Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.2004, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.2004, Blaðsíða 16
N ámskeið, fyrirlestrar, upp- lestrar, áritanir og kynningar er meðal þess sem gestir bókastefnunnar í Gautaborg geta notið þá fjóra daga sem hún stendur ár hvert. Í ár voru gestirnir rúmlega 108 þúsund talsins og að mati Bertils Fack var þessi bókastefna sú best heppnaða hingað til, en hann er stjórn- arformaður Bok & Bibliotek og einn af upphafs- mönnum bókastefnunnar. Alls komu um 1.500 rithöfundar frá 32 löndum og lásu upp eða sátu fyrir svörum í málstofum. 40 breskir rithöfundar komu til Gautaborgar á bókastefnuna og var það í fyrsta skipti sem þeir voru svo margir saman á viðburði utan Bretlands. Bókastefnan í Gautaborg er þekkt sem bókastefna lesenda og rithöfunda, fremur en útgefenda eða markaðs- fólks, og lýstu margir bresku höfundanna ánægju sinni með þá upplifun og svo beint sam- band við lesendur. Sigurður Svavarsson, útgáfustjóri Eddu, lýs- ir bókastefnunni í Gautaborg einmitt sem við- burði fyrir lesendur fremur en útgefendur og segir meira markvert fyrir þá síðarnefndu t.d. á bókastefnunni í Frankfurt sem nú styttist í. Ís- lenskir rithöfundar á bókastefnunni í ár voru þau Steinunn Sigurðardóttir og Sigurgeir Sig- urjónsson ljósmyndari sem kynnti bókina Ís- lendingar sem hann er höfundur að ásamt Unni Jökulsdóttur. Sigurður Svavarsson ræddi við Sigurgeir í einni af 450 málstofum á bókastefnunni og hlýddu um 60 manns á þegar Sigurgeir sagði frá námsárum sínum í Stokkhólmi, ljósmyndun og íslenskri náttúru og horfðu á ljósmyndir úr nýju bókinni og bókinni Lost in Iceland. Það vakti lukku þegar Sigurgeir sagði frá fyrsta verkefni sínu í ljósmyndanáminu í Stokkhólmi, þ.e. að mynda leikara. Feiminn í nýju landi bankaði hann upp á í leikhúsinu og var bent á að fara í förðunarherbergið að finna leikara í myndatöku. Það gerði hann og spurði að lokum einn sem honum leist vel á hvort hann væri til í myndatöku. Sá samþykkti og myndatakan fór fram úti undir beru lofti og á heimili leikarans. Við verkefnaskil kom í ljós að módel Sigurgeirs var enginn annar en stórleikarinn Max von Sy- dow sem Íslendingurinn hafði ekkert þekkt til. Málstofugestir fræddust einnig um að Sig- urgeir hefur líklega heimsótt alla staði á Íslandi og myndað. Íslenskt landslag er krefjandi myndefni en maður verður að hafa gaman af að ferðast til að myndirnar verði góðar, að sögn ljósmyndarans. Sigurgeir sagðist ánægður eftir málstofuna en hann er nú kynntur á bókastefnu í fyrsta sinn. Hann segist ekki sjá neinn beinan árangur af þátttökunni í bókastefnunni heldur fyrst og fremst hafa gaman af viðburðinum. Bókin Íslendingar hefur hlotið góðar viðtökur þótt þær hafi fyrst verið nokkuð blendnar, þ.e. sumir hafa haldið því fram að einhver hæðinn undirtónn sé í bókinni. Því hafnar Sigurgeir al- farið og þegar spurning Sigurðar er endurtekin um hvort myndefnið sé að einhverju leyti ís- lenskir „hillbillies“ spyr hann á móti hvort við séum ekki öll „hillbillies“. Um næstu bók er ekkert ákveðið og Sigurgeir segist ætla að nota veturinn í bókasafnsfræði, þ.e. flokkun og skipulag á myndunum, en ný verkefni komi í ljós með vorinu. Gestir á málstofunni