Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.2004, Blaðsíða 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 2. október 2004
Kvikmyndahúsagestir í Svíþjóðganga út af sýningum nýjustu
myndar Lukasar Moodysson.
Myndin heitir
Hola í hjartanu
(Ett hål i mitt
hjärta) og var
frumsýnd þar í
landi 17. sept-
ember. Ljóst er
að myndin vekur
upp sterkar til-
finningar hjá
áhorfendum, sem
kemur ekki á
óvart hjá þessum höfundi Lilju að
eilífu (Lilya 4-Ever). Nokkuð hefur
verið um það að
fólki ofbjóði atriði
í myndinni og
gangi út en ekki
eru til neinar tölur yfir hversu
margir hafi gert það. „Ég gerði ekki
ráð fyrir þessu, en hefði kannski
getað giskað á það. Margir þola ekki
þessa mynd en á móti kemur að
margir elska hana,“ sagði Moodys-
son við dagblaðið DN.
Blaðið veit til þess að fólk í miða-
sölu hafi varað bíógesti við mynd-
inni. „Veistu hvað myndin fjallar
um? Við verðum að spyrja því marg-
ir eru viðkvæmir,“ spurði miða-
sölufólk gest einn, sem var að kaupa
þrjá miða.
Hola í hjartanu fjallar í stuttu
máli um Rickard, sem er að taka upp
klámmynd ásamt vinum sínum Tess
og Geko í íbúðinni, sem hann býr í
með Eric, syni sínum á unglings-
aldri.
Þetta hefur valdið því að búið er
að setja upp viðvörunarskilti vegna
myndarinnar í kvikmyndahúsum en
síðast þegar slíkt gerðist var það
vegna mynda Pasolinis frá 1976,
Salo eða 120 dagar Sódómu og um-
deildrar myndar Gaspar Noé frá
2002, Irréversible.
Laurence Dunmore hefur sam-þykkt að leikstýra A Million
Little Pieces fyrir Warner Bros.
Pictures. Þessi breski leikstjóri
gerði síðast The
Libertine, með
Johnny Depp í
aðalhlutverki en
myndin var frum-
sýnd í september
á alþjóðlegu kvik-
myndahátíðinni í
Toronto í Kan-
ada. A Million
Little Pieces er
byggð á bók eftir
James Frey, sem skrifaði einnig
handritið. Sagt er frá manni sem er
að jafna sig eftir eiturlyfjanotkun,
sem batt næstum enda á líf hans, og
slæmt líferni en þetta er byggt á
sannri sögu.
MGM hefur staðfest að næstaJames Bond-mynd frestist.
Vinnuheitið á myndinni hefur verið
Bond 21 og var frumsýning áætluð
21. nóvember
2005. Kvik-
myndagerðin tók
þessa ákvörðun
vegna þess að
ekki er enn búið
að finna leik-
stjóra fyrir
myndina. Fram-
leiðendur ætla að
funda í mán-
uðinum til að
ákveða hvort stefnt verði á frumsýn-
ingu sumarið 2006 eða í nóvember
sama ár.
Einnig hefur tafið fyrir að verið er
að vinna að sölu MGM til hóps, sem
Sony Corp er yfir. Vegna sölunnar
hafa yfirmenn ekki getað haldið
áfram að vinna að myndinni.
Venjulega hefur MGM hafið
framleiðslu á Bond-mynd í janúar
eða febrúar til að geta frumsýnt í
nóvember sama ár. En til þess að
geta gert það þarf að vera búið að fá
leikstjóra til verksins fyrir lok sum-
arsins á undan.
Búið er að tengja nokkra leik-
stjóra við myndina, nú síðast Paul
McGuigan, sem leikstýrði nýrri
mynd frá MGM, Wicker Park. Er
talið að hann sé sá leikstjóri sem
framleiðendur hafi hvað mest auga-
stað á.
Erlendar
kvikmyndir
Pierce Brosnan
Johnny Depp.
Lukas Moodysson
Kvikmyndagerð er álíka öruggur atvinnu-vegur og að reyna að standa uppréttur íárabát með buxurnar á hælunum,“ sagðiframleiðandinn. Skömmu síðar féll hann
útbyrðis.
Þetta er því miður reynsla margra kvikmynda-
gerðarmanna gegnum tíðina og eru þeir íslensku
þar ekki undanskildir.
