NT - 21.12.1985, Blaðsíða 9

NT - 21.12.1985, Blaðsíða 9
Sigurður Björnsson, Kvískerjum: Gætum landsins okkar ■ í NT 3. des. 1985 ritar reiður maður, Sturla Sigurjónsson grein. er hann nefnir „Er landið okkar allra?“ Það er alltaf illt að rita greinar reiður, því þá vill oft fljóta með ýmislegt sem ekki á skylt við rök, og þannig virðist mér hafa farið um ritsmíð Sturlu, þó finna megi rök fyrir sumu af því sem hann heldur fram. Það mun engum til góðs að ekki séu skýr mörk milli almenn- inga og eignarlanda hreppa og ein- staklinga, en á hvorugum svæðun- um megum við, íbúar landsins, haga okkur þannig að við spillum landinu. En landinu er hægt að spilla með mörgu öðru en beit. Bíll getur skemmt land nteira á fáum mínútum en stór fjárhópur á heilu sumri. Jafnvel mótorhjól getur unnið stórskemmdir á viðkvæmu landi, en þá getur skift sköpum hvernig sá sem á því situr beitir því. Sem betur fer, mun nú minni ásókn en áður var, að byggja sumarbústaði á fegurstu og við- kvæmustu blettunum: menn eru farnir að átta sig á að með því er þeim spillt og að nteiri unaður er að njóta þeirra eins og þeir eru. Sem betur fer hefur þó sumum sumar- húsaeigendum tekist að gera um- hverfi, sem ekki virtist hafa upp á neitt sérstakt að bjóða, að unaðs- reit. En menn virðast ekki hafa skilið ennþá, að ef menn tjalda á viðkvæmustu blettunum, eiga menn á hættu að eyðileggja þá. Mönnum finnst ekki geta sakað að tjalda einu sinni á staðnum ef menn gæta allrar varúðar og reyna að valda sem minnstu tjóni á gróðri og umhverfi, en ef annar ferðamaður tjaldar að kvöldi, þar sem einn fór að morgni sumarið út, er hætt við að staðurinn beri þess verulegar menjar og veiti mönnurn ekki þá ánægju, sem hann hefði getað gert, ef menn hefðu aðeins skoðað hann en ekki tjaldað þar. Þessi hætta er fyrir hendi þar sem umferð er mikil, eins og víðast er þar sem feg- urstu blettirnir eru. En það er ó- fremdarástand að ekki skuli vera sómasamleg tjaldstæði hæfilega þétt um landið, þar sem menn geta tjaldað gegn hóflegu gjaldi. Þetta þarf að komast í gott lag sem allra fyrst. En ef menn tjalda hvar sem þeim sýnist, hlýtur að verða erfið- ara, eða jafnvel ókleift að hafa skipuleg tjaldstæði í góðu lagi. Vegna vaxandi fjölda útlendra ferðamanna er nauðsynlegt að koma þessum málum, gistiaðstöðu á tjaldsvæðum, farfuglaheimilum og hótelum í það horf að ekki sé langt fyrir neðan það sem annars- staðar er, og um leið vcrðum við að Ekki er því að neita, að árekstrar geta orðið á miili sauðfjárbænda og ferðamanna ef ekki er gætt til- litssemi. Ferðafólk getur orðið þess valdandi að sauðfé, sem dreifir sér um víðlenda haga, safnast á minna svæði með slæmum afleiðingum, bæði fyrir bónda og land. Laugardagur 21. desember 1985 haga löggjöfinni svo að okkar við- kvænta landi verði hlíft við skemmdum af völdum ferða- manna, hvort sem þeir eru erlendir eða innlendir. Eðlilegt er að hafa löggjöf annarra landa til hliðsjónar um þessi mál, en við verðum samt að gæta þess að gróðurinn hér er miklu viðkvæmari cn víðast ann- arsstaðar, nema þá hátt til fjalla. Sennilega verðum við að fara að dæmi