NT - 21.12.1985, Blaðsíða 3

NT - 21.12.1985, Blaðsíða 3
eíf FflTAUGERINN Grandagarði 3, R., Mánagötu 1, ísaf., Egilsbraut 5, Neskaupst., s. 91-29190. s. 94-4669. 8.97-7732. Þó bensínlítri kosti 35 kr. þá margborgar sig að koma Þú getur borgað meira. En ef þú er hagsýn(n) þá kemurðu á Fatalagerinn Sendum í póstkröfu VTSA Drengjasparibuxur, bómullar gullfallegar kr. 980.00.- Herra ullarbuxurfrá kr. 1.290-1.490 Herrapeysur 30% ull kr. 1.190 Dömupeysurfrá kr. 790 Laugardagur 21. desember 1985 3 ■ Það var hrein mildi að ekki varð stórslys þegar þessi bifreið sem var að koma úr Keilavík lenti utan vegar skammt frá afleggjaranum að Sædýra- safninu í Hafnarfirði. Þrír menn voru í bílnum og voru þeir fluttir á Slysadeild Borgarspítalans en meiðsli þeirra munu ekki lífshættuleg. Ökuinaðurinn sem var drukkinn missti stjórn á bílnum cn mikil hálka var á Reykjanesbraut þegar slysið átti sér stað. Bíllinn rann langa leið utan vegar áður en hann endascntist út í hraunið. NT-mynd: Sverrir He-Man jogginggallarnir eru komnir aftur kr. 690. Opiðtil kl. 10 í kvöld laugardag Kísilmálmverksmiðjan: Rio Tinto Zink til í slaginn Jákvæð niðurstaða fundarígær ■ Rio Tinto Zink hefur ákveðið að _taka upp viðræður við tslensk stjórn- völd um eignaraðild fyrirtækisins í Kísilmálmverksmiðjunni á Reyðar- firði. Einn af forstjórum Rio Tinto sat fundi með íslensku viðræðunefnd- inni í gær um þessi mál og að sögn Geirs Gunnlaugssonar, fram- kvæmdastjóra Kísilmálmverksmiðj- unnar, var gert samkomulag um að gefin yrði út sameiginleg yfirlýsing á mánudaginn 23. desemberog verður sú yfirlýsing birt samtímis í báðum löndum. Sagðist Geir ekkert meira hafa um málið að segja á þessu stigi. Samkvæmt öðrum heimildum sem NT hefur aflað sér, voru niðurstöð- urnar af fundinum Islendingum mjög í hag. íslendingar eiga að eiga meirihluta í Kísilmálmverksmiðjunni sam- kvæmt lögum frá Alþingi, en slík meirihlutaeign ríkisins hefur fælt menn frá því að taka upp viðræður. Hvort ákveðiö hefur verið að breyta þessum lögum til að liðka fyrirsamn- ingum, er ekki vitað. 74 breyt- inga- tillögur -viðfjárlögfrákrötum ■ í gær Iagði þingflokkur Alþýðu- flokksins frant 74 breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið. Forystu- menn flokksins hafa Iagt áherslu á að þessar tillögur sem þeir nefna „Átak til árangurs" sé stefnumörkun í rfkis- fjármálum sem byggist á því að nauðsynlegt sé að breyta allri fjár- iagagerð. í skýringum er fylgja tillögum þeirra Alþýðuflokksmanna er fullyrt að fyrirhuguð „hefðbundin" fjárlagaafgreiðsla sé byggð á „sjálfs- blekkingum uppgjöf og óraunsæi". Breytingartillögurnar varða afkomu ríkissjóðs og erlendar skuldir, tekju- öflun ríkissjóðs, útgjaldaáform ríkissjóðs, kerfisbreytingar í ríkis- rekstri, og loks félagslegar aðgerðir og framkvæmdir. Hvað kerfisbreytingar varðar þá leggja Alþýðufiokksmenn til að einn háskóli verði á íslandi, að rannsókn- arstofnanir fiskiðnaðar, iðnaðar og landbúnaðar verði gerðar að sjálf- stæðum rannsóknarstofnunum en með ríkisstuðningi, að Fiskifélag ís- lands og Búnaðarfélag fslands verði lögð niður sem ríkisstofnanir, að ýmis þjónusta við atvinnuvegina verði kostuð af þeint sjálfum, og að teknar verði upp beinar niður- greiðslur til neytenda. Söluumboð úti á landi: Bókabúð Keflavfkur Kaupfélag Hafnarfjaröar Músfk & myndlr, Vestmannaeyjum Bókaskemman Akranesi Seria sf (safirðl KEA-hljómdelld Akureyrl Bókaverslun Þórarins Húsavfk Fjölritun s.f., Egilsstööum m Söluumboö í Reykjavík: Bókabúö Tölvudeildir: Laugaveg 118 v/Hlemm, s: 29311,621122 