Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.2004, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.2004, Blaðsíða 7
kaupamaður austur á Síðu. Sveitastörfin fórust landfræðingnum vel úr hendi og hann lærði íslensku og honum áskotnuðust pen- ingar. En ferðaþráin var sterk og nábúinn Grímsvötn stóðu ljóslogandi fyrir augum hans, síðan um vorið. Guðmundur hafði farið að gosstöðvunum við fjórða mann í apríl 1934, meðan á gosinu stóð. Hann upplýsti Kalla, sem vann ötullega að því að komast þangað upp eftir, um leiðir og staðhætti og þegar tveir ferðafélagar voru fundnir í Reykjavík (dr. Ernst Herrmann og Wilhelm Schneiderhan) örkuðu þremenningarnir af stað upp Síðujökul með sleða í eftirdragi. Jökullinn var þungur yfirferðar þetta síð- sumar og vikur- og öskudreifar gerðu þeim erfitt fyrir. „Við komumst alla leið á þremur dögum. Og hugsaðu þér, að standa í gufu og brennisteinssvækju á barmi gígsins og horfa yfir rjúkandi vatn, íshamra og svarta óreiðu …það var ótrúlegt.“ Kalli ljómar þegar hann segir frá og veifar höndum. Og hann lýsir hættulegri ferð þremenninganna niður af jöklinum í vondu veðri, sundreið í ám og kviksyndinu sem þeir lentu í á hestunum. Þá munaði mjóu en íslensku fylgdarmenn- irnir, einkum Stefán á Kálfafelli, kunnu sitt fag og allt fór vel. Í september tók svo smalamennskan við hjá Kalla og hún þótti honum erfið en skemmtileg. Karl sigldi heim til Þýskalands haustið 1934 og skrifaði m.a. greinar um Gríms- vatnaförina (sjá t.d. Zeitschrift für Erd- kunde, 4. árg. 10. hefti, 1936) en Ísland hélt áfram að toga í hann. Hann sótti um náms- styrk til að læra íslensku og leitaði líka aft- ur til bróðurins. Búið var að munstra Kalla í þýska herinn (í fjallaherdeild) eins og aðra unga menn en enn var alllangt í hildarleik- inn sem við tók 1939 og fararleyfi sjálfsagt. Brátt stóð hann aftur á hafnarbakkanum í Reykjavík. „Mér þótti gott að ganga aftur um Austurstræti og Laugaveg og komast á ball á Hótel Borg. Stúlkurnar í Reykjavík reyndu að vera eins flottar og þær í stór- borgum Evrópu. Svo gat maður bara gengið heim eftir ballið, ég bjó nefnilega á Fjöln- isvegi meðan ég var í borginni,“ segir Karl og verður býsna kíminn á svipinn. Með aðstoð Edwards, Guðmundar og fleiri hóf Kalli nám í íslensku á Akureyri en hann vann líka sem hestasveinn og vinnu- maður að Grund í Eyjafirði. Hann gekk á fjöll, ók á bíl þvert yfir landið, reið um víða vegu og fór m.a. bæði ríðandi suður heiðar til Reykjavíkur við þriðja mann og líka aleinn á hesti þaðan austur um allt land til Mývatns og Akureyrar. „Það kom fram í út- varpinu hvar ég var staddur hverju sinni,“ segir Kalli og kinkar kolli, „en ég man ekki lengur hvar ég fékk bestu viðtökurnar og mest af kaffi og kökum. Gestrisnin var ein- stök og fólkið alls staðar svo vingjarnlegt. Íslendingar þessa tíma voru flestir hægir, traustir, elskulegir, og tengdir náttúru landsins, og ég held að þannig sé það enn.