Í nýjasta tölublaði af Landi og sonum, málgagni
Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar,
er með ýmsum hætti fjallað um stöðu íslenskrar
kvikmyndagerðar og virðist almennt ríkja töluverð
bjartsýni með hana. Ekki síst er þar horft til auk-
inna umsvifa íslenskra kvikmyndagerðarmanna á
erlendum vettvangi og aukinna umsvifa erlendra
kvikmyndagerðarmanna á Íslandi. En hvað um um-
svif íslenskra kvikmyndagerðarmanna á Íslandi,
heimamarkaðinum? Þar er
staðan óljósari en æskilegt
er. Fjárstuðningur ríkisins
við greinina er í einhvers
konar biðstöðu, ef marka má
viðtal blaðsins við nýjan menntamálaráðherra, en
góð orð höfð um að það standi til bóta og vinna sé í
gangi. Verra er að fjárstuðningur hins almenna
borgara, ef taka má þannig til orða, við greinina er
ekki aðeins óljós, heldur fer minnkandi, þ.e. Íslend-
ingar sýna ekki nægilegan eða eðlilegan áhuga á
eigin kvikmyndaframleiðslu með því að mæta í
miðasöluna.
Á þessum stað fyrir tveimur vikum var fjallað um
„norrænu bíósprenginguna“, sem birtist í mikilli og
vaxandi aðsókn skandinavísku þjóðanna að eigin
myndum. Þar var m.a. haft eftir forstöðumanni
norska kvikmyndasjóðsins að Norðmenn „hafi
ákveðið að þeir vilji sjá innlendar bíómyndir. Þeir
hafa fengið endurnýjaða trú á þeim“. Þessi þróun
lætur á sér standa hérlendis, því miður.
Ekki er það eðlilegt að frumsýning bandarískrar
hasshausagamanmyndar, Harold and Kumar Go
To White Castle, fái meiri aðsókn en frumsýning ís-
lensku bíómyndarinnar Dís? Sú var þó raunin þá
frumsýningarhelgi: Dís var í þriðja sæti aðsókn-
arlistans á eftir Harold and Kumar og bandarísku
hasarmyndinni The Bourne Supremacy, sem trón-
aði á toppnum aðra vikuna í röð. Núna, um það bil
fjórum vikum síðar, er Dís komin í 10. sæti listans
og aðeins sýnd á þremur sýningum í Reykjavík á
dag. Tæplega er þetta vegna þess að Dís sé verri
mynd en þær sem hún keppti við, eigi minna erindi
við íslenska áhorfendur eða skemmti þeim verr en
þetta ameríska dellumakarí, og er ég þá ekki að
halda því fram að hún sé gallalaus, hvorki sem lista-
verk né markaðsvara. Af fyrri íslenskum frumsýn-
ingum ársins, Kaldaljós, Opinberun Hannesar,
Þriðja nafnið og Love Is In the Air, fékk aðeins
Kaldaljós umtalsverða aðsókn, en þó ekki meira en
kringum 20 þúsund manns. Sama gilti um snilld-
arverkið Nóa albinóa frá því í fyrravetur. Engu er
líkara en metaðsókn að íslenskum bíómyndum sé að
staðnæmast við 20 þúsundin en flestar fái enn minni
aðsókn. Undantekningar eru, sem betur fer, til, eins
og Hafið, Englar alheimsins og Stella í framboði.
Hvað veldur? Hafa myndirnar sjálfar ekki nógu
breiða skírskotun? Eru þær ekki nógu góðar? Hér
verður að alhæfa og það staðhæft að svarið sé al-
mennt nei við báðum spurningum. Fjölbreytnin í ís-
lenska kvikmyndaúrvalinu er veruleg og þær
standast flestar sömu gæðakröfur og gerðar eru til
annarra kvikmynda sem í framboði eru, les: banda-
rískra kvikmynda. Vandinn liggur annars staðar.
Ég ætla að stinga upp á nokkrum skýringum: Í
fyrsta lagi er markaðssetning þessara mynda of
sjaldan nægilega öflug, fagmannleg og yfirveguð
andspænis Hollywoodveldinu. Í öðru lagi hefur hin
augljósa afturför sem orðið hefur í almennu kvik-
myndaframboði bíóanna hérlendis undanfarin ár og
einnig slök frammistaða sjónvarpsstöðvanna í
framleiðslu innlends leikins efnis orðið til þess að
afvenja fólk öðru en afurðum fyrrnefnds Holly-
woodveldis. Í þriðja lagi hafa þessir tveir þættir
skapað ákveðinn ímyndarvanda fyrir íslenskar bíó-
myndir sem þær hafa ekki náð að leysa: Meðal al-
mennra bíógesta þykir einfaldlega ekki nógu
spennandi, hvað þá nauðsynlegt, að fylgjast með því
sem er að gerast í íslenskri kvikmyndagerð. Og í
fjórða lagi þurfa íslenskir kvikmyndaframleiðendur
að horfast í augu við þá staðreynd að sá tími er lið-
inn að unnt sé að krefjast hærri aðgangseyris á ís-
lenskar myndir en aðrar; munurinn er ekki mikill
eða 200 krónur og óvíst hvort hann skiptir sköpum,
en hann er engu að síður úreltur.
