NT - 21.12.1985, Blaðsíða 19

NT - 21.12.1985, Blaðsíða 19
Laugardagur 21. desember 1985 19 tæ Veikko í veðraham - Guð minn góður, ég skal berja þau sundur og saman, æpti Veikko einhvers staðar inni. Hann heyrðist skella útidyrahurðinni og kom út á hlaðið með þvílíkum fyrirgangi að veröndin skalf og nötraði. Gardín- urnar fóru á hreyfingu og óttaslegin andlit kvenfólksins birtust í gluggun- um. Helena, kona Veikkos, kom hlaupandi út á tröppurnar og bað hann með grátstafinn í kverkunum að koma aftur inn. Veikko hljóp þvert yfir hlaðið þar sem enginn er vanur að fara. Hann virtist vera ber- fættur. Ermarnar á hvítri skyrtunni voru brettar upp fyrir olnboga og í frá- hnepptu hálsmálinu sá i' loðna bring- una. Konan hans æpti til mín að ég mætti ekki láta Veikko fara einan í bæinn. Ég flýtti mér að kasta pílun- um sem ég hélt á, í skífuna og timb- urvegg kornhlöðunnar, sem var löngu alsettur pílnaförum. Veikko hljóp að bílnum sínum, reif upp bílstjórahurðina og smeygði sér í sætið. Ég hljóp að hlöðugafl- inum, og kona Veikkos stóð á tröpp- unum og rak á eftir mér. Við hornið á hlöðunni sá ég einhverja hreyfingu úti á akrinum og gat ekki stillt mig um að horfa þangað. Neðst í brekk- unni voru strákarnir að varpa kúlu. Fyrir kúlu notuðu þeir hnöttóttan steinhnullung á stærð við mannshöf- uð. Hinir stóðu svo nálægt þeim sem varpaði, að það var augljóst að hann kom kúlunni ekki langt frá sér. Veikko varð að bakka bílnum að hlöðugaflinum og stoppa þar, og mér tókst að ná upp hinni framhurðinni og troða mér inn. Veikko var einmitt að setja í fyrsta gír. Ég spurði hvert hann ætlaði. Hann sagði að ég skyldi bara sitja kyrr og sjá til, það kæmi áreiðanlega í ljós. Hann keyrði spól- andi út úr portinu svo að möl og smásteinar þeyttust í húsvegginn. Hann skeytti því engu hvort ein- hverjir væru á veginum frá kirkju- garðinum, ók maður að ánni og yfir á hinn bakkann svo að söng í brúnni. í hallanum upp frá brúnni reyndi ég að vara Veikko við fólkinu sem var á leið til kirkju, en hann virtist ekki hafa minnsta áhuga á því. Hann krossbölvaði allan tímann við ak- staurinn. Hann beygði í átt að stöð- inni fyrir framan bæjarskrifstofuna, skipti niður á gatnamótunum en minnkaði ekki inngjöfina og það hvein í vélinni meðan hann keyrði milli skólans og íþróttavallarins. Hann setti aftur í hærri gír þegar hann kom að nýja veginum. Ég reyndi að minna hann á að það hefði farist fólk í slysum á þessum gatna- mótum. Hann sagði: ekki nógu margir. Ég mundi allt í einu eftir bílbeltinu og dró það út til að festa það. Það stóð hópur manna hjá bensínstöð- inni hjá Frántilábrúnni og allir sneru sér við í einu til að horfa á eftir okkur, eins og þegar herflokki er gefin fyrirskipun. Við þutum yfir brúna og upp beygjuna. Við vega- mótin hjá flugskóla hersins náði Kafli úrverð- launabókinni í Austurbotni eftir Antti Tuuri Veikko aftur upp hraðanum. Ég reyndi að lesa á hraðamælinn og sá að hann sýndi hundrað. Sem betur fer var engin umferð á veginum gegnum Lauttamus. Veikko varð aftur að hægja á í beygjunum eftir brúna yfir veginn, en fór þær eins beint og hægt var og tók ekkert tillit til akreinaskiptanna. Hjá prent- smiðjunni beygði Veikko út af aðal- veginum. Einbýlishúsin sem höfðu verið reist á ökrunum, litu út eins og skókassar á kaupfélagsgólfinu. Hann sveigði til vinstri eftir beina kaflann og keyrði nýlegan holóttan malarveg milli húsanna og inn á hlaðið hjá Ketola. Hann var stokk- inn út