NT - 28.12.1985, Side 11

NT - 28.12.1985, Side 11
rji í aðsigi en getur ekkert aðhafst. Bjami skoraði tvö mörk í gærkvöldi. NT-mynd: Ámi Bjarna Laugardagur 28. desember 1985 11 ísland og Danmörk mættust í landsleik í handknattleik í gærkvöldi: Ekki lágu Danir fullkomlega í því Jafntefli varð í hörkuspennandi leik - íslendingar skoruðu jöfnunarmarkið á síðustu sekúndunni - Voða gaman í Höllinni ■ Ekki lágu Danir í því. Reyndar voru þeir næstum búnir að vinna ís- lenska landsliðið í handknattleik í gærkvöldi. Þeir voru yfir 20-19 og Laugardalshöllin titraði og skalf. Fjórar sekúndur eftir og menn gripu andann á lofti ellegar lokuðu augun- um nema hvort tveggja var. Auka- kast dæmt á Dani. Sigurður Gunnars- son fékk boltann og þrumaði honum upp í markhornið. Glæsilegt og menn hoppuðu hæð sína í loft upp. Leikurinn var umfram allt spenn- andi og skemmtilegur á að horfa. Nokkuð mikið var um mistök, sér- staklega í varnarleiknum og það hjá báðum liðum. Danir léku lipurlega og hratt og standa sannarlega V- Þjóðverjum og Spánverjum ekki að baki nema síður sé í handknatt- leiksíþróttinni. Michel Fengér náði forystunni fyr- ir Dani með fallegu marki úr horn- inu. Fenger var atkvæðamikill í leiknum, góður hornamaður og hann gerði þrjú fyrstu mörkiri fyrir Baunverja sem byrjuðu vel, komust í 4-1 og 5-2. Kristján Arason og Þorgils Óttar voru einnig atkvæða- miklir í byrjun. Þorgils skoraði tvö mörk eftir fallegar sendingar frá Kristjáni, sem einnig komst á marka- listann fljótlega. Þegar rúmar tuttugu mínútur voru liðnar komust fslendingar yfir í fyrsta skipti. Bjarni skorar tvö mörk og Páll það þriðja og staðan orðin 9- 6. Danir eiga þó síðustu tvö mörkin og staðan í hálfleik því 9-8. Fyrri hálfleikurinn var kaflaskiptur rnjög og norsku dómararnir settu sitt mark á hann með stöðugum útafrekstrum. Danir jafna metin fljótlega í síðari hálfleiknum og komast svo yfir. Morten Christensen var drjúgur við markaskorunina og Nielsen og Rasmussen hættulegir. Þegar tíu mínútur eru liðnar er Steinar útilok- aður en Landinn tvíeflist og jafnar metin 13-13. Eftir það er leikurinn hnífjafn fram á lokasekúndurnar fyrrnefndu. Kristján Arason átti góðan leik í gærkvöldi. Hann skoraði fimm mörk, átti tvær línusendingar scm gáfu mörk og opnaði vel fyrir sam- herja sína. Kristján er góður leikmaður, því verður ekki neitað. Hann var tekinn úr umferð síðustu tíu mínútur leiksins. Páll Ólafsson og Þorgils Óttar voru einnig í fínu formi. Páll var grimmur við að fiska boltann og óhræddur við Danina. Þorgils Óttar skoraði fjögur mörk og vann úr öllu senr hægt var að vinna úr á línunni. Sigurður Gunnarsson þurfti að ■ „Það vantaði marga leikmenn í okkar lið og það hafði mikið að segja í þessari viðureign," sagði Bogdan Kowalczyk landsliðsþjálfari eftir leikinn í gærkvöldi en var þó greini- lega nokkuð hrcss með jafnteflið sem náðist svo eftirminnilega. „Vinstri vængurinn var hálflamað- ur og slæmt að þurfa að nota Sigga til Kölnarblaðið hér í Þýskalandi seg- ir Jóhann lnga Gunnarsson hætta störfum hjá handknattleiksliðinu Kiel á næsta vori. Þetta kemur nokk- uð á óvart því búist hafði verið við að Jóhann héldi áfram með liöið í að bregða sér í hlutverk skyttu í þessum leik. Hann var of bráður á köflum og reyndi rnikið upp á eigin spýtur. Skot hans í lokin var þó það mikilvægasta í leiknunr og ekki brást kappinn þá. Kristján Sigmundsson lék í niark- inu og náði sér ekki á strik. Hann varði ein sjö skot og hefur oftast leik- ið betur. Ellert Vigfússon spreytti sig einnig en markvarslan í heildina var dauf. Danska liðið er ágætt. Það leikur lipran handbolta og býr yfir hættu- legum hornaleikmönnum ásamt ágætum markmanni Paul Sörenscn. Það er enginn vafi á að þær tvær viðureignirsem eftir eru verða jafnar því ekki skilur mikið að þessi lið. að fylla upp það skarð því hann cr ekki vanur stöðunni. Markvarslan var einnig ekki nema í mcðallagi og það reynist sjaldan nógu gott cf vinna á landsieiki," sagöi Bogdan, og bætti við að danska liðið væri gott varnarlega séð og baráttan þar til fyrirmyndar, eins og reyndar hjá ís- lensku strákunum. minnsta kosti eitt ár í viðbót. Blaðið segir pólska leikmanninn Marek Panas, sem leikur einmitt með Kiel- arliðinu, taka við þjálfuninni. Jóhann Ingi er mjög virtur hér sem þjálfari og það verður fróðlegt að sjá hvað muni gerast í hans málum á næsta ári. Bogdan Kowalczyk landsliðsþjálfari: „Vantaði marga menn“ Hættir með Kiel Kölnarblaðið segir Jóhann Inga hætta störfum í vor Frá Gudmundi Kurlssyni frétturituru NT í V-Þýskulandi: lór Ásgrímsson * Jón Helgason Ragnhildur Helgadóttir Árni Johnsen Sverrir Hermannsson Guðmundur J. Svavar Gestsson Þorsteinn Pálsson Geir Hallgrímsson CT/SÍA

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.