NT - 21.12.1985, Blaðsíða 18

NT - 21.12.1985, Blaðsíða 18
nfTTIJŒHTl allt í einu númeri gefur samband við allar deildir kl. 9 — 18 Kennara vantar Að Laugalandsskóla, Holtum frá áramótum í 18 kennslustundir á viku. Vinnutími: Mánudagur 12.45-15.45 Þriðjudag 9.00-14.05 Fimmtudag 12.45-15.45 Föstudag 9.00-12.05 Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 99-5540 og heima í síma 99-5542. Tilkynning um eftirgjöf aðflutningsgjalda af bifreiðum til fatlaðra. Ráðuneytið tilkynnir hér með að frestur til að sækja eftir- gjöf aðflutningsgjalda af bifreiðum til fatlaðra skv. 27. tl. 3. gr. tollskrárlaga ertii 15. febrúar 1986. Sérstök athygli er vakin á því að sækja skal um eftirgjöf á sérstökum umsóknareyðublöðum og skulu umsóknir ásamt venjulegum fylgigögnum sendast skrifstofu Öryrkjabandalags íslands, Hátúni 10, Reykjavík, átíma- bilinu 15. janúar til 15. febrúar 1986. Fjármálaráðuneytið, 20. desember 1985 Dúkkurúm Er með tvær gerðir dúkkurúma í 3 stærðum Ijósmáluð, blómaskreytt og svo fururúm. Verð á útimarkaðnum við Lækjartorg laugardaginn 21. des. og á Þorláksmessu ef veður leyfir. Verð annars á Seilugranda 2. Upplýsingar í síma 611036. Auður Oddgeirsdóttir T f Laugardagur 21. desember 1985 18 Umsögn Engin standardgirðing Ríó - Lengi getur vont versnað Dæmigerð Ríóplata ■ Þeir voru eftirlæti allra. Hús- mæðurnar elskuðu þessa myndar- pilta og keyptu samviskusamlega smjörlíkið sem þeir mæltu með. Ráðamenn þjóðarinnar kunnu einn- ig að meta þá og þær voru margar ráðherraveislurnar sem þeir spiluðu í. En það heldur engin hljómsveit velli af vinsældum húsmæðra og ráð- herra. Nei, enda voru það miklu fleiri sem kunnu að meta strákana í Ríó. Þjóðin öll hefur sungið slagarana þeirra, í partýum, útilegum, rútubíl- um eða í baðkarinu heima hjá sér. Enda geta fáar hljómsveitir státað af eins langri ævi og Ríó. Að vísu hafa þeir ætlað að hætta oftar en einu sinni, en ekki fengið. Þeir eru sem sagt sprelllifandí og nýbúnir að senda frá sér plötu á eigin reikning. Afurðina kalla þeir „Lengi getur vont versnað.“ Það hefur ekki komið út Ríóplata t' mörg herrans ár og af þeim sökum forvitnilegt að bregða plötunni á fóninn. Þeir hafa elst, rétt eins og við hin. Raddirnar hafa sigið örlítið en í andanum eru þeir ungir. Platan „Lengi getur vont versnað1- er hrein viðbót við „fyrri plötur Ríó“. Hjá flestum hljómsveitum hefði þetta verið kallað stöðnun, en þeir Ríó menn halda sig við sína deild, enda vill fólkið hafa þá svona, það sést á Broadway. Létt lög og gamansemi. „Lengi getur vont versnað" er ekkert tímamótaverk í íslenskri tónlistar- sögu, enda alls ekki til þess ætlast. Þetta er dæmigerð Ríó plata, róm- antík, fjörugir slagarar og sprell. Ríómenn halda röddunum vel, Helgi prýðilegur í rólegu rómantík- inni og Óli í þeim hraðari. Lagavalið á plötunni er ágætt, þeir velja til flutnings lög sem hæfa þeim vel, þau eru vel fallin til samsöngs og laglínan er grípandi'. Öll lögin á plötunni eru erlend að einu undanskildu, sumar- lagi sem er eftir Ólaf Þórðarson. Það er ágætis slagari, en mikið er það hallærislegt þegar Ólafur hermir eft- ir kellingu í laginu Sjóarinn og Mærin. Lennon systur voru góðar á sínum tíma, en þessu hefði vel mátt sleppa á þessari plötu. Jónas Árnason Viðtalsbók Höfundur: Rúnar Ármann Arthúrs- son. Útgefandi: Svart á hvítu, 1985. ■ Viðtalsbækur er ákveðin tegund bókmennta, scm hcfur rutt sér æ meira rúms á markaðinum. Sé við- mælandi þekktur einstaklingur í þjóðfélaginu þá getur útgefandinn verið nokkuð öruggur með góða sölu og tróna þessar bækur því oftsinnis efst á vinsældalistanum fyrir hver jól, og stundum, eihs og í fyrra, er há- stallur þessara bóka slíkur að þær sprengja af sér alla venjulcga við- rniðun við sölu bóka, þegar hálf þjóðin drakk í sig þunnt kaffi og Irauðkökur með, sem Auður Lax- ness og Edda Andrésdóttir buðu upp á. En eins og segir í þjóðkvæöinu, þá á að gefa börnum brauð að bíta í á jólunum, og helst skal það vera hverasoðinn þrumari, að hætti þeirra Jónasar og Rúnars, kjarnmikill og nærandi, því annars er