Austurríkismanna og lcyfa aðeins vissum fjölda að vera í senn á hverju svæði, a.m.k. á vinsælustu stöðunum. Ekki er því að neita, að árckstrar geta orðið milli sauðfjárbænda og ferðamanna ef ekki er gætt tillits- semi. Ferðafólk getur orðið þcss valdandi að sauðfé, sem dreifir sér um víðlenda haga, safnast á minna svæði með slæmurn afleiðingum, bæði fyrir bónda og land. Dæmi er til um að ferðamannahópur (er- lendur) smalaði óviljandi öllu sauðfé úr landi einnar jarðar yfir á land nágrannans. Ferðamenn þurfa því að sýna tillitssemi og hafa svolítinn skilning á að þeir geta með gáleysi valdið öðrum tjóni. Að endingu fáein orð um rjúp- una. Enginn fugl er eins ofsóttur og hún, en þar mun hún gjalda síns sérkennilega bragðs. Vegna þess munu fáir hafa orðið þess aðnjót- andi að geta virt hana fyrir sér þar sem hún fær að vera óáreitt, en þar verður hún allra fugla ótortryggn- ust, og þó hún sé vissulega góð dauð, er hún skemmtilegri lifandi. Ekki er ástæða til að alfriða rjúp- una, nema ef ofmikið verður um menn andlega skylda þeim sem elti hjörtinn inn í kirkjuna í Bretlandi og getið var í útvarpinu á dögun- um. En vel mætti hugsa sér að all- stór svæði í nágrenni þéttbýlisstaða væru friöuð til að gefa fólki kost á að kynnast henni óáreittri, sér til yndisauka. Oft heyrist að menn fari á rjúpnaveiðar meira til að njóta úti- veru en vegna veiðana. Eitthvað er það öfugsnúið, ef ntenn verða að gera sér til erindis að drepa fugla, til að geta veitt sér þá ánægju að ganga á fjöll, og vonandi að sá hugsunarháttur hverfi með tfman- um. Sem betur fer hefur umgengni þeirra scm um landið ferðast farið batnandi, ogvonandi heldursú þró- un áfram, en langt mun þó að bíða að það ákvæði laga, að óheimilt sé að skjóta fugla eða önnur dýr f eignarlöndunt manna án leyfis, verði óþarft. Sigurður Björnsson. 9 Olgeir Lútersson, Vatnsleysu: Hinn aðþrengdi meirihluti ■ Það verður nú æ Ijósara að hverju er stefnt með rógsaðförinni að lífshagsmunum sveitafólks, en það er að drepa hinar hefðbundnu búgreinar í landinu og flæma fólkið úr sveitunum. Þetta á að gera á eftirfarandi hátt: Afnema opinberan fjárstuðning við þessar búgreinar í ræktun og byggingum, afnema útflutnings- bætur og niðurgreiðslur, hefja frjálsan innflutning á búvörum, skerða og afnema eignar- og um- ráðarétt bænda á landi og lands- nytjum. Þessa aðför byggir rógslýðurinn á þeirri falskenningu sinni að lífs- starfsemi sveitafólks, landbúnað- urinn, standi efnahag og menningu þjóðarinnar fyrir eðlilegum þrifum, og ekki síst hinu sanna frelsi. Ein síðasta atlagan í þessa átt birtist í grein eftir Sturlu Sigurjóns- son í NT 3. des. sl. en þar talar hann um „gengdarlausar kröfur" bænda, „yfirgangsminnihluta“ „hamslausa græðgi“ og „boðbera landauðnar“. Kunn er krafa Alþýðuflokksins um „þjóðareign á landi“, þ.e. ríkis- eign. Ég hef áður bent á að ríkis- eign í kapítalísku þjóðfélagi sé ekki þjóðareign nema í orði, og sannast þetta vel nú, þegar kapíta- listar með ráðherratitil rembast við að selja sem mest af „þjóðareign- um“ úr ríkiseign. -Þarf ekki þjóðin sjálf að leyfa sölu á eignum sínum - hvenær