Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.2004, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.2004, Blaðsíða 6
6 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 2. október 2004 H ann tekur hress í bragði á móti okkur Kurt Barten- schlager í garðhliðinu, hvít- hærður, lágvaxinn og kvik- ur með þessum orðum, á skýrri íslensku: „Komdu sæll, íslenski strákur, og verið velkomnir í húsið okkar.“ Miðað við þennan aldna mann, með mín ríflega 50 ár að baki, er ég vissu- lega strákur. Við Kurt erum á yfirreið í Þýskalandi og heimsækjum landfræðinginn og könnuðinn dr. Karl Schmid-Tannwald, 94 ára að aldri, í Hohenstaufen í þeim hluta Þýskalands sem kallast Schwaben, ekki langt frá Stuttgart. Þar, neðan við kastala- rústir Hohenstaufen- ættarinnar, býr Karl eða Kalli, eins og hann var kallaður hér á Ís- landi, með konu sinni Ingeborg, rétt um ní- ræðri. Hann hefur eldað handa okkur súpu og við hefjum langar og bylgjóttar samræð- ur í stofu þar sem ótal myndir, plaköt og bækur minna á firnalanga starfsævi þeirra hjóna. Þar á meðal er málverk af Koll- óttudyngju eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal. Kalli réttir mér glaður í bragði bók- ina Fjallamenn með áritun Guðmundar og biður um að ég bæti nýrri áritun við. „Mannsi kom mér einfaldlega af stað í æv- intýrin og opnaði hjarta mitt fyrir Íslandi. Faðir þinn varð mér eins konar guðfaðir þegar varð af því að ég komst til manns,“ segir hann og bætir við: „Hann var ótrúlega dugmikill og hjálpsamur og svo þekkti hann alla en ég átti reyndar marga góða vini á Ís- landi, eins og Edward T. Árnason og Lárus G. Lúðvíksson, og svo var það hann Þór- arinn Jónsson tónlistarmaður í Berlín, blessaður, en hann fórst í loftárás þar.“ Ingolf, sonur þeirra hjóna og læknir í München bætist í hópinn (Marion, dóttirin er vant við látin) líka húshjálpin Rima og vinur þeirra hjóna sem tekur býsn af mynd- um, Hans Helmut Kellenbenz, kallaður Egon. Við skröfum og skoðum en Kalli hendist ýmist inn á kontór til sín, vinnu- stofu sem er full af dóti, myndum og lesefni, eða fram í eldhús á milli þess sem hann borðar og talar. Hann fer á flug í löngum sögum sem verða auðveldlega að út- úrdúrum. Alltaf heldur hann þó lífssögunni áfram á réttum stöðum. Minnið er tært, þráðurinn ljós og talandinn unglegur. Papp- írs- og bókastaflinn á matarborðinu stækkar og stækkar. Karl Schmid-Tannwald er fæddur í Laup- heim hjá Stuttgart 1910. Hann nam við skóla í Berlín, Hamborg og Stuttgart og lauk prófum sem íþróttakennari og land- fræðingur. Í Stuttgart sá hann blaðagrein sem lýsti eldgosi og umbrotum í Vatnajökli á Íslandi, þ.e. Grímsvatnagosinu í apríl 1934. Hann varð mjög upprifinn og hugsaði með sér: „Þangað vil ég.“ „Ég gat varla sof- ið fyrir spenningi,“ segir Karl. „Þú hefur nú aldrei getað það,“ heyrist í Ingeborgu, sem situr gegnt manni sínum og brosir. Ekki var samt gatan bein því með aðstoð bróður síns lagði hinn ungi menntamaður fyrst aleinn upp í ferð til sænska Lapplands þar sem hann bjó um hríð með Sömum en fór þaðan nyrst um Noreg og endaði suður í Bergen. „Þar komst ég að því að Lyra sigldi til Ís- lands á fimmtudögum. Ég átti 50 mörk en farið kostaði 45. Ég hugsaði sem svo að allt hlyti að ganga upp og sló til,“ segir Kalli og brosir breitt og klappar mér á öxlina: „Svo- lítið eins og Íslendingur,“ heldur hann áfram. Í Reykjavík, sem kom honum hlýlega fyr- ir sjónir þótt hún væri gráleit, gisti Kalli á sjómannaheimili og eins framfærinn og hann er, komst hann fljótlega að því að nokkrir Þjóðverjar bjuggu í borginni og ein kvennanna í þeim hópi væri meira að segja gift manni sem allt vissi um öræfi Íslands, náttúru og staðhætti. Þannig komst hann í kynni við listamanninn og fjallamanninn Guðmund Einarsson og fjölskyldu hans í Listvinahúsinu á Skólavörðuholti. Guð- mundur útvegaði Kalla fljótlega vinnu sem Í Grímsvötn