NT - 21.12.1985, Blaðsíða 14
Laugardagur 21. desember 1985 14
Vöruhús Vesturlands
Borgarnesi sími 93-7200
EFNAGERÐIN FLORA
Jólin eru hátíð friðar. Þá á fólki að líða vel og
hvílast.
Hvíldarinnar er best að njóta þegar jólaundir-
búningi er lokið tímanlega. Það er vont að vera á
síðustu stundu.
Við í Vöruhúsi Vesturlands höfum fyrir löngu
lokið okkar jólaundirbúningi en hann felst í því að
leggja okkar af mörkum til að ykkar jólaundirbún-
ingur verði eins léttur og unnt er.
Þetta er okkar hlutverk og það tökum við alvar-
lega.
Það er óneitanlega kostur að fá allt
sem þarf í einni ferð. Ferð í Vöruhús
Vesturlands sparar sporin og er þess
vegna ferð til fjár.
Margar myndir eru í bókinni og
sumar þeirra ómetanlegar heimild-
armyndir.
Ævi Skapta er rakin í stórum
dráttum á kápu.
Þetta er ævisaga Skapta Áskels-
sonar, sem ásamt fleirum stofnaöi
Slippstöðina hf. á Akureyri árið 1952
og var framkvæmdastjóri hennar frá
upphafi til árisns 1970. Bragi Sigur-
jónsson hefur skráð söguna og með
góðri samvinnu þeirra í um fimm ár
hefir Braga tekist að draga upp
áhugaverða mynd af ævihlaupi
Skapta, hins rnikla framkvæmda-
manns, stórvirkasta frumkvööuls
stálskipasmíða á íslandi.
Skapti fæddist 20. júní 1908 í
Austur-Krókum í Fnjóskadal og var
sjötti í röðinni af ellcl'u systkinum.
Árið 1929 l'lutti fjölskyldan til
Grenivíkurog 1931 kaupa þeir bræð-
ur Skapti og Þorbjörn mótorbátinn
Hjalta og hefja útgerð.
Árið 1936 kvæntist Skapti Guð-
finnu Hallgrímsdóttur og um ára-
mótin 1938-39 flytja þau til Akurcyr-
ar.
Slippstöðin hf. var stofnuð 1952.
Hluthafar: Skapti, Þorsteinn Þor-
steinsson, Herluf Ryel, Útgerðarfé-
lag KEA, Gísli Koráðsson og Arn-
grímur Bjarnason. Hlutafc samtals
kr. 125.000.
Saga Slippstövarinnar hf. frá 1952-
1970 og framkvæmdástjórn Skapta
Áskelssonar þar.
Fyrirgreiðslustöðvun Landsbank-
ans við Slippstööina tilkynnt bréf-
lega 29. janúar 1969. Hvað segir
Skapti um valdsmenn og banka-
stjóra á framkvæmdastjóraárum sín-
um í Slippstöðinni hf.?
■ Gunnar Dal.
Ný Ijóðabók
eftir Gunnar Dal
■ Undir skilningstrénu. Ljóð 85 er
heiti á nýútkominni Ijóðabók eftir
GunnarDal. Þarerað finna51 Ijóð.
Eins og nafnið bendir til eru Ijóðin
ný af nálinni og höfða flest til nútím-
ans. Fyrsta Ijóðið heitir Dauði Jerzy
Popielluszkós: Böðull/ ég hræðist
hamar og sigð/ í höndinni rauðu,
þin ni.
Þín illu fræði/ogallt þitt verk/ mér
oft gerði þungt í sinni.
Samt hræðist ég meira/ þann hóp
er þú/ hefur að fótaskinni.
Útgefandi er Víkurútgáfan.
Ævintýri fyrir börn
■ Tröllagil og fleiri ævintýri nefnist
fyrsta bók Ellu Dóru Ólafsdóttur.
