Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.2004, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.2004, Blaðsíða 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 2. október 2004 | 15 GRASRÓTARSÝNINGAR Nýlistasafnsins hafa fest sig í sessi sem árlegur viðburður þar sem litið er á það allra nýjasta í myndlist- arflóru Íslands. Um síðustu helgi opnaði Gras- rót 5 í Nýlistasafninu og í sýningarsal Orku- veitunnar, en Orkuveita Reykjavíkur er styrktaraðili sýningarinnar. Sýningarstjóri að þessu sinni er Þóra Þórisdóttir, en hún hefur öðlast góða yfirsýn með því að reka Gallerí Hlemm um árabil. Þóra hefur kosið fjölbreytta grasrót, frá arketónískum mínimalisma yfir í expressjónísk málverk. En þannig er líka tíð- arandinn. Vegir samtímalistar liggja til allra átta. Alls eiga 13 loflegir listamenn verk á sýn- ingunni. Flestir útskrifaðir frá Listaháskóla Íslands árið 2002 og 2003. Það er staðreynd að það fyrsta sem maður lærir í myndlist er útlit hennar og innan þess má alltaf finna viðeigandi umfjöllunarefni. En útlit og umfjöllunarefni þurfa trúverðugt inni- hald til að virka, innihald sem er sótt undir yf- irborðið þótt það kunni vel að spegla yfirborð- ið sjálft. Með öðrum orðum – rótin sem sækir næringu neðanjarðar en ekki frá næstu grös- um. Eru listamenn Grasrótar 5 mislangt komnir í þeim efnum. En það er svosem ekk- ert nýtt að samtímalistaverk virki innihalds- lítil, enda heyrast nú orð eins og „sniðugt“, „gaman“ og „kúl“ mun oftar í umræðu um myndlist en hugtök á borð við „forsendur“, „fagurfræði“ og „myndlíkingu“. Sú kynslóð sem við köllum „grasrót“ er því víðsfjarri öld stefnuyfirlýsinganna, þ.e. módernismanum, Hún rís ekki gegn viðteknum gildum en virðist hins vegar velta sér upp úr þeim frekar en ögra eða endurskoða með einhverjum hætti. Margt af verkunum virkar því sem tilbrigði við útlit. Lítið um leit að sérstöðu eða tilraunir listamanna til að skilgreina sig í nýju sam- hengi. Nokkur verk á sýningunni koma þó nær manni en önnur og þessi verk bera hana uppi og gera hana áhugaverða á að líta. Helst ber að nefna verk Hildigunnar Birgisdóttur sem hefur náð að gæða myndlistarsköpun sína trú- verðugleika og myndbandsgjörningur Hildar Margrétardóttur hittir ágætlega í mark þótt listakonan eigi það til að reyna fyndið látbragð sem fer forgörðum. Uppátækið er nógu fyndið fyrir. Sérstaklega ef maður skoðar það í sam- hengi við þetta vandamál grasrótarinnar. En myndskeiðið sýnir listakonuna leita að inntaki fyrir listaverk og safna því í botnlausa fötu. Sýningunni er skipt niður í listrými Ný- listasafnsins og sýningarsal Orkuveitunnar. Ég get þó ekki neitað því að sýningin stendur mun betur í Nýlistasafninu en í Orkuveitunni. Hverful málverk sem ég hef áður séð eftir Jó- hönnu Helgu Þorkelsdóttur eru t.d. ekki að skila sér sem skyldi í sýningarsal Orkuveit- unnar og tveir listamenn sem sýna á báðum stöðum, Tómas Lemarquis og Þórunn Inga Gísladóttir, eru með mun lakari verk í Orku- veitunni en í Nýlistasafninu. Aðdáendum Ólafs Elíassonar hefur líka verið komið fyrir í húsa- kynnum Orkuveitunnar, „Frost activity“ á púðum og „Compound view“ í þæfðri ull. Það fer semsagt lítið fyrir róttækum uppá- tækjum í grasrót samtímans. Sýningin smellur vel inn í flóruna og lítur þannig séð vel út. „Fín sýning“ eins og svo oft er sagt. En grasrótin