Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.2004, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.2004, Blaðsíða 2
2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 9. október 2004 ! Mér er tjáð að nýi WD40 Lexusinn sé væntanlegur á göturnar innan skamms. Ég get ekki beðið eftir því að fá að prufukeyra hann! Annars sá ég Hyundai Firebirdinum bregða fyrir um daginn. Ég vissi ekki að þeir væru ennþá framleiddir …! Ókei, þá held ég að allir feministar séu hættir að lesa og við strákarnir getum átt smá trúnó. Konan er búin að vinna myrkr- anna á milli undanfarið. Ég hef séð um heimilið, börnin og allt það. Auðvitað heitir þetta foreldraorlof, yngri dóttirin er bara fimmtán mán- aða. Ég tók líka nokkurra mánaða orlof þegar eldri dóttirin var á svipuðum aldri. En einhvernveginn þróast þetta alltaf út í það að ég fæ pössun og fer út í garð að moka mold eða eitthvað. Það eru næg verkefni, setja upp snúrur, taka til í skúrnum, lakka gereftin o.s.frv. Það er ekki eins og þessi jafn- réttisbarátta hafi skilað okkur körl- unum einhverju jafnrétti. Við þurf- um að læra að gera allt það sem mæður okkar gerðu í gamla daga – en konunum dettur ekki í hug að koma til móts við okkur! Ég hand- mokaði til dæmis tuttugu rúmmetr- um af mold úr garðinum í sumar. Og á meðan ég var að pæla í því hvort að ég ætti að panta gám – eða aka þessu öllu í kerru, þá var konan mín að velta því fyrir sér hvort að hún ætti að fara til spá- konu eða í árunudd! Þetta var ótrúlegt afrek sem ég innti af hendi í garðinum. Ég lagði drenrör í kringum húsið, ég græj- aði niðurfall, mokaði sandi yfir allt- saman og hellulagði. Og svo er þetta allt í einu búið. Núna neyðist ég til að horfa á garðinn út um gluggann, af því að það er kominn vetur. Og að vísu get ég kannski eytt smá tíma með dætrunum …? Við þurfum að vakna klukkan hálfsjö á morgnana, til að sú eldri komist í skólann í tæka tíð. Sem betur fer er hún í Landakotsskóla, þar sem er ekkert verkfall – kaþ- ólskum guði sé lof. Sú yngri sprett- ur upp á sama tíma, tilbúin í fjörið. Þá breytist ég í áttarma kolkrabba – sem býr samtímis til graut, burstar tennur, útbýr nesti, skiptir um bleyju og leysir ágreiningsmál. Stundum labbar litla skvísan með okkur í skólann. Það er meiriháttar fyrirtæki – sérstaklega ef maður er seinn fyrir. Hún vill fara inn í alla húsagarða og húsasund og blanda geði við rónana. Sem er mjög tíma- frekt. Þannig að ég verð að hafa hana á öxlunum, og þá misþyrmir hún hausnum á mér. Kvöldmatartíminn er annað skipulagsævintýri. Þá eru þær þreyttar í þokkabót. Frá klukkan fimm til svona átta, hálfníu – er heimilið einn gargandi glundroði … En þetta þarf ekki að vera svona. Ég er farinn að átta mig á því. Það er hægt að gera sér þetta auðveld- ara. Það er hægt að læra af reynsl- unni, sjá vandamálin fyrir og fyr- irbyggja mistök. Með skipulagningu getur maður einfald- að viðfangsefnið og náð að fljóta of- an á. Mér skal takast það. Batnandi föður er best að lifa. En ég efast um að það sé eitthvað flóknara að stjórna meðalstóru fyrirtæki. Ég klæði börnin mín aldrei nógu vel. Ég gef þeim alltaf vitlausan mat. Ég kem stundum of seint í skólann og ég gleymi alltof oft lýs- inu. En mér er alveg sama. Ef ég ber þetta saman við afrekið úti í garði, þá finnst mér talsvert meira gaman að