hætt við að menningarstig þjóðarinnar endi á familíujúrnalstiginu, sem um þessar mundir tröllríður fjölmiðlaheimin- um. Ramminn utan um viðtalsbók Rúnars við Jónas, er girðing, sem Jónas cr að reisa á Kópareykjum í Borgarfirði og er smiðurinn ekki lcngi að ráða skrásctjarann í vinnu viö rekkverkið. í lok bókarinnar hef- ur vcrið lokið smíði skjólgirðingar- innar en á meðan á verkinu stóð urðu bæði handlangari, sem og lesendur fróðir um ýmsa þætti í fjölbreyttum lífsferli Jónasar, auk þess sem stund- um voru gerð hlé á verkinu og farið í ferðalög um nærliggjandi sveitir, yfir í Hvammsfjörð ogá Snæfellsnesiðog heilsað upp á góðvini Jónasar, sem ekki eru síður frásagnarglaðir og orðheppnir mcnn en aðalviðmæl- andi skrásetjara. Bókin tekur fyrir nokkra þætti úr lífi Jónasar og þóætla mætti að Jónas væri einfær um að skrá læsilega og kjarnmikla frásögn um þessa hluta lífshlaups síns, er samt nokkuð víst að sú frásögn hefði oröið öll önnur en þegar hann hefur skrásetjara sér við hlið, ogýmislegt orðið strikað út, sem hér fær að fljóta með. Jónas segir frá bernsku sinni og litríkum foreldrum, Árna frá Múla, sem átti það til, kannski einum um of, að fá sér neðan í því og dró þá drykkjubræður sína heim til sín að þenja raddböndin í stofunni hjá móður Jónasar, henni Rönku í ■ Guðrún og Jónas fyrir utan Kópareyki í Borgarfirði Brennu, sem hafði karakternef og afgreiddi menn með því að segja að þeir væru annaðhvort „fínn pappír" eða ekki. Þá má ekki gleyma stráka- pörum þeirra bræðra Jónasar og Jóns Múla. Annar hluti bókarinnar segir frá samskiptum Jónasar við meistara Þórberg og cru þær sögur perlur þessarar bókar. Þar segir einn af skemmtilegustu frásagnamönnum þjóðarinnar frá skemmtilegasta persónuleika íslenskra bókmennta á þessari öld. Slíkur samruni getur ekki mistekist og þó frásagnir Jónas- ar bæti ef til vill ekki miklu við þá mynd sem íslendingar hafa af Þór- bergi þá er sérhver frásögn af meist- aranum vel þegin. Þá er komið að sjórnmálaferli skáldsins og þeim dreifbýlissósíal- isma, sem Jónas aðhyllist. Er þar ekkert undandregið í dómum fyrir jafnt andstæðinga sem samherja í pó- litíkinni. Er þetta einn viðamesti hluti bókarinnar, og sérstök áhersla lögð á þátt Jónasar í landhelgismál- inu og baráttu hernámsandstæðinga. Jónas kemur inn á ýmislegt fleira í þessari viðtalsbók, eins og t.d. leik- ritunargerð sína og önnur ritstörf, blaðamennskuna á Þjóðviljanum og undir lokin býður skrásetjari okkur í heimilsboð með Jónasi og Guðrúnu eiginkonu hans, auk barna og barna- barna. Rúnar Ármann hófst handa við vinnslu þessarar bókar í fyrstu viku hundadaga og verður það að teljast afrek að koma saman þctta viðamik- illi og skemmtilega skrifaðri viðtals- bók á svo skömmum tíma, því hlutur Rúnars er ekki lítill í bókinni. Þar skiptist á óbein frásögn og bein frá- sögn og því ekki um að ræða hefð- bundna viðtalsbók þar sem blaða- maður varpar fram spurningu og við- mælandi svarar. Gefum Jónasi orðið, en hér er hann að tala um grindverk það, sem hann bauö Rúnari að hjálpa sér með: „Þetta verða engar standard- girðingar. Hér er ekki unnið eftir þeirri reglu sem hefur orðið ríkjandi jafnt til sjávar og sveita með sívax- andi smáborgarasmekk á íslandi að allir verði endilega að herma allt eftir öllum, skjólgirðingar ekki síður en sófasett og klósettinnréttingar." Það er semsagt hægt að gera við- talsbók og bjóða upp á eitthvað ann- að en frauðkökur og kaffilap. Guði sé lof. Sáf. hotur opnað á nýjum stað í rúmgóðum, glœsilegum husakynnum (beint á mótl Tónabíói). Lítið inn og smakkið okkar afbragðsgóðu einstöku pítur með alls konar fyllingum. BJóðum elnnlg Ijúffengar hellhveitipítur, sem er nýjung. í dag og á morgun mllli kl. 2 og 5, skemmta jólasveinar mvð sóng, hljóð- fœralelk og hvers konar leikjum, auk þess sem þeir gefa sœlgœti. Afar skemmtileg leikaðstaða fyrir börnin. Nœg bílastœði. Opnunartíml yflr hátiðarnar: Lokað aðlangadag og jóladag. Opið trá kl. 3 annan í jólum. Lokað gamlársdag og nýársdag. PGG

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.