sýnir sig á fleiri stöðum en í Nýlistasafninu og Orkuveitunni því að í Nor- ræna húsinu stendur yfir sýning sem nefnist „Norður og niður“. Þetta er farandsýning sem samanstendur af verkum eftir unga íslenska, finnska og sænska listamenn og mun hún flakka á milli þessara þriggja landa. Fram- kvæmdin er í höndum listamannanna sjálfra og finnst mér ástæða til að hrósa henni. Alls sýna 15 listamenn í öllum löndunum, fimm frá hverju landi, en auk þeirra verður innlendum listamönnum boðið að sýna sem gestalista- mönnum. Íslensku gestirnir í Norræna húsinu eru átta talsins. Tveir sýnenda eiga einnig verk á Grasrót 5 í Nýlistasafninu, aðrir hafa átt verk á Grasrót 3 eða 4 og væntanlega verða einhverjir listamannanna með á Grasrót 7. Það er ekki mikill munur á þessari sýningu og Grasrót 5, nema hvað hún er samþjappaðri og þar af leiðandi örlítið meira „trashy“, kannski „grasrótarlegri“ á að líta. Áherslur eru samt áþekkar þeim sem ég hef nefnt hér að ofanverðu, en forvitnilegt er að sjá muninn á íslenskum listamönnum og þeim erlendu. Ís- lendingarnir sækja upp til hópa í popplist og/ eða teiknimyndakúltúr, en minna er um slíkt hjá listamönnum hinna Norðurlandanna. Ann- ars er ástæðulaust að metast mikið um verkin á svona sýningu, enda þröng á þingi og flestir með 1–2 smærri verk sem ná ekki að gefa góða heildarmynd. Það verður samt að segjast að Darri Lorentsen leysir sinn hluta virkilega vel. Allavega fékk ég svona „hjúkk“ tilfinningu þegar ég sá verkið hans. Vafalaust grasrót- arsmellur ársins. Tilbrigði við útlit MYNDLIST Nýlistasafnið og Orkuveita Reykjavíkur GRASRÓT 5–13 UNGIR MYNDLISTARMENN Opið miðvikudaga til sunnudags frá 14–18. Sýningu lýkur 5. nóvember. Norræna húsið NORÐUR OG NIÐUR – 23 UNGIR MYNDLISTARMENN FRÁ ÍSLANDI, FINNLANDI OG SVÍÞJÓÐ Opið kl. 12–17 alla daga nema mánudaga. Sýningu lýkur 31. október. Morgunblaðið/Kristinn Innsetning Darra Lorentsen í Norræna húsinu. Grasrótarsmellur ársins! Hildur Margrétardóttir leitar að inntaki í botnlausa fötu á Grasrót 5. Jón B.K. Ransu Kvikmyndir Borgarbíó, Akureyri: Dodgeball Collateral  (HL) Pokémon 5 Á Saltkráku Háskólabíó Næsland  (HJ) Collateral  (HL) Wicker Park  (HJ) The Terminal  (SV) The Bourne Supremacy  (SV) Man on Fire  (HL) Ken Park  (HL) Before Sunset  (SG) Laugarásbíó Dodgeball Collateral  (HL) Anchorman  (HL) Pokémon 5 Á Saltkráku Regnboginn Dodgeball White Chicks Dís  (HJ) Pokémon  (HL) Notebook  (HL) Sambíóin Reykjavík, Keflavík, Akureyri Resident Evil: The Apocalypse Yu-Gi-Oh! Collateral  (HL) The Princess Diaries 2  (HL) Anchorman  (HL) Wicker Park  (HL) Harold and Kumar go to white castle  (HJ) The Terminal  (SV) The Bourne Supremacy  (SV) Thunderbirds  (SG) Shrek 2  (SV) Gauragangur í sveitinni  (SV) Smárabíó Dodgeball White Chicks Man on Fire  (HL) Grettir/Garfield  (SV) The Girl Next Door  (HL) Myndlist Gallerí I8: Gjörningaklúbburinn, „Gjörn- ingaklúbburinn á það sammerkt með lista- manninum Jeff Koons að höfða til fólks með skrautlegum lokkandi hlutum og myndum. Þær nýta sér líka skemmti- eða afþreying- argildi í myndlist. Óður þeirra til fjölleikahúss- ins er þannig séð óður til skemmtanagildis. Ber fyrst að nefna sykursætt veggverk úr app- ollólakkrís sem sýnir þríeykið sem teikni- myndafígúrur, eitthvað í líkingu við „Totally spies“ stelpurnar, frjálsar og svalar í sportbíl sem þeysir um í Van Gogh-geimi. Grímubún- ingur heklaður úr sokkabuxnaham minnir mig á rókókó grímudansleik, hápunkt yfirborðs- mennsku og glingurs, en með sveitalegu ívafi og hrafnahreiður gert úr lakkrís og skarti sem hrafnarnir eiga að hafa safnað má túlka sem tilvísun í áráttu okkar að safna fallegum en inn- antómum hlutum.