flutt í djass-■
þáttum útvarpsins á undanförnum
árum. Snældurnar eru í eigu Tónlist-
arskóla F.Í.H. og Ríkisútvarpsins,
aðgengilegar öllum sem þurfa.1
að grípa til þeirra í starfi og námi. En
bókin Djass er öðrum þræði plötu-
skrá. Þar eru bókuð nöfn og númer á
útgáfuplötum gömlum og nýjum sem
koma við sögu. Er bókin því mikill
fengur þeim sem kynnu að vilja fræð-
ast um endurútgáfu á snilldarverkum
í jassi á fyrri hluta aldarinnar, sem
oftast eru fáanlegar á hæggengum
plötum núorðið.
í bókinni er fjöldi mynda af fræg-
um djassspilurum, allt frá fyrstu tíð
og fram á síðustu ár, erlendum og
innlendum. Útgefendur bókarinnar.
þykjast þess fullvissir að hún verði
öllu tónlistarfólki og tónlistarunn-
endum mikill fengur, nú þegar djass-
múst'k nýtur æ meiri vinsælda og virð-
ingar hvarvetna í heiminum. Iðn-
skólaútgáfan og F.Í.H. fagna því að
geta veitt fólki aðgang að greinargóðu
fræðsluriti um djass og djassfólk.
Fimmtudagur 19. desember 1985 23
sjonvarp
veft hvasí hatm syngur.
Fess vegn* notar Qölskyldan
Kristinn Sigmundsson og
skylda hafa lagt sitt af mörkum til
aukins umferðaröryggis ineð því að
gefa gott fordæini í notkun endur-
skinsmerkja. Nýkomið er út plakat
frá Umferðarráði og Rauða krossi
íslands þar sem fjölskyldan minnir
á þetta einfalda og ódýra öryggis-
tæki.
HHl
Kristinn Sig-
mundssoní
Gestagangi
■ Gestur Ragnheiðar Davíðs-
dóttur á Rás 2 kl. 21 i kvöld er cng-
inn annar en Kristinn Sigmundsson
söngvari.
Kristin þekkir hvert mannsbarn á
Islandi, enda hefur liann veriðólat-
ur að ferðast um landið og
skemmta með söng sínum, og oft
a.m.k. hefur Jónas Ingimundarson
píanóleikari verið í fylgd með
honum. Hann hefursungið nteð Is-
lensku óperunni við góðan orðstír
og nú er nýlokið glæsilegum sýn-
ingunt Þjóðlcikhússins á Grímu-
dansleik Verdis, þar sem hann fór
með stórt hlutverk.
í fyrra kom út á vegum Arnar og
Örlygs plata með söng hans sem
þótti hafa heppnast sérlega vel, og
nú er nýkomin út plata, þar sem
hann syngur jólalög með Mótettu-
kórnum, „Ég held glaður jól", og
hefur vonandi ekki tekisl síður til.
Trúlega heyrist eitthvað af henni í
kvöld, auk þess sem gaman verður
að heyra hvað á daga Kristins hefur
drifið síðan hann tók aö leggja
sönginn fyrir sig í stað líffræði-
kennslunnar í menntaskóla.
Karlaklúbbur
og forvitnar
konur
á 18. öld
■ I kvöld kl. 20. verður flullur í
útvarpinu gantanleikurinn For-
vitnu konurnar eftir ítalska leik-
ritahöfundinn Carlo Gondoli.
Leikritið var frumtlutt í útvarpinu
árið 1966. Þýðandi er Hulda Val-
týsdóttir. Leikstjóri er Helgi Skúla-
son.
Carlo Gondoli (1707-1793) var
einn frægasti gamanleikjahöfundur
ítala á 18. öld og átti stóran þátt í
að blása nýju lífi í ítölsku gaman-
leikina sem höföu verið í lægð um
langt skeið. Gondoli byggöi leikrit
sín á athugunum á daglcgu lífi tólks
og skopast einkum að hinu fárún-
lega í fari mannsins.