horfa á stelpurnar mínar vaxa úr grasi – en að horfa á hél- aðan garðinn fölna. … en hitt er annað mál að ef Mercedes Benz ætlar ekki að fara að koma með annan knastás, þá má Audi fara að hugsa sinn gang. Bílar Eftir Óskar Jónasson oj@internet.is Blaðið komst ekki fyrir á borðinu,kaffibollinn datt næstum því ágólfið og gleraugun voru nauðsyn-leg til að lesa fréttina lengst uppi í hægra horninu. Þetta er liðin tíð í Svíþjóð. Nú komast Göteborgs Posten, Svenska Dagbladet og Dagens Nyheter hlið við hlið á eld- húsborðið. Þau eru öll komin í „tabloid“ brot. GP og DN síðasta miðvikudag en SvD ruddi brautina fyrir nokkrum árum. Ég hef alltaf átt í erfiðleikum með að lesa þessi risastóru blöð sem þykja fín í útlönd- um. Veit aldrei hvernig ég á að brjóta þau saman og sundur og finnst ég ekki fá neina yfirsýn yfir efnið. Sem betur fer eru dag- blöðin a.m.k. sums staðar í heiminum nú að verða handhægari þegar þau skreppa saman að umfangi en þó ekki innihaldi. Breytingin í Svíþjóð átti sér langan að- draganda og var gerð hægt og rólega. Auka- blöð GP og DN hafa verið í minna broti í nokkur ár en nú hefur skrefið verið stigið til fulls og aðalblaðið brotið saman. DN kynnti nýja brotið með sérstöku aukablaði um blað- ið sjálft daginn áður en skrefið var stigið og breytingunni sjálfri var fylgt eftir m.a. með því að ritstjórinn spjallaði við fólk á götum úti. Breytingin hefur vakið lukku hjá les- endum DN og GP. „Loksins, ég var búinn að bíða eftir þessu í tíu ár.“ „Nú kemst blaðið loksins fyrir á morgunverðarborðinu.“ Eitthvað á þessa leið hljómuðu athugasemdirnar sem prentaðar voru í GP í vikunni. Breytingin er líka í takt við tímann. Þrátt fyrir að orðið „tabloid“ sé viðhaft um æsi- fréttablöð í Bretlandi, er nú ljóst að svo er ekki á Norðurlöndunum. Jonathan Falck, að- alritstjóri Göteborgs Posten sem kom út í breyttu broti sama dag og DN, 5. október, segir að sænsk blöð eins og Svenska Dag- bladet, Dagens Industri og Metro hafi sann- að að innihaldið breytist ekki þrátt fyrir út- litsbreytingu, en öll þessi blöð eru í „tabloid“-formi, Metro allt frá upphafi. Metro markaði tímamót á dagblaðamark- aði þegar það hóf göngu sína fyrst í Svíþjóð árið 1995. Ókeypis dagblað sem haldið er gangandi á auglýsingatekjum þótti óhugs- andi fyrir þann tíma en þegar það varð að veruleika naut það mikillar velgengni og hef- ur útgáfan verið tekin upp víða um heim. Reyndar í örlítið breyttri mynd á Íslandi, fyrir Íslendingana sem nota ekki almenn- ingssamgöngur og eru vanir því að fá blaðið sitt, ekki bara í póstkassa nokkra tugi metra frá innganginum, heldur inn á forstofugólf takk! Samkvæmt könnun sem gerð var fyrir sænska Alþýðusambandið (LO) hefur þeim félögum LO sem sleppa áskrift að dagblaði fjölgað verulega undanfarið. Árið 1968 voru aðeins 10% sem ekki voru áskrifendur að dagblaði, í byrjun níunda áratugarins hafði þeim fjölgað í 19% félaga, 23% í upphafi tí- unda áratugarins, en voru komnir yfir þriðj- ung félaga árið 2004 eða 37%. Ástæðan er í flestum tilvikum tímaskortur og stundum sparnaðaraðgerðir. Flestir sem ekki eru áskrifendur eru barnafólk og langflestir í þessum hópi einstæðir foreldrar með börn en 58% þeirra sleppa áskrift að dagblaði. Barnafjölskyldur nútímans eiga líka lítinn frítíma aflögu þegar skóli, vinna og heim- ilisstörf eru