Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.2004, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.2004, Blaðsíða 3
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 9. október 2004 | 3 fólk heldur að ég sé. Og ég er 10% það sem fólk heldur að ég sé.“ Feel er þó ekki ævisaga, frekar frægð- arsaga, saga um það hvernig hann þráði frægð umfram allt og nú þegar hann er á hátindinum er hann að brenna yfir af öllu saman – gömul saga og ný. Robbie Williams var á sínum tíma einn liðsmanna strákakvintettsins Take That sem var gríðarlega vinsæll víða um heim en helst þó í heimalandinu. Þegar hann hætti í sveit- inni, var eiginlega ýtt út að því hann segir sjálfur (eða segir ekki, stundum þrætir hann fyrir það – segist hafa hætt sjálfur óforvar- andis), spáðu menn því að hann myndi gleymast fljótt, en leiðtoga Take That, söngvaranum og lagasmiðnum Gary Barlow, var spáð frægð og frama, enda mál manna að hann væri eini eiginlegi hæfileikamað- urinn í sveitinni. Annað kom á daginn; Robbie Williams er vinsælasti tónlist- armaður Bretlandseyja á síðustu áratugum og ekkert lát á. Mikill þroski á skömmum tíma Robert Peter Maximillian Williams fæddist í smáborginni Stoke-on-Trent í Staffordskíri sem frægt er fyrir sitt leirtau. Williams hafði snemma gaman af að sýna sig og þeg- ar hann var á sautjánda árinu kom móðir hans honum að í prufu sem söngvari í strákahljómsveit enda var hann prýðis söngvari, góður dansari og, það sem skipti einna mestu, bráðhuggulegur. Það tók Take That smátíma að vinna sér orð, en sveitin sló fyrst í gegn á hommabör- um og náði síðan að taka skrefið þaðan í al- mennar vinsældir. Piltarnir ungu sem skip- uðu sveitina fengu nú allt upp í hendurnar, fíkniefni, kynlíf og peninga, og urðu að taka út mikinn þroska á skömmum tíma til að halda sönsum. Williams byrjaði að drekka býsna mikið á þessum tíma og hélt því áfram síðan, allt þar til hann tók sér loks tak fyrir nokkrum árum og hætti að drekka. Hann prófaði líka allt það dóp annað sem hann komst yfir en brennivínið var að- alvandamálið. Megn minnimáttarkennd Líftími strákasveita á við Take That er yf- irleitt þrjú til fimm ár, eða sá tími sem það tekur aðdáendur sveitarinnar að vaxa uppúr henni. Vilji liðsmenn þeirra halda velli verða þeir því helst að hefja sólóferil áður en að því kemur og best er ef það gengur eitthvað eins og sannaðist með Robbie Williams (Geri „Ginger Spice“ Halliwell í Kryddstúlk- unum er svo annað gott dæmi um þetta). Kemur því ekki á óvart að Williams hafi verið farinn að ókyrrast eftir því sem leið á feril sveitarinnar, en fleira kom líka til en fyrirhyggja; honum lynti ekki ýkja vel við félaga sína í sveitinni, sérstaklega ekki Gary Barlow, sem varð smám saman óopinber leiðtogi hennar, og allra síst við umboðs- mann þeirra félaga, en sá, Nigel Martin- Smith, hafði verulegar áhyggjur af því að sukkið á Williams myndi spilla fyrir heilsu- samlegri ímynd sveitarinnar. Þegar Willi- ams lét þau orð falla við félaga sína vorið 1995 að hann væri að spá í að hætta voru þeir félagar hans og umbinn ekki lengi að sauma svo að honum að hann hætti strax. Það kemur varla á óvart að Robbie Will- iams hefur ekki vandað fyrri félögum sínum kveðjurnar í gegnum árin, kallaði þá ýmist geðveika, hálfvita eða hvort tveggja, en verstu skammirnar fékk Martin-Smith sem Williams sagði útsendara djöfulsins. Af áð- urnefndri bók má ráða að Williams er ekki búinn að fyrirgefa þessum samstarfs- mönnum sínum enn, því enn er hann að hnýta í Gary Barlow, þótt hann hafi gersam- lega tekið hann í nefið í vinsældum; Robbie Williams er einn þekktasti tónlistarmaður Bretlands um þessar mundir en enginn veit lengur hver Gary Barlow er. Beiskjan sem skín í gegn í Feel er reyndar merkileg útaf fyrir sig, birtingarmynd megnrar minni- máttarkenndar og óöryggis. Árið eftir að Williams hætti í Take That var honum erfitt, enda umskiptin mikil: Áð- ur var hann á allra vörum fyrir það hve hann væri frábær en nú var helst fjallað um hann sem misheppnaða fyllibyttu. Hann um- gekkst þá Oasis-bræður Noel og Liam Gall- agher talsvert á þessum tíma, var semsagt á endalausu fylliríi megnið af árinu