voru bæði Íslendingar og annarra þjóða og bókasafnsfræðingurinn Maud Hammar frá Stokkhólmi lýsti ánægju með málstofuna. Hún hefur komið nokkrum sinnum til Íslands, varð heilluð af náttúrunni og íslensku samfélagi og fannst myndir Sigurgeirs lýsa því vel. „Þessi bók er einmitt fyrir erlenda ferðamenn sem koma aldrei inn á íslensk heim- ili,“ sagði Maud. Þriðja útgáfa af Tímaþjófnum Steinunn Sigurðardóttir átti samtal við útgef- andann sinn í Svíþjóð, Camillu Nagler frá for- laginu Wahlström & Widstrand, í bás útgáfu- fyrirtækisins á bókastefnunni. Steinunn á greinilega aðdáendur í Svíþjóð því margir voru komnir að hlusta á og fá áritaða nýjustu bókina hennar Hundrað dyr í golunni sem er nýkomin út á sænsku undir titlinum Hundra dörrar i brisen. Wahlström & Widstrand hefur einnig endur- útgefið Tímaþjófinn, nú í kilju en bókin hefur selst í yfir 25 þúsund eintökum í Svíþjóð og er nú gefin út í þriðja skipti. Bækur Steinunnar eru víða þekktar og verð- ur bók hennar Jöklaleikhúsið t.d. gefin út í Finnlandi og í Danmörku. Tímaþjófurinn verð- ur að kvikmynd í Frakklandi og í Sviss er áhugi á því að setja upp dagskrá helgaða verkum Steinunnar með upplestri og tónlist. Barnabækur voru í brennidepli á bókastefn- unni og fengu börn úr hópi gesta upplestur við hæfi, skemmtilegar þrautir og leiki á barna- torginu og nóg af bókum að blaða í á básunum. Múmínálfarnir, Lína langsokkur, Einar Áskell, Pétur og kötturinn Brandur og fleiri félagar, sem íslenskir lesendur þekkja í þýðingum úr m.a. finnsku, sænsku og dönsku, voru áberandi. Engir íslenskir barnabókahöfundar voru á stefnunni en Njála í barnaútgáfu Brynhildar Þórarinsdóttur hefur nú verið þýdd á sænsku. Njála og Egla Brynhildar sem er nýkomin út á íslensku voru til sýnis í íslenska básnum en þar réð sem fyrr ríkjum Anna Einarsdóttir sem var á bókastefnunni í nítjánda skipti. Anna er fulltrúi fyrir öll íslensku forlögin og svaraði spurningum gesta á bókastefnunni jafnt um fræðibækur, íslenskukennslu, fagurbókmenntir og íslenska náttúru. Íslenskar landkynning- arbækur voru fyrirferðarmestar í íslenska básnum en íslenskur bás var nú í fimmtánda skipti á bókastefnunni í Gautaborg undir stjórn Önnu. Íslenskar glæpasögur njóta aukinna vinsælda Að sögn Kristjáns B. Jónassonar, þróun- arstjóra Eddu, er nýtt fyrir íslenskum útgef- endum að ýta á eftir öðru en fagurbókmenntum á bókastefnu, þar sem bók Sigurgeirs og Unn- ar, Íslendingar, sé annars eðlis. Á þessu ári hafa selst 30 þúsund bækur eftir Sigurgeir og eru þá taldar með allar bækur hans, og lætur því nærri að tíundi hver erlendur ferðamaður á Íslandi taki með sér bók eftir Sigurgeir, eins og Sig- urður Svavarsson bendir á. Sigurður og Kristján segja að íslenskar fag- urbókmenntir hafi náð fótfestu og þátttaka í bókastefnum sé mikilvæg í því sambandi. Vel- gengni Arnaldar Indriðasonar á alþjóðavett- vangi hafi aukið áhuga á íslenskri spennusagna- gerð til muna og samningaviðræður um þýðingar og útgáfurétt á öðrum íslenskum spennusögum séu hafnar. Þar eru nefndir höf- undar eins og Stella Blómkvist og Viktor Arnar Ingólfsson. Sigurður segir gaman að sjá hvernig sænsk- ur bókamarkaður hefur þróast þar sem hann hafi verið kominn að fótum fram fyrir nokkrum