frágengin. En það er líka barn- laust fólk sem kýs að sleppa áskrift að dag- blaði. Tilhneigingin er greinileg. Æ fleiri vilja nýta sér sjónvarpið, Netið eða ókeypis dagblað í lestinni eða inn um lúguna, eftir því hvar í heiminum maður býr, í staðinn fyrir að kaupa áskrift að dagblaði. Talsmaður LO segir að tölurnar veki spurningar um framtíðina. Börn sem alast upp án þess að dagblöð séu á heimilinu, missi þar með af mikilvægum hlut. Í dag- blaði sé hægt að lesa fréttina yfir aftur og aftur og glöggva sig á innihaldinu og hægt að kryfja mál til mergjar mun frekar en í ljósvakamiðlunum. Allt þetta er hægt að taka undir og í mín- um huga er skýrt að það kemur ekkert í staðinn fyrir þykkan blaðabunka að morgni. Maður lætur sig hafa það að þurfa að klæða sig í útifötin og fá sér göngutúr í póstkass- ann til að ná í hann. En það er bót í máli og eins gott að brotið er orðið þægilegra. Kaffi- bollinn er úr hættu og gleraugun á hillunni. Brotið blað Fjölmiðlar eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is ’Sem betur fer eru dagblöðin a.m.k. sums staðar í heim-inum nú að verða handhægari þegar þau skreppa sam- an að umfangi en þó ekki innihaldi. ‘ I „Valdið er annars staðar,“ segir portúgalskirithöfundurinn José Saramago í grein sinni Nafnið og inntak þess í nýjasta hefti Ritsins, tímarits Hugvísindastofnunar Háskóla Ís- lands, sem er helgað lýðræði. Saramago held- ur því fram að hið lýðræðislega vald hafi verið tekið úr sambandi, valdið sé alls ekki hjá fólk- inu eins og hugmyndin var meðal Grikkja til forna. Valdið er hjá markaðinum, hjá stórfyrirtækj- unum. Markaðurinn nú á tímum, segir Sara- mago, „er framúrskarandi tæki hins eina og óhrekjandi valds sem rís undir nafni, hins efnahagslega og fjármálalega valds sem teyg- ir sig yfir landamæri og heimsálfur, þessa valds, sem er ekki lýðræðislegt af því að fólkið kaus það ekki, er ekki lýðræðislegt af því að fólkið stjórnar því ekki, og ekki lýðræðislegt af því að það stefnir ekki að hamingju fólks- ins.“ II Saramago er beinskeyttur í þessari greineins og í nýjustu skáldsögu sinni þar sem hann fjallar einnig um brotalamir hins vest- ræna lýðræðis. Hann tekur að sér óvinsælt hlutverk drengstaulans í ævintýrinu um nýju fötin keisarans og bendir á að það standi harla lítið eftir af hinni upprunalegu og fögru hugsjón um lýðræði í þessum heimi. Það lýð- ræði sem við vesturlandabúar viljum gera að „alþjóðlegri skyldu“ er skrípamynd af hug- mynd Grikkja, okkar kerfi er, að mati skálds- ins, meira í ætt við það sem var við lýði í Rómarveldi þar sem efnahagsleg ítök landeig- endaaðals komu í veg fyrir að lýðræð- isskipulagi kæmist á. Þetta vita allir menn en loka augunum fyrir því. Hið efnahagslega lýð- ræði hefur verið leyst af hólmi af „gróflega sigrihrósandi markaði“, hugmyndin um menningarlegt lýðræði hefur vikið fyrir „ekki síður grófa fjöldaframleiðslu menningar, þennan falska bræðslupott sem á að dylja al- ger yfirráð einnar menningar“ og hið pólitíska lýðræði er í varðhaldi hjá flokkum, þingum og ríkisstjórnum sem þykjast aðeins vera lýð- ræðislegar valdastofnanir en eru í raun og veru hvorki lýðræðisleg né valdastofnanir. III Saramago segir að við þurfum að fara aðtala um hlutina eins og þeir eru, annars stefni grundvöllur samfélaga okkar í þrot og stöðnun: „Við skulum því horfast í augu við staðreyndirnar. Það þjóðfélagskerfi sem við höfum hingað til kallað lýðræðislegt líkist æ meir auðvaldsstjórn (þar sem hinir ríku ráða) og æ minna lýðræði (þar sem fólkið ræður).