NT - 28.12.1985, Page 8

NT - 28.12.1985, Page 8
Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgelandi: Nútíminn h.l Ritslj.: Helgi Pétursson Ritstjómarfulltr.: Niels Árni Lund Framkvstj.: Guömundur Karlsson Auglýsingastj.: Steingrimur Gíslason Innblaðsstj.: Oddur Ólalsson Skrifstofur: Sióumúli 15, Reykjavík Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300 Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, rítst|órn 686392 og 686495, tæknideild 686538.' f Setning og umbrot: Tæknideild NT. W wrmY Prentun: Blíiwprent h.l 1 Ijfllj* Kvöldsimar: 686387 og 686306 Verö í lausasölu 35 kr.og 40 kr. um helgar. Áskrift 400 kr. Y Loðdýraræktin í vexti ■ Loðdýrarækt er sú grein nýsköpunar at- vinnulífsins, sem hvað mestur vöxtur hefur verið í undanfarin misseri. Greinin er þegar orðin stoð í atvinnulífi ýmissa byggðarlaga. Að frumkvæði Jóns Helgasonar, landbúnaðar- ráðherra, vinnur Byggðastofnun nú að endur- mati á fyrri áætlunum um uppbyggingu loðdýra- ræktarinnar, með það fyrir augum að tryggja skynsamlegan uppbyggingarhraða og samræm- ingu verka þeirra, sem að greininni starfa. Áhugi bænda á loðdýrarækt hefur vaxið að mun undanfarið. Pann áhuga má rekja til eftirtal- inna atriða m.a.: Loðdýrarækt virðist henta vel við íslenskar að- stæður, íslenskir bændur virðast hafa náð undra- skjótum árangri í henni og greinin er arðgæf leið til gjaldeyrisöflunar. Stjórnvöld hafa með ýmsum hætti stutt við loð- dýraræktina. Veitt hafa verið hagkvæm lán til byggingar loðdýrabúa ög kaupa á bústofni. Á þessu ári var jarðræktarlögum breytt á þann veg, að nú er heimilt að veita framlög til loðdýra- byggingar sem nema allt að 30% af kostnaðar- verði þeirra. Var þessi breyting liður í nýsköp- unarstefnu í landbúnaði, sem búvörulögin frá liðnu vori mörkuðu. Um þessar mundir er að koma til framkvæmd- ar niðurfelling söluskatts af ýmsu fjárfestingaefni til nýgreina, svo sem loðdýraræktarinnar, sem létta mun stofnframkvæmdir. Fóðurstöðvar eru þýðingarmikill þjónustuaðili fyrir loðdýrabúin. Framleiðnisjóður landbúnað- arins hefur stutt við uppbyggingu þeirra, og nú ný- lega hefur sjóðurinn hækkað framlag til kaupa á vélum og tækjum til fóðurstöðvanna. Á báðum bændaskólunum, á Hvanneyri og á Hólum er nú að verða fullbúin myndarleg að- staða til kennslu í loðdýrarækt, sem einnig verð- ur nýtt til hagnýtra rannsókna fyrir hina nýju búgrein. Síðast en ekki síst hafa loðdýrabændur mynd- að með sér sterk samtök, Samband íslenskra loð- dýraræktenda, sem er málsvari hinnar nýju bú- greinar, jafnframt því að skipuleggja þróttmikið fræðslustarf fyrir loðdýrabændur og að veita þeim ýmsa aðra þjónustu. Þá fer vaxandi hluti af starfi ráðunauta búnaðarsambandanna til leið- beiningarstarfs í loðdýrarækt. Á þessu ári, sem er að líða, hófu um 50 bændur loðdýrarækt og munu loðdýrabúin þá vera orðin tæp 200 að tölu. Sem einstakt dæmi má nefna, að nýlega fréttist að í Vopnafirði væru nú um 10 árs- verk í loðdýrarækt og þjónustu við hana. í dreifðum byggðum munar um minna. Það er ljóst, að stefnu stjórnvalda í landbúnað- armálum um eflingu loðdýraræktunarinnar sér nú 'ða stað. Það er að rísa ný og þróttmikil atvinnu- ein, sem verða mun mörgum dreifðum byggð- n landsins styrkur og færir þjóðarbúinu nú þegar intalsverðar gj aldeyristek j ur. Laugardagur 28. desember 1985 8 I tím: íslensk þjóðmenn ing þarfnast öfl- ugrar bókaútgáf u B Lengi var það nokkuð árviss viðburður að bókaútgefendur létu hátt í grátkór atvinnurekenda og kaupsýslumanna. Var bágu rekstr- arástandi bókaútgáfu lýst með sterkum