“ Þegar austurrískur fjallamaður og vinur Guðmundar frá Miðdal, Rudolf Leutelt, kom hingað til lands ásamt ítölskum aðalsmanni til að kanna Vatnajökul sumarið 1935, hringdi Guðmundur norður og bað Kalla að slást í för. Ekki þurfti að spyrja Kalla tvisv- ar og hann lagði ánægður af stað í annan leiðangur sinn á Vatnajökul. Fleiri urðu þeir reyndar því Guðmundur, Kalli og Rudolf fóru saman um Öræfajökul og austurhluta Vatnajökuls nokkru seinna sama ár. Þeir gengu líka saman á Snæfellsjökul. Af Rudolf Leutelt er að segja að hann átti fjallamennskuskóla í Tíról, fór nokkrar ferð- ir hingað til lands og kenndi m.a. á fjalla- mennskunámskeiðum Fjallamanna 1938 og 1939. Hann hvarf ekki heim til Austurríkis eftir að heimsstyrjöldin hófst í september 1939 og var í Reykjavík þegar Bretar her- námu landið snemma árs 1940. Hann reyndi að komast hjá handtöku þegar bresku hern- aðaryfirvöldin smöluðu saman öllum þýsku- mælandi karlmönnum í landinu, Þjóðverjum jafnt sem Austurríkismönnum, til þess að senda þá í einangrunarbúðir í Bretlandi. Ekki tókst Rudolf að dyljast í borginni og var hann sendur með því fangaskipinu sem talið er að þýskur kafbátur hafi sökkt undan Íslandi. Hann fórst ásamt mörgum öðrum. Vatnajökulsleiðangur þeirra þremenninga er um margt merkilegur. Þeir gengu ekki rakleiðis í Grímsvötn heldur í vestur og norður á Bárðarbungu sem þeir kölluðu Vatnajökulsgnípu og mældu hana sem hæsta tind Íslands, 2.223 m háa, en með ófullkomnum mælitækjum (bungan er nú gefin upp sem 2.009 m há). Ítalinn, A. Pol- litzer de Polhengi, treysti sér ekki alla leið og beið hinna. Þetta var löng ferð og ekki auðratað til baka ofan af norðvesturhluta jökulsins, örugga leið upp á Grímsfjall. En þangað komust þeir allir og unnu nokkurt afrek í Grímsvötnum. Kalli og Rudolf gengu nefnilega og klifruðu niður brattar og sprungnar jökulfannir utan í Grímsfjalli og bröltu um íshröngl alla leið að gígopunum frá 1934 og komust þannig fyrstir manna á Grímsvatnasléttuna (íshelluna sem flýtur í öskjunni). Ljósmyndir þeirra félaga sýna hvernig umhorfs var og minnir allt mjög á ummerki eftir gosin 1983 og 1998. Mynd- irnar voru seldar um víða veröld og báðir rituðu greinar um ferðina. Enn hélt Karl til Þýskalands og nú tók við kennsla í þrjú ár, ekki í landafræði held- ur íþróttum, í skólakerfi sem miðaðist orðið við hinn „hágermanska og aríska anda“. Á meðan beið hann eftir stöðu sem aðstoð- arkennari við Tækniháskólann í Stuttgart. Enn fremur gegndi hann sinni herskyldu. Fjallamennskunni viðhélt hann með því að fara vítt og breitt um Alpana. „Við, nokkrir félagar úr fjöllunum, unnum síðan í heilt ár að því að afla fjár til þess að skipuleggja og fara í leiðangur á nokkra 6.000 metra tinda í Perú (Corderilla Blanca). Það tókst og sum- arið 1939 hófum við mikla ævintýraferð sem lauk með því að við klifum sjö tinda sem enginn hafið farið á áður og þar á meðal Huascaran Norte (6.650 m) sem er lægri tindurinn á hæsta fjalli Perú.