Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.2004, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.2004, Blaðsíða 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 2. október 2004 | 11 Greg Dyke, fyrrum útvarpsstjóribreska ríkisútvarpsins, BBC, sem sagði í janúar sl. starfi sínu lausu í kjölfar niðurstöðu Bri- ans Huttons lá- varðar á rann- sókn á aðdraganda sjálfsvígs breska vopnasérfræð- ingsins Davids Kelly, hefur nú sent frá sér bók þar sem hann fjallar um málið frá sínum sjón- arhóli. Bókin nefnist Inside Story eða Innanbúðarsaga og er Dyke þar engu minna gagnrýninn á þá Hutton og Alastair Campell, en hann var í fjölmiðla- viðtölum í janúar. Í bókinni rekur hann baráttu Campells gegn frétta- flutningi BBC af Íraksstríðinu frá upphafi til enda. Að mati gagnrýn- anda Guardian, sem reyndar er fyrrum stjórnarformaður BBC, eru lýsingar Dyke af atburðarásinni ná- kvæmar og raunsannar. Þannig reyni hann ekki að hvítþvo BBC af allri sök, því vissulega hafi ýmis mis- tök átt sér stað, en engu að síður liggi sökin að mestu hjá þeim Camp- ell, Hutton og Tony Blair forsætis- ráðherra Bretlands sem hafi gert Dyke og BBC að blóraböggli í mál- inu.    Danski rithöfundurinn ThorkildHansen varði áratugum í að skrifa bók um franska nóbelsskáldið Albert Camus og dauða hans. Han- sen náði aldrei að ljúka verkinu, en bókin kemur engu að síður út nú í byrjun októ- bermánaðar hjá Gyldendal- forlaginu. Bókin nefnist Camus’ død, eða Dauði Camusar, og kynnti Hansen sér ít- arlega aðstæður og aðdraganda þess að nóbelsskáldið lést í bílslysi í októ- ber 1960, m.a. með því að skoða að- stæður á slysstað, ræða við vini og kunningja Camusar og kynna sér dvalarstaði hans og skrif og þá sér- staklega handritið að Le premier Homme sem fannst í ferðatösku Camusar skammt frá slysstað. Að sögn Weekendavisen hóf Hansen bókaskrifin árið 1979 og vann að bókinni meðfram öðrum skrifum, en nóbelsskáldið var að sögn blaðsins meðal uppáhaldsrithöfunda hans.    Bandaríska listakonan GeorgiaO’Keeffe er viðfangsefni Hunt- er Drohojowska-Philip í bókinni Full Bloom: The Art and Life of Georgia O’Keeffe eða Í fullum blóma: Líf og list Georgiu O’Keeffe. Fyrstu árum listakonunnar, sem er þekkt fyrir áræðin en jafnframt fág- uð verk, eru að mati gagnrýnanda New York Times gerð einkar góð skil og fá þau á sig allt að því æv- intýralegan blæ. Drohojowska- Philip nær þá að sýna fram á hve O’Keeffe var viðkvæm fyrir gagn- rýni og hæðum og lægðum í vin- sældum, auk þess að ná einkar vel að forðast að draga hana annaðhvort í flokk fórnarlambs eða sigurvegara eins og nokkuð hefur borið á í fyrri skrifum um O’Keeffe.    Frumraun Simonettu AgnelloHornby á skáldsagnasviðinu fær góða dóma hjá gagnrýnanda In- formation, en þessi höfundur sem er að ná sextugu sendi nýlega frá sér bókina Mandelplukkersken. Sagan er eins konar sambland örlagasögu og lýsingar á lífinu á Sikiley á fyrri hluta sjöunda áratugarins. Þessum ólíku efnistökum er síðan fléttað saman í spennusögu sem fangar at- hygli lesandans allt frá fyrstu síðu. Að mati gagnrýnandans hefur Hornby líka tekist einkar vel að fanga ítalska stemmningu á síðum bókar sinnar, auk þess að skapa lif- andi og raunsæjar persónur sem les- andinn eigi auðvelt að samsama sig. Erlendar bækur Greg Dyke Albert Camus Sagan verður til Françoise Sagan, fædd Françoise Quoirez (1935), dó 