úr bílnum um leið og hann stoppaði og og óðar kominn upp á tröppurnar. Veikko barði með krepptum hnefanum á hurðina og með hnúunum á rúðuna í hurðinni, og lá með hinni hendinni á dyrabjöll- unni. Stöðug hringingin kvað við innan úr húsinu. Það brá fyrir andliti í glugga, en svo snöggt að ég gat ekki séð hvort það var karl eða kona. Ég reyndi að banna Veikko að brjóta allt og bramla að óþörfu, fólk- ið í húsinu hefði áreiðanlega orðið vart við gestakomu. Ekki var Veikko alveg viss um það. Hurðinni var snögglega hrundið upp og í gættinni birtist andlitið á Ketola og hlaupin á tvíhleyptri haglabyssu. Hann spurði hvað okkur væri á höndum. Veikko æpti að hann væri kominn til að ræða sameiginleg hagsmunamál, greip um hlaupin, hrifsaði byssuna auðveld- lega úr höndunum á Ketola og kast- aði henni langt út á flötina í óslegið kaferas. Eg horfði á eftir haglabyssunni og út á akrana á milli húsanna. Það var fólk við slátt nálægt skógarjaðrinum úti við hæðina þótt á sunnudags- morgni væri. Loftið titraði ogskrum- skældi form trjánna í SKÓgarjaðrin- um, og háreysti vélanna og fólksins virtist koma lengra að, á röngum tíma, og eins og úr lagi færð. Veikko þreif í Ketola, dró hann út og þrýsti honum niður svo að hann neyddist til að setjast á tröppurnar. Ketola braust um og reyndi að kom- ast á fætur, en Veikko átti auðvelt með að halda honum föstum á tröpp- unum. Ketola spurði klökkri röddu hvað Veikko meinti með því að ráðast svona á sig. Veikko sagðist vera að leita að peningunum sínum. Ketola sagðist ekki vita neitt um peninga Veikkos. Út um opnar dyrnar heyrð- ist að verið var að snúa skífunni á símanum. Veikko æpti að það myndi ekki hljótast neitt gott af því ef verið væri að hringja í lögregluna. Hann kvaðst mundu snúa Ketola úr háls- liðnum ef Iöggan kæmi. Ketola kom ekki upp nokkru orði. Inni var tólið lagt á og Maija, kona Ketola, kom út á tröppurnar í morgunslopp með krullupinna í hárinu. Hún sagði með harðri, skrækri röddu að það væri tekið enn harðar á broti á heimilis- friði fólks á sunnudegi. Veikko fannst að þau ættu frekar að velta því fyrir sérhvernig þau gætu skilað hon- um peningunum aftur en viðbrögð- um við broti á friðhelgi heimilisins. Hann kærði sig ekki um að koma nærri þeim þegar hann væri búinn að fá peningana sína, vildi aldrei framar líta þau augum. Ketola og konan hans fóru þá bæði í einu að útskýra að það væru engir peningar til, nema það sem kom inn á nauðungarupp- boðinu, og það hefði ríkið tekið upp í ógreidd opinber gjöld, þegar búið var að borga það sem eftir var af vinnulaunum. Veikko æpti að hann væri ekki að tala urn þá peninga. Ke- tola hélt því fram að ekki væri um neina aðra peninga að ræða. Veikko tók til við að löðrunga Ke- tola. Hann talaði án afláts um pen- ingana sína og hvar þeir væru nú, pengarnir sem Ketola hefði tekið úr kassanum með fölsuðum kvittunum og felusamningum við vasa- bókhaldsfyrirtæki og sölumenn sem fóru á bak við Veikko. Ketola var gráti nær. Konan hans flaug á ■ Finnski verkfræöingurinn og rithöfundurinn tekur hér viö bókmennta- verölaunum Noröurlandaráös sein hann hlaut í upphali þessa árs fyrir bók sína í Austurbotni. þess að gera nokkra tilraun til að leyna því, og reiðin og gráturinn afkskræmdu svo á henni andlitið, að hún leit út fyrir að vera orðin minnsta kosti hundraö og tuttugu ára. Ég fann til með henni. Veikko Vegna mistaka féll niður kafli úr bókinni í Austurbotni, eftir finnska rithöfundinn