árum. Eftir að virðisaukaskattur af bókum var lækkaður verulega og útgefendur og bóksalar komu sér saman um að því yrði skilað til neyt- enda í formi lægra bókaverðs, jókst sala á bók- um um 25% og merkilegt að sjá hvernig lífi var blásið í bóksölu á þennan hátt, að hans sögn. Ýmis námskeið voru haldin í tengslum við barnabækur, bæði um ákveðna höfunda og ákveðin efni. Kynhlutverk í barnabókum voru t.d. rædd af blaðamanni, rithöfundi, bókasafns- fræðingi og kennurum á einni málstofunni þar sem spurt var hvort bækur fyrir yngstu lesend- urna þyrftu á reiðum stelpum að halda. Og svöruðu þátttakendurnir spurningunni játandi. Annika Samuelsson og Eva Bergström eru höf- undar mynda og texta í tveimur bókum fyrir yngstu lesendurna um kattastelpuna Snurran sem fer sínar eigin leiðir og fær sitt fram. Áður en börn lesa eða heyra bókina telja þau víst að Snurran sé stelpa af myndunum að dæma en eftir að bókin hefur verið lesin fyrir þau eru þau á báðum áttum, að sögn leikskólakennara sem tók þátt í umræðunum og hefur lesið bókina fyrir leikskólabörn. Hegðun Snurran er dæmi- gerðari fyrir hegðun stráka en stelpna í barna- bókum, t.d. þannig að hún er ákveðin, verður reið, hefur hátt og gerir það sem hún vill. Höf- undarnir telja mikilvægt að stelpur séu líka sýndar í því ljósi í barnabókum, en forðast beri að ýta undir ímyndina af stelpunni sem tekur ábyrgð, er hjálpsöm og heldur sig til baka. Börnin verði að sjá margbreytileikann í bók- unum. Georgia Byng sem heimsækir Ísland nú í vik- unni kynnti bækur sínar um hina munaðarlausu Molly Moon með dáleiðsluhæfileikana. Hún upplýsti að þriðja bókin um Molly væri tilbúin en sú gerist á Indlandi og fjallar um tíma- ferðalög, einnig að verið er að skrifa handrit að kvikmynd um Molly. Á annarri málstofu var hún spurð að því fyrir hverja hún skrifaði og hvort hún hefði annaðhvort stráka eða stelpur í huga. Georgia Byng svaraði því til að hún skrif- aði fyrir sjálfa sig ellefu ára og vildi ná til bæði stráka og stelpna. Hún telur að í hópi lesenda Molly Moon séu stelpur þó fleiri og víst að mis- munandi efni höfði til hvors kyns. „Ég get til dæmis ekki skrifað um gildrur, handsprengjur og innihaldsefnin í handsprengjum sem strákar virðast hafa meiri áhuga á en stelpur,“ sagði hún og vísaði til bókmennta sessunautar síns Anthony Horowitz, bresks rithöfundar sem nýtur mikillar velgengni nú þegar fimm bækur hafa komið út um Alex Rider sem lýst hefur verið sem 14 ára James Bond. Horowitz lýsir bókunum sem afþreyingarbókum fyrir börn og unglinga og segir að bækur verði að hafa skemmtigildi því það sé nógu erfitt að fá börn til að lesa. Eldri og yngri kynslóð breskra rithöfunda Í hópi bresku rithöfundanna voru auk barna- bókahöfunda ljóðskáld, skáldsagnahöfundar og ævisöguritarar. Meðal stóru nafnanna voru Margaret Drabble, Beryl Bainbridge og David Lodge. Drabble er mikils metinn rithöfundur í Bretlandi og utan og hefur mætt nokkrum sinn- um á bókastefnuna í Gautaborg og gerði það nú með nýjustu bók sína The Red Queen og sænska þýðingu á þeirri næstsíðustu, Seven Sisters. Margaret Drabble stjórnaði málstofu þar sem hún kynnti verk Davids Lodge en nýjasta bókin hans er skáldsaga um 19. aldar skáldið Henry James, Author, Author. Bókin