24. september sl. Hún tók sér höfundarnafn eftir prinsessunni af Sagan úr hinni frægu skáldsögu Marcel Proust, Í leit að glötuðum tíma. Françoise Sagan var dóttir ríks iðnjöfurs sem flutti frá Suður- Frakklandi til París fyrir stríð. Hún átti að stunda nám í Sor- bonne í byrjun sjötta áratugarins en stundaði djassklúbbana í Lat- ínuhverfinu mun meira en námið og féll á prófi vorið 1954. Hún var nítján ára. Sagan segir að hún hafi þá ákveðið að skrifa skáldsögu, lokað sig inni í herberginu sínu og skrifað Bon- jour Tristesse (Sumarást, þýð. Guðni Guðmundsson) á þremur, sumir segja sex, sumir sjö, vikum. Bókin segir frá ungri stúlku, Céline, sem neyðist til að fara í sumarfrí með föður sínum og ást- konu hans til Suður-Frakklands. Hún ofsækir ástkonuna sér til dægrastyttingar eins og allar ást- konur föður síns, sefur svolítið hjá sjálf, keyrir um á sportbílnum sín- um, er sama um allt og leiðist. Céline iðrast einskis og siðferðileg vandamál halda ekki fyrir henni vöku. Hún er það sem unga fólkið í dag myndi kalla „hipp og kúl“. Bókin sló í gegn, seldist í 850 þús- und eintökum eins og skot og var þýdd á mörg tungumál. Salan var komin upp í 4,5 milljónir árið 1962. Einn frægasti höfundur Frakklands, Francois Mouriac, hældi Sagan og kallaði hana „Ce charmant petit monstre“ eða heillandi litla skrímslið á forsíðu Le Figaro. Sportbílar og dóp Françoise Sagan varð fljótlega bæði rík og fræg og lifði miklu bó- hemlífi í nokkur ár. Hún á að hafa sagt þurrlega að ríkidæmið og frægðin hafi vakið sig harkalega upp af draumnum um ríkidæmi og frægð. Hún var tvígift, átti son með seinni eiginmanninum, varð þekkt fyrir ofsahraðakstur og var tekin af lögreglunni fyrir eitur- lyfjaneyslu og skattsvik. Inn á milli slíkra afreka gaf hún sér tíma til að skrifa 60 bókmennta- verk; mest leikrit og skáldsögur, en fimm þeirra hafa verið þýdd á íslensku undir hljómfögrum nöfn- um eins og Dáið þér Brahms? (þýð. Thor Vilhjálmsson), Eins konar bros og Eftir ár og dag (þýð. Guðni Guðmundsson) og Sól á svölu vatni (þýð. Guðrún Guð- mundsdóttir). Smám saman misstu bæði útgefendur og les- endur þó áhugann á sögum henn- ar af þjáningu og ástarsorgum því þó að konurnar væru „chic“, hefðu stíl og væru mjóar og fagrar, söknuðu menn sálarátaka eða jafnvel sálar hjá persónum og sög- ur hennar voru lesnar sem tilfinn- ingasamar sjálfsævisögulegar ást- arsögur. Má þá segja um höfundinn eins og Hallgrímur sagði forðum: „Það sem að helst hann varast vann/ varð þó að koma yfir hann.“ Fátt var Sagan nefnilega fjær skapi en að vera stimpluð sem væminn ástarsagna- höfundur því að hún lagði mikið upp úr tilfinningakaldri og töff ímynd sinni á sjötta og sjöunda áratugnum. Alla sína ævi var hún fastagestur í slúðurpressunni og það kom í ljós í könnun sem gerð var í Frakklandi á níunda ára- tugnum að meiri hluti Frakka hélt að hún væri kvikmyndastjarna en ekki höfundur. Það er hins vegar ekki gaman, ef maður er kyntákn, að eldast og enn verra ef bóhem- lífinu er haldið til streitu. Síðustu tíu árin af ævi Sagan hættu ill- gjarnir skopteiknarar hins vegar að hæðast að henni, fjölmiðlar leituðu til hennar um álit hennar á álitamálum, hún fór að hafa gam- an af pólitík og endurheimti bæði áhuga fjölmiðla og virðingu undir lokin. Þegar ég hugsa um hana hugsa ég til Bonjour Tristesse og upp í hugann kemur mynd af flottri ungri konu með uppsett hárið, í opnum sportbíl að keyra eftir frönsku Rívíerunni. Aldrei kemur slík mynd upp í huga minn þegar ég hugsa til Marguarite Duras og það segir sína sögu. Ímyndasmíðin var veigamikill þáttur af vel- gengni Françoise Sagan. Sömu- leiðis var vinsælt að vitna í um- mæli hennar um hitt og þetta, spakmæli eins og þennan fræga frasa: „Kjóll skiptir engu máli nema hann fái karlmenn til að langa til að klæða þig úr honum.