NT - 21.12.1985, Side 13

NT - 21.12.1985, Side 13
Laugardagur 21. desember 1985 13 Stórleikir í handknattleik á milli jóla og nýárs, ísland - Danmörk: Erkifjendurnir mæta - Danir koma með sterkt lið - íslendingar eru ekki síðri - Það er kappsmál að vinna Danina - Áhorfendur skipta miklu máli lí •kari ims- ii til jart- stíft tara- rum kina ýárs með lltaf öðr- 'g er . en Iveg °g ann- mn- anir 3gu- nrlli t að igin skir ■ Guðmundur Guðmundsson er einn okkar traustasti landsliðsmaður í handknattleiknum. Hann verður í eldlínunni gegn Dönum á milli jóla og nýárs. Hér á Guðmundur í höggi við stóran Spánverja sem beitir öllum brögðum til að stöðva hann. í þetta sinn fiskaði Guðmundur víti sem skor- að var úr. Vonandi gengur Guðmundi og félögum hans í íslenska liðinu allt í haginn gegn erkiljendunum Dönum. NT-mynd: Sverrir ■ íslenska landsliðið í handknatt- leik mun standa í ströngu nú uin jólin, því að vinir okkar, en jafn- framt erkifjendur á íþróttasviðinu, Danir, munu sækja okkur heim og leika hér þrjá landsleiki. Leikimir fara fram dagana 27.-29. desember. næstkomandi, þ.e. föstudagskvöld í Laugardaishöll, á laugardag í íþróttahúsinu á Akranesi og síðasti leikur heimsóknarinnar verður í Laugardalshöll kl. 20 á sunnudags- kvöld. Það þarf auðvitað ekki að fara mörgum orðum um danska landslið- ið í handknattleik. Það er íslenskum handknattleiksunnendum vel kunnugt. Það er og jafnþckkt, að þrátt fyrir mikil og góð samskipti þessara þjóða á handknattleikssvið- inu, þá er ekkert gefið eftir inn á vell- inum sjálfum og það er opinbert leyndarmál, að sigrar yfir Dönum eru þeir sætustu. Danska landsliðið eins og það ís- lenska æfir nú á fullu fyrir heims- meistarakeppnina í handknattleik, sem verður í Sviss í ferbúar. Danir hafa æft stíft síðustu vikur og mánuði og leikið fjölmarga landsleiki. Þeir ætla sér stóra hluti í heimsmeistara- keppninni í febrúar, eins og raunar við íslendingar, en eins og kunnugt er hafa Danir oftar en einu sinni farið langt í heimsmeistakeppninni á létt- leikanum, leikgleði og baráttu. Danir koma hingað upp með sitt sterkasta lið og þar eru þekkt nöfn sem íslenskir handknattleiksmenn kannast vel við. Menn eins og Mort- en Stig Christiansen, sem er þeirra leikreyndastur með 134 landsleiki að baki, Eric Rasmussen, sem leikur í Þvskalandi og er einn helsti burðarás hins þekkta liðs, Gummersbach,. Hans Henrik Hattesen hornamaður- inn knái sem leikur nteð Winterhur í Sviss, vinstri handar skyttan há- vaxna, Claus Sletting Jensen ogstór- skyttan Jens Eric Roepstorff svo fá- einir séu nefndir til sögunnar. íslenska liðið hefur staðið í ströngu nú í desembermánuði. Fyrst þrír leikir við Vestur-Þjóðverja í byrjun mánaöarins, þar sem tveir leikir af þremur unnust. Síðan mættu Spánverjar til leiks og léku hér tvo leiki. Síðari leikinn vann íslenska landsliðið örugglega. Aldeilis góður árangur það gegn þessum firna- sterku handknattleiksþjóðum. í kjölfar leikjanna við Spánverja hafa íslensku landsliðsstrákarnir æft stíft undir stjórn Bogdan Kowalzcyk landsliðsþjálfara og það er aðeins yfir sjálfa bláháti'ðisdagana, að- fangadag og jóladag, sem hlé verður gert frá æfingum. Síðasta æfing fyrir Danaleikina verður svo á annan í jólum. Það er því sýnt að allt vcrður lagt í sölurnar til