og fram á næsta ár og þegar birtar voru fréttir af hon- um voru þær jafnan skreyttar myndum af honum feitum og flækingslegum. Fyrsta sem heyrðist frá honum af tónlist eftir sambandsslitin var smáskífan Freedom sem kom út 1996. Hún seldist ágætlega, í kvartmilljón eintaka, en ekki nóg. Williams dró ekki úr sukkinu þrátt fyrir aðstoð góðra manna, þar á meðal Elton Johns, sem reyndi að koma honum á réttan kjöl, en allt kom fyrir ekki. Það var ekki fyrr en Will- iams kynntist lagasmiðnum Guy Chambers, Waterboys-manni, að hann náði áttum, hætti að vísu ekki að drekka, en fór að semja tónlist af krafti. Fyrsti afrakstur þess samstarfs var Old Before I Die, sem kom út 1997, og sama ár kom breiðskífan Life Thru a Lens. Rauður belgur fyrir gráan Þegar hér var komið sögu var Robbie Will- iams hættur að drekka, fór í meðferð eftir að upptökum lauk en áður en platan kom út, fílefldur og fjörugur. Platan seldist þó ekki vel nema rétt til að byrja með, fór vel af stað en svo hallaði undan fæti, platan stefndi út af listanum síðla árs 1997, var þá búin að seljast í 30.000 eintökum. Næsta smáskífa af henni, Angels, hitti aftur á móti í mark, sala á plötunni tók rækilega við sér, svo vel reyndar að platan komst loks á topp- inn á breska breiðskífulistanum eftir að hafa verið 28 vikur á leiðinni. Frá því Life Thru a Lens kom út hefur saga Robbie Williams verið samfelld sig- urganga, plöturnar seljast í milljónavís og tónleikar hans hafa slegið hvert aðsókn- armetið á fætur öðru. I’ve Been Expecting You kom út 1998, Sing When You’re Winn- ing haustið 2000 og Swing When You’re Winning, plata með sveifluslögurum sama haust. Árið 2002 var tíðindamikið, ekki bara fyrir þær sakir að Williams skrifaði undir stærsta plötusamning sem breskur poppari hafði gert, upp á ellefu milljarða króna, heldur hætti hann samstarfi við Chambers (vegna deilu um peninga, nema hvað). Esc- apology kom svo út 2003, síðasta platan sem þeir Chambers gerðu saman, og tónleika- platan Live at Knebworth kom út sama ár. Ný breiðskífa Robbie Williams, safn helstu laga hans í gegnum árin, kemur út eftir rúma viku, mánudaginn 18. október. Það þarf ekki mikla spádómsgáfu til að segja fyrir um það að hún á eftir að seljast í millj- ónavís. Það er nóg að vera frægur Ýmsir fá fyrir ferðina í bókinni Feel, greini- legt að Robbie Williams er ekki gefinn fyrir að gleyma og grafa, en hann er heldur ekk- ert að skafa utan af því þegar hann ræðir um sjálfan sig og þá leið sem hann hefur farið á toppinn. Kannski er það einmitt heið- arleikinn, að segja alltaf það sem hann hugsar, sem gert hefur að verkum að skoð- anir á Robbie Williams eru svo skiptar, að menn ýmist telja hann með helstu skemmti- kröftum sögunnar eða finnst hann óþolandi montrass. Frægðin sem Robbie Williams sóttist svo eftir hefur verið honum til trafala að því hann segir sjálfur, segist helst óska þess að geta stigið út úr hlutverkinu, en bætir svo við af hreinskilni að það yrði þó aðeins í smátíma, hann myndi fljótlega sakna sviðs- ljóssins. Þótt hann hafi orðið frægur fyrir tónlist- ina á sínum tíma er frægðin nú einu sinni svo að uppruninn hættir að skipta máli, það er nóg að vera frægur, skiptir ekki máli fyr- ir hvað. Það sannast á Robbie Williams, því þó ekkert hafi heyrst frá honum af tónlist í tvö ár er hann enn á allra vörum í heima- landinu og hermt að síðustu ár hafi hans verið getið fimm sinnum á dag eða oftar í breskum fjölmiðlum allan ársins hring. Þótt það sé vissulega gott að vera sífellt í sviðsljósinu, að þurfa ekki að leggjast í mik- ið markaðs- og kynningarstarf til að kynna listamanninn, hefur það líka sína ókosti, því hætta er á að tónlistin hverfi í skuggann af fyrirbærinu Robbie Williams, skemmtikraft- inum mikla. Robbie Williams „Ýmsir fá fyrir ferðina í bókinni Feel, greinilegt að Robbie Williams er ekki gefinn fyrir að gleyma og grafa, en hann er heldur ekkert að skafa utan af því þegar hann ræðir um sjálfan sig og þá leið sem hann hefur farið á toppinn.“ Úr myndbandi við nýtt lag Robbie Williams, „Radio“, af væntanlegri Best Of plötu. Skemmti- krafturinn mikli

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.