NT - 21.12.1985, Blaðsíða 6

NT - 21.12.1985, Blaðsíða 6
 NEWSINBRIEF' December 20, Reutes. LAGOS - High-ranking mili- tary sources said three senior gencrals were among those arrested for plotting to overt- hrow the Nigerian govern- ment. Diplomats said it app- earcd a court martial was al- ready sitting to try the plotters. NANTES, France - Three heavily-armcd gunmen app- arently seeking to ilec the co- untry hcld two judges hostage at Nantes Airport af'terspray- ing bullets around spectators outsidc a city-centre court- house. s Uj WASHINGTON - The White House sought to plac- ate Secretary of State Gcorge Shultz after his denunciation of President Reagan’s direct- ive for lie detector testing of officials with access to sensit- ivc information. • IHASERU - Nine South Afr- ican political refugces wcre shot dcad in the Lesotho cap- ital Mascru. Thc govcrnment said the killers were South African commandos, but So- uth Africa denicd it. PARIS - The trial of Nazi war criminal Klaus Barbic was effectively postponed aftcr Erance’s highest appeal court ruled that hc could be charged with crimes against thc French wartimc resist- ance as well as against Jewisli civilians. fe 8 ki LONDON - The London Metal Exchange set a January dcadline for a settleinent to the crisis that has paralysed world trading in tin since Oct- ober 24. • BAHRAIN - Iraq said it had asked the U.N. to help stop an Iranian offcnsive in the five-year-old gulf war, while Iran said there could be no peacc with the current Iraqi leaders. VIENNA - Romanian Pres- ident Nicolae Ceausescu, who tliis week called for clos- er cooperation aniong the Warsaw Pact armies, conferr- ed in Bucharcst with the Pact’s Commander-In-Chief. • WARSAW-Solidarity áctiv- ist Jacek Szymanderski was put in custody for up to three months for campaigning on bchalf of political prisoncrs, his daughter said. • LONDON - A West Europe- an consortium offered 37 mil- lion sterling (52.5 million dollars) for a stake in Westland, Britain’s ailing helicopter firm, in a counter- bid to a U.S.-led rescue pack- age. • WASHINGTON - The U.S. State Department said Mosc- ow had moved no closer in 1985 to its goal of „subjugat- ing“ the Afghan people, despite a largcr Soviet troop presence and increased fighting. • MOSCOW - The Soviet Un- ion kept up prcssure on the White House to join Moscow’s nudear test morat- orium, with an article in Iz- vestia saying the next 10 days would reveal President Ron- ald Reagan’s intcntions. NEWSINBRIEF Laugardagur 21. desember 1985 6 ■ Óheilbrigt ofát ríkra og hungur fátækra er eitt megineinkennið á heiminum sem við lifum í. FAO: Ofát eykst í iðnríkjunum - en 500 milljónir svelta í þróunarríkjum Róm-Rcutcr: ■ Samkvæmt nýrri skýrslu, sem Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO), birti í gær eykst ofát og offita stöðugt í auðugum iðnríkjum á sama tíma og allt að 500 milljónir manna líða fæðuskort í fátækum þróunarríkj- um. í skýrslunni er ástandinu í heim- inum lýst sem „vannæringu í alls- nægtum". Par segir að neysla á sykri, feiti og áfengi aukist stöðugt í þróuðum iðnríkjum og hlutfall trefjaríkrarfæðu fari lækkandi. Það er vitnað til rannsókna í Bandaríkjunum og Bretlandi sem sýna að offita er mun algengari í þessum ríkjum en áður. Samkvæmt skýrslunni þjást 335 til 494 milljónir manna af vannær- ingu í ríkjum sem ekki hafa tekið upp sósíalisma. Edouardo Saouma aðalfram- kvæmdastjóri FAO segir í inn- gangi: „Víðtæk vannæring getur á allt of skömmum tíma breyst í raunverulega hungursneyð eins og við höfum orðið vitni að í fæðu- kreppunni í Afríku.