Úm hana segir á kápu:
Ella Dóra Ólafsdóttir er fædd í
Vestmannaeyjum árið 1944. Hún
fluttist með foreldrum sínum til
Vestfjarða tólf ára gömul. Olafur
faðir hennar, var héraðslæknir í
Súðavík og síðar í Bolungarvík, en
þar festi Ella Dóra ráð sitt og býr þar
enn. Ævintýrabækur urðu snemma
vinir hennar og þegar hún var fimm
ára var lesið fyrir hana ævintýrið um
Dimmalimm og konungssoninn. Sex
ára var hún orðin læs og gat þá lesið
ævintýrin sjálf, en í sérstöku upp-
áhaldi hjá henni voru ævintýri H.C.
Andersens.
Ella Dóra segir að það sé gott að
geta glaðst yfir góðri sögu og enn
betra að geta glatt aðra. Hún hefur
lesið sögurnar sínar fyrir börnin í
næsta nágrenni við sig í Bolungarvík
og þau hafa tekið sögunum mjög vel
og það hefur hvatt hana til áfram-
haldandi skrifta.
Tröllagil og fleiri ævintýri er fyrsta
bók Ellu Dóru. I henni eru eftirtalin
ævintýri: Tröllagil, Jólaengillinn,
■ Skapti Áskelsson.
Saga skipasmiðs
■ Skapti Áskelsson kenndur viö
Slippstöðina á Akureyri cr löngu
þjóðkunnur maður. Bragi Sigurjóns-
son hefur nú skráð sögu hans og
Skjaldborg gcfiö út.
Urvals
appelsínu
marmelaói
á brauðið
Ævintýrið um hugrökku Rósu, Gest-
ir í brúðuhúsinu og Jól í brúðuhús-
inu.
„Takmark mitt með þessari bók er
að gleðja bæði unga og aldna, og ef
það tekst er tilganginum náð,“ segir
Ella Dóra.
Skjaldborg gefur út.
■ Erlingur Davíðsson.
Brugðið upp myndum
úrþjóðlífinu
■ 14. bindi ritverksins Aldnir hafa
orðið eftir Erling Davíðsson er kom-
ið út hjá Skjaldborg. Þeir sem Erl-
ingur skráir eftir í þessu bindi eru:
Elín Aradóttir, Hans Pedersen, Jó-
hann S. Sigurðsson, Jónas Péturs-
son, Ólafur Þorsteinsson, Steingrím-
ur Sigurðsson og Þorsteinn Einars-
son.
Bókaflokkurinn „Aldnir hafa
orðið“ varðveitir hinar merkilegustu
frásagnir eldra fólks af atburöum
löngu liðinna ára og um það sjálft,
atvinnuhættina, siðvenjurnar og
bregður upp myndum af þjóðlífinu.
örum breytingum og stórstígum
framförum, þótt ckki sé um sam-
fclldar ævisögur að ræða.
Með hinum öldnu, scm kveðja,
hverfur jafnan mikill fróðleikur og
lífsviska, sem betur er geymdur en
gleymdur.
Fólk það sem segir frá í þessari
bók og fyrri bókum í þessum bókar-
flokki, er úr ólíkum jarðvegi sprottið
og starfsvettvangur þess fjölbreytt-
ur, svo og lífsreynsla þess. Frásagn-
irnar spegla þá liðnu tíma, sem á öld
hraðans og breytinganna virðast nú
þegar orðnir fjarlægir. En allar hafa
þær sögulegt gildi þótt þær eigi fyrst
og fremst að þjóna hlutverki góðs
sögumanns, sem á fyrri tíð voru au-
fúsugestir.
Bókaflokkurinn „Aldnir hafa
orðið“ hefur hlotið frábærar viðtök-
ur um land allt og sannar hið forn-
kveðna, að oft er það gott sem gamlir
kveða.
■ Guðmundur L. Friöfinnsson.
Æviþættir, munnmæli,
minningabrot
■ Komið er út hjá Skjaldborg ann-
að bindi bókarinnar Örlög og ævin-
týri eftir Guðmund L. Friðfinnsson.