orðum og horfurnar í at- vinnuvegi þessum dregnar dökkum línum. Var því jafnan haldið fram af miklum sannfæringarkrafti að „framtíð bókarinnar1' væri í hættu og gera yrði sérstakar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir hrun bókaútgáfunnar. Óttast um framtíð bókarinnar Sem við var að búast reyndu út- gefendur og rithöfundar og aðrir áhugamenn unr bækur og bók- menntir að gera sér grein fyrir, hverj- ar væru ástæður þessarar þróunar. Var margt tínt til, og má minnast tilgátu eins og þeirrar að aukin sjónvarpsnotkun ætti þar stóran hlut að máli, síðar kom sú kenning að myndbönd og almenn eign á myndbandatækjum ylli hér miklu um, svo og margs konar aðrir möguleikar fólks til að stunda menningu eða stytta sér stundir yfirleitt, - svo og það, sem einnig mátti heyra, að íslcndingar væru orðnir svo vel lærðir í tungumálum og „menntaðir" að þeir þyrftu ekki á því að halda að lesa bækur á út- nesjamáli á við það sem talað er á íslandi. Enda væru bækur á „menningartungum" heimsins ódýrar og auðfengnar og eftir því fjölbreyttar að efni. „Heitarlummur“ En nú bregður svo við á þeirri út- gáfuvertíð sem er að ljúka að menn sem nákomnir eru „bókinni", bókaútgefendur og bóksalar, eiga ekki orð til að lýsa hvað bóksalan hafi gengið vel um þessi jól. Bæk- urnar runnu út eins og „heitar lummur", svo notað sé danskt- þýskt orðatiltæki í íslenskri þýð- ingu. Bækur hafa selst ágætlega á þessu ári. Þær seldust reyndar vel í fyrra líka. Frjáls bókaútgáfa Af bókaútgáfunni í ár og á síð- asta ári er því réttmætt að draga nýjar ályktanir varðandi framtíð bókarinnar. Reynslan gæti bent til þess að horfur í bókaútgáfu séu ekki eins dökkar eins og virtist vera fyrir nokkrum árum, þegar bókaút- gefendur voru að lýsa þrengingum sínum og beindu jafnvel tillögum til ríkisstjórnar og Alþings um ein- hvers konar opinbert uppbóta- og styrkjakerfi fyrir bókaútgáfuna. Þarf varla að lýsa því hversu óæski- legt væri að útgáfustarfsemi lendi á ríkisframfæri, þótt það skuli jafn- framt tekið fram og lögð á það áhersla, að ríkisrekin útgáfufyrir- tæki og ríkisstyrkt bókaútgáfa geta átt fullan rétt á sér og hafa gefist vel hér á landi. Er jafnvel hugsanlegt að opinbera útgáfu starfsemi s.s. Menningarsjóðsútgáfuna, megi styrkja enn frekar en orðið er og tryggja þó, eins og gert hefur verið, að slík bókaútgáfa sé óhlutdræg í bestu merkingu þess orðs og þjóni óumdeildum menningarlegum til- gangi. Bókmenntaáhugi og fjölbreytt bókaútgáfa En í lýðræðislandi þar sem fjöl- breytt menning er viðurkennd, og skoðana- og tjáningarfrelsi, svo og athafnafrelsi, er hornsteinn þjóð- félagsgerðarinnar, er frjáls og óháð útgáfustarfsemi, hvort heldur er blaða eða bóka, algert grundvallar- atriði. Á þvf sviði er mikil þörf fyrir hvers kyns framtak og framtaks- semi, einstaklingsframtak og fé- lagslegt framtak, enda sé þjóðfé- lagið að öðru leyti svo lýðræðislegt og menningarlega sinnað að fram- takssemi í bókaútgáfu fái notið sín. Því má ekki gleyma að til eru þjóð- félög - jafnvel sjálfstæð ríki - sem eru svo áhugalítil um bókmenntir, að þar þrífst nánast engin bókaút- gáfa, enda stendur þá gjarnan svo á að þjóðtungur slíkra ríkja eru hantéraðar eins og mállýskur og naumast bókmenntamál. Manni kemur m.a. í hug viðskiptaland ís- lendinga, stórfurstadæmið Lúx- emborg, þar sem fara verður um hliðargötu í höfuðborg þess lands til þess að reka augu í prentmál á þjóðtungu landsmanna, þótt sjá megi myndarlegar bókabúðir fullar af þýskum og frönskum ritum í aðalverslunarhverfum staðarins. Ólík þjóðmenning