NT - 21.12.1985, Blaðsíða 11

NT - 21.12.1985, Blaðsíða 11
■ Séra Bolli Gústavsson Út um Ijóra Bolla ■ Litið út um ljóra nefnist ný bók eftir séra Bolla Gústavsson í Laufási. I bókinni eru 15 þættir, þar sem m.a. er brugðið upp fjölbreyttum og lif- andi myndum af athyglisverðum mönnum, lífs og liðnum. Skáldleg tök og hlýr mannlegur skilningur einkenna þættina sem allir munu teljast merkar heimildir. í bókinni eru teikningar eftir höfund- inn. I þessum 15 þáttum koma ýmsir viðsögu: M.a. kapparnir, Þorvaldur mennir og Hríseyjar-Klængur, tón- skáld ólíkra tíma, Hafliði Hallgríms- son og Björgvin Guðmundsson; bragsmiðurinn hnyttinyrti, Bjarni Jónsson frá Gröf; biskuparnir, dr. Sigurbjörn Einarsson og herra Pétur Sigurgeirsson, skáldin, Stephan G. Stephansson, Þorsteinn Erlingsson, Davíð Stefánsson, Karl ísfeld og Jónas E. Svafár, fagurkerinn og hug- sjónamaðurinn, Björn Bjarnarson sýslumaður; ritstjórinn og stjórn- málaleiðtoginn, dr. Valtýr Guð- mundsson, Ljósavatnsbændur og fræðimennirnir ættvísu, Konráð Vil- hjálmsson frá Hafralæk og Hólmgeir Þorsteinsson frá Hrafnagili . Bók fyrir konur ■ Frá konu til konu heitir bók eftir bandaríska lækninn Lucienne Lanson, sem Skjaldborg gefur út. Fjallar bókin um skýrt markað efni, kynfæri og kyneðli konunnar og þá sjúkdóma sem þessi líffæri og þetta lífeðli getur átt við að stríða. Um bókina segir á kápu: Höfundurinn, Lucienne Lanson, lauk prófi með hæstu einkunn frá læknaháskólanum í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum og sérhæfði sig síð- an í kvenlækningum. Hún hefur hlotið viðurkenningu frá mörgum virtustu heilbrigðisstofnunum Bandaríkjanna, einkum fyrir fram- lag hennar til kvensjúkdómalækn- inga. Frá því bókin From Woman to Woman var fyrst gefin út árið 1975 hefur hún unnið sér sívaxandi vin- sældir í mörgum löndum sem fræðslu- og heimildarrit vegna hinn- ar skýru og nærfærnu framsetningar fróðleiks um kvenlegt eðli og kven- lega sjúkdóma. Kona sem er sér- fræðingur í kvensjúkdómum miðlar kynsystrum sínum af reynsiu sinni og þekkingu á alþýðlegan hátt líkt og viðmælandinn sæti í stól fyrir framan hana og þær ræði saman eins og mað- ur við mann - eða kona við konu. Bókin hefur verið endurskoðuð og aukin næstum því um helming síðan hún kom fyrst út 1975 og inn í hana bætt nýrri vitneskju og nýjum upp- götvunum sem síðan hafa komið fram, svo að næstum því þriðji hluti hennar er nýtt efni sem ekki var í frumútgáfunni. Meðal hinna fjöl- mörgu atriða sem svarað er í þessari bók má nefna: • Er nokkur aðferð til sem gæti haft áhríf á kyn barns við getnað? • Hvernig er hægt að gera Laugardagur 21. desember 1985 11 nákvæma brjóstaskoðun á sjálfrí sér? • Er nokkuð hægt að gera við fyrir- tíðastreitu? • Er brottnám legs alltaf nauðsyn- legt í sambandi við aðgerð við leghálskrabba á byrjunarstigi? • Er hugsanlegt að kona verði þunguð ef hún hefur barn á brjósti og hefur ekki haft á klæðum? • Hvernig er hægt að vita að tíða- hvörf séu í nánd? • Geta getnaðarvarnapillur valdið blóðsega og hjartaáföllum? • Er nokkurt samband á milli getn- aðarvarnalyfja og krabbameins? • Hvenær er kona orðin of gömul til að eignast fyrsta barnið? • Hvaða þættir ráða lífslíkum við brjóstkrabba? • Hversu öruggar eru getnaðar- varnir þínar? (Pillur? Lykkja? Hetta? Ófrjósemistímabil? o.s.frv.) • Er endurbyggjandi aðgerð hugs- anleg á konu sem brjóst hefur verið tekið af? • Er hugsanlegt að hormónalyf geti valdið legkrabbameini? • Hversu mörgum klukkustundum eftir getnað getur læknir úrskurðað að kona sé þunguð? Petta eru einungis fáar þeirra mjög so skýrt afmörkuðu spurninga sem dr. Lanson svarar - skýrt, ná- kvæmlega, nærfærnislega-ogbyggir svörin á allra nýjustu læknisfræðileg- um uppgötvunum. Þessi bók sviptir hinum uggvæn- lega dularhjúp af öllu því sem kven- lækningar varðar. Ástir, afbrýði og glæp- irspinna vefinn ■ Skjaldborg hefur gefið út nýja skáldsögu eftir Birgittu H. Halldórs- dóttur, og er þetta þriðja bók hennar. Söguþráðurinn er í stuttu máli þessi: Grænavatn er bóndabær, þar sem hjónin Oddur og Ásdís reka ferða- 3.