Þeir aðilar sem koma að málefnum íslenskrar
kvikmyndagerðar verða að horfast í augu við þessa
þróun og gera samræmt átak til að snúa henni við.
Útrás er góðra gjalda verð. En í reynd hefur ís-
lensk kvikmyndaframleiðsla takmarkaðan tilgang
ef hún höfðar ekki sterklega til Íslendinga sjálfra.
Árabáturinn er ekki á öruggri siglingu. Og nauð-
synlegt að hysja upp um sig buxurnar áður en
menn falla fyrir borð.
Það gefur á bátinn
’Í reynd hefur íslensk kvik-myndaframleiðsla tak-
markaðan tilgang ef hún
höfðar ekki sterklega til
Íslendinga sjálfra …‘
Sjónarhorn
eftir Árna Þórarinsson
ath@mbl.is
L
eiðtogi Norðu-Kóreu, Kim Jong-il,
er sagður mikill aðdáandi kvik-
myndarinnar Scarface. Hún er
líka í miklu uppáhaldi hjá öllum al-
vöru bófa-röppurunum og gamli
Stone Roses-söngvarinn Ian
Brown segir ekki séns að hann muni gerast leik-
ari, nema honum yrði boðið hlutverk í framhald-
inu.
Scarface hefur þannig skapað sér dálaglegt
orðspor á þeim rúmum tuttugu árum síðan hún
var frumsýnd.
Rætur hipp-hoppmenningarinnar
Þótt umdeild hafi verið meðal gagnrýnenda og al-
mennings á frumsýning-
arárinu 1983 þá hefur vegur
myndarinnar vaxið með
sögunni og er hún nú álitin í
hópi áhrifameiri kvik-
mynda. Eins og gefur að skilja hefur hún einkum
haft áhrif á þróun glæpamynda og hvernig glæpa-
menn eru túlkaðir í bandarískum kvikmyndum og
sjónvarpi, einkum þeir sem af erlendu bergi eru
brotnir.
Þessi arfleifð myndarinnar er dregin mjög
skýrum dráttum í nýútkominni veglegri mynd-
diskaútgáfu af Scarface. Þar gefst ekki einasta
færi á að rifja upp þessa yfirgengilegu og há-
dramatísku ofbeldisóperu í allri sinni dýrð, heilar
163 mínútur að lengd, heldur hefur aukadiskur að
geyma einkar áhugaverðar heimildarmyndir um
gerð hennar og áhrif. Þar er meira að segja heil
mynd helguð þeim miklu áhrifum sem myndin
hefur haft á bandaríska hipp-hoppkúlturinn, eink-
um bófarapparana alræmdu sem draga enga dul á
glæpsamlegt atferli sitt og sinna, heldur upphefja
það þvert á móti. Þeir eru ófáir hipp-hoppararnir
sem lýsa aðdáun sinni á Scarface í umræddri
heimildarmynd og hvernig þeir líti upp til sögu-
hetjunnar, kúbanska kókaínbarónsins og fjölda-
morðingjans Tonys Montanas. Þeir dást að vald-
inu sem þessi fátæki innflytjandi ávann sér í
Miami og yfirgengilegu mikilmennskubrjálæði
hans, hungrinu í að sigra heiminn – á hvaða veg
sem er (í einni senu í myndinni sést setningin
„Veröldin er þín“ úr Goodyear hjólbarða-
auglýsingu endurspeglast í augum hans).
Afbrotafræðingurinn Jay Robert Nash hefur
því trúlega rétt fyrir sér er hann bendir á að rétt
eins og fyrri Scarface-myndin frá 1932 hafði áhrif
á hvernig glæpamenn höguðu sér á 4. og 5. ára-
tugnum þá hafi Scarface frá 1983 markað djúp
spor í glæpamenningu samtímans. Tony Montana
sé svalur, eftirsóknarverður glæpamaður. Jafnvel
þótt hann sé augljóslega snarbilaður á geði, skap-
ofsamaður með brenglaða siðferðiskennd, forfall-
inn eiturlyfjafíkill, haldinn yfirgengilegri ofbeld-
ishneigð.
Innblásinn Pacino
Og meginástæðan fyrir því að þessi andhetja,
Tony Montana, er ein eftirminnilegasta og mest
umtalaða persóna kvikmyndanna er frammistaða
Als Pacinos í aðalhlutverkinu. Myndin stendur og
fellur með frammistöðu hans í hlutverki Mont-
anas, sem er í senn ágeng, leiftrandi, innblásin,
tillfiningaþrungin og gjörsamlega yfirkeyrð. Al-
gjör snilldarleikur segja margir, óþolandi segja
aðrir. Hans bestu og verstu hliðar, eftir því hver
afstaðan er til myndarinnar og stórleikarans Pac-
inos í slíkum ham.
