NT - 28.12.1985, Blaðsíða 5
Laugardagur 28. desember 1985 5
★ Fullkomin veltigrind ★ Lúxus innrétting í húsi ★ í vali miðtengd eða hliðarskipt grafa ★
Gamalreyndur mokstursbúnaður ★ Fleiri stærðir af öflugum Perkins díeselvélum ★ Hydrostatic stýri
★ Mjög öflug afturhjól ★ Vökvahemlar ★ Ný þrumu skipting á fullu afli ★ Öflugt - einfalt vökvakerfi
★ Öflug festing tengibúnaðar. ★ Nýr framöxull 4WD ★ Öflugir hjólbarðar ★ Val á fjölbreyttum
aukabúnaði.
MPIndustrial
Áramótin nálgast:
Flugeldar af öllum
stærðum og gerðum
Fjórtán aðilar selja í höfuðborginni
■ Lögregluembættið í Reykjavík
hefur veitt leyfi til fjórtán aðila og
félagssamtaka í Reykjavík, þar sem
heimiluð er flugeldasala fyrir ára-
mótin, Um er að ræða svipaðan
fjölda og verið hefur fyrir undanfarin
áramót. Að venju er mest ntegnis um
íþróttafélög og björgunarsveitir
ýmiskonar, sent fjármagna starfsemi
sína með flugeldasölu. Hjálparsveit-
ir skáta eru tvímælalaust stærstu
flugeldasalarnir á íslandi. Lands-
samband Hjálparsveita skáta flytur
inn vörur og selur til aðila um land
allt.
Hjálparsveit skáta: Reykjavíkur-
deild Hjálparsveitanna verður með
átta útsölustaði í höfuðborginni.
Þeir eru: Skátabúðin við Snorra-
braut, Volvo-salurinn, Suðurlands-
braut, Fordhúsið, Skeifunni, Al-
aska, Breiðholti, Eiðistogi 13, skúr
fyrir utan Miklagarð og einnig verð-
ur selt úr bíl frá Hjálparsveitinni sem
verður staddur á Lækjartorgi. Á öll-
um þessum stöðum verður opið frá
níu á morgnana til klukkan 22 á
kvöldin. Boðið er upp á fjórar stærð-
ir af fjölskyldupökkum. Þeir kosta
krónur 850 þeir minnstu og allt upp í
3200 krónur þeir voldugustu. Þá
bjóða skátarnir svokallað stjörnutil-
boð á 350 krónur. Eins og í fyrra,
skreyta stjórnmálamenn hluta af
þeim rakettum sem á boðstólum eru
hjá skátunum. Fyrir utan það sem
áður hefur verið talið eru margvís-
legar gerðir af rakettum og blysum
sem sölumenn aðstoða við val á.
Ellingsen Ánanaustum: Þetta er
69. árið sem Ellingsen býður upp á
flugelda fyriráramótin. Þeirættu því
að vita hvað þeir tala um sölu-
mennirnir þar. Að venju eru fjöl-
skyldupakkar af ýmsum gerðum til
sölu. Verðið er krónur 800, 1300 og
1800. Stórar rakettur sem tilvalið er
að skjóta í loftið og um leið klukkan
slær tólf á gamlárskvöld, eru seldar í
sjö gerðum. Þær kosta á bilinu 450 til
750 krónur. Opnunartími hjá Elling-
sen er heldur styttri en gerist hjá hin-
um hefðbundna flugeldasala. Opn-
unartími fylgir reglum um opnun
verslana.
Fiskaklettur: Björgunarsveitin
Fiskaklettur í Hafnarfiröi verður
með þrjá útsölustaði í Hafnarfirði.
Hjallabraut 9, Bæjarbíói og á Strand-
götu. 75, í Dröfn. Verðið á fjöl-
skyldupökkunum frá þeim björgun-
arsveitarmönnum er krónur 500,900
og 1600. Opnunartími er 10 til 22.
Jón Birgir Þórólfsson björgunar-
sveitarmaður, og ein aðalsprautan í
flugeldasölu þeirra Fiskakletts-
manna sagði í samtali við NT að
talsverð breyting hefði orðið á kaup-
venjum viðskiptamanna á seinni
árum. Svokallaðar „kökur" og
„tívolí-bombur" njóta nú aukinna
vinsælda. Jón Birgir taldi þá skýr-
ingu líklegasta að þar spilaði veðrið
íslenska nokkuð stóran þátt, þar sem
þessi hlutir springa ekki í sömu hæð
og stærstu raketturnar, sem vildu
jafnvel hverfa út í sortann. Fiskaklett-
ur er með flugelda og blys frá Austur-
og Vestur-Þýskalandi, Kína og ís-
landi.
Fyrir utan björgunarsveitir og
skátana, eru mýmörg íþróttafélög
sem hafa selt flugelda um nokkurra
ára skeið. Þar má nefna Fram sem
selur að venju í félagsheimilinu, KR-
ingar eru stórir í sniðum og selja
m.a. í félagsheimilinu. Víkingar
kaupa af skátunum og selja á einum
fjórum stöðum í hverfinu. Þróttur
selur sínum velunnurum í félags-
heimilinu við Holtaveg. Þá eru Leikn-
ir og Fylkir með flugeldasölur og
einnig önnur félög sem selja minna.
Fari svo að veður haldist gott, er
viðbúið að sala á flugeldum verði
góð hjá hinum ýmsum aðilum. Alltaf
er hætt við slysum, þar sem flugeldar
eru hafðir til skemmtunar á gamlárs-
kvöld. Þörf er fyllstu varkárni svo
MF50H
POWERSHUTTLE
STÓRKOSTLEG NÝJUNG
ÁRMÚLA3 REYKJAVIK SlMI 38900
ekki hljótist af slys. Bannað er að
halda á blysum sem ekki eru merkt
sérstaklega fyrir slíka meðferð. Þá er
vissara að hafa stöðuga undirstöðu
þegar skotið cr upp stóru rakettun-
um. Nú er ekki snjónum fyrir að fara
og þarf að notast við annað. Lítra-
flaska fyllt með vatni gefur stöðug-
leika. Þá er einnig hægt að fá á flest-
um útsölustöðum flugelda, sérstak-
an stand fyrir rakettur. Ef svo illa vill
til að brunasár hljótist af meðferð
skot og flugelda, er rétt að kæla sárið
strax og leita síðan á slysavarðstofu
ef ástæðæþykir.