Antti Tuuri, sem átti að birtast í síðasta helgarblaði og var raunar kynnt í formála og bókaþætti blaðsins. Því birtist kaflinn hér nú en hann er upphafskafli bókarinnar. Þýðandi bókarinnar er Njörður P. Njarðvík en Skuggsjá gefur út. Veikko og reyndi að slíta hann af manni sínum. Veikko sveiflaði vinstri handlcggnum án þess að líta aftur fyrir sig og hún datt á rassinn í mölina á hlaðinu. Lögreglan kom í fólksbíl og beygði inn á hlaðið. í beygjunni þyrl- aðist upp ryk sem hékk í logninu eins og lak á snúru, bara dekkra. Það voru tveir lögreglumenn í bílnum. Þeir voru ekkert að flýta sér út. Ma- ija Ketola brölti á fætur og dustaði af sér ryk. í húsunum í kring kom fólk út í glugga og út á tröppur. Eldri lögreglumaðurinn spurði hvort verið væri að ræða viðskipti hér. Maija Ketola fór þá að æpa með skrækri röddu að Veikko hefði ruðst hingað til þeirra á sunnudagsmorgni eins og hreinn vitfirringur og byrjað að lumbra á bráðsaklausu fólki. í miðri setningu brast húri í grát án sagði að þetta væri prívatmál hans og Ketola, og kæmi öðrum ekki við. Yngri lögieglumaðurinn spurði hvort einhvcrjum hefði verið ógnað með byssu. Veikko sagði að það .hefði nú ekki orðiö úr því. Eldri lög- reglumaðurinn sagði að nágrannarn- ir hefðu hringt og eitthvað veriö að minnast á haglabyssu... Nú sleppti Veikko Ketola og gekk yfir hlaðið þangað sem hann hafði kastað byssunni, tók hana upp úr há- vöxnu grasinu, opnaði hlaupin og horfði inn í þau. Hann fór með byss- una til eldri lögreglumannsins að nafni Lammi. Byssan virtist ekki hlaðin. Lammi spurði hvort þeir liefðu verið að semja um málefni sem snertu vefstofuna. Þegar Veikko hélt því stöðugt fram að þetta væri allt saman þeirra einkamál, þá sagði sá yngri að samskipti manna hættu að vera einkamál þegar farið væri að veifa skotvopum. Veikko spurði hver hann þættist vera og hvaða skynbragð hann þættist bera á svona mál. Lögreglumaðurinn sagði til sín, Matero héti hann, væri nýkominn hingað, nýútskrifaður úr lögreglu- skólanum, en ættaður lengra að norðan. Veikko bað Lamnii að út- skýra alvöru lífsins fyrir Matero áður en honum væri sleppt út á meðal fólks hér. Lammi mæltist til þess að Veikko og Kctola scmdu um málefni vefstofunnar á venjulegum vinnu- líma ogán haglabyssu. Veikkosagðist vera búinn að rcyna aö ná í Ketola vikum saman, alveg frá því á upp- boðinu, en af því að Kctola hefði fal- ið sig á nýju vefstofunni sinni í To- holammi, þá hcfðu þeir ekki getáð gert upp sín mál fyrr cn í dag. Lammi sagði að samningavið- ræðunum væri að minnsta kosti lokið að þcssu sinni. Hann tók haglabyssu Ketola, rétti hana eigandanum og hvatti hann til að setja hana í læstan skáp og leyfa henni að hvíla sig þar, þangað til fuglaveiðarnar byrjuðu. Veikko gekk að bílnum sínum og veifaði mér að koma. Lögreglu- mennirnir stóðu á hlaðinu hjá Ketola og horfðu á okkur snúa bílnum. Þeg- ar við ókum af stað, flýttu þeir sér inn i bílinn sinn og keyrðu strax á eft- ir okkur. Þá voru Maija og Ketola farin inn. Lögrcglan elti okkur alla leið inn í bæ ogyfir brúna kirkjumeg- in. Heima beygðu þeir þó ekki inn á hlaðið, heldur óku framhjá eftir veg- inum til kirkjugarðsins. Þeir komu fljótt aftur og keyrðu aftur framhjá í átt að kirkjunni. Guðsþjónustur í Reykjvavíkurpró- fastsdæmi sunnudaginn 22. desem- ber1985. Tekið er á móti söfnunarbaukum hjálparstarfs kirkjunnar eftir messur á sunnudaginn til kl 17. og á Þorláks- messu milli 20-22. Árbæjarprestakall