Karl Schmid-Tannwald er þekktur fjalla- og ævintýramaður sem kom fyrst hingað til lands um miðjan fjóra áratuginn að klífa fjöll og kanna hálendið. Frægastar eru ferðir hans í Grímsvötn og á Vatnajökul. Karl er nú á tíræðis aldri og rifjar upp ævintýralegan feril sinn. Eftir Ara Trausta Guðmundsson aritg@simnet.is Á Vatnajökli Rúmlega 60 ára gömul mynd af dr. Karli Schmid-Tannwald á Vatnajökli. Erfiði Leiðangurinn 1935 fór bæði á Bárð- arbungu og í Grímsvötn. „Þetta var mikið erf- iði,“ segir dr. Karl Schmid-Tannwald eða Kalli eins og hann kallaðist hér heima. Grímsvötn um ári eftir eldgosið 1934. Horft til Grímsfjalls. Ljósmyndir dr. Karls Schmid- Tannwalds og Rudolfs Leutelts af gosstöðvunum vöktu mikla athygli og birtust víða um heim. Dr. Karl Schmid-Tannwald á tíræðisaldri heima í Hohenstaufen (júlí 2004). leikur, sviðshreyfingar og búningar verða í þeirra höndum og annar þeirra verður líka að- stoðarleikstjórinn minn. Ég mun því hafa sterka sveit í kringum mig. En þetta er líka svo stór hluti af starfi leikstjórans, að velja saman gott fólk. Skapa hóp sem getur skapað saman og miðlað hvert öðru. Ég get varla beðið eftir því að leikararnir mínir sjái þá og hvað þeir hafa fram að færa. Og ég hlakka til að kynna leikarana fyrir þeim. Ég mun sýna þá eins og dótið mitt. Ég er með svona leikara, og svona leikara, og líka einn svona og já, svo er einn svona leikari.!!! Svo er ég með Atla Heimi í músíkinni. Þeir koma á frumsýninguna á Svik- um og þeir verða með námskeið í Þjóðleikhús- inu í október. Síðan förum við beint í vinnuna við sýninguna í eina viku en gerum svo hlé og byrjum aftur í lok nóvember og frumsýnum í lok janúar.“ Hvernig er að eiga svona náið samstarf við manninn þinn við þessi verkefni? „Það er einfaldlega alveg frábært. Hann tók sér reyndar nokkurra daga umhugsunarfrest eftir að ég spurði hann hvort hann vildi gera það. Það var mjög dramatískur tími á heim- ilinu, meðan hann var að hugsa málið. Svo sagði hann, já, já, ókei, ég er til í þetta. Þetta hefur verið alveg ofboðslega skemmtilegt og við höf- um verið að fara út á land að safna hugmyndum og átt endalausar umræður um verkefnin og listina sem halda áfram á koddanum fram á nótt. Það er semsagt mjög hagkvæmt fyrir leik- stjórann að sofa hjá leikmyndahönnuðinum. Það er eitthvað sem leikstjórar ættu að gera meira af!!“ Þú sagðir mér að þú hefðir tekið þér góðan tíma í undirbúning og nánast lært leikritin ut- anað. Er það ekki einum of langt gengið? „Jú, jú, en það er ákjósanlegt. Að vera einni meðgöngu á undan leikurunum og sýna þeim þá virðingu að maður sé búinn að velta verkinu fyrir sér og læra það. Vita hvað dúkkar upp á næstu síðu. Þetta greiðir fyrir vinnunni og því að fólk sé ekki að fara í rangar beygjur að óþörfu. Það er mikilvægt fyrir leikarann að leita en nauðsynlegt að leita á réttum stöðum. Það er leikstjórans að benda á réttu staðina. Vera nægilega vel undirbúinn til þess. Ég get ekki hugsað mér að vinna öðruvísi. Reyna að vera búin að ákveða hvert ferðinni er heitið og njóta svo útsýnisins á leiðinni.“ Stórt svið og lítið svið. Hvaða máli skiptir það? „Það er fyrst og fremst spurning um hreyf- ingu og form. Svik er þriggja manna leikrit þar sem skiptast á tveggja og þriggja manna senur. Það kemur allt annað form á senuna þegar þriðja persónan bætist við. Og þegar persón- urnar eru orðnar tíu þá eru allt aðrir kraftar farnir að hafa áhrif á hreyfinguna og formið.