Nýstárleg bók og vönduð að efni,
skrifuð á góðu máli í léttum dúr, þó
er alvara á bakvið. Þarna er að finna
æviþætti, munnmæli, minningabrot,
ættartölur og fleira. Auk ættfræði í
aðaltexta eru ættartölur eftir hina
kunnu fræðimenn, Torfa Sveinsson á
Klúkum, rituð 1832, Eið Guð-
mundsson á Þúfnavölium og Stefán
Jónsson á Höskuldsstöðum. Því er
óhætt að fullyrða að getið er fjölda
manna lifandi og látinna og eru af-
komcndur þeirra drejfðir víða bæði
hér heim.a og erlendis. Eins og fyrr er
guðað á glugga hjá ástargyðjunni og
mannleg náttúra ekki sniðgengin.
Hér því komin bók. sem sameinar
bæði fræði og skemmtun, svo jafnvel
unglingar geta lesið sér til ánægju.
Margar myndir eru í bókinni.
Kaflaheiti síðara bindis eru:
Þumall, Holtarætur og harðsæjur,
Glettur, Sauðabóndi, Lilja, Myrkár-
Helga, Hjónin á kvistinum, Snar-
ræði, Kristín, Þúfa fyrir fæti, Bursta-
bær, “ Þá kemur mér jafnan hún í
hug“ og Eftirhreytur.
Þá eru í bókinni ættartölur og ör-
nefnaskrá Egilsár. Enn fremur
nafna- og heimildaskrá.
Þetla er óvenjuleg bók og vönduð
að efni.
Umsögn
Jóhann Helgason
„Ástin...“
Fallegt
■ Jóhann Helgason er búinn að
vera lengi í „bransanum" og í gegn-
um tíðina hefur hann sýnt að laga-
smíðar hans eiga fullt erindi á plast.
Um sönginn þarf varla að ræða, þeir
sem eitthvað hafa fylgst með dægur-
tónlist síðustu ára vita að Jóhann er
einn af okkar bestu söngvurum.
Nýverið sendi hann frá sér piötu
sem hann kallar „Ástin...“. Jóhann
gefur plötuna út sjálfur. Á plötunni
er að finna 10 lög sem flest eru sarnin
á árunum 1973-74. Öll lögin á plöt-
unni eru rólegar hugljúfar ballöður,
tilbrigði um ástina.
Þó lögin á plötunni séu orðin þetta
gömul er ekki að finna á þeim nein
ellimerki, enda útsetningarnar
nýjar. Þessi föt Jóhanns eru líka
óháð öllum tískusveiflum í tónlist.
Þetta eru róleg lög sem eiga ekki síð-
ur erindi á plötu í dag en fyrir 10
árum. Og þessi lög ættu að geta lifað
jafn lengi og ástin á þessari jörð.
Jóhann valdi kunnáttumenn sér til
aðstoðar. Eyþór Gunnarsson er hans
hægri hönd og skipa hljómbörð hans
JÖHANN \ ÁSTIN...
Helgason
öndvegi á plötunni og þáttur Eyþórs
er töluverður í útsetningunum. Út-
setningarnar eru snyrtilegar en stöku
sinnum finnst mér strengjasándið
þreytandi, en píanóið er skemmti-
lega notað.
Hljóðblöndunin er góð og rífandi
gítarsóló Björns Thoroddsen koma
vel út í bakgrunni rólegu laganna.
Aðrir aðstoðarmenn Jóhanns eru
Skúli Sverrisson bassaleikari, Gunn-
laugurBriem trommuleikari, Friðrik
Karlsson gítarleikari og Magnús
Kjartansson spilar á hljómborð og
píanó í einu laganna.
Þessi plata Jóhanns er umfram allt
falleg og vel gerð. Jóhann er góður
söngvari og svei mér ef hann er ekki
bestur í rólegu lögunum. Lögin eru
einföld, smekkleg og hitta mann
beint í hjartað.
En það hefði verið virkilega gam-
an ef Jóhann hefði fengið einhvern
til að gera virkilega góða íslenska
texta við lögin. Það hefði gefið plöt-
unni miklu meira gildi.
ÞGG