Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.2004, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.2004, Blaðsíða 5
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 9. október 2004 | 5 einleiknum sínum, Mike Attach, sem Kristján vakti fyrst al- menna athygli í dönsku leikhúslífi, en óhætt er að segja að sýningin hafi slegið í gegn enda er Kristján enn að leika hana sex árum eftir að hún var frumsýnd. Spurður hvernig megi skýra vinsældir sýningarinnar segir Kristján hana hafa verið opnunarsýningu listahátíðarinnar Junge Hunde sem haldin er árlega í Kaupmannahöfn og ætluð er ungu sviðslistafólki í Evrópu. „Ég var svo heppinn að nánast allir fjölmiðlar mættu á frumsýninguna og ég fékk alveg þrusudóma fyrir hana. Mike Attach er uppfull af húmor og hraða og mjög líkamleg, en ég þeytist um á sviðinu í rúman klukkutíma. Raunar held ég að áhorfendur sýningarinnar hrífist helst af því hvað hægt er að gera mikið með litlu, en eina hjálpartækið mitt í sýningunni er hljóðnemi og statíf, sem í meðförum mínum umbreytist í allt sem hugsast getur. Þannig getur statífið breyst úr dansfélaga í sjónvarpsloftnet, í biljarðkjuða og svo framvegis. Því eru í raun engin takmörk sett nema mitt eigið hugmyndaflug.“ Gagnrýnendur voru á einu máli um að hér væri á ferðinni einstök sýning, þannig skrifaði t.d. Per Theil, gagnrýnandi Berlingske Tidende: „Hér um að ræða líkamlegt sjónarspil þar sem blandað er saman „slappstikk“ og uppistandi á mjög háu plani, sem maður sér ekki á hverjum degi í Danmörku“ og Gregers Dircknik-Holmfeld sagði sýninguna „brjálæðislega fyndna“ í dómi sínum í Ekstra Bladet og sagðist hann sér- staklega hrifinn af því að sýningin væri leikin án orða því: „Það er svo sannarlega mikill léttir að njóta sýningar sem leikin er án orða, en danskt leikhús er hreinlega að sligast undan því hversu textamiðað það er orðið.“ Sýningarnar fæðast í brotum Um svipað leyti stofnaði Kristján leikhópinn Neander og hef- ur á vegum þess sett upp sýningarnar Shampoo árið 1996, Tanker (Hugsanir) árið 1999, Poodle (Púðluhundur) árið 2000 og Kunsten at dø (Listina að deyja) árið 2003 í samvinnu við Paolo Nani, auk þess að vinna hjá bæði Betty Nansen- leikhúsinu og Kaleidoskop-leikhúsinu. Óhætt er að segja að Kristján sé aðaldriffjöðrin í starfsemi Neander því hann jafnt leikur, skrifar og leikstýrir, stundum allt í senn í sömu sýning- unni. Inntur eftir því hvers vegna hann velji að vinna á þenn- an hátt segir Kristján það annars vegar helgast af því að hon- um finnist það afar spennandi, en ekki síður vegna þess að með því að hafa sjálfur umsjón með verkum sínum geti hann betur tryggt að hann nái að framkalla hugmyndir sínar og miðla því sem hann hefur að segja. En flestallar sýningar Kristjáns eiga það sameiginlegt að vera afar samfélagsmeðvit- aðar og vilja vekja áhorfendur til umhugsunar, hvort sem til skoðunar eru samskipti manns og dýrs, líkt og í Poodle, getu- leysi okkar til að lifa lífinu til fulls og njóta augnabliksins, eins og í Listinni að deyja eða hraði nútímasamfélagsins og sú til- hneiging okkar að meta hluti aðeins út frá notagildi þeirra, eins og í Blowjob, sýningu sem Kristján er með í undirbúningi og frumsýnd verður snemma á næsta ári í Túrbínusalnum, nýju sviði Konunglega danska leikhússins. En Blowjob er ein- mitt gott dæmi um vinnuaðferðir Kristjáns þar sem hann skrifar verkið og leikstýrir því, jafnframt því að leika eitt aðal- hlutverkanna. „Ef maður leyfir öðrum leikstjóra að leikstýra manni í verki sem maður hefur sjálfur skrifað þá þarf maður oft á tíðum að gera svo miklar málamiðlanir – eðlilega, vegna þess að við- komandi leikstjóri hefur auðvitað sína eigin sýn og vill túlka verkið á eigin forsendum. Þegar ég fæ hugmynd að leiksýn- ingu þá birtist hún ekki aðeins á pappírnum í formi texta líkt og hjá leikskáldum. Ég heyri búta úr setningu, sé fyrir mér ákveðnar myndir og dansmunstur, ákveðna leiktækni og jafn- vel vissa lýsingu. Þannig má segja að þó sýningin fæðist í brotum þá fæðist allt á sama tíma, þ.e. hugmyndin sjálf, text- inn, sviðsútfærslan og jafnvel leikmyndin.