“ En hvort hefur frekar höfðað til þín sem leik- konu, að leika á stóru eða litlu sviði? „Minn áhugi hefur beinlínis verið á Stóra sviðinu. Ég lít á mig sem stórasviðsleikkonu og þá má ekki misskilja það sem eitthvert yfirlæti. Mér hefur einfaldlega þótt óskaplega áhuga- vert að vinna á stóru sviði, Ég hef stúderað þetta mjög mikið í gegnum tíðina. Fjarlægðir á stóru sviði eru svo afstæðar. Á stóru sviði þarf maður á umframorku að halda. Hvar tekur maður hana? Hvað er hún? Hvað er karisma? Hugsanir, minningar, húmor, kynorka, einbeit- ing. Það þarf að spyrja spurninga eins og hvernig get ég sýnt stóra hluti án þess að leika mjög stórt og hvað þarf ég að sýna mikið til að sýna nóg. Þó að mér hafi alltaf fundist spenn- andi að þenja mig í allar áttir og láta reyna á mig hefur mér alltaf þótt mest spennandi þegar áhorfandinn kemur til móts við mig og hallar sér bókstaflega fram í sætinu og vill sjá og heyra hvað maður er að gera frekar en að víkja sér undan leikaranum sem frussar munnvatni yfir fjóra fremstu bekkina.“ Þarna ertu að tala um leiktækni. „Tækni og tilfinningar, því maður spyr sig hvað er hægt að fara djúpt í ákveðnar tilfinn- ingar. Hvernig nýtir maður sér það tilfinn- ingaminni sem líkami manns býr yfir? Stundum finnst mér ég fara eina, tvær eða þrjár kyn- slóðir aftur í gegnum tilfinningaminnið og allt í einu vera komin aftur í ömmu mína eða lang- ömmu. Við erum ekki bara þessi eini líkami heldur síðasti áfanginn á langri leið. Ég kem innan úr annarri konu sem kom innan úr ann- arri konu og þannig koll af kolli. Stundum þeg- ar maður er að leika og hefur tæknina á valdi sínu þá gerast hlutir sem maður vissi ekki að væru til í manni. Allt í einu kemur rödd úr barka manns sem hljómar eins og allt önnur kona. Kannski amma mín? Eða afi? Einhver hreyfing sem aldrei hefur komið áður. En hún er þarna. Í genunum. Einhverju minni sem nær svo óralangt aftur. Ég hugsa reyndar oftar um hlutverkin sem ég hef fengið að leika sem form fremur en per- sónur. Hefðbundin vinnuaðferð mín er að byrja á dálítið dramatískan hátt og setja svo inn á lokasprettinum eitthvert absúrdítet. Einhvern fáránleika. Ég leita ekki að leik heldur formi fyrir hlutverkið.“ Skoðarðu fólk þegar þú ert að undirbúa hlut- verk? „Nei, ég geri það ekki. En ég fylgist vel með fólki og legg ýmislegt á minnið sem ber fyrir augun.“ Hvað er mikilvægast af þeim áhöldum sem leikarinn hefur yfir að ráða? „Hann hefur sál sína og líkama og vonandi góðan texta, gott leikrit. Í mínum huga er rödd- in mikilvægasta líffæri leikarans. Sál leikarans og rödd hans eru eitt, órjúfanleg. Röddin hefur verið aðaláhugamál mitt sem leikara og hún er hvort tveggja í senn, heið- arlegasta og viðkvæmasta tækið okkar leik- aranna. Ég get einna helst lýst röddinni sem eins konar himnu yfir rjómanum. Þessi himna er lífræn og hún má ekki rifna heldur verður hún alltaf að þekja rjómann. Röddin er hljóð- færi og það er misjafnt hvernig hún hljómar og það fer eftir því hvernig maður er stemmdur það kvöldið. Og maður á að leyfa henni að vera misjöfn og koma manni á óvart. Ef maður beitir röddinni alltaf eins og segir sömu setningarnar alltaf á sama fyrirfram ákveðna háttinn, þá er maður farinn að deklamera og þá er þessi líf- ræna himna horfin. Það er ekki lifandi leikur.“ Aftur að litlu sviðunum. Þar er nálægðin meiri sem kallar á aðra aðferð. „Lítil svið krefjast meira látleysis í leik. Ég leita reyndar aldrei að leik í þeim skilningi held- ur stöðu. Stöðu í merkingunni status persón- unnar. Og þá skiptir máli að skoða bæði innri og ytri status persónunnar. Það getur verið mikill munur á því og þar er oft hið dramatíska afl persónunnar fólgið. Stór ytri staða og lítil innri staða eða öfugt. Og svo er stundum best að gera sem minnst. Það krefst oft mesta hug- rekkisins af leikaranum að gera lítið en það þarf að uppgötva og það þarf að æfa líka.“ Þagnir eru texti ekki síður en orð. Ertu ekki sammála því? „Jú, og nú erum við komin þangað í vinnunni með Svikum að þagnirnar eru farnar að æpa. Þær segja meira en orðin. Sem minnir mann á að maðurinn er alltaf sterkastur í þögninni. Og ef til vill er þögnin rödd Guðs.“ Ingvar E. Sigurðsson og Felix Bergsson í hlutverkum Roberts og Jerrys í Svikum eftir Harold Pinter.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.