“ Saramago telur að hið svokallaða vestræna lýðræði sé „statt á braut hnignunar og með öllu ófært um að stöðva sig og snúa þróuninni við“. Hann telur allt benda til þess að það muni á endanum afneita sjálfu sér. En hvað er til ráða? Saramago leggur til að við hætt- um að hugsa um lýðræðið „eins og hlut sem við höfum höndlað, skilgreint í eitt skipti fyrir öll og snertum aldrei framar“. Nú um stundir sé rökrætt um alla skapaða hluti nema lýð- ræði. „Við skulum rökræða um lýðræðið, við skulum rökræða um það án afláts, við skulum rökræða um það alls staðar, af því að ef við gerum það ekki meðan enn er tími til, ef við uppgötvum ekki leið til að finna það upp að nýju, já, finna það upp að nýju, glötum við ekki aðeins lýðræðinu, heldur einnig voninni um að sjá mannréttindi einhvern tíma virt eins og þeim ber á þessum vansæla hnetti.“ Þessi grein Saramagos ætti að vera skyldu- lesning fyrir þá sem vilja gera vestrænt lýð- ræði að „alþjóðlegri skyldu“. Neðanmáls Tvær skáldsögur franska rithöfundarins Houellebecqs hafa ver-ið þýddar og gefnar út á íslensku. Þær eru Öreindirnar (2000)og Áform (2002). Sú fyrri hlaut IMPAC-bókmenntaverðlaun- in 2002. Ansi deildar meiningar eru um þær báðar. Karlmenn virðast almennt hrifnari en konur sem sumar segja þetta ómerkilegar bók- menntir og vísa þá meðal annars til þess hve ófeiminn höfundurinn er við tjá sig um kynferðismál og virðist oft upptekinn af illræmdum neðanþindarhugsunarhætti karlmanna. Flestir hafa þó skemmt sér vel yfir dálítið kjaftforum stíl höfundar og óvægnum skoðunum á hin- um ýmsu málefnum. Til sanns vegar má færa að ekki hugnast Houellebecq hneykslunargjörnum og er enn nokkuð við sama hey- garðshornið í nýjustu bók sinni, Lanzarote, sem kom út í enskri þýð- ingu Frank Wynne 2003. Hin megna svartsýni hans og ótrú á að manneskjan muni fremur hallast að hinu fagra í lífinu en hinu ljóta lýsir sér vel í þessum orðum, „Jafnvel þegar ekki er hægt að búst við neinu í lífinu er samt hægt að finna eitthvað til að hræðast.“ (s. 71). Söguþráðurinn er ekki flókinn. Sögumaður fer í sumarfrí til eyj- arinnar Lanzarote sem er nær eintóm eyðimörk þótt þar séu reyndar líka eldfjöll og strendur. Þar kynnist hann þýsku stúlkunum Barböru og Pam og karlinum Rudi frá Lúxemborg. Stúlkurnar eru kannski lesbíur, kannski ekki. Alla vega hafa þær ekkert á móti því að gamna sér við söguhetjuna. Lífshlaup Rudis fyrir og eftir þessa sumarleyf- isdaga er hins vegar með undarlegra móti og í ljós kemur að hann sem í fyrstu virtist venjulegastur persónanna er í raun sá bilaðasti. Höfundi tekst vel að lýsa umhverfinu og áhrifum þess þannig að les- andinn á gott með að lifa sig inn í andrúmsloft eyjarinnar. Lýsingin er samt þannig að vart langar mann til að heimsækja staðinn. Kyn- lífslýsingar eru nokkrar og sæmilega opinskáar en bókin stutt og bætir engu við fyrri verk höfundar. Eins og henni hafi verið slöngvað fram í hvelli af því að markaðurinn eða útgefandinn krafðist bókar. Ingvi Þór Kormáksson www.bókmenntir.is Houellebecq samur við sig Morgunblaðið/RAXHörkutól.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.