TOLVULAND H/F Heildartekjur og gjöld 4,2 milljónir I 73 síðna ræðu Davíðs Oddsson- ar borgarstjóra þegar frumvarp að fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 1986 var lögð frarn á borgarstjórnar- fundi í fyrrakvöld, kont fram að heildartekjur og heildarútgjöld borgarsjóðs á næsta ári verða 4.205 milljónir scnt cr 34,7% hækkun frá fjárhagsáætlun þessa árs. Hækkunin byggist á spá um að atvinnutekjur einstaklinga hækki um sömu prós- entutölu á næsta ári. Borgarstjóri gerði einniggrein fyrir endanlegri útkomu þessa árs. Reikn- ingsfærðar tekjur á árinu 1985 cru 8 milljónum króna lægri en gert hafði verið ráð fyrir cða 3.122 milljónir króna. Rekstrarútgjöld borgarsjóðs fóru 57 milljónum króna fram úr fjárhagsáætlun og numu 2.487 millj- ónum króna. Rekstrarútgjöld borg- arsjóðs fóru 57 milljónum króna fram úr fjárhagsáætlun og numu 2.487 milljónum króna. Eignabreyt- ingagjöld urðu í hcild áætluð 982 milljónir í stað 720 milljónir króna í fjárhagsáætlun. Yfirdráttur borgar- sjóðs í Landsbankanum stefnir í 259 milljónir króna um áramót. Rekstr- arhalli Borgarspítalans er geigvæn- legur og sagði borgarstjóri að hann stefndi í 212 milljón krónur í árslok 1985 úr 34 milljónum króna í árslok 1984. Borgarfulltrúar minmhlutans gagnrýndu fjárhagsáætlunarlrum- varpið fyrir árið 1986 og sögðu að í því væru miklar óvissuþættir, s.s. að ekki væri í henni gert ráð fyrir kaup- hækkunum á árinu og óvíst um halla a‘ rekst'ri Borgarspítalans o.fl. Til- laga Kvennaframboðsins um að hliítfall fasteignaskatts skyldi hækka í 0.5% af fasteignamati íbúða hlaut ekki stuðning. CPC 464 Afburðatölva Tölvukaupendur fá alltaf meira og meira fyrir peningana sína. í þeirri þróun er AMSTRAD tvímælalaust toppurinn: 64Ktölva, litaskjárog innbyggtsegulband. Frábær hönnun, afl og hraði, skínandi litir, gott hljóð og spennandi möguleikar Tæknilegar upplýsingar: • BAUD hraöi á segulbandinu 1000 og 2000. • Tengifyrirdiskdrif.centronics prentari. • Stýripinnar, sterio, viðbótar RAM og ROM. • Meö diskdrifum fylgir CP/M. • Stýrikerfi og Dr. Logo forritun- armáliö. • Úrval af forritum. • Örtölva Z80A 4MHZ. • 64 K RAM þar af 43 K fyrir notendur 32 K ROM. • 640 x 200 teiknipunktar. • 27 litir. • 20, 40, 80 stafir í llnu. • Innbyggt segulband. • Innbyggðir hátalarar. • Fullkomið lyklaborð með sér- stökum númeralyklum. • 12 forritanlegir lyklar. Bifreiðar ráðherra: Rekstrarkostnaður 100 þús. á mánuði ■ I svari forsætisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um bifreiðamál ráðherra t samein- uðu Alþingi kemur fram að eftir- gefin gjöld af bifreiðum ráðherra á tímabilinu 1. janúar 1982 til 30. apríl 1985, framreiknuð eftir toll- afgreiðslugengi í nóvember 1985, námu kr. 4.186.576. Er þá miðað við áhvílandi gjöld á tollafgreiðslu- degi viðkomandi bifreiðar. En það eru ekki einungis eftir- gefin opinber gjöld sem ríkissjóður þarf að sjá á eftir vegna bifreiða ráðherra. Rekstrarkostnaður bif- reiðanna er nefnilega umtalsverð- ur. Til dæmis má nefna að fyrstu fjóra mánuði þessa árs var rekstrar- kostnaður við bifreið Halldórs Ás- grímssonar kr. 551.331 við bifreið Geirs Hallgrímssonar kr. 402.723, og við bifreið Steingríms Her- mannssonar kr. 402.354. Það sem af er þessu ári viðast ráðherrar hafa setið á sér við bif- reiðakaupin. I svari forsætisráð- herra kemur fram að einungis Matthías Á. Mathiesen hefur not- fært sér fríðindi ráðherra árið 1985 með kaupum á bifreið af Audi- gerð. i ■Misni Verð aðeins 21.980 kr. stgr.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.