“ Þetta er fimmta yfirlitsskýrslan sem Matvæla- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna hef- ur látið gera um neysluvenjur og breytingar í matvælaframleiðslu frá því á sjöunda áratugnum. Dæmdir höfðu vald yfir lífi dómara sinna Mannrán í réttarsal: Nantcs, Frakklandi-Rcutcr: ■ Þrír byssumenn, sent rændu dómurum í réttarsal í Nantes í Frakklandi, gáfust upp seint í gær- kvöldi eftir að hafa farið með fjóra dómara út á flugvöll þar sem þeir hugðust flýja með flugvél. Mennirnir tóku upphaflega rúm-' lega þrjátíu gísla, dómara, réttar- gæslumenn, kviðdómendur og lagamenn. En flestir gíslanna voru látnir lausir í fyrrakvöld eða síð- degis í gær. Tveir mannanna voru sakborn- ingar fyrir dómnum en sá þriðji réðst inn í réttarsalinn vopnaður skammbyssum og handsprengju, afvopnaði lögreglumenn og af- henti félögum sínum vopn þeirra. Mannræningjarnir leyfðu sjón- varpsmönnum að sjónvarpa beint frá mannráninu. Þannig urðu sjónvarpsáhorfendur vitni að því þegar einn mannrænínginn beindi byssu að dómurunum og sagði: „Við komum hingað til að vera dæmdir. Nú er komið að því að dæma ykkur." Mannræningjarnir fengu bíl síð- degis í gær til að aka út á flugvöll borgarinnar. Þar slepptu þeir tveim dómurum til viðbótar og nokkrum klukkustunJum síðar gáfust þeir upp rúmum sólarhring eftir að mannránið hófst. Enginn lét lífið í þessu ntann- ráni, sem mun vera hið fyrsta sem framið hefur verið í frönskum réttarsal. En einn lögregluþjónn slasaðist alvarlega. ■ Ibrahim Babangida forseti herstjórnarinnar í Nígeríu er á varðbergi gagnvart hallarbylting- um. Hallar- bylting mistekst I Nigeríu Lagos-Reuter: ■ Útvarpið í Lagos skýrði frá því í gær að herstjórninni hefði tekist að koma í veg fyrir valdaránstil- raun nokkurra herforingja sem hefðu verið handteknir. Núverandi herstjórn var mynd- uð eftir friðsamlega hallarbyltingu Ibrahims Babangida yfirhershöfð- ingja þann 27. ágúst síðastliðinn. Domkat Bali varnarmálaráð- herra segir að ástæðan fyrir valda- ránstilrauninni sé óánægja sumra herforingja með þá ákvörðun her- stjórnarinnar að hætta samingavið- ræðum við Alþjóðagjaldeyrissjóð- inn um 2,5 milljarða dollara lán. í staðinn ákvað stjórnin að auka sparnað og lækkaði m.a. laun yfirmanna í hernum. Sumir yfirmenn eru sagðir reiðir þessari launalækkun þar sem þeir telja efnahagsvanda ríkisins ekki Grískir flugmenn blunda og borða xþcnu-Rcutcr: I Grískir flugmenn hættu í gær ungur- og s'venfleysisverkfalli ínu 40 stundum eftir að það hófst. Þeir aflýstu verkfallinu eftir ár- ngursríkar samningaviðræður við tjórnvöld um tryggingarréttindi. Reglulegt flug gat samt ekki hafist aftur í gær þar sem læknar kváðu upp þann úrskurð að flugmennirnir yrðu að sofa og hvíla sig í að minnsta kosti 18 klukkustundir áður en þeir mættu fljúga aftur. Svína- fyllirí íþágu vísinda Davis, Kaliforníu-Reuter: ■ Vísindamenn við Kali- forníuháskóla í Bandaríkjun- um hella daglega fjögur svín full í þágu vísindanna. Svínin fá blöndu af 95% vínanda, sírópi og vatni með matnum á hverjum degi í til- raun sem hófst í þessari viku. Áfengismagnið sem þau inn- byrða samsvarar fimmtán bjórum á dag. Önnur fjögur svín jafn- þung og jafnheilbrigð eru alin á sama fæði að áfenginu undanskildu. Dr. Charles Halsted, sem hefurumsjón meðsvínaríinu, segir að markmið tilraunar- innar sé að kanna áhrif áfengis á næringu og heilsu rnanna. Hann segir að flestir áfengissjúklingar sýni merki vannæringar sem virðist fylgja áfengissýkinni. Drykkjusvínin verða rann- sökuð eftir þrjá til sex mánuði og borin saman við bindindis- svínin. Svín voru valin til tilraun- arinnar vegna þess að þau hneigjast auðveldlega til áfengisneyslu eins og menn, lifa á svipuðu mataræði og innyfli þeirra eru lík innyflum manna. Dr. Halsted segir að svínin sýni mikinn samstarfsvilja og þau njóti greinilega tilraunar- innar. Áttbura- fæðing í Tyrklandi Ankara-Reutcr: ■ Læknir við Aegan háskóla- sjúkrahúsið í Izmir skýrði frá því í gær að 25 ára gömul kona hefði eignast áttbura, fimm drengi og þrjár stúlkur, Læknar segja að sex barnanna, sem voru 500 til 900 grömm við fæðingu, hafi látist fljótlega en eftir lifi einn drengur og ein stúlka. Móðirin, Sevel Capan, sem gift- ist bílvirkja fyrir ári, tók frjósemis- lyf. Hún eignaðist áttburana eftir aðeins 25 vikna meðgöngutíma. Hún lá í gær á gjörgæsludeild sjúkrahússins. Þetta er mesti burafjöldi sem um hernum að kenna. Þeir eru einnig sagðir reiðir yfir örum frama sumra foringja á kostnað annarra.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.