hefur hún gert það? Geta ekki ráðherrar kapítalista alveg eins braskað með land, laxár og silungsvötn í eigu ríkisins eins og fjármagn þess og fyrirtæki? Hverjar eru „gengdarlausar kröfur“ „yfirgangsminnihlutans" eins og S.S. nefnir sveitafólk? Sveitafólk gerir þær réttlátu og eðlilegu kröfur að hafa óvéfengdan rétt til nytja og umráða þess lands sem það byggir lífsafkomu sína á, jafnframt því að framleiða lífs- nauðsynjar handa allri þjóðinni. Þetta land er heimalönd bújarð- anna og afréttirnar ásamt tilheyr- andi ám og vötnum. En hinn „aðþrengdi meirihluti" S.S. gerir hinsvegar kröfur á lög- gjafarvaldið um að skerða og af- nema þessi réttindi sveitafólks, því annars geti „aðþrengdir" þéttbýlis- búar ekki notið ættjarðarinnar. S.S. ogjábræðurhanssjáofsjón- um að sveitafólk hafi möguleika á nokkrum öðrum tekjum en af tak- markaðri búvöruframleiðslu. Þeir möguleikar eru þó litlir nema fyrir þá landeigendur sem stærstan hlut eiga í arðskrá bestu laxveiðiánna. Á síðustu tímum heyrir maður oft nefnt „lífsgæðakapphlaup", sem eins mætti nefna lífsgæða- græðgi. Af orðbragði S.S. má ætla að sveitafólkið ryðjist þar fremst af landsmönnum. Leigugjöldin af laxveiðiánum ráðast af ríkjandi lögmáli um fram- boð og eftirspurn. Enn má ekki hafa svo margar veiðistengur í ánum að hægt sé að fullnægja veiði- leyfaumsóknum. Það skal haft í huga að hér er um sportveiði að ræða en ekki fiskveiðar - þó veiðir margur maðurinn meira verðmæti í laxi og silungi heldur en veiðileyfi hans kostuðu. Þá nefnir S.S. bændur „boðbera landauðnar". í upphafi fslandsbyggðar var landið mikið „viði vaxið“ um neð- anverðar hlíðar og láglendi. Þurftu landnemarnir að „ryðja“ mikið land til að geta komið sér fyrir til búsetu. Síðan varð skógurinn og viðarlandið lífsnauðsyn fólksins til eldsneytis, húsagerðar, smíða og beitar. Því fór sem fór að skógurinn eyddist, en það er fáviska að kenna búendum um það því án skógarins hefði mannlíf ekki haldið velli í landinu. En náttúruöflin voru líka stór- virk við eyðingu skóga. Eldgos, skriðuföll og snjóflóð voru þar stórvirk. Eftir að skógurinn var eyddur urðu veðraöflin mikilvirk við að eyða viðkvæmum gróðri og jarðvegi skóglendisins. Hálendið hefur frá fornu verið gróðursnautt nema stöku vinjar. í minni sveit, Fnjóskadalnum, eru enn verulegir fornir skógar. Það vekur athygli að hólar, sem rísa í þessum skógum, eru ekki skógi vaxnir heldur bert grjót. Þó um- vafðir séu skógarþykkni og engin sauðkind hafi nokkru sinni komið þar, vegna ófærðar um ógrisjaðan skóg, myndast þar enginn gróður. Þarna, og hvarvetna um land, eru veðraöflin að verki: stormar, frosthörkur, stórrigningar, en af- leiðingar þeirra: ofþurrkar, jarðfok, kal, holklaki, áfreðar, vatnságangur, aur- og skriðuhlaup. Það vekur líka athygli, að þar sem beitarhús sauðfjár hafa verið byggð sums staðar í skógunum, hefur skógurinn haldið velli um- hverfis þau eftir aldalanga beit. Ofanverðar fjallahlíðar eru gróðurlausar, en í hlýrri og rakari sumrum litkast af gróðri upp í grjótið. En í rosasumrum lifnar þessi nýgræðingur ekki og er þarna engri sauðbeit um að kenna. I