Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.2004, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.2004, Blaðsíða 2
2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 2. október 2004 ! Hverjum tíma fylgja ný vanda- mál. Eitt af vandamálum nú- tímans er tungumáladauði. Með síðustu afkomendum þjóðanna deyja árlega mörg tungumál út. Um daginn las ég frétt um lát konu í Asíu sem var ein eftir í heiminum sem kunni að tala tungumál sem konur í ættinni hennar töluðu sín á milli þegar þær vildu ekki að karlmenn skildu þær. Þetta hljómar eins og um sé að ræða þykjustutungumál sem börn búa til, en svo var ekki. Sérstaklega svartsýnir spámenn spá að sömu örlög bíði flestra tungumála, því að enska muni verða tungumál heimsins. Mér finnst alltaf jafnfáránlegt að heyra umræður um hvað það kosti sam- félagið mikið að viðhalda íslenskunni. Væri ekki auðveldast að skipta bara yfir í ensku og spara okkur pening og um- stang, fyrst við töl- um öll ensku hvort sem er? Auðvitað kostar það að láta þýða allt og búa til ný orð en þetta hefur alltaf verið gert hjá flestöllum þjóðum. Enginn hefur enn þorað að setja upp reikningsdæmi um hvað það mundi spara okkur mikinn pening ef við lok- uðum öllu hér og flyttum nær ímyndaðri miðju. Ég vil ekki mæla auð tungumálsins í krónum og aurum. Auðurinn felst í því að með því að hafa sameiginlegt mál, skilja hvernig flest fólk hugsar, hvað það á við þegar það segir „jæja“ fimmtán sinnum í einu samtali. Sama hvað Íslendingar tala góða ensku, þá er erfitt að kynnast þeim náið ef maður talar ekki íslensku. Móðurmálið er hjá flestum þjóðum óaðskiljanlegt þjóðernisvitund. Ein leið til að viðhalda íslenskunni og stuðla að útbreiðslu hennar er einmitt að kenna hana útlendingum sem einhverra hluta vegna sýna henni áhuga. Svona út- lendingar eru fleiri en marga grunar. Oft heyrist að íslenska sé svo erfitt tungumál að ekki sé hægt að ætlast til að neinn sem hefur ekki fæðst hér gæti lært hana til fulls. Þessu er ég ósammála. Tungu- málum er ekki hægt að skipta í erfið og létt. Og þeir sem reynt hafa að kenna sitt móðurmál útlendingum vita að það er eins og að læra sitt móðurmál upp á nýtt. Við þurfum öll að vera tilbúin að deila kunnáttu okkar með öðrum. Eitt af því sem skilur stórar þjóðir og þeirra tungumál frá litlum er að stóru þjóðirnar hafa fyrir löngu vanist því að deila menningunni sinni og tungunni með öðrum. Í Frakklandi er maður alltaf ávarpaður á frönsku, eins og ég fékk að upplifa í París um daginn. Ég pantaði alltaf kaffið mitt á ensku en fékk þjón- ustu á frönsku. Undir lok vikudvalar var ég farin að reyna að nota þessi fjögur frönsku orð sem ég kunni til að panta kaffi. Þjóninum fannst ekkert áhugavert við frönskuna mína. Ég man þegar ég var nýbyrjuð að læra íslensku hversu fljótir Íslendingar voru að skipta yfir á ensku ef mig vantaði orð eða ef ég leit út fyrir að vera sérstaklega kvalin af áreynslu. Ef maðurinn er dökkhærður er best að ávarpa hann á ensku, hugsa margir gjaldkerar í bönkum. Fátt er mönnum jafnkært og móð- urmálið. Að kunna að tala og hafa sam- skipti við aðra er eins og að ferðast á þjóðveginum. Þegar maður talar móð- urmálið sitt lætur maður hugsanir fljúga óhikað, getur sagt hvað sem er, það er eins og að ferðast á hraðskreiðasta og flottasta jeppanum, svo að ég noti ís- lenskar myndlíkingar. Maður getur jafn- vel farið af þjóðveginum, í óbyggðir og sigrað náttúruna. Þegar talað er erlent tungumál, þá segja flestir bara það sem þeir kunna, eða reyna meðvitað að setja hugsanir sínar í eitthvert form. Þá er maður kominn í ósköp venjulegan