Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.2004, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.2004, Blaðsíða 8
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 9. október 2004 É g er alveg dolfallinn yfir þörf almennings til að tjá sig um borgina. Mér líður eins og að Berlínarmúrinn hafi ver- ið að falla.“ Svona brást franskur stjórnmálamaður við velgengni hinna nýju samráðsferla fyrir nokkrum árum: „Bylting“ sambærileg við fall Berlínarmúrsins. Í hans huga heyrði hinn gamli opinberi vettvangur, sem ein- kenndist af köldum samskiptum og skýrum aðskilnaði samfélagsins almennt (société ci- vile) frá heimi stjórnmálamanna og stjórn- sýslu, nú fortíðinni til. Segja má að samanburð- urinn sé nokkuð yfirdrif- inn. Hugmyndin um þátt- töku borgaranna í ákvörðunartöku er gömul, raunar jafngömul lýðræðinu, enda krefst lýðræði þess að til séu leiðir til að kynna staðreyndir, koma skoðunum á framfæri og til að ræða hvort tveggja. Annars er hætt við því að trúin á meginreglur lýðræðis og starfshætti dvíni. Á síðustu fimmtán árum hafa átt sér stað verulegar breytingar á laga- og reglugerð- arramma í Frakklandi sem kveður á um það hvernig beri að hafa samráð við borgarana um opinber mál sem varða þá. Hvort sem um er að ræða geislavirkan úrgang eða erfðabreytt matvæli, hafnargerð eða lagn- ingu brauta fyrir hraðlestir, samlíf í hverf- um eða stefnu í heilbrigðismálum, svæði sem búa við félags- og efnahagsleg vanda- mál eða ríkustu úthverfi, þá er þátttaka al- mennings orðin meginregla, bæði þegar framfylgt er opinberri stefnu og sem al- mennt viðmið fyrir hegðun stjórnvalda. Allt frá sveitarfélögum til stjórnmála á landsvísu er alls kyns aðferðum beitt til að tryggja þetta samráð: opinberar kannanir, vinnu- fundir um borgarskipulag, hverfaráð, íbúa- þing (hugmyndin er ættuð frá Danmörku), svæðisbundnar atkvæðagreiðslur um til- tekin málefni, o.s.frv. Ein þessara aðferða er verulega frumleg. Vinnulagi, sem kennt er við „Opinbert sam- ráð“, var komið á fót 1992 og hefur síðan verið fest í sessi með lögum (lög um um- hverfisvernd frá 1995 og lög um lýðræði í návígi frá 2002). Eftir þessa lagasetningu er nú skylt að efna til samráðs við borgarana um allar fyrirætlanir um framkvæmdir sem þá varða. Það skal gera eins fljótt og auðið er og gildir það bæði um hönnunar- og framkvæmdastigið. Það á að bjóða öllum kjörnum fulltrúum, aðilum atvinnulífsins og samfélagsþjónustunnar, almannasamtökum, að ógleymdum „hverjum þjóðfélagsþegni“, að koma og afla sér upplýsinga um fram- kvæmdir og láta í ljós álit sitt á þeim, helst áður en farið er að útfæra tæknilegar lausn- ir eða ákveða staðsetningar. Annað sem frumlegt er við þetta vinnulag er að í dag er sú stofnun sem hefur slíkt opinbert samráð á sinni könnu orðin að sjálfstæðu stjórn- valdi: Commission Nationale du Débat Pu- blic (CNDP eða Sjálfstæð nefnd um op- inbert samráð). Hlutverk þessarar nefndar er að skipuleggja opinbert samráð og sam- ræðu þegar til stendur að efna til viðamik- illa opinberra framkvæmda sem skipta máli á landsvísu, varða mikilvæga félags- og efnahagslega hagsmuni og geta haft víðtæk áhrif á umhverfið. Í nefndinni sitja dóm- arar, þingmenn eða fulltrúar almanna- samtaka. Til þessa dags hefur hún fimmtán sinnum haft umsjón með opinberu samráði um lagningu vega, járnbrauta og raflína, eða byggingu flugvalla eða virkjana. Ný viðmið Þótt vinnulag á borð við þetta hafi orðið sí- fellt algengara í Frakklandi, er það ekki því að þakka að vitundarvakning hafi átt sér stað um borgaralegan þegnskap. Skýringa er fremur að leita í því sem hefur verið að gerast frá því á sjöunda áratugnum innan stjórnsýslunnar, hjá stjórnmálamönnum og í samfélaginu almennt, þar sem hugmynd- inni um almenna þátttöku í ákvörðunum hefur vaxið fiskur um hrygg sem viðbrögð við því að andófshreyfingar gengu í end- urnýjun lífdaganna. Það er alveg ljóst að andófið hefur leitt til aukins samráðs. Stór- framkvæmdir og skipulagning borga og landsvæða er gott dæmi um þetta: á síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar leiddi víðtækt andóf gegn fyrirætlunum um lagn- ingu hraðbrauta og járnbrauta til þeirrar niðurstöðu að eitthvað væri að í lýðræðinu og í því hvernig staðið er að framkvæmdum á borð við þessar. Löggjafinn sannfærðist um það að nauðsynlegt væri að byggja lög- mæti og réttmæti slíkra framkvæmda í samvinnu við íbúa viðkomandi landsvæða. Það er ekki lengur hægt að beygja fjöldann undir svokallaðan „almannahag“ án víð- tækrar umræðu. Ástæðurnar fyrir þessu er af tvennum toga. Annars vegar eru ólíkir hagsmunir (efnahagslíf, samfélag, um- hverfi) í vaxandi mæli taldir til sameig- inlegra verðmæta og því álitið mikilvægt að unnt sé að sætta þá á viðunandi hátt. Hins vegar hefur staða stjórnmálamanna, stjórn- sýslunnar og sérfræðinga breyst að því leyti að spurningamerki er sett við rétt þeirra til að taka ákvarðanir. Í Frakklandi hefur vöxtur þátttökulýðræðis breytt al- mennum skilningi á lögmæti ákvörð- unarvaldsins: ákvarðanir eru ekki lengur taldar réttmætar séu þær teknar ofanfrá og sé viðmið sameiginlegra ákvarðana ein- vörðungu þjóðin sem heild. Ný hugsun er að taka við þar sem réttmæti og lögmæti ákvarðana kemur neðanfrá, byggist á sam- ræðu og tillit er tekið til aðstæðna hverju sinni. Er þátttökulýðræði leið til sátta? En þótt meira sé skrafað í tengslum við op- inbera ákvarðanatöku, er hún þá að sama skapi orðin lýðræðislegri? Sé rætt við þá sem komið hafa að slíkri ákvarðanatöku, virðist reynsla þeirra fyrst og fremst ein- kennast af vonbrigðum. Allir virðast sam- mála um að hið opinbera samráð sé ekki nógu lýðræðislegt. Ýmist var ekki efnt til samráðs á réttu augnabliki, eða um rétta viðfangsefnið, eða með óviðunandi upplýs- ingagjöf. Mest var þó kvartað yfir því að ekki var haft samráð við rétta aðila. Hér verður þó að benda á að væntingar fólks eru oft mjög mótsagnakenndar. Það getur kvartað yfir því að hafa verið kvatt til sam- ráðs of seint, þegar búið var að skilgreina framkvæmdina of nákvæmlega, eða of snemma þegar fyrirætlanir eru enn of óljósar og illhöndlanlegar. Einnig eru stjórnvöld gagnrýnd fyrir að leggja fram gögn sem eru of einföld og ágripskennd, og fela e.t.v. það sem skiptir verulegu máli. Um leið geta þau verið átalin fyrir gögn sem séu of tæknileg og ítarleg og kæfi það sem skiptir máli í talna- og pappírsflóði. Hvort tveggja er talið andlýðræðislegt. Á hinn bóginn telja þeir sem standa fyrir hinu opinbera samráði að þátttakendurnir einblíni um of á eigin hagsmuni eða þá að afstaða þeirra einkennist af skorti á skyn- semi eða hæfni til að skilja hvað um ræðir. Um leið kvarta þeir yfir því að aðrir lami samráðsferlið með of miklum kröfum um sérfræðiálit eða með því að setja það í of víðtækt pólitískt samhengi. Þeir sem hafa hið endanlega ákvörðunarvald kvarta sum sé bæði yfir of lítilli þátttöku almennings og of mikilli. Í báðum tilfellum eru aðilarnir sífellt að draga í efa lögmæti hvorir ann- arra. Innbyggður ófullkomleiki? Segja má að það sé óaðskiljanlegur fylgi- fiskur lýðræðisins að fólk verði fyrir von- brigðum með það: Hvorki er hægt að finna samráðskerfi né þátttakanda í samráði sem rísi fyllilega undir hinni lýðræðislegu hug- sjón. Þó skiptir meira máli að ólíkir aðilar samfélagsins eru virkir í lýðræðinu og það mótast því ævinlega af mismunandi valda- stöðu sem einnig mótar það hvernig hinu lögbundna lýðræðislega samráði er háttað. Þeir sem standa fyrir slíku samráði óttast að það geti grafið undan samfélaginu og leitast við að stýra samráðinu eins og þeir geta. Stundum bregða menn á það ráð að tefla fram þátttakendum sem þeir þykjast vita hvað þeir muni segja. Þá er verið að hampa ákveðinni orðræðu sem gerir kleift að gera samræðuna innan valdastofnana opinbera, frekar en að búa til stofnun utan um opinbert samráð. En einnig er gripið til gagnstæðra aðferða: þá er ekki verið að þrengja hópinn sem tekur þátt í samráðinu, heldur höfða til eins margra aðila og mögu- legt er til að láta orðræðu þeirra sem gagn- rýna fyrirætlanir stjórnvalda líta út fyrir að vera einangruð og alls ekki í samræmi við vilja þorra almennings. Þá verður ekki jafnkostnaðarsamt að hunsa gagnrýn- israddirnar. Um fram allt geta þeir sem ákvörðunarvaldið hafa brugðið á það ráð að láta ekkert uppi um fyrirætlanir sínar: þá vegur viðleitni þeirra til að fá almenning til að tjá sig upp á móti freistingunni þess að þegja. Þegar þessi ólíka reynsla er skoðuð, kemur í ljós að tilkoma Sjálfstæðu nefnd- arinnar um opinbert samráð (CNDP) leiðir til meira jafnvægis í skoðanaskiptum og að ekki er jafn auðvelt að beita brögðum á við þau sem hér hafa verið rædd. Nýleg dæmi um opinbert samráð undir stjórn hennar sýna að þátttakendur telja hana tryggja að almenningur komi sínum sjónarmiðum á framfæri og að hún þrýsti á fram- kvæmdaraðilann um að skýra betur fyr- irætlanir sínar. Valdbeiting gagnrýnd Hvað sem þessu líður, þá fylgir lýðræð- islegri þátttöku af því tagi sem hér hefur verið lýst þar sem rými fyrir opinbera sam- ræðu er vel skilgreint – þrátt fyrir gildrur og ófullkomleika hennar (e.t.v. vegna þeirra) – einnig gagnrýni á það hvernig valdbeiting á sér stað í samfélaginu. Borg- ararnir, einkum og sérílagi ef þeir eru vel skipulagðir, fá þannig tækifæri til að minna á að það sem allt slíkt samráð snýst um er einmitt hvernig almannaheill er skilgreind og hver tekur þátt í að skilgreina hana. Og það raskar hefðbundinni einokun bæði þeirra sem ákvarðanirnar taka og sérfræð- inganna sem þeir leita til. Það er einmitt vegna þess að hvorki er hægt að neita því að um átök sé að ræða, né kæfa þau í fæð- ingu, sem vinnulag á borð við það sem hér hefur verið lýst endurnýjar það hvernig op- inber ágreiningur verður til, með hvaða leiðum hægt er að leysa úr honum og hverjir það eru sem taka þátt í því. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá hefur þegar orð- ið mikill ávinningur af þessu nýja samráði því framkvæmdirnar verða yfirleitt um- fangsminni og skilvirkari ef þær eru hann- aðar í samráði við þá sem búa í nágrenni við þær eða eiga að njóta árangurs þeirra. Ákvarðanatakan missir einnig geðþóttablæ- inn, meira að segja í augum þeirra sem urðu undir en tóku þó þátt í samráðsferl- inu. Almennur skilningur á sameiginlegum ákvörðunum eykst því samráðsferlið er líka lærdómsferli. Loks hefur þátttaka borgaranna í ákvarðanatöku einn kost í viðbót. Hún ýtir undir að þeir axli ábyrgð, bæði sem ein- staklingar og hópar. Að því leyti er al- mennt samráð fyrir ákvarðanatöku mun betra en hvaða upplýsingaherferð sem er, hversu söluvænleg sem slagorð hennar eru, því það gerir öllum almenningi kleift að skilja hve viðfangsefni samtímans eru flók- in og hve lítið svigrúm er í raun fyrir að- gerðir bæði einstaklinga og hópa. Lýðræð- isleg samráðsferli breyta því sambandi einstaklinga við stofnanir. Óneitanlega verður lýðræðið lýðræðislegra. Að gera lýðræði lýðræðislegra með þátttöku borgaranna Á síðustu fimmtán árum hafa átt sér stað verulegar breytingar á laga- og reglugerð- arramma í Frakklandi sem kveður á um það hvernig ber að hafa samráð við borgarana um opinber mál sem varða þá. Hvers vegna er þessi leið farin og hver er árangurinn? Sandrine Rui er doktor í félagsfræði við Université de Bordeaux II. Hún vinnur undir merkjum Centre d’Analyse et d’Intervention sociologique, sem er rann- sóknastofnun í París sem stofnuð var af Alain Tour- aine. Rannsóknir hennar og kennsla fjalla um ný form þátttökulýðræðis, en einnig um átök sem fylgja því þeg- ar stefnu stjórnvalda er hrint í framkvæmd. Hún hefur gefið út bókina La démocratie en débat. Les citoyens face à l’action publique, A. Colin, Paris, 2004. Hún starfar einnig hjá ráðgjafarfyrirtækinu C&S Conseils (Paris), sem sérhæfir sig í að skipuleggja og meta sam- ráðsferli og opinbera umræðu. Eftir Sandrine Rui rui.sandrine @wanadoo.fr Franska fordæmið Með nokkurri einföldun má segjaað baráttan fyrir betra lýðræðifari einkum fram á tvennum vígstöðvum: Annars vegar gegn ofríku ríkisvaldi, hins vegar gegn „kapítalisma án viðnáms“ („frictionless capitalism“) eins og m.a.s. Bill Gates kallar óheft efnahagslegt vald. Stundum renna þess- ar vígstöðvar saman í einar þegar þessi valdamestu öfl taka höndum saman. Baráttan sem svokallaðir hnattvæðingarandstæð- ingar heyja beinist eink- um gegn hinni nýju yf- irþjóðlegu pólitík kapítalsins. Ein helsta ástæðan er sú að þrátt fyrir að stjórn- völd hafi víðast hvar greitt götu stórfyr- irtækja í von um að auka með því hag- vöxt ríkjanna hefur bilið milli ríkra og fátækra bæði innan einstakra ríkja og á heimsvísu síður en svo minnkað. Konur fá ekki í sinn hlut nema 10% af vinnu- launum heimsins og þær eru aðeins skráðar fyrir 1% af auðæfum hans. Auð- ur hinna ríku eykst m.a. fyrir tilstuðlan láglaunavinnuafls sem ýmist er staðsett í fátækari heimshlutum eða flutt inn til ríku landanna, eins og bygginga- framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun bera glöggt vitni. Vandamál heimsins eru komin inn á gafl hjá okkur sjálfum. Af þessu verður að draga þá ályktun að ef fjalla á um lýðræði af einhverju viti verður að gera það í hnattrænu sam- hengi. Það er þörf á nýjum samfélags- sáttmála um réttláta heimsskipan. „Kap- ítalismi með manneskjulegt andlit“ og virkt þátttöku- eða samráðslýðræði er draumsýn þeirra sem vilja breyta. Hinir sem vilja halda áfram á sömu braut og hingaðtil eru reknir áfram af græðgi sem er blygðunarlaus andspænis hróp- andi misrétti og misskiptingu gæða. Alþjóðlegt viðskiptaumhverfi felur í sér í hættu á spillingu sem lýðræði staf- ar ógn af. Nú þegar íslenskt athafnalíf hnattvæðist í auknum mæli (á Austur- landi verða 3–4000 manns að starfa fyr- ir erlend stórfyrirtæki á næstu árum) er full ástæða til að velta fyrir sér hvort stjórnvöld og íslenskt samfélag hafi varnarmátt gegn ofríki erlendra stór- fyrirtækja. Samkvæmt nýlegri úttekt Ríkjahóps Evrópuráðsins á spillingu (Greco-skýrslan) er íslenskt stjórnkerfi ekki nægilega í stakk búið til að verjast spillingu. Íslenskt efnahagskerfi, stjórn- mála- og embættismenn, geta af þessum sökum auðveldlega orðið of auðsveipir samstarfsaðilar erlendra stórfyrirtækja. Það er gjaldið sem pólitískt vald greiðir fyrir bakstuðning hins efnahagslegs valds. Hér á landi þarf þess vegna að byrja á því að gera fjárreiður stjórn- málaflokka opinberar til að samspil efnahagslegs og pólitísks valds geti orð- ið sýnilegra. Það væri óhjákvæmilega fyrsta skrefið til varnar ýmsum þeim hættum sem steðja að lýðræði á tímum óhefts kapítalisma. Slíkt gagnsæi er ein mikilvægasta forsenda þess að skapa traust milli stjórnvalda og almennings. Á grundvelli trausts sem byggist á gagnsæi valds og valdahlutfalla skapast möguleikar til samráðsferla milli stjórn- valda og almennings, sem Sandrine Rui telur vera helsta vaxtarbrodd lýðræðis. Ef lögmæti ákvarðana um almannaheill á að koma neðan frá fyrir tilstilli sam- ráðs við almenning og hagsmunahópa verða valdahlutföll og þeir hagsmunir sem tekist er á um að liggja ljós fyrir. Að öðrum kosti er hætt við að það vald sem á að koma neðan frá við ákvarð- anatöku um stór mál megi sín í raun lít- ils. Gegn ofríki stjórnvalda og óheftum kapítalisma Eftir Sigríði Þorgeirsdóttur sigrthor@hi.is Höfundur er dósent í heimspeki við Háskóla Íslands.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.