vetrar- og vorharðindaköflum síðari ára hefur fjalldrapi og lyng í hlíðum sums staðar kalið til dauðs. í hágróandanum eru misstórir blettir gráir og líflausir. Síðar kem- ur þurrkvindurinn og feykir burt visnuðum gróðurleifunum, og síð- an frostið og myndar holklaka. Að vori kemur stórrigning þegar frost- ið er þiðnað í yfirborðinu, en það ofmettast af vatni og fellur sem aurhlaup og skriður niður í hlíða- rætur - en við blasa opin sár í hlíð- unum. Þannig hefur þetta ekki farið þó sauðkind hefði bitið ofan af gróðr- inum, því ræturnar hefðu lifað áfram og skotið nýjum gróður- sprotum. Samkvæmt kenningunni um landeyðingu af völdum búfjárbeit- ar ætti landið fyrst og fremst að vera gróðursnautt í nánd við tún bú jarðanna, þar sem ágangur búfjár hefur verið mestur um aldir. En þetta er ekki þannig - jafnvel stórar skriður, sem fallið hafa í námunda við tún, eru algrónar. Fjalldrapi og lyng hafa eyðst við túnjaðrana en harðgerðar grastegundir vaxið. Hversvegna er gróðureyðingin meiri á einum stað en öðrum? Vegna þess að þar hafa veðraöflin gengið miskunnarlausar að, og það er ósannað með öllu að gróðureyð- ingin væri minni nú þótt aldrei hefði verið sauðkind í landinu. Stormar og ofþurrkar hafa valdið mestu um gróðureyðingu - jarðveg- urinn fauk. Hitt er svo annað mál, að það er engin hagkvæmni í búskap að búfé snöltri á hagleysi. En það er hægt að eyða landið að öðru en gróðri, - það er hægt að eyða það að fólki við skapandi ræktunarstörf í sveitum, og að því vinna menn sem með réttu ber nafngiftin: „boðendur landauðn- ar“. Sturla Sigurjónsson segir m.a.: „Þar sem ljóst er að íbúar þéttbýlis •hafa á tiltölulega skömmum tíma verið sviptir fyrri möguleika á að kynnast margrómaðri fósturjörð af eigin raun, jafnvel þó að í stuttum ! sumarleyfum sé, þá er ekki að undra þó margir vilji spyrna við fótum". Þegar S.S. talar um „aðþrengdan meirihluta" mun hann fyrst og fremst meina íbúa Reykjavíkur- svæðisins. En hversvegna þyrpist meirihluti þjóðarinnar á þetta svæði? Er það ekki vegna þess að þar býðst flest af því sem fólk sæk- ist eftir í svonefndu lífsgæðakapp- hlaupi, sem dregur með sér fjár- magn af allri landsbyggðinni? En mikið vill meira, og þess- vegna er nú af vaxandi græðgi sótt að hlut þeirra sem í sveitunum búa. Hver hefur bannað þéttbýlisbú- um að kynnast ættjörðinni? Liggja ekki vegir til allra átta? Eru ekki þjóðgarðar griðlönd og öllum þar frjálst að vera sem vel hegða sér? Hver hefur bannað þéttbýlisbúum ferðalög og dvöl á hálendinu? En sumir verða fyrir því að hug- urinn dregur þá að vötnum þar sem þeir megi næðis njóta, en reka sig þá kannski á eignar- eða umráða- rétt bænda. Rændir ró og friði verða þeir þá jafnvel að „reiða upp peningaveskið" og rennur blóð fyr- ir sjónir andspænis sveitavarginum „hamslausum af græðgi“. Vatnsleysu 15. des. 1985 Olgeir Lútersson. Þessa aðför byggir rógslýðurinn á þeirri falskenn- ingu sinni að lífsstarfsemi sveitafólks, landbúnað- urinn, standi efnahag og menningu þjóðarinnar fyr- ir eðlilegum þrifum, ekki síst hinu sanna frelsi.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.