Barnasamkoma í Foldaskóla í Graf- arvogshverfi laugardaginn 21. des. kl. 11 árdegis. Barnasamkoma í safnaðarheimili Árbæjarsóknar sunnudag kl. 11 árdegis. Sr. Guð- mundur Þorsteinsson. Áskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11. Börn lerka jólalög og jólasálma á hljóð- færi. Sr. Árni Bergur Sigurbjörns- son. Breiðholtsprestakall Jólaguðsþjónusta barnanna sunnu- dag kl. 11 í Breiðholtsskóla. Sr. Lár- ■us Halldórsson. Bústaðakirkja Jólasöngvar allrar fjölskyldunnar kl. 2.00. Kór Breiðagerðisskóla syngur og börn úr Fossvogsskóla flytja helgileik. Lesin saga eftir Ingólf Jónsson frá Prestbakka. Almennur söngur. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. Séra Ólafur Skúlason. Digranesprestakali Barnasamkoma í safnaðarheimilinut Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þorberg- ur Kristjánsson. Dómkirkjan Barnaguðsþjónusta kl. 11. Börn úr Kirkjuskólanum flytja helgileik und- ir stjórn sr. Agnesar M. Sigurðar- dóttur. Barnakór Álftamýrarskóla syngur. Stjórnandi Hennes Baldurs- son. Lesin jólasaga. Sr. Þórir Steph- ensen. Grensáskirkja Barnasamkoma kl. 11.00. Jólahátíð barnanna. Jólasöngvar. Gengið í kringum jólatré. Jólasveinn kemur í heimsókn. Ath. Messa kl. 14.00 fell- urniður. Sr. HalldórS. Gröndal. Hallgrímskirkja Messa kl. 11.00. Skólakór Seltjarn- arness syngur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Sr. Karl Sigurbjörns- son. Ensk-amerísk jólaguðsþjónusta kl. 16.00. Mótettukór Hallgríms- kirkju syngur. Sr. Karl Sigurbjörns- son. Landspítalinn Messa kl. 10.00. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Háteigskirkja Messakl. 10.00. Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Arngrímur Jónsson. Messa kl. 14.00. Börn úr Hlíða- skóla flytja jólalög, stjórnandi Heiðrún Hákonardóttir. Sr. Tómas Sveinsson. Tónleikar á aðventu kl. 21.00. Dr. Orthulf Prunner flytur orgeltónlist eftirJ.S. Bach. Kársnesprestakall Messa í Kópavogskirkju kl. 14.00. Organisti Guðmundur Gilsson. Sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. Laugarnesprestakall Fjölskylduguðþjónusta kl. 11.00. Barnakór Laugarneskirkju syngur. Margrét Hróbjartsdóttir segir jóla- sögu. Sóknarprestur. Neskirkja Samverustund aldraðra í dag laugar- dag kl. 15-17. Farið verður í Keilu- salinn í Öskjuhlíðinni og á veitinga- húsið þar. Farið verður frá kirkjunni kl. 15.00. Sunnudag 22. des.: Jólasöngvar kl. 14. Anna Júlíana Sveinsdóttir syng- ur einsöng. Kór Melaskólans syngur undir stjórn Helgu Gunnarsdóttur við undirleik Jónasar Þóris. Lilja María Sigurðardóttir 9 ára leikur einleik á fiðlu. Ingibjörg Sveinsdótt- ir les jólasögu. Börn í Mýrarhúsa- skóla sýna helgileik. Reynir Jónas- son organisti leikur undir fjölda- söng. Sr. Frank M. Halldórsson. Seljasókn Barnaguðsþjónusta í Öldusels- skólanum kl. 10.30. Barnaguðsþjón- usta í Seljaskólanum kl. 10.30. Sóknarprestur. Seltjarnarnessókn Jólasamkoma barnanna í Tónlistar- skólanum kl. 11. Sr. Frank M. Halldórss. Stokkseyrarkirkja Barnamessa kl. 11. Sóknarprestur. Keflavíkurkirkja Aðfangadagur: Jólasöngur kl. 18.00 og 23.30. Lúðrablástur og helgileik- ur. RagnarSnær Karlsson flyturhug- leiðingu. Jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00. Sr. Bragi Friðriksson prófast- ur messar. Organisti Kjartan Sigur- jónsson. 2. jóladagur: Skírnarguðsþjónusta kl. 14.00. Sr. Þorvaldur Karl Helga- son messar. Organisti Kjartan Sigur- jónsson.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.