“ Jón B.K. Ransu. Til 23. okt. Gallerí Kambur: Lone Mertz – Frá Himalaja til Heklu. Til 3. okt. Gallerí Skuggi: Sigrún Guðmundsdóttir (Sifa) – Stillur. Sýningin samanstendur af textíl- verkum. Gallerí Sævars Karls: Ingibjörg Hauksdóttir sýnir óhlutbundnar myndir. Gerðarsafn: Í blóma/En cierne, spænsk nú- tímamyndlist unnin unnin á pappír. Til 7. nóv. Gerðuberg: Alþýðulistamaðurinn Sigurður Einarsson sýnir olíumálverk í Boganum. Nátt- úra og þjóðtrú. Til 30. okt. Grafíksafn Íslands: Salur íslenskrar grafíkur. Benedikt S. Lafleur opnar myndlistarsýningu kl. 15 undir nafninu: landslag í mótun. Bene- dikt sýnir myndaskúlptúra og glerverk. Hafnarborg: Valgerður Hauksdóttir, Deborah Cornell, Paolo Ciampini og Richard Cornell sýna grafík, innsetningar og hljóðverk. Sýn- ingin opnuð kl. 15 og stendur til 11. okt. Hallgrímskirkja: Haustsýning Magdalenu Margrétar Kjartansdóttur í fordyri kirkj- unnar. Til 25. nóvember. Íþróttahúsið Eiðum: Dieter Roth. Til des. Kjarvalsstaðir: Ragna Róbertsdóttir – Kynngikraftur. Til 31. október. Kunstraum Wohnraum, Ásabyggð 2, Ak- ureyri: Ulrike Scoeller. Til 21. okt. Listasafn Akureyrar: Boyle-fjölskyldan. Til 24. okt. Listasafn ASÍ, Freyjugötu:Þorri Hringsson, málverk frá 2003–2004. Þórunn Hjartardóttir, innsetning. Til 10. október. Listasafn Ísafjarðar: Sara Vilbergsdóttir. Til 1. október. Listasafn Íslands: Tilbrigði við stef: Guðmunda Andrésdóttir – yfirlitssýning. Sýning á for- vörslu í Listasafni Íslands. Til 31. okt. Listasafn Reykjanesbæjar: Ása Ólafsdóttir, myndlistarsýning. Til 17. okt. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn: Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning. Til 2006. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Ný safn- sýning á verkum Errós. Kenjarnar – Los Caprichos. Finnur Arnar. Til 3. okt. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Mánasigð. Grænlenska listakonan Isle Hessne. Listhús Reykjavíkur: Bergur Thorberg mál- ari. Norræna húsið: Norður og niður, samsýning norrænna listamanna. Til 31. okt. Nýlistasafnið: Grasrót #5, ungir íslenskir listamenn sýna. Einnig í sal Orkuveitu Reykja- víkur. Stendur fram í nóvember. Ráðhús Reykjavíkur: Jóhann G. Jóhannsson, Tindar og pýramídar. Til 10. okt. Safnasafnið: 11 nýjar sýningar. Safn – Laugavegi 37: Ívar Valgarðsson, blönd- uð tækni. Pieter Holstein, grafík og málverk. Til 24. okt. Harpa Árnadóttir, málverkasýning til 7. nóv. Safn Ásgríms Jónssonar: Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar. Salur íslenskra myndlistarmanna: Jónas Bragi Jónasson. Ný og eldri verk. Slunkaríki: Jón Óskar, blönduð tækni á papp- ír. Til 17. okt. Leiklist Austurbær: Hárið, lau. Vodkakúrinn, sun. Borgarleikhúsið: Chicago, lau. Lína lang- sokkur, sun. Rómeó og Júlía lau., sun. Belgíska Kongó, sun. Leikfélag Akureyrar: Svik, sun. Loftkastalinn: Eldað með Elvis, lau. Hinn út- valdi, sun. Þjóðleikhúsið: Edith Piaf, lau. Dýrin í Hálsa- skógi, sun. Svört mjólk, lau.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.