að vinna þessa leiki við Dani, enda eru landsleikir í hand- bolta við Dani engir venjulegir landsleikir, í þeim leikjum leggja liðsmenn beggja liða bókstaflega allt undir til að hala inn sigur. Dönsku landsliðsmennirnir vita sem er að danskir fjölmiðlar munu hakka þá í sig, ef þeir ná ekki góðum árangri hér uppi á Islandi um jólin. Dönsku blöðin heimta sigur yfir íslandi; ekk- ert minna. Og vissulega gera íslenskir fjöl- miðlar og íslenskur almcnningur ekki minni kröfur til íslensku strákanna. Þeir hafa sýnt það og sannað í síð- ustu leikjum, að þeir geta unnið hvaða lið sem er. Og breytingin frá því sem áður var, þegar íslenska landsliðið gat á góðum degi unnið góða sigra, er sú, að nú eru leikir liðsins mun jafnari og betri, þannig að íslendingar geta lagt mótherja st'na þótt sterkir séu þótt ekki sé endilega um toppleik að ræða. Sveiflurnar hafa minnkað - liðið er jafnbetra en oftast áður. Slöku leik- kaflarnir sem í gegnum árin hafa or- sakað tap í leikjum þrátt fyrir góða kafla á milli, eru vandamál sem eru vonandi að baki. Það er mikilvægt að fslenskir áhorfendur fjölmenni á landsleikina og styðji viö bak íslensku landsliðs- mannanna, enda segjtt leikmenn þeirra útlendu landsliða sem hingað koma, að það sé eins og að leika í ormagryfju, þega Höllin er full af há- værum og kraltmiklum áhorfendum. I því sambandi má minna á, að stærsti sigur sem ísland hefuf unnið yfir Dönurn var á Akranesi, þar sem einn leikurinn verður að þcssu sinni. Það var á þessum árstíma árið 1981. en þá möluðu íslcndingar Dani með' 10 mörkum, 31-21 og átti stcinmn- ingin í troöfullu íþróttahúsinu á Akranesi þá ckki minnstan þátt í stórsigrinum. Ármann ræður þjálfara ■ Knattspyrnudeild Armanns hefur rádid Þórö Lárusson (hefur þjálfað yngri flokka Fram með gódum árangri) sem þjálfara meistaraflokks karla næsta ár. Pótur Christiansen (Ármann) verður adstoðarþjálfari Þórðar. Árið 1985 byrjudu Armenningar að nýju eftir margra ára hlé með 4. og 5. flokk pilta. Til að koma upp öllum flokk- um að nýju hefur verið ákveðið að byrja , aftur með 3. flokk pilta og meistara- flokk kvenna. I gna >ug- í ís- -ák- :að, iti í rkir um ald- egi. óða 5ari :ján trk- Jsla taði ;etu ann nan ild. Nýi ungbarnabílstóllinn frá Britax er einhver gleðilegasta og þarfasta nýjung sem komið hefur á markaðinn langa lengi. Ungbarna- bílstóllinn erætlaðurbörnum allt frá fæðingu, 'þar til þau eru orðin u.þ.b. 10 kíló að þyngd. Stóllinn bætir þannig úr brýnni þörf, því venjulegir barnabílstólar eru ekki ættaðir yngri börnum en 6 mánaða. Stóllinn er bæði öruggari og mun meðfærilegri en burðarrúm og hentar ekki aðeins í bfla, heldur er hann einnig tilvalið sæti hvar og hvenær sem er. Brítax ungbarnabílstóllinn er festur í bílinn með venjulegu öryggisbelti hvort sem er í fram eða aftursæti. Barnið snýr undan umferðinni eins og öruggast er og hægt er að stilla hallann á sætinu. Mjög auðvelt er að koma stólnum fyrir í bílnum og taka hann úraftur. Stóllinn er viðurkenndurafbreskum umferðaryfirvöldum, sem gera mjög strangar kröfur í þessum efnum. Brítax ungbarnabílstóll er 9Íöf sem sýnir ómæida umhyggju. Verð aðeins kr. 3.390.- Fæst á næstu Shellstöð og í Skeljungsbúðinni Síðumúla 33. .si lið- íru.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.