hérog þar Hvað sem líður annars þjóðfé- lagsgerð og efnahagsgrundvelli og fjárhagslegri afkomu þessara smæstu þjóðríkja í Evrópu, íslands og stórfurstadæmisins Lúxemborg- ar, þá er þarna að finna mun á menningarviðhorfum (menningar- ástandi) sem sýnist nokkuð aug- ljós. Þar fyrir er engin ástæða til að kasta rýrð á þjóðmenningu Lúx- emborgara almennt. íslendingar eiga a.m.k. ekki að temja sér menningarhroka af einu eða öðru tagi, síst gagnvart smáþjóðum, eða hreykja sér yfir aðra sem einhver útvalin menningarþjóð. Sann- leikurinn er sá að Islendinga skortir margt í menningu sinni, sem gerir þjóðmenningu annarra þjóða svo þekkilega og áhugaverða. Þar má nefna þjóðdansamenningu, tón- menntir, klæðaburð, húsagerðar- list, heimilishefðir margs konar og rækt við venjur og sveitarsiði sem er svo einkennandi fyrir einstakar þjóðir, þjóðabrot og minnihluta- hópa að þeir halda sérstöðu sinni í hinu ruglingslegasta kraðaki ríkja- bandalaga og annars samruna landa og þjóða, þar sem viðhorf herraþjóðanna virðast þó allsráð- andi. Islenska er þroskað bókmenntamál Islendingar ættu því að láta aðra í friði með sitt, því að engum er alls varnað, ogþjóðfélags aðstæðureru margs konar í heiminum. Hinsveg- ar ættu íslendingar að átta sig þeim mun betur á því sem einkennir þeirra eigin þjóðmenningu og gera sér grein fyrir því hvað það er sem gerir þá að þjóð en ekki að flaki í þjóðahafinu. Þar er fyrst að nefna að íslendingar eru eyþjóð sem mót- ast hefur við allt aðrar aðstæður en smáþjóðir meginlandanna. Islend- ingar voru um aldir svo einangruð þjóð að þeir höfðu góðan tíma til að melta utanaðkomandi áhrif á mál og menningu og aðlaga þau í samræmi við eðli íslenskrar tungu og íslenskrar menningar. Bók- menntir eru auk þess mjög sterkt einkenni á íslenskri menningu, ís- lenskan er þroskað bókmenntamál og ritmál um margar aldir og er að því leyti býsna sérstæð meðal tungumála smáþjóða. Eins er ljóst að mállýskumunur í íslensku er miklu minni en búast mætti við, ef litið er á íslenska landshætti, strjálbýlið, einangrun byggðanna, öræfin, fjöllin, sandana og stór- fljótin. Og það er ekki síst fyrir þá gæfu að íslenskan er að verulegu leyti laus við mállýskur að „menn- ingarvandamál" (lítum á Noreg!) eru ekki til hér á landi nema ef vera skyldi í hugum þeirra, sem gera sér það að atvinnu að búa til félagsleg og menningarleg vandmál upp á skandinavisku eða amerísku. Nauðsyn bókaútgáfu Þar sem bókmenntir eru svo ein- kennandi fyrir íslenska menningu og hafa haft svo mikil áhrif á þróun íslenskrar tungu og gert hana m.a. hæfa til þess að vera þjóðinni tæki til hvers konar tjáskipta, hvort heldur er í daglegum samskiptum á heimili og vinnustað (sem hver mállýska er fær um) eða á sviði fræða, bókmennta og vísinda (sem til þarf þroskaða tungu) og er auk þess einstakt sameiningartákn þjóðarinnar, svo að góð íslenska er hvorki stéttbundin né staðbundin, - þegar allt þetta er fyrir hendi, er það næstum að segja úrslitaatriði fyrir íslenska menningu að „bókin" eigi sér framtíð. Það eru gleðitíð- indi, ef bókaútgáfa hefur gengið vel á þessu ári. Vonandi haldast þau skilyrði, sem ráðið hafa góðri afkomu bókaútgáfunnar undanfar- in ár. Ef krítarkortin eiga sinn þátt í því, þá má hugga sig við það að af- leiðingin af útbreiðslu þeirra gat orðið verri. Ef bókaverð fer hlut- fallslega lækkandi vegna endur- bóta í prentiðnaði, þá er það vís- bending um að góð skilyrði til bókaútgáfu séu varanleg og að „bókin" eigi framtíð. Ingvar Gíslason

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.