“ Öll leikhúsvinna snýst um að sleppa og halda Aðspurður hvaða áhrif það hafi haft að vera tilnefndur til Reumert-verðlaunanna í vor segir Kristján það fyrst og fremst hafa verið sér mikill heiður. „En vissulega er ljóst að fólk í leikhúsheiminum tekur meira eftir manni með Reumert- tilnefningu í farteskinu. Raunar hef ég hægt og rólega verið að skapa mér nafn í danska leikhúsheiminum með minn ákveðna stíl, þ.e. þessa áherslu á líkamsleikhús og hið sjón- ræna. Bæði gagnrýnendur og áhorfendur virðast ánægðir með það sem ég er að gera – og það gleður mig. Í kjölfar tilnefn- ingarinnar hef ég einnig orðið var við að leikstjórar eru orðnir óhræddari við að nýta mig í klassískum uppfærslum,“ segir Kristján, en það var einmitt fyrir túlkun sína á Kalíban í Of- viðri Shakespeares sem Kristján var tilnefndur í flokki bestu karlleikara í aukahlutverki. „Upphaflega stóð reyndar ekkert til að ég léki Kalíban. Þegar Katrine Wiedemann, leikstjóri sýningarinnar, bað mig um að vera með í uppfærslunni var hugmyndin að ég myndi bregða mér í hin ýmsu smáhlutverk. Þegar ég fór hins vegar að lesa verkið talaði Kalíban einfaldlega mest til mín, því ég sá svo mikla möguleika í þessu hlutverki og þegar ég sagði Katr- ine frá hugmyndum mínum keypti hún þær um leið,“ segir Kristján og rifjar í framhaldinu upp fyrstu æfingarnar á verk- inu. „Hinir leikararnir í uppfærslunni þekktu ekkert til mín né minna vinnuaðferða, en ég var eini leikarinn í hópnum sem ekki hafði klassíska leiklistarþjálfun. Á fyrstu æfingunum sátu allir leikararnir, ásamt leikstjóranum, við borð og lásu verkið saman og ræddu síðan um stykkið og túlkun á karakterum. Ég kann hins vegar ekki að vinna þannig, enda alls ekki vanur slíkri nálgun í því sem ég geri. Ég get þannig ekki ákveðið fyrir fram hvernig ég ætla að verða í viðkomandi hlutverki, heldur verð ég að finna það sjálfur með hjálp líkamans. Þann- ig að ég labbaði bara út á svið og byrjaði að hreyfa mig og hoppa til að prófa hvað ég gæti gert. Hinir leikararnir góndu bara á mig og vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið,“ segir Krist- ján og hlær við tilhugsunina. „Með þessu móti gat ég hins vegar sýnt þeim hvaða tækni ég bý yfir og nota í minni leikhúsvinnu. Það getur nefnilega oft verið ansi erfitt þegar þessir tveir heimar eða nálgunar- aðferðir rekast saman, því tungumál og nálgunaraðferðir klassískt menntaðra leikara er allt annar en t.d. leikara úr Cantabile 2-skólanum. Ég finn það t.d. þegar ég fer í spuna með klassískt þjálfuðum leikara, þá vilja þeir stöðugt vera að stoppa til að skilgreina og ræða hlutina í stað þess bara að láta vaða og leyfa sér að gera einhverjar vitleysur. Því í raun snýst öll leikhúsvinnan um það að sleppa og halda. Með því á ég við að til þess að komast að einhvers konar kjarna og til að komast að einhverju nýju og spennandi verður maður að leyfa sér að gera ýmsar vitleysur og vera asnalegur. Þannig verður maður stöðugt að sleppa sér til þess að geta komið sjálfum sér á óvart, síðan þegar maður uppgötvar eitthvað þá þarf maður að halda fast í það, þangað til maður kemst ekki lengra með það og þá verður maður aftur að vera tilbúinn til að sleppa því. Mörgum reynist hins vegar erfitt að sleppa sér á þennan hátt af ótta við að afhjúpa sig. Mér hefur hins vegar alltaf fundist það einn af höfuðkostum þess að vera leikari, að manni leyfist að gera hluti sem marga langar til að prófa en ann- aðhvort þora ekki eða leyfa sér ekki að prófa. Ég fæ aftur á móti útrás fyrir flestar mínar hvatir í leiklistinni,“ segir Krist- ján að lokum. ínar hvatir í leiklistinni Kristján sló í gegn í dönsku leikhúslífi með einleik sínum Mike Attach þar sem einu hjálpartækin hans voru hljóðnemi og statív. Kristján hér í hlutverki Kalíbans í Ofviðrinu eftir Shakespeare, en fyrir leik sinn var hann tilnefndur til Reumert-verðlaunanna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.