“ En ef hún hefði ekkert haft til brunns að bera annað en þetta ríkti varla sorg í Frakklandi við dauða hennar – en sú er raunin. Uppreisnarkonur Eftir stríðið kom heiftarlegt bak- slag í mannréttindabaráttu kvenna í Frakklandi. De Gaulle hvatti franskar konur til að eign- ast mörg börn, tólf milljón fal- legra barna, sagði hann til að bæta upp mannfallið í stríðinu og bæta um betur. Dauðarefsing lá við fóstureyðingum árið 1943 . Í þakklætisskyni fyrir framlag sitt til andspyrnuhreyfingarinnar höfðu franskar konur fengið fullan kosningarétt svo seint sem 1944 og þær kusu í fyrsta sinn árið eft- ir. 1946 fengu þær svo marga full- trúa að þær urðu 5,4% þingmanna og það vakti hörð viðbrögð. Árið 1958 var hlutfall þeirra hins vegar komið niður í 1,6% og menn gátu andað léttar. Hitt kynið, sú fræga bók Simone de Beauvoir sem kom út árið 1949, var meðal annars svar við þessu ástandi. Og kven- lýsingar Françoise Sagan voru líka uppreisn gegn skipulegu aft- urhaldi og hinum hefðbundnu kvenhlutverkum. Látum það vera þó að Céline, aðalpersónan í Bonjour Tristess, sé ofdekraður, tómlátur og neikvæður eilífð- arunglingur – hún neitar að láta stjórna sér og neitar að taka að- lögun að framtíðarhlutverki sínu. Françoise Sagan, Françoise Mallet-Joris og Françoise d́Éau- bonne voru F-stelpurnar hans René Julliard sem varð fyrstur franskra útgefenda til að hefja markaðsherferð kringum bækur þessara dísa sem réðust gegn til- finningasemi og hefðbundnum kvenhlutverkum í bókmenntunum. Julliard var á ferð og flugi um París með þessum sætu stelpum og passaði að ljósmyndarar væru alltaf nálægt. Ímyndasmíðin blómstraði. Höfundarnir, ungu konurnar, notuðu sjálfar sig og líf sitt augljóslega sem fyrirmynd að einhverju leyti en voru djarfar, sendu söguhetjur sínar í könn- unarleiðangra í kynlífi og stóðu að annarri uppreisn gegn flestu því sem ætlast var til af vel uppöldum kaþólskum stúlkum. Jane Winston segir í bókinni The Cambridge Companion to The French Novel að margir hafi gagnrýnt þessar „pulp-fiction“ bækur ríku stelpn- anna fyrir að gera aðeins uppreisn gegn því sem stóð í vegi fyrir sig- urför nýrrar tæknihyggjusinn- aðrar borgarastéttar. Uppreisnin hafi verið íhaldssöm frá upphafi og alltaf miðuð við einstaklinga en ekki hópa enda landið á hraðri siglingu inn í efnis- og neyslu- hyggju eftirstríðsáranna. Ein- staklingshyggja þessara höfunda og hin neikvæða uppreisn sem þær boðuðu átti þó eftir að hafa óhemjuleg áhrif. Þær sýndu nýja mynd af konum sem skömmuðust sín ekkert fyrir kynferði sitt, gerðu tilraunir með það og sögðu frá sínum persónulegustu vonum og vonbrigðum, leiðindum og ör- væntingu sem aldrei hafði áður sést á prenti. Áratugur unglinganna Françoise Sagan var langvinsæl- asti höfundurinn af þeim þremur sem áður voru nefndar. Bonjour Tristesse seldist eins og heitar lummur vestan hafs og austan og hitti ungar konur í hjartastað um miðjan sjötta áratuginn, bókin varð