Leikritið Forvitnu konurnar
hefst með formúla þar sem Gondoli
sjálfur kemur við sögu. I lcikrilinu
segir frá herramönnum nokkrum
sem stofnað hafa með sér dæmi-
gerðan karlaklúbb þar sem konum
er stranglega bannaður aðgangur.
■ Lárus Pálsson er meðal leik-
enda í leikritinu Forvitnu konurn-
ar.
En auðvitað verður hin mikla Icynd
sem hvílir yfir starfsemi klúbbsins
til þess að kynda undir tortryggni
og forvitni eiginkvennanna og þær
ákveða að taka til sinna ráða.
Leikcndur eru: Þorsteinn Ö.
Stephensen. Herdís Þorvaldsdótt-
ir, Valgerður Dan. Arnar Jónsson,
Haraldur Björnsson, Guðbjörg
Þorbjarnardóttir, Lárus Pálsson,
Þóra Friðriksdóttir, Borgar Garð-
arsson, Árni Tryggvason, Gísli
Halldórsson. Gunnar Eyjólfsson
og Helgi Skúlason.
Leikritið Forvitnu konurnar
verður endurflutt nk. laugardag kl.
20.30.
Rás 2 kl. 23
P0PPGÁTAN
■ Það eru þeir Halldór Ingi
Andrésson og Ásmundur Jónsson
sem leiða saman hesta sína í Popp-
gátunni í kvöld.
■ Þá cr komið að síðasta þætti
forkeppni Poppgátunnar. sem
verður á sínum stað á dagskrá Rás-
ar 2 í kvöld kl. 23-24 undir stjórn
Jónatans Garðarssonar og Gunn-
laugs Sigtússonar. Keppendur i
kvöld verða þeir Halldór lngi
Andrésson, scm margir kannast
við úr Plötubúöinni, og Ásmundur
Jónsson í Gramminu.
Síðast urðu úrslit mjög cindreg-
in. Jakob Magnússon fékk 10 Vi
stig cn Guðmundur Benediktsson
19stig.
Aö forkcppninni lokinni fer
Poppgátan í jólafrí, en eftir úra-
mótin fara undanúrslitin afstaðog
úrslitin vcrða svo kunn í febrúar.
Til mikils er aö vinna því aö aðal-
verðlaunin eru helgarferð til Lund-
úna fyrir tvo á vcgum Fluglciða og
Rásar 2.
Fimmtudagur
19. desember
7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn.
7.00 Morgunvaktin.
7.20 Morguntrimm.
7.30 Fréttir. Tilkynningar.
8.00 Fréttir. Tilkynningar.
8.15 Veöurtregnir.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna: „Elvis,
Elvis“ eftir Ma'iu Cripe Torfey Steins-
dóttir þýddi. Sigurlaug M. Jónasdóttir les
(17).
9.20 Morguntrimm. Tilkynningar. Tónleik-
ar, þulurvelur og kynnir.
■10.00 Fréttir.
10.10 Fréttir.
10.05 Málræktarþáttur. Endurtekinn þáttur
frá kvöldinu áöur sem Helgi J. Halldórs-
son flytur.
10.10 Veöurfregnir.
10.25 Lesiö úr forustugieinum dagblaö-
anna.
10.40 Þingfréttir.
10.50 „Ég man þá tíð“. Hermann Ragnar
Stefánsson kynnir lög frá liönum árum.
11.20 Úr atvinnulifinu - Vinnustaöir og
verkafólk. Umsjón: Höröur Bergmann.
11.40 Motguntónleikar a. „Vespurnar",
forleikur eftir Vaughan Williams. Filharm-
oníusveit Lundúna leikur. Adrian Boult
stjórnar-b. Paul Robeson syngur negra-
sálma og önnur lög meö kór og hljóm-
sveit. Harriet Wingreen leikur á píanó.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.45 Veðurfregir. Tilkynningar. Tónleikar.
14.30 Á frivaktinni Þóra Marteinsdóttir
kynnir óskalög sjómanna.
15.15 Frá Suðurlandi Hilmar Þóröur
Sveinsson
15.40 Tilkynningar. Tónleikar
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 „Tónlist tveggja kynslóöa" Siguröur
Einarsson kynnir.