lýsir Henry James m.a. sem leikskáldi en hann var púaður niður þegar eitt af leikritum hans var frumsýnt í London og vísar titill skáldsögunnar til þess þegar hann var kallaður á svið. Henry James var viðkvæmur eins og allir rithöfundar, að sögn Davids Lodge, og Margaret Drabble sagði að Lodge hefði tekist að draga upp heil- steypta mynd af rithöfundinum þar sem sagan er bæði sorgleg og kómísk. Lodge sagði m.a. að vinsælt hefði verið á síðustu 10–20 árum að skrifa skáldsögur um fólk sem raunverulega hefði verið til og hann hafi langað að prófa það. Beryl Bainbridge skrifar einnig skáldsögur um þekkt fólk en aðalpersónan í nýjustu bók hennar er Samuel Johnson sem uppi var á 18. öld. Bainbridge, sem fimm sinnum hefur verið tilnefnd til Booker-verðlaunanna, segir sjálf að skáldsögur hennar falli í tvo flokka, þ.e. annars vegar þær sem hún byrjaði á að skrifa, gerast á 20. öld og eru í raun byggðar á hennar eigin ævi og hins vegar þessar sögulegu skáldsögur. Húmor er í ríkum mæli í skáldsögum Bain- bridge þótt hún skrifi um dökkar hliðar sam- félagsins. Hún segist nýlega hafa uppgötvað að atvik í æsku hennar hafi haft mikil áhrif á hana. Þegar hún var í barnaskóla í Liverpool rétt eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk, var henni og öllum börnunum í skólanum sýnd kvikmynd um það hvað gerðist í útrýmingarbúðum nasista. Þetta segir hún að hafi litað rithöfundarferil hennar og hún minnist þess ekki að nokkuð hafi verið útskýrt fyrir börnunum í tengslum við kvikmyndina. Ungu bresku rithöfundarnir Sarah Waters, Adam Thirlwell og David Mitchell eru öll nefnd á lista yfir 20 bestu rithöfunda í Bretlandi undir 40 ára í tímaritinu Granta. Auk þess er David Mitchell nú tilnefndur til Booker-verðlaunanna fyrir bók sína Cloud Atlas. Þetta er þriðji listinn sem Granta gefur út en hann hefur verið gefinn út á tíu ára fresti frá árinu 1983. Á þeim fyrsta voru t.d. rithöfundar eins og Salman Rushdie og Kazuo Ishiguro. Þau spjölluðu saman í mál- stofu og lásu úr verkum sínum. Höfundarnir eru ólíkir. Sarah Waters er undir áhrifum frá Charles Dickens en sögur hennar gerast yf- irleitt á 19. öld. Adam Thirlwell hefur tekið sér Milan Kundera öðrum fremur til fyrirmyndar en David Mitchell er sagður blanda saman mörgum ólíkum stílum. Á næsta ári verða bókmenntir frá Litháen í aðalhlutverki á bókastefnunni í Gautaborg, auk þess sem hönnun verður í brennidepli þar sem árið 2005 verður hönnunarár í Svíþjóð. Bókastefna lesenda og rithöfunda Tuttugasta bókastefnan í Gautaborg var opn- uð af barnabókahöfundinum Lygia Bojunga, handhafa Astrid Lindgren-rithöfundarverð- launanna, og breska sendiherranum í Sví- þjóð, Anthony Cary, sl. fimmtudag og var það vel við hæfi þar sem breskar bókmenntir og barna- og unglingabókmenntir voru í brenni- depli á bókastefnunni að þessu sinni. Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is Steinunn Sigurðardóttir átti samtal við útgefandann sinn í Svíþjóð, Camillu Nagler. Barnabækur voru til umræðu á messunni og spurt var hvort bækur fyrir yngstu lesendurna þyrftu á reiðum stelpum að halda. 16 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 2. október 2004

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.