Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.2004, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.2004, Side 4
4 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 2. október 2004 Þ að teljast óhikað tímamót þegar ein of okkar þekktustu og bestu leikkonum, Edda Heiðrún Back- man, skiptir um vettvang innan leikhússins. Hún er byrjuð að leikstýra og hætt að leika. Fyrsta verkefni hennar sem leikstjóra var ein- mitt frumsýnt í gærkvöldi hjá Leikfélagi Ak- ureyrar en það er leikritið Svik eftir Harold Pinter. Framundan er annað verkefni, Mýr- arljós eftir írsku skáldkonuna Marinu Carr sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu fljótlega eftir áramótin. Með Eddu Heiðrúnu í báðum þess- um verkefnum vinnur eiginmaður hennar, Jón Axel Björnsson mynd- listarmaður, sem leikmyndarhönnuður en þetta er í fyrsta sinn sem hann starfar í leikhúsinu en hann hefur verið í hópi okkar fremstu myndlist- armanna um árabil. Þeir sem hafa unnið með Eddu Heiðrúnu ljúka upp einum rómi um að hún hefði átt að vera byrjuð að leikstýra fyrir löngu en hverja sögu verður að segja eins og hún er og fyrir Eddu Heiðrúnu sem hefur verið ein eftirsótt- asta leikkona landsins í tvo áratugi þá gafst í rauninni ekki svigrúm til að sinna leikstjórn fyrr en örlögin gripu í taumana og gerðu henni ókleift að standa á leiksviði lengur. Hún greind- ist með MND-sjúkdóm fyrir ári sem hefur sett þetta strik í reikninginn. „Annað þarf ekki að segja um það,“ segir hún en segist þó vilja líta á þetta sem eins konar gæfu þar sem annars hefði henni líklega aldrei gefist tækifæri eða svigrúm til að finna leik- stjórann í sér. „Ég hefði aldrei trúað því hvað mér finnst mikil nautn fólgin í því að leikstýra. Þetta er ótrúlega skemmtileg vinna enda fer ég inn á æf- ingarnar kl. 10 á morgnana og veit ekki af mér fyrr en klukkan er allt í einu orðin fjögur. Æf- ingin búin! Ég gleymi mér gersamlega. Það er frábært. Og þegar maður er með svona góðu og heilbrigðu fólki eins og ég hef fengið til liðs við mig þá eru þetta ótrúleg forréttindi. Þau eru svo jákvæð og heil í sinni vinnu að þetta hefur verið stórkostlega skemmtilegur tími sem við höfum átt saman við þetta vel skrifaða verk. Og Leikfélag Akureyrar hefur verið einstaklega gott í samstarfinu.“ Við Edda Heiðrún áttum þetta samtal áður en leikhópurinn hvarf úr höfuðborginni norður yfir heiðar til að eiga lokasprettinn fyrir frum- sýninguna í leikhúsinu á Akureyri. Þeim kafla lauk með frumsýningunni í gærkvöld og nýr tekur við þar sem leikstjórinn hefur sleppt tök- unum og leikararnir eiga sýninguna. Fyrir Eddu Heiðrúnu hlýtur að vera skrýtið að standa í þessum sporum eftir að hafa ávallt ver- ið í því hlutverki að bera kyndilinn áfram eftir að æfingatímanum lýkur. Sumir leikstjórar tala um depurð sem leggst yfir þá eftir frumsýn- ingu, á meðan aðrir eru því fegnastir að hafa skilað barninu af sér til að lifa sjálfstæðu lífi. „Já, þetta verður eflaust skrýtin tilfinning en ég fer eiginlega beint í næsta verkefni þannig að lítill tími gefst til að velta vöngum yfir því.