“ Ég spyr Kalla ekki um pólitíska afstöðu hópsins en býst við að þeir félagar hafi farið vestur með stuðningi og blessun þýskra stjórn- valda. Fortíðin á 4. og 5. áratugnum er mörgum Þjóðverjanum erfið til umræðu; það liggur í loftinu þegar frásögninni vindur fram. Þrír úr leiðangurshópnum fórust í snjó- flóði undir lok leiðangursins en Kalli og hin- ir lokuðust inni í Perú vegna seinni heims- styrjaldarinnar. Þar vann hann fyrir sér m.a. með þýskukennslu. Árið 1942 fóru fram skipti á Þjóðverjum og Bandaríkjamönnum (ekki stríðsföngum) milli álfa og komst Kalli þá heim. Hann var umsvifalaust sendur til Grænlands með 12 manna flokki hermanna og sérfræðinga sem áttu að reka veðurstöð á austurströnd Grænlands. Fáeinum dögum eftir landtöku norðarlega á ströndinni hand- tóku Bandaríkjamenn flokkinn mótspyrnu- laust og sendu vestur um haf. Það sem eftir lifði styrjaldarinnar dvaldi Kalli í fangabúð- um í Bandaríkjunum. Þar hóf hann að skrifa þá fyrstu af allmörgum bókum sínum (Eis- gipfel unter Tropensonne, Schlüsselverlag, Innsbruck, 1951). Ein þeirra er skáldsagan Jökullinn brennur og gerist hún á Íslandi 1934–1935. Söguhetjurnar er tveir ungir þýskir námsmenn (Der Gletscher brennt, Westermann Verlag, Braunschweig, 1956). Eftir stríð stofnaði Kalli fjölskyldu með Ingeborg og vann fyrir sér með skrifum, fyrirlestrum og könnunarferðum, m.a. til Brasilíu. Hún vann lengst af sem ritari og aðstoðarmaður eiginmannsins. Þekktastur varð Kalli fyrir að aka Mercedes Benz fólksbíl hring með nær öllum ströndum Suð- ur-Ameríku (frá Ríó í Brasilíu suður og norður um til Caracas í Venesúela), með Ingeborg og Marion, árin 1954–1956. Hann vann líka við fararstjórn, m.a. á Íslandi, Svalbarða og Grænlandi en annaðist landa- fræðikennslu sem prófessor við Kennara- háskólann í Schwäbisch Gmünd seinni árin, allt til 1973. Hann var enn eftirsóttur fyr- irlesari á níræðisaldri og sýndi okkur nýleg plaköt með fundarboðum Þýska Alpa- sambandsins. En allri þessari reyfara- kenndu sögu, sem hér er stikluð á hunda- vaði, hefur hann lýst í ævisögu sinni (Und über mir die Sterne – zwischen Nordpol und Feuerland, Eugen Salzer-Verlag, Heil- bronn, 1993) og komst sagan sú aðeins lít- illega til skila á þeim klukkustundum sem við ræddum saman í Hohenstaufen. Tíminn okkar Kurts var orðinn naumur og eftir enn eina máltíðina gengum við á röðina til að kveðja. Söguhetja vor vildi fylgja gestum út. Þegar við kvöddumst á stéttinni rétti dr. Karl Schmid-Tannwald mér handskrifuð blöð með nokkrum svörum við sumum spurningum mínum. Hann hafði hugsað svörin upp á nýtt og náð að forma þau snarlega eins og sá vani rithöfundur sem hann er. Þar verður honum tíðrætt um „das Geheimnis der Freiheit“ – eða leynd- ardóm frelsisins – sem Íslandi átti þátt í að opna fyrir honum og einnig um „den Durch- gang durch das Imaginäre zu wagen“ – að þora að gefa sig draumum og ímyndunum á vald. Mér skildist, meðan við ræddum sam- an, að hvort tveggja hafi verið tilgangur lífsins fyrir honum. Svörin eru of löng fyrir Lesbókargrein. Öldungurinn veifaði glaðlega með hvítt hárið flaksandi í golunni þegar við ókum úr hlaði. um fyrir 70 árum Höfundur er jarðeðlisfræðingur. Ljósmynd/Hans-Helmut Kellenbenz Lesbók Morgunblaðsins ˜ 2. október 2004 | 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.