fólks- bíl og hreyfir sig eftir aðstæðum á þjóð- veginum. Tungumál er ekki fyrirbæri sem mun klárast ef of margir nota það. Það þarf ekki að koma Íslendingum á óvart ef þeir heyra íslensku með skrítnum hreim. Það sem þeir þurfa að hafa í huga hins vegar er að dæma ekki fyrirfram manneskjuna út frá hreimnum einum. Íslenska, já takk Eftir Tatjönu Latinovic tlatinovic@ossur.com Lesbók Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf. I Það mætti kalla kaldhæðni örlaganna aðLesbókin sem birti greinaflokk Kristjáns Kristjánssonar heimspekings um tíðaranda í aldarlok árið 1997 og sverti svo ímynd póst- módernisma á Íslandi að stór huti þjóð- arinnar telur hann enn kominn frá skratt- anum skuli hin síðari ár verið sögð eitt helsta vígi þessa -isma á landinu (sbr. Jakob F. Ás- geirsson í Viðskipta- blaðinu í byrjun árs). Líklega hafa fáar blaða- greinar um menningu í seinni tíð valdið jafn miklu uppþoti og þessi skrif Kristjáns. Marg- ir urðu til þess að mótmæla harðlega og halda uppi vörnum fyrir póstmódernisma. En skaðinn var skeður. Þeir sem lásu óvenju andmikil fúkyrði Kristjáns um póstmódern- isma og vissu ekki betur virðast í mörgum til- fellum hafa fengið megna óbeit á fyrirbærinu. II Árið 2002 gaf Kristján greinaflokkinn útá bókinni Mannkostum ásamt öðrum greinum. Líklega merkir það að Kristján hef- ur ekki skipt um skoðun á póstmódernisma þrátt fyrir afar hörð andmæli og þrátt fyrir að mikil og upplýsandi umræða hafi farið fram um hann á undanförnum árum. Og enn þykja greinarnar undarlega harðyrtar og fullar af misskilningi. Jón Ólafsson skrifar af- ar beitta gagnrýni á Mannkosti í nýjasta hefti Hugar, tímarits Félags áhugamanna um heimspeki, og deilir sérstaklega á umfjöllun Kristjáns um póstmódernisma. Jón segir slá- andi hversu hitinn sé mikill í málflutningi Kristjáns. Jón kemst að þeirri niðurstöðu að rökleg tök Kristjáns séu losaraleg og alhæf- ingar hans um póstmódernisma séu einfald- anir sem valdi því að „skrif Kristjáns [séu]stundum strákslega gróf, stundum allt að því einfeldningsleg“. Jón telur að markmið Kristjáns með flokknum séu hin sömu og æsi- blaðamannsins: „Hann vill búa til sögu um póst módernismann, hneykslanlega sögu, sem kallar fram hjá lesandanum ákafa andúð á því sem hinn heimspekilegi æsiblaðamaður lýsir. Þessu markmiði nær Kristján vafalaust með marga lesendur sína.“ Sem dæmi um umfjöllun Kristjáns nefnir Jón ábending- arskilgreiningar, sem Kristján kallaði svo sjálfur, en það eru dæmi um ýmiss konar við- horf til samfélagslegra og heimspekilegra álitaefna sem á að vera hægt að beita til að bera kennsl á póstmódernisma. Slíkar ábend- ingarskilgreiningar segir Jón að séu „algeng- astar í samhengi pólitískra öfgastefna á borð við fasisma og stalínisma, og kannski mætti bæta við öðrum -isma, McCarthyisma. Ein- faldar og villandi lýsingar sem notaðar eru til að saka talsmenn ákveðinna skoðana um að vera á mála hjá illum öflum, eða um að að- hyllast hataða hugmyndafræði, eru fylgi- fiskur nornaveiða“. III Gagnrýni Jóns er afar hörð og athygl-isverð en undir lok greinar segir: „Ég veit ekki hvort hugmynd Kristjáns með greinaflokki sínum um póstmódernisma var í upphafi að „forða oss frá illu“ – að benda fólki á bölið í því skyni að koma í veg fyrir að menn ánetjist því. En við því er á endanum aðeins það að segja að ef til vill er hyggilegra þegar til lengri tíma er litið að rækta heim- spekilegar dygðir sínar með öðrum hætti en þeim að útmála lesti óvinanna. Það er að mínu mati miklu meiri öfugþróun fólgin í úti- lokunaráráttunni sem einkennir margan heimspekinginn og Kristján Kristjánsson í ríkum mæli, heldur en í þeim hringum og krókaleiðum sem póstmódernisminn hefur haft í för með sér í vestrænum hugvísindum á síðustu árum.