“ Edda Heiðrún kom fyrst fram sem atvinnu- leikari í hlutverki Árdísar í Hart í bak eftir Jök- ul Jakobsson hjá Leikfélagi Reykjavíkur haust- ið 1983. Það er samdóma álit allra sem til Eddu Heiðrúnar þekkja að afstaða hennar til listar sinnar hefur frá upphafi einkennst af virðingu fyrir starfinu, virðingu sem birtist í ströngum sjálfsaga og gegndarlausum kröfum til sjálfrar sín um að gera sífellt betur og leita dýpra eftir efnivið til túlkunar. Fagmennska er þetta stundum kallað en það er miklu meira en það þegar stórir listamenn eiga í hlut. Það er auð- mýkt, virðing og endalaus alúð fyrir þeim hæfi- leikum sem þeim hafa hlotnast og djúpstæður skilningur á þeirri skyldu um stöðuga rækt sem hæfileikarnir leggja þeim á herðar. Söngrödd- ina sína hefur Edda Heiðrún lagt góða rækt við og stundað söngnám árum saman samhliða leikhúsvinnunni og uppskorið samkvæmt því. Sumum leikurum verður auðveldlega komið fyrir í einni skúffu. Eddu Heiðrúnu dugir ekki heil dragkista. Hlutverkalistinn talar sínu máli, hádramatísk hlutverk heimsleikbókmenntanna, léttleikandi söngleikjahlutverk, dramatísk sönghlutverk, gamanhlutverk, rammíslensk þjóðsagnaklassík og sterkar nútímakonur. Hún hefur jöfnum höndum leikið léttúðugar drósir eins og Dollí í Djöflaeyjunni eftir Einar Kárason (1987), ljóðrænar meyjar á borð við Vegmeyju Hansen í Höll sumarlandsins eftir Halldór Laxness (1989), Elmíru í Tartuffe eftir Molière (1993), syngjandi klæðskiptinginn Mímí í Evu Lúnu eftir Isabel Allende og hjarta- hlýju gleðikonuna Sally Bowles í Kabarett eftir Christopher Isherwood (1995). Í Þjóðleikhúsinu hefur hún m.a. leikið ís- lenska nútímakonu í Milli skinns og hörunds eftir Ólaf Hauk Símonarson, ameríska dað- urdrós í söngleiknum Gæjum og píum og við- kvæma blómið Cosette í söngleiknum Vesaling- unum, söngkonu í Rómeó og Júlíu eftir William Shakespeare, ýmis hlutverk í Stræti eftir Jim Cartwright, Donnu Elvíru í Don Juan eftir Mol- ière, Selíu í Sem yður þóknast eftir William Shakespeare, Helgu dægurlagasöngkonu í Þreki og tárum eftir Ólaf Hauk Símonarson, Gínu í Villiöndinni eftir Henrik Ibsen, Goldu í Fiðlaranum á þakinu, Kristínu Linde í Brúðu- heimili, Pálínu í farsanum Tveimur tvöföldum, Rauðsmýrarmaddömuna og Brynju í Sjálf- stæðu fólki eftir Halldór Laxness, kerlinguna í Gullna hliðinu eftir Davíð Stefánsson, eldri leik- konuna í Hægan, Elektra eftir Hrafnhildi Guð- mundsdóttur Hagalín og Ljúbov Andrejevnu í Kirsuberjagarðinum eftir Anton Tsjekhov. Þá eru ónefnd minnisstæð hlutverk sem hún hefur leikið með öðrum leikhópum s.s. einsog Hinu leikhúsinu þar sem hún fór með hlutverk Aud- rey í Litlu hryllingsbúðinni og titilhlutverkið í Rauðhóla-Ransí. Hjá Frú Emilíu lék hún lafði Macbeth í Macbeth eftir William Shakespeare, Vörju í Kirsuberjagarðinum eftir Anton Tsjek- hov og aðalkvenhlutverkið í óperunni Rhody- menia Palmata eftir Halldór Laxness og Hjálmar Helga Ragnarsson. Og hér er reyndar ótalið allt sem Edda Heið- rún hefur afrekað á söngsviðinu utan leikhúss- ins en um nokkurra ára skeið var hún meðlimur í Bláa hattinum, einum vinsælasta sönghóp Alltaf litið á mig sem Tímamót urðu í gærkvöld á ferli Eddu Heið- rúnar Backman er hún skilaði af sér fyrstu leiksýningunni sem leikstjóri. Hún er jafn- framt hætt að leika á sviði en horfir einbeitt fram á nýjan vettvang innan leikhússins. Hér birtist samtal við Eddu Heiðrúnu um leik- listina og lífið á þessum vegamótum í lífi hennar. Morgunblaðið/Kristján Eftir Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.