^ HOPJífJ[oBILI Cgg^pUNNAP Gerð D: Breidd 40 cm Hæð 40 cm Dýpt 25 cm Cartomobili skúffurnar eru framleiddar úr sér- staklega styrktum harð- pappa með áferðarfal- legri glanshúð. Styrkt með járnumgjörð. Gott skúffupláss. Hent- ugt við rúmið, skrifborð- ið og alls staðar þar sem geymslupláss vantar. Litir: Hvítt, rautt, gult, grænblátt og bleikt. Dreifing á íslandi: r dfopinn Hafnargötu 90 - 230 Keflavík Símar: 92-2652 og 92-2960 mannaþjónustu. Þangað fer Helga eftir að hafa lent í alvarlegu bílslysi, enda er Ásdís frænka hennar. Helga er með skaddað andlit og brotinn fót, sem gerði það að verkum að Rúnar, unnusti hennar, sneri við henni baki. Á Grænavatni kynnist Helga mörgu undarlegu fólki. Dul- arfullir atburðir gerast og margar spurningar vakna: Hvað er það sem Helgu ber að varast og hver vill hinni slösuðu stúlku illt? Hver er Ragnar og hvers vegna hagar hann sér svona undarlega? Spennan eykst þegar líð- ur á söguna. Tilfinningar fólksins fléttast saman á ótrúlegan hátt. Ástir, afbrýði og glæpir spinna vef- inn á Grænavatni. Kvennabósinn Davíð er blindur af hrifningu á Höllu, sem er myndlistarmaður, en hann gleymir hinni afbrýðisömu konusinni, Karenu. Rithöfundurinn Elías á líka sinn þátt í að auka á spennuna. Enn fleiri spurningar vakna. Hvers vegna skýtur Rúnar upp kollinum á ólíklegustu stöðum? Nýbókeftir Indriða Úlfsson Indriði Úlfsson. ■ Skjaldborghefurgefiðút 19. bók Indriða Úlfssonar, og nefnist hún Grasaskeggur. Höfundurinn er löngu landskunnur fyrir barna- og unglingabækur sínar og í fremstu röð rithöfunda sem skrifa fyrir ungu kyn- slóðina. Á sl. ári hlaut hann verðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur fyrir bestu barnabókina sem út kont á árinu 1983. Flestar fyrri bækur hans eru löngu uppseldar. Grasaskeggúr er algerlega sjálf- stæð saga og ein allra besta bók Ind- riða. Hún segir frá einstæðri móður úr Reykjavík og börnum hennar Þuru og Valla, sem sumarlangt sjá um sæluhús við fjölfarinn fjallaveg. Þar kynnast þau útilegumanninum Grasaskeggi og lenda í alls konar ævintýrum og hættum, sem íslensk öræfi bjóða upp á. Þetta er mjög raunhæf og bráðskemmtileg bók. íjit i/íjlli ’í/i ') § mm " L.'.V/.' v "m&\ *.'K: ■-4r REYKJAVÍKURKORT DAGATAL 1986 GOMUL REYKJAVÍKUR- KORT «il LrA^ Bllfiiru Bll ÍÆ I_M p/»\% /•! w-1 wm allt í einum dropa n j Árbæjarsafrt og 200 ára Afmælisneöid Reykja- víkur hafa gefið út stórmerkilegt litprentað dagatal fyrir árið 1986. Á dagatalinu eru 12 kort frá árunum 1715 til dagsins í dag, auk bráðfallegs korts Benedikts Gröndal frá 1876. Árbæjarsafn hefur dregið þessi kort fram i dagsljósið og haft umsjón með útgáfunni. Sum þessara korta hafa ekki fyrr verið birt almenningi þ.m.t. áðume&it kort Ben. Gröndal. Hér er um stórmerka og forvitnilega útgáfu að Arbæjarsafn ræða. Fróðlegt er að sjá á kortunum Reykjavík þróast úr þorpi í þá borg sem hún er í dag. Skýr- ingartextar eru á íslensku og ensku og því til- valin gjöf til kunningja og viðskiptavina hér heima sem erlendis. Dagatalið fæst í bókaverslunum, hjá Sögu- félaginu og á Árbæjarsafni, en safnið sér um dreifingu. Utsöluverð er kr. 400.-. Einstaklingar og fyrirtæki: Tryggið ykkur ein- tökáðurenupplagþrýtur. Sími 84412 f^7) Afmælisnefnd Reykjavíkur

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.