“ Neðanmáls Átímum þegar siðblindir ráðamenntreysta vald sitt en grafa undanvirðingu sinni má stundum finnafróun í því að huga að hinu smáa. Og hvergi er sýnin smágerðari en á síðum DV. Þar er ekki aðeins að finna viðtöl við morðingja vikunnar, fréttir af dýraníðingum, léttklæddum meyjum sem „selja líkkistur“, af tíðum kynferðisafbrotum á Pitcairneyju í Kyrrahafi, eða ógnvekjandi fyrirsagnir á borð við: „Ísmaðurinn át hjarta úr ísbirni“ (DV, 27.9.). Þar er líka að finna sögur af litlum atburðum sem verða stórir í lýsing- unni, fréttir sem enginn blaðamaður vill þurfa að skrifa vegna þess að þær höfða bara til kerlinga og taugasjúk- linga. Réttlætið fer jafnan með sigur af hólmi í hinni smágerðu sagnalist, þó að ekki fari allar sögurnar endilega vel. Persónur og leikendur eru venjulegir borgarar í óvenjulegum að- stæðum. Þeir eru venjulega hvorki frægir né ríkir, og flokksskírteinin verða þeir að af- henda áður en þeim er hleypt inn í söguna. Nú í vikunni bárust t.d. þær fréttir að ítalsk- ur ellilífeyrisþegi hafi verið ættleiddur, en honum leiddist einveran og auglýsti eftir fjöl- skyldu til að eyða með ævikvöldinu (DV, 27.9.). Karlinn bauðst til að greiða með sér um fjörutíu og fimm þúsund krónur á mánuði en nýja fjölskyldan „hefur ekki hug á að taka við peningunum“. Peningar eru jafn illa séðir og pólitík í þessari frásagnarhefð. Þó á hug- myndin eflaust eftir að rata inn í ítalska gam- anmynd sem verður nógu vinsæl til að verða að lokum endurframleidd í Hollywood. Þar er rótgróin hefð fyrir því að græða á kvikmynd- um sem deila á auðmagnið. Íslendingar eiga samskonar sögur sem eru faldar á síðum blaðanna milli stórfrétta úr fjármálaheiminum og sviptingum á hinu háa Alþingi. Ein slík saga segir frá Jakobínu í Stellubúð á Grundarfirði sem er ofsótt af STEF fyrir að leika tónlist eftir sjálfa sig í búðinni sinni (DV, 27.9.). En það er ekki bara mannfólkið sem kemst í hann krappann. Frétt í sama blaði um lofthræddan páfagauk í Blesugróf sem „á það til að festast uppi í tré“ fjallar um kostulega veiklun sem hefur yfir sér ljóðræna vídd. Hvernig ætli það sé að vera sá fugl sem þorir ekki að hefja sig til flugs? Sagan af páfagauknum jafnast þó ekki á við tregablandna ævintýrið af lífi og dauða pólsku engisprettunnar sem fannst í Stykk- ishólmi undir lok ágústmánaðar (DV, 27.9.). Frásögnin af engisprettunni „gullfallegu“, svo notað sé orðalagið í frétt DV, er saga af samstöðu og ríkri mannúð, þar sem teknar eru örlagaríkar ákvarðanir undir álagi. Hetjur frásagnarinnar eru Símon Sturluson „hafnarverndarmaður“ (starfsheitið kallar á sérfrétt), Róbert Arnar Stefánsson líffræð- ingur og börn ráðamanna í Stykkishólmi. Það var Símon „hafnarverndarmaður Stykk- ishólmshafnar sem fann engisprettuna og fór umsvifalaust með hana á Náttúrustofu Vest- urlands þar sem starfsmenn tóku við henni“ segir í frásögn blaðsins. Lesandi fréttarinnar fær sterka tilfinningu fyrir hraða, umfangi og mikilvægi aðgerðarinnar. Hafnarvernd- armaðurinn bregst rétt við kringumstæðum og heldur í flýti með dýrið til sérfræðinga staðarins. Af fréttinni má sjá að það er margra manna verk að hugsa um eina engi- sprettu. Í frásögn DV verður engisprettan að ger- anda í þessu mikla sjónarspili. Hún sest „að í glerbúri“ á Náttúrustofu Vesturlands og vekur „verðskuldaða athygli“ og áhuga meðal bæjarbúa svo vitnað sé í for- stöðumann Náttúrustofu Vesturlands. Svo mikil var ásóknin í engisprettuna að um helg- ar tóku „börn starfsmanna ráðhússins og Náttúrustofunnar […] engisprettuna heim“, sáu um hana og héldu „henni félagsskap“. En allar góðar sögur taka enda. Þó að engi- sprettan væri hrókur alls fagnaðar, byggi rík- mannlega og hefði nóg af krásum að éta, var lífi hennar ekki bjargað: „þann 18. september drapst hún. Eflaust þykir mörgum Hólm- aranum sjónarsviptir af engisprettunni.