En það verður ekki af honum tekið að hann lifði
sig inn í hlutverkið, varð sjálfur Mont-
ana, enda skapgerðarleikari af guðs
náð. Og samkvæmt þeirra venjum
lagði Pacino heilmikla vinnu í að
undirbúa sig fyrir hlutverkið
vandasama. Líkt og handritshöf-
undur myndarinnar, Oliver Stone,
eyddi hann ófáum stundum
í vafasömum öngstræt-
um Miami-borgar,
drakk í sig menningu
innflytjendanna, fas
þeirra og mállýsku.
Og auðvitað fór hann
að tala enskuna með
rómönskum hreim,
hvort sem var fyrir
framan eða aftan
myndavélarnar.
Stone var þá þekkt-
ari sem handritshöf-
undur, hafði slegið í
gegn sem slíkur fyrir
handritið að Mid-
night Express, sem Alan Parker gerði 1978. Hann
henti sér á bólakaf ofan í rómönsku undirheimana
í Suður-Flórída og náði að fanga þar ýmislegt sem
eykur gildi myndarinnar og trúverðugleika, á
borð við lífsstílinn, stælana og heiðursmanna-
samkomulag sem menn lifðu eftir.
Stone hefur ætíð haft mikinn áhuga á Kúbu
eins og nýleg mynd hans um Kúbuleiðtoga Fidel
Castro gefur til kynna. Baksviðið sem hann valdi
þessari lauslega endurunnu útgáfu af samnefndri
glæpamynd Howards Hawkes frá 1932, er byggt
á sönnum atburðum. Það var í maí 1980 sem
Castro opnaði viljandi hafnir við Mariel á Kúbu til
að hleypa um 125 þúsund manns úr landi sem
vildu sameinast ættingjum sínum í Bandaríkj-
unum. Ekki var þetta þó einskært góðverk hjá
leiðtoganum lífsseiga því hann notaði einnig tæki-
færið og losaði sig við nokkra af illskeyttustu
glæpamönnum á Kúbu, sem glaðir og fúsir fóru til
Bandaríkjanna, nánar tiltekið Miami, til að freista
gæfunnar, hasla sér völl þar á sínu sviði.
Myndmál framtíðarinnar
Upp úr þessum suðupotti veiddi, eða skulum við
segja skáldaði, Stone þann metnaðarfyllsta úr
þessum röðum, fautann tilfinningadauða Tony
Montana, sá er kallaður var „Caracortada“ eða
„Hinn örótti“. Framleiðandinn Martin Bregman,
sem unnið hafði með Pacino að gerð Serpico og
Dog Day Afternoon, stökk á þessa nútíma-
Scarface útgáfu og sá þetta sem tilvalið hlutverk
fyrir eftirlætisleikara sinn, sem þá hafði leikið í
hverju meðalmoðinu á fætur öðru (Author! Auth-
or!, Cruising, …And Justice For All). Brian De
Palma var valin til að leikstýra en hann hafði þá
nýlokið við hina fantagóðu endurgerð á Blow-up,
sem kölluð var Blow-Out. Stíll De Palma hentaði
líka fullkomlega þessu yfirkeyrða handriti Stones
og ef eitthvað jók enn á öfgana. Þeir eiga það líka
sameiginlegt allir þrír; De Palma, Stone og Pac-
ino að hafa ætíð verið menn öfganna, menn ofsa-
fenginnar tilfinningasemi, sem annaðhvort verður
að gulli eða kolamolum.
Þótt Scarface sé nú orðin að gulli í hugum
flestra kvikmyndaáhugamanna töldu margir hana
kolamola þegar hún fyrst var frumsýnd, einkum
vegna yfirgengilegra stílbrigða leikstjórans, hast-
arlegrar kvikmyndatöku, svakahraðrar klipp-
ingar og hneykslanlegs orðbrags. Nokkuð sem
erfitt er að skilja núna, þegar maður er orðinn
gegnsýrður af MTV-myndmálinu. Þetta kemur
bersýnilega í ljós þegar horft er á hreina og tæra
myndina með stafrænum dolby-hljómgæðum á
mynddisknum nýja, áhorf sem skilur eftir viðlíka
örótta ónotakennd og hún gerði fyrir tuttugu ár-
um.
Myndin með örótta orðsporið
Þegar Scarface var frumsýnd fyrir rúmum tutt-
ugu árum fékk hún blendnar viðtökur. Nú er
henni hampað sem glæpaklassík og er í mestu
metum hjá bófaröppurum.
Eftir Skarphéðin
Guðmundsson
skarpi@mbl.is
Tony Montana, uppgefinn eftir enn
eina hrinu morða og kókaínsniffs.
Scarface – tveggja diska sérútgáfa er fáanleg í
verslunum hérlendis.