NT - 21.12.1985, Blaðsíða 17

NT - 21.12.1985, Blaðsíða 17
 Laugardagur 21. desember 1985 1 7 Miðaldariddari á 20. aidar hesti Dick Francis: Hrossakaup Nótt, 1985 Þýðandi: Þuríður Baxter ■ Fyrir nokkrum árum otaði kunn- ingi minn að mér bók mcð þeim um- mælum að „þessa verður þú endilega að lesa". Þar sem ég hef alltaf borið talsverða virðingu fyrir bókasmekk þessa kunningja míns, las ég bókina og komst að þeirri niðurstöðu að þarna væri honum farið að förlast. Bókin var um einhvern uppgjafa knapa sem eyddi stórum parti af sög- unni lokaður niðri í bát eða inní hrossavagni, og hafði ekki hugmynd um útafhverju. Þetta varbókin Risk eftir Dick Francis. En kunningi minn gafst ekki upp og hélt áfram að ota að mér bókum eftir Francis. Það leið ekki á löngu þar til ég var farinn að gleypa bækur hans í mig, og nú er þannig farið fyrir mér, eins og nokkrum milljónum öðrum, að ég bíð í ofvæni eftir að þessi hálfsjötugi galdrakall sendi frá sér sína árlegu bók. Dick Francis var einn frægasti knapi Breta fyrir 30 árum síðan og reið meðal annars hestum drottning- armóðurinnar. En þegar hann hætti íþróttinni byrjaði hann að skrifa bækur. Frumraun hans var sjálfsæfi- saga en síðan reyndi hann fyrir sér með spennusögur og hefur ekki litið aftur síðan. Bækur Francis fjalla allar á ein- hvern hátt um kappreiðar og hcsta, enda þekkir höfundurinn þar allt út og inn. Og allar bera þær sömu ein- kennin. Söguhetjurnar eru allar steyptar í sama mót. Venjulega ung- ir mcnn og ósköp venj ulegir að sjá en reynast sfðan býsna fastir fyrir og út- sjónarsamir þegar á reynir, heiðar- legir og fórnfúsir. Eiginlega riddarar miðaldasagnanna endurbornir á 20. öld. Þetta eru ckki upplífgandi lýs- ingar, ég veit það. en Francis tekst samt einhvernveginn að gæða þcssi göfugmcnni lífi svo þeir verða trú- verðugir. Hetjur Francis flctta í bókunum ofan af allskyns svikum sem oft eru framkvæmd með býsna sniðugum hætti ogaf ólíklegustu mönnum. Það er einmitt fléttan scm er sterkasta hlið Francis, svo og ýmiskonar smá- atburðir sem koma fyrir uhetj- urnar og sýna hvað Francis hefur næmt auga fyrir hinu mannlega í kringum sig. Þá er ritstíll Francis dálítið sérstakur en ákaflega læsileg- ur, og allt þetta saman gcrir það að verkum að bækur hans eru skemmti- legar aflestrar fyrir utan að vera þrælspcnnandi í köflum. Það sem hinsvegar gerir það að verkum að Francis er scintekinn, er að þó upphaf bóka hanssé alltaf þcss eðlis að forvitni lesandans vaknar, er Francis stundum dálítið lcngi að koma sér að efninu og eyðir fullmikl- um tíma í uppbygginguna á kostnað stíganda sögunnar. Það hefur síðan einnig viljað fara í taugarnar á fólki að Francis er hálf vandræðalegur þegar kvenfólk er annars vegar, það er að segja það kvenfólk sem kalla má kynverur, og samband söguhetj- unnar við hitt kynið er alltaf hálf dul- arfullt. Bókin sem hér átti að fjalla um. Hrossakaup, hefur þessa galla. Aðalsöguhetjan er bankamaður, sem vinnur í fjölskyldubankanum og er einmitt að komast þar til metorða, en auðvitað ekki vegna fjölskyldu- tengsla heldur eigin hæfileika. Hann kemur því til leiðar að eiganda kyn- bótabús er veitt lán til að kaupa rándýran stóðhest. Það kemur síðan í ljós að afkvæmi stóðhestsins fæðast vansköpuð og því viröist blasa gjald- þrot við kynbótastöðinni og tap viö bankanum. Utan um þennan söguþráð spinn- ur Francis vcf sem í fljótu bragði virðist um margt óþarfur. og í raun