“ Síðasti mánuður var góður tími í Stykk- ishólmi ef marka má fréttina. Sagan af pólsku engisprettunni sem vildi verða Snæfellingur er saga af þolgæði, saga af lítilli pöddu sem hélt langan veg vestur um haf allt til Íslands, kom í sumarlok og dó á miðju hausti. Nú ber hún litlu engisprettubeinin sín í Hólminum. Svona háleit getur hugsunin á DV verið. „Og ekki fellur einn þeirra til jarðar án vitundar föður yðar“ segir í Matteusarguðspjalli um smáfuglana. Guð Nýja testamentisins er þó lítið fyrir pöddur og ólíklegt að hann hafi nokkru sinni fært líf þeirra og dauða til bók- ar. Svona miklu lengra eru skríbentarnir á DV komnir í siðfræðinni. Tími engisprettunnar Fjölmiðlar eftir Guðna Elísson gudnieli@hi.is ’Þar er líka að finna sögur af litlum atburðum semverða stórir í lýsingunni, fréttir sem enginn blaðamað- ur vill þurfa að skrifa vegna þess að þær höfða bara til kerlinga og taugasjúklinga.‘ EITT ER því orðið augljóst: Þeir sem hafa áhuga á kennsluháttum í sagnfræði á há- skólastigi á Íslandi (og vilja eða hafa tíma til að tjá sig um það efni á Gammabrekku) telja breytinga þörf. Mig langar til að bæta því við að ég er sammála því. Auðvitað er margt vel gert í sagnfræðiskor, auðvelt er að gagnrýna og yfirleitt er ekki talin ástæða til að fjölyrða um það sem vel er gert. En kennslufyrirkomulagið þarf að laga. Ég vil líka nefna eitt í sambandi við „hagnýtt“ gildi sagnfræðinnar. Mér finnst að við þurfum ekki endilega að reyna fyrst og fremst að þóknast markaðnum heldur miklu frek- ar að láta hann sannfærast um gildi góðs hugvísindanáms. Í Bretlandi sækjast stórfyr- irtæki t.d. eftir fólki með góða háskólagráðu í hug- og félagsvísindum af því að það er talið að slíkt fólk hafi lært að læra; að tileinka sér þekkingu og beita henni. [...]Nú er líka tals- vert um það talað, hvort sem er í sambandi við kennslu eða annað, að allt þurfi að vera „skemmtilegt“; annars sé það illa gert og gamaldags. Sagnfræðinám á auðvitað ekki að vera „skemmtilegt“ bara til að þóknast þeim nemendum sem ekki nenna að gera nám sitt skemmtilegt með ástundun og ábyrgð. Sagnfræðinemar verða að læra vinnubrögð í faginu [...]. Sagnfræðinemar þurfa líka að læra söguspeki. Þeir þurfa að kynna sér mismunandi sjónarmið innan fræðigreinarinnar um söguritun, staðreyndir, túlkun og allt þetta sem gerir sagnfræði að öðru og miklu meira en annálaritun. Í stuttu máli: Sagnfræðinemar þurfa að stunda nám í Aðferðum. En sagnfræðinemar þurfa ekki að sitja í námskeiðum þar sem farið er yfir það sem gerðist úti í heimi og á Íslandi frá upphafi til okkar daga í hinum hefðbundnu I-IV mann- kynssögu- og Íslandssögunámskeiðum – nema þeir vilji það og kennarar vilji kenna slík námskeið. Eflaust mættu slík námskeið áfram vera til staðar fyrir þá sem það kjósa, beggja vegna kennaraborðsins. Það er þó blekking að halda því fram að í þessum yfirlits- kúrsum takist uppfræðurunum að koma öllu því „helsta“ til skila. Menn velja og hafna í þeim efnum, eftir eigin áhugasviði og þekkingu. Guðni Thorlacius Jóhannesson Kistan www.kistan.is Sagnfræðikennsla á villigötum? Morgunblaðið/Ómar Sagnfræðilegar staðreyndir koma mér við.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.