kynslóðarbók. Céline varð kvenútgáfan af bóhemum og upp- reisnarmönnum án málstaðar, bít- nikkum í USA og ungu, reiðu mönnunum í Englandi. Sjötti ára- tugurinn var í fjöldamenningunni áratugur mikilla kynbomba sem menn óttuðust og þráðu, það voru Brigitte Bardot, Jane Mansfield, Sofia Loren sem þá voru sýndar sem andstæður góðu eiginkvenn- anna og húsmæðranna. Céline Françoise Sagan var hvorki kyn- bomba né húsmóðir. Hún var meiri hóra en madonna en eig- inlega næst því að vera hvorugt af því að hún var táningur. Hún átti eins konar systur í hinni barna- legu og ráðvilltu Marilyn Monroe og bróður í James Dean – þau voru greinar af sama meiði. Þau neituðu að gera það sem þeim var sagt en vissu ekki hvað annað væri hægt að gera. Sjálf var Sagan uppreisnar- unglingur, rekin úr skólum, fall- andi á prófum og hún sagði einu sinni í viðtali að hún viðurkenndi það gjarna að hafa aldrei orðið fullorðin enda skildi hún ekki gild- ismat fullorðna fólksins. Hún kom fram sem höfundur á sama tíma og unglingurinn varð til sem sam- félagshópur, afmarkaður af sögu- legum afstæðum, of ungur til að vera fullgildur þátttakandi í æ flóknara samfélagi, of gamall til að teljast til barna. Unglingarnir voru fullir af uppreisnarhug en uppreisnin var ómarkviss og hug- myndafræðin minnti einna helst á stjórnleysingja. Markaðurinn upp- götvaði hvílíkur neytendahópur unglingarnir voru og frá honum streymdi menning og afþreying og tíska fyrir unglingana sem urðu æ óútreiknanlegri eftir því sem þeir urðu ólíkari þeim fullorðnu. Fran- çoise Sagan kemur fram sem höf- undur um leið og þessi jarðskjálfti sem kallaður hefur verið „youth- quake“ varð. Françoise Sagan var þannig barn síns tíma á fleiri en einn veg. Áhrifavaldur Hér á Íslandi má tengja Fran- çoise Sagan við Ástu Sigurð- ardóttur og áhrif hennar má sjá hjá mörgum ungum kvenhöf- undum fimmta og sjötta áratug- arins eins og Unni Eiríksdóttur og Drífu Viðar. Jóhanna Krist- jónsdóttir segir frá því í minn- ingabók sinni, Perlur og steinar, að hún og Jökull hafi verið staur- blönk sumarið 1960 og verið að masa um úrræði við Ólaf Jónsson gagnrýnanda. Þá komu strákarnir fram með þá hugmynd að hún gæti bara skrifað metsölubók eins og Françoise Sagan og grætt morðfjár. Jóhönnu sem var tvítug, ári eldri en Sagan þegar hún skrifaði Bonjour Tristesse (1954), fannst þetta góð hugmynd, bretti upp ermarnar og skrifaði Ást á rauðu ljósi á rúmum þremur mán- uðum, sumarið 1960. Françoise Sagan var aldrei mik- ið fyrir að stoppa á rauðum ljós- um og ég efast um að hún byrji á því þar sem hún er núna – hvar sem það er. „Lítið en heillandi skrímsli“ Franski rithöfundurinn Françoise Sagan lést föstudaginn 24. sept- ember en hún var einn af áhrifa- mestu rithöfundum samtíðarinnar. Françoise Sagan varð fljótlega bæði rík og fræg og lifði miklu bó- hemlífi í nokkur ár. Hún á að hafa sagt þurrlega að ríkidæmið og frægðin hafi vakið sig harkalega upp af draumnum um ríkidæmi og frægð. Eftir hana liggja sextíu bók- menntaverk. Eftir Dagnýju Kristjánsdóttur dagny@hi.is Höfundur er prófessor í íslensku við Háskóla Íslands. Reuters Françoise Sagan „Alla sína ævi var hún fastagestur í slúðurpressunni og það kom í ljós í könnun sem gerð var í Frakklandi á níunda áratugnum að meiri- hluti Frakka hélt að hún væri kvikmyndastjarna en ekki höfundur.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.