17,00 Barnaútvarpið. Stjórnandi: Kristin
Helgadóttir.
17.40 Tónleikar. Tilkyningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.40 Tilkynningar.
20.05 Daglegt mál. Siguröur G. Tómasson
flytur þáttinn.
20.10 Leikrit: „Forvitnu konurnar" eftir
Carlo Goldoni. Leikstjóri: Helgi Skúla-
son. Leikendur: Þorsteinn Ö. Stephens-
en, Herdis Þorvaldsdóttir, Valgeröur
Dan, Arnar Jónsson, HaraldurBjörnsson,
Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Lárus
Pálsson, Þóra Friöriksdóttir, Borgar Garö-
arson, Árni Tryggvason, Gísli Halldórs-
son, Gunnar Eyjólfsson og Helgi Skúla-
son. Áöur útvarpað 1966 og 1970. Leikrit-
iö veröur endurtekið næstkomandi laug-
ardagskvöld kl. 20.30.
21.30 Gestur í útvarpsal. Bandaríski píanó-
leikarinn Yvar Mikhasoff leikur píanólög
eftiramerísktónskáld.
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins.
22.15 Veöurfregnir. Orö kvöldsins.
22.30 Fimmtudagsumræðan Umsjón:
Hallgrímur Thorsteinsson.
23.00 Túlkun í tónlist. Rögnvaldur Sigur-
jónsson sér um þáttinn.
24.00 Freftir. Dagskrárlok.
Fimmtudagur
19. desember
10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórnendur:
Kristján Sigurjónsson og Ásgeir Tómas-
son.
Hlé
14.00-15.00 í fullu fjöri Stjórnandi: Ásta R.
Jóhannesdóttir.
15.00-16.00 í gegnum tiðina Stjórnandi:
Jón Ólafsson.
16.00-17.00 Ótroðnar slóðir Kristileg
popptónlist. Stjórnendur: Halldór Lárus-
son og Andri Már Ingólfsson.
17.00-18.00 Gullöldin Lög frá sjöunda árat-
ugnum. Stjórnandi: Vignir Sveinsson.
Þriggja minútna fréttir sagóar klukkan:
11.00,15.00,16.00 og 17.00
Hlé
20.00-21.00 Vinsældalisti hlustenda Rás-
ar 2 10 vinsælustu lögin leikin. Stjórn-
andi: Páll Þorsteinsson
21.00-22.00 Gestagangur Stjórnandi:
Ragnheiöur Daviösdóttir.
22.00-23.00 Rökkurtónar Stjórnandi:
Svavar Gests
23.00-24.00 Poppgátan Spurningaþáttur
um tónlist. Stjórnendur: Jónatan Garð-
arsson og Gunnlaugur Sigfússon.
17-00-18.00 Ríkisútvarpið á Akureyri -
svæðisútvarp.
17.00-18.00 Svæðisútvarp Reykjavik og
nágrennis (FM90.1 MHz)
Föstudagur
20. desember
19.15 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sig-
tryggsson.
19.25 Svona gerum við Tvær sænskar
fræðslumyndir sem sýna hvernig brauö
er bakað og gluggar smiöaðir. Þýöandi
og þulur Bogi Arnar Finnbogason. (Nord-
vision - Sænska sjónvarpið).
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.45 Þingsjá
Umsjónrmaður Páll Magnússon.
21.00 Kastljós Þáttur um innlend málefni.
Umsjónarmaöur Einar Sigurösson.
21.35 Skonrokk Umsjónarmenn Haraldur
Þorsteinsson og Tómas Bjarnason.
22.25 Derrick Tíundi þáttur. Þýskur saka
málamyndaflokkur. Aðalhlutverk: Horst
Tappert og Fritz Wepper. Þýöandi Vetur-
liði Guönason.
23.25 Seinni fréttir.
23.40 Ást í meinum (The Weather in the
Streets) Ný bresk sjónvarpsmynd gerö
eftir tveimur skáldsögum eftir Rosamond
Lehmann. leikstjóri Gavin Millar.
01.25 Dagskrárlok.