og veru gerist ekkert afgerandi fyrr en að 2/3 hlutum bókarinnar loknum. Fram að því vcit lcsandinn varla um hvað bókin raunvcrulega er, ncma að á bókarkápunni er hún skilgreind sem spennusaga, Síðasti hluti bókarinnar er hinsvegar eins og köld vatnsgusa framan í lesandann. Francis hcfur grcinilcga vandað sig vel viö smíði þessarar bókar og þó aðdragándinn sé langur hefir liann sinn tilgang, svo og ýmsir athurðir sem við fyrstu sýn virðast lítið koma málinu við. En ég er samt cfins um að þcssi bók hafi ein og sér aflað Francis nýrra lesenda þó harðir fylg- ismcnn lians hafi ekkcrt út á hana að setja. Þess vegna hcld ég að það hafi ver- ið misráöiö hjá Bókaútgáfunni Nótt að hefja útgáfu á Dick Franeis með þessari bók, þó ein eða tvær bækur Francis hafi verið gefnar út fyrr á ís- lensku. Heldur hefði átt að byrja nieð eldri og styttri bók og þar er af nógu að taka. Hinsvegar cr ég ekki í vafa um að þeir sem komast klakk- laustgegnum Hrossakaup látasigckki vanta þegar næsta bók Francis kem- ur út. Þuríður Baxtcr þýðir bókina, sem á cnsku hcitir Banker. Ég er nokkuð sáttur við þýðinguna í heild, sérstak- lega þar sem ég hcf það á tilfinning- unni að Francis sé alls ckki auöþýdd- ur á íslcnsku. En samt finnst mér eitthvað vanta, ég veit ekki alveg hvað það er. Guöm. Sv. Hermannsson. DRAUMA dansdúkkan sem dansar þrjá dansa Verð aðeins kr. 1.295.- Ódýrustu snjóþoturnar: Litlar................... kr. 369. Stórar .................. kr. 570. m/bremsum................ kr. 699. Stýrisþotur ............. kr. 2.295. Enn eru til leikföng á gömlu verði Sparið þúsundir og kaupið jólagjafirnar tímanlega Póstsendum LEIKFANGAHÚSIÐ Skólavörðustíg 10 s. 14806 Hjúkrunarfræðingar - Ijósmæður Eftirtaldar stöður við heilsugæslustöðvar eru lausar til umsóknar nú þegar: Keflavík, staða hjúkrunarfræðings Dalvík, hálf staða hjúkrunarfræðings Sauðárkrókur, hálf staða hjúkrunarfræðings Djúpivogur, staða hjúkrunarfræðings Breiðdalsvík, staða hjúkrunarfræðings Eyrarbakki, staða hjúkrunarfræðings og Ólafsvík 75% staða Ijósmóður. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu fyrir 17. janúar 1986. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 17. desember 1985 BMX-hjálmar BMX-húfur BMX-grímur BMX-treflar BMX-hanskarj BMX-sokkar BMX-peysur BMX-hnéhlífar BMX-buxur BMX-púðar BMX-jakkar BMX-merki Sendum í póstkröfu. Varahluta- og viðgerðaþjónusta. Kreditkortaþjónusta. Suðuriandsbraut 30. Sími 35320. Vistheimilið Seljahlíð (aprílmánuði 1986 er áætlað að taka í notkun vistheimil- ið Seljahlíð við Hjallasel. Hér er um að ræða 60 einstaklingsíbúðir og 10 hjónaí- búðir. Vistheimilið verður rekið í daggjaldaformi og er því allt fæði og þjónusta innifalin í dvalargjaldi. Hér er ekki um að ræða hjúkrunarheimili og er því ekki gert ráð fyrir að hjúkrunarsjúklingar fái þar vistun. Umsóknareyðublöð liggja frammi í Vonarstræti 4 og Tjarnargötu 11. Umsóknarfrestur er til 15. janúar 1986. Nánari upplýsingar verða gefnar mánudaga, miðviku- daga og föstudaga frá kl. 9.00-10.00 í sím 25500. Laus staða Staða aðalgjaldkera við embætti bæjarfógeta í Kópa- vogi er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 10.jan. 1986. Laun samkvæmt launakerfi BSRB. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf og menntun sendist bæjarfógeta í Kópavogi. Allar upplýsingar veittar í síma 44022. Bæjarfógetinn í Kópavogi.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.