Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.2004, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.2004, Blaðsíða 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 9. október 2004 | 11 ÞEGAR Alþingi Íslendinga er sett gengur þing- heimur sem snöggvast úr Alþingishúsinu og yfir í Dómkirkjuna til að hlýða þar á Guðsorð. Þetta er gömul hefð sem kannski einhvern tíma hafði bein- línis tilgang, jafnvel þann að minna þingmennina á að öll lögin sem þeir væru að fara að setja skírskoti á endanum til laga sem Guð hafi sett. Einhvern veginn læðist að manni sá grunur að núorðið taki þingmenn þessari áminningu mátulega alvarlega, ef þeir þá yfirleitt hvarfla huganum að Guðslögum svona rétt á meðan þeir sitja þarna í Dómkirkjunni og bíða þess að komast í heitu umræðurnar á þinginu og ákveða hvernig landslýður skuli nú haga sér. Kannski hafa mannanna lög einhvern- tíma skírskotað til laga sem sett eru af Guði, en það má efast um að þau geri það lengur. Aftur á móti vaknar þá óneitanlega sú spurning hvert mannanna lög, til dæmis þau sem sett eru á Al- þingi við Austurvöll, skírskoti og sæki réttmæt- ingu sína. Þurfa þau kannski alls ekki að sækja sér réttmætingu eitt eða neitt? Eru þau réttmæt í sjálfu sér? Ef þau skírskota ekki til neinna sér æðri laga, hvernig er þá hægt að telja sjálfgefið að einhver lög séu yfirleitt? Hvað eiga sumir menn með að setja lög og ætlast til að aðrir menn fari eft- ir þeim? Er þetta ekki bara kúgun af verstu sort? Hvað eru lög annað en valdatæki þeirra sem ráða? Þetta eru heimspekilegar spurningar um lög, og það eru einmitt þannig spurningar sem Tómas af Aquino spurði í þessu litla riti, Um lög. Hann var ekki að velta fyrir sér einstaka löggjöfum, rétt- mæti þeirra eða óréttmæti. Vangaveltur hans rista dýpra, niður að sjálfum grundvallaratriðum laga. Hvað þau séu, hvaðan þau komi og hvers vegna og til hvers þau séu. Tommaso d’Aquino hét hann réttu nafni, samkvæmt inngangi Garðars Gísla- sonar, og var Ítali, fæddur um áramótin 1224–25 á höfuðbóli ættarinnar miðja vegu á milli Rómar og Napólí. Hann varð Dóminíkanamunkur, guðfræð- ingur og skólaspekingur, meðal annars. Um lög er hluti af yfirliti Tómasar um guðfræði, Summa Theologiæ, sem hann skrifaði á árunum 1265–73 en náði ekki að ljúka fyrir dauða sinn 1274. Skilgreining Tómasar á lögum er einföld og skýr: „Annars vegar eru þau regla um athafnir manna; hins vegar hafa þau þvingunarvald.“ Það sem ekki hefur þessi tvö einkenni getur ekki kall- ast lög. Hann segir lög skiptast í þrjú þrep: Æðst eru Guðslög, þá koma eðlislög og neðst sitja mann- anna lög. Þau síðastnefndu lúta eðlislögunum í þeim skilningi að verða að samræmast þeim. Mennirnir geta ekki sett lög sem stangast á við eðlislögin. Allt lýtur þetta svo Guðslögum, sem aft- ur á móti lúta engum öðrum lögum, enda Guð ekki undir neinn settur. Það er þessi goggunarröð sem líklega var verið að minna íslenska þingmenn á með því að fara með þá í Dómkirkjuna áður en þeir settust að setningu sinna eigin mannalaga. En þá vaknar spurningin sem vikið var að hér að ofan, hvort þessi skilgreining Tómasar á þrep- skiptingu laganna sé ennþá gild, og ef ekki, hvort vanti ekki eitthvað í lagahugmyndina eins og við þekkjum hana núna. Það verður að teljast ólíklegt að þingmenn hugsi mikið um Guð þegar þeir setja lög. Guði hefur fyrir talsvert löngu verið pakkað niður, ef svo má segja, og það fer ekki mikið fyrir honum í huga manns í brauðstritinu. Kannski því miður, en því verður ekki neitað að hann er kominn í aukahlutverk í tilveru flestra Vesturlandabúa. Í ljósi þessarar staðreyndar, svo dapurleg sem hún annars má teljast, hlýtur maður að spyrja hvort Dómkirkjurölt þingmanna við þingsetningu sé ekki orðið að algerlega innantómu formsatriði, sem vísast væri búið að leggja niður ef ekki vildi svo heppilega til að það eru ekki nema nokkur skref úr Alþingishúsinu yfir í kirkjuna. Það er að segja, skírskota lögin sem þingmennirnir setja í raun og veru til laga Guðs? Ef svo er ekki má segja að hugmyndir Tómasar um lög séu úreltar að þessu leyti. Tímans tönn hef- ur strikað Guð út úr myndinni, að minnsta kosti sem virkan þátttakanda, þótt vísast megi rekja sögu margs lagabókstafsins aftur til Guðsorðs. En lög sækja ekki lengur réttmæti sitt til Guðslaga. Það myndi þykja dálítið undarlegt, og ekki mjög sannfærandi, svo ekki sé nú meira sagt, ef ráð- herra eða þingmaður legði fram lagafrumvarp og færi í rökstuðningi sínum fyrir því eitthvað að fabúlera um að þetta frumvarp væri í samræmi við vilja Guðs. Ólíklegt að sá maður næði endurkjöri. En skiptir þetta nokkru máli? Er lagahugmyndin eins og hún líklega er í hugum flestra nútíma- manna nokkuð ónýtari en hugmynd Tómasar þótt sá efsti í goggunarröðinni hafi verið strikaður út? Þurfum við nokkuð á Guði að halda þegar við setj- um lög? Tómas spurði reyndar þessarar spurningar sjálfur, og svaraði henni afdráttarlaust játandi af fjórum ástæðum. Í fyrsta lagi er „manninum skip- að markmið eilífrar hamingju, sem er ofvaxið eðl- ekkert annað en sú tegund guðlegrar visku sem stýrir öllum athöfnum og hreyfingum“, segir hann. Með Upplýsingunni var mannleg skynsemi sett í þetta hlutverk, og einhverjir tóku því svo alvarlega að þeir bókstaflega reistu skynseminni altari. Það er kannski augljóst svar að nú á tímum séu mark- aðslögmálin að verða í hugum margra jafn sjálf- gefin „eilíf lög“ og Guðslög voru í huga Tómasar. Aðrir neita að samþykkja nokkuð annað en nátt- úrulögmálin. Þetta hljómar auðvitað mótsagnakennt: Að „ei- líf“ lög séu breytileg frá einum tíma til annars. „Ei- líf“ lög hljóta samkvæmt skilgreiningu að gilda á öllum tímum. En hérna merkir „eilíf“ eiginlega frekar „hinstu“, það er, það sem ekki verður séð handan við. Ysta sjónarrönd. Og okkar ysta sjón- arrönd er sífellt að færast utar eftir því sem okkur vex þekking. Núorðið þykjumst við jafnvel sjá handan við Guð. Eilífu lögin eru því afstæð í þess- um skilningi, bæði frá einum tíma til annars og líka frá einum heimshluta til annars. Hryðjuverkastr- íðið nú á dögum á sér einmitt rætur í þessari stað- reynd. Það er á endanum trúarstríð þar sem stríð- andi fylkingar eru hver og ein að verja sinn skilning á því hvað eru hin eilífu lög. En það er kannski hægt að vera öllu jarðbundn- ari og pragmatískari þegar maður veltir fyrir sér innsta eðli laganna og segja sem svo, að þótt dóm- greind mannanna sé sannarlega skeikul og þeir setji misgáfuleg lög á þvers og kruss getum við al- veg látið þar við sitja og bara breytt lögunum eftir því sem í ljós kemur hversu ógáfuleg þau eru og reynt að setja eins gáfuleg lög og okkur framast er unnt. En munum bara alltaf að engin lög eru óskeikul því að enginn maður er óskeikull. Ef við höfum þetta í heiðri getum við komist af án Guðs. Samkvæmt þessu er litið á lög fyrst og fremst sem leikreglur eða tæki til að stilla til friðar í mannlíf- inu. Tómas víkur að þessu hlutverki þeirra næst- um eins og sem aukagetu: Agavald laganna segir hann mikilvægt til þess að maðurinn eigi mögu- leika á „að ná fullkomnun dyggðarinnar“, en „þar eð sumir eru spilltir og hneigjast til lasta“ þarf að hemja þá með því að gera þá hrædda „svo að þeir myndu að minnsta kosti […] láta aðra í friði“. Samkvæmt þessu eiga lög ekkert skylt við æðri visku eða dyggð heldur eru einfaldlega hugmynd sprottin úr því kannski svolítið rolulega lífsviðhorfi sem ein frægasta rola sögunnar, enski heimspek- ingurinn Thomas Hobbes, orðaði á þá leið, að án reglna sem allir hlýddu yrði tilvera mannsins eitt allsherjarstríð allra gegn öllum „og líf mannsins einmanalegt, fátæklegt, andstyggilegt, villimann- legt og stutt“. iseiginleikum hans“ og þess vegna verður maður að lúta lögum Guðs til að geta náð þessu markmiði, það er að segja, að verða hamingjusamur. Í öðru lagi vegna þess að „sakir skeikulleika dómgreindar mannsins“ þá verða menn oft ósammála um hvað skuli gera, og þar af leiðandi setja þeir „ólík og andstæð lög“. Einu lögin sem maður getur verið alveg viss um að skjátlist ekki eru lög Guðs. Í þriðja lagi vegna þess að til að maður geti orðið dyggðugur þarf maður að breyta rétt bæði í at- höfnum sínum og hugsunum, og það er ekki hægt að setja mannalög um hugsanir (þótt ekki hafi mis- vitrir stjórnmálaskörungar hikað við að reyna það), og þörf á Guðslögum til að segja manni til um rétta breytni hugans. Í fjórða lagi vegna þess að á endanum sleppur maður alltaf með eitthvað undan réttvísi mannanna, og til að tryggja að manni verði nú örugglega refsað fyrir allar misgjörðir þurfa lög Guðs að ná yfir mann. Þessi röksemdafærsla Tómasar er að einu leyti sannfærandi enn þann dag í dag. Það sem hann nefnir í öðru lagi, um „skeikulleika dómgreindar mannsins“, er jafn rétt núna og það var þegar Tómas skrifaði þetta, og verður líklega satt um ókomna tíð. Þess vegna virðist hugmyndin um mannalög sem ekki skírskota til neinna æðri gilda en sjálfra sín og visku þeirra sem setja þau vera ónýtari lagahugmynd en hugmynd Tómasar. En það er ekki þar með sagt að æðstu lögin þurfi endilega að vera lög Guðs. Getur ekki verið að ein- hver eða eitthvað annað gegni núna því hlutverki sem Tómas sagði Guð gegna? Væri ekki nær að í stað þess að fara í Dómkirkjuna við þingsetningu færu þingmennirnir út í Vatnsmýri og heimsæktu Íslenska erfðagreiningu eða Öskju, náttúrufræði- hús Háskólans, eða hvoru tveggja – bæði húsin eru á svipuðum slóðum svo þetta yrði ekki nema ein ferð – og hlýddu á vísindalega fyrirlestra um mannlegt eðli og gróðurhúsaáhrif? Þeir myndu svo hafa þetta tvennt í huga þegar þeir byggju til lög. Eða ætti þingheimur að fara upp á Laugaveg og í Kauphöllina og fá þar uppfræðslu um lögmál markaðarins? Með öðrum orðum: Hvert skírskota mannalögin okkar núna í raun og veru? Hvaða æðri gildi ber misvitrum (þing)mönnum að hafa í huga þegar þeir setja sjálfum sér og öðrum „reglu um athafnir“ og ákveða hvenær megi þvinga fólk? Þótt segja megi að Guði hafi verið sagt upp er ekki þar með sagt að staðan hans, toppurinn í þrí- þrepskiptingu laganna, hafi verið lögð niður. Þegar maður veltir fyrir sér þeim spurningum sem Um lög fjallar um hlýtur maður að leita svars við því, hvað sé á hverjum tíma í hlutverki þess sem Tómas taldi sjálfgefið að Guð væri í. Hvaðan koma okkur núna „eilífu lögin“, sem hann nefnir svo, og sagði koma frá Guði? „Og þess vegna eru eilífu lögin Um lög Guðs og mannanna BÆKUR Um lög Íslensk þýðing eftir Þórð Kristinsson með inngangi eftir Garðar Gíslason. Hið íslenzka bókmenntafélag, 2004. TÓMAS AF AQUINO Tómas af Aquino spurði heimspekilegra spurninga um lög í þessu litla riti, Um lög. Kristján G. Arngrímsson Listamaðurinn og læknirinn AlaBashir var hluti af innsta hring Saddams Hussein Íraksforseta í ein tuttugu ár og finnst það í góðu lagi, en bók Bashirs um kynnin af Saddam kom út í Danmörku á dögunum. Bók- in nefnist Saddams Livlæge, eða Líf- læknir Saddams og fjallar Bashir, sem nú starfar sem lýtalæknir í Ósló, þar um árin í þjónustu forsetans. En í bók- inni kemur m.a. skýrt fram hve mikið traust Saddam hafði á lækninum, en Bashir viðurkennir líka í viðtali við danska blaðið Information að hafa viljandi sleppt því að segja frá mörgum per- sónulegum atriðum í tengslum við forsetann þar sem hann telji þau ekki koma öðrum við. „Ég hef einsett mér að segja söguna jafn nákvæmlega eins og ég get og þess vegna hef ég einskorðað mig við að segja aðeins frá því sem ég sjálfur upplifði. Enda komumst við ekkert áfram með því að blása í glæður haturs og hefni- girni. Það er ekki það sem Írak þarfnast,“ hefur blaðið eftir Bashir.    Breski leikarinn John Thaw, semer Íslendingum að góðu kunnur sem Morse lögreglufulltrúi og mála- færslumaðurinn Kavanagh, er við- fangsefni ævisögu Sheila Hankock, sem þykir að mati Guardian fjalla á einkar hreinskil- inn en jafnframt ástúðlegan hátt um ævi eigin- manns síns. Han- cock og Thaw voru gift í ein 28 ár, en Thaw lést úr krabbameini 2002 og segist Hancock einfaldlega ekki hafa treyst neinum öðrum en sér sjálfri til að segja sögu hans. Bókin nefnist The Two of Us – My Life with John Thaw, Við tvö – Ævin með John Thaw, og fjallar af hreinskilni en jafnframt nærgætni og þokka um jafnvel óþægilegustu málefni eins ogalkóhólisma og þunglyndi Thaw, sem og ást hans og Hancock og að- skilnað.    Ævi Lucreziu Borgia hefur lengiverið sveipuð vissri dulúð og mýtan ekki alltaf skilin frá raunveru- leikanum, enda er Lucreziu gjarnan minnst sem íturvaxins en blóðþyrsts kynlífsfíkils. Sarah Bradford fjallar um Borgia í nýjustu bók sinni Lucr- ezia Borgia: Life, Love and Death in Renaissance Italy eða Lucrezia Borgia: Ævi, ástir og andlát á Ítalíu endurreisnartím- ans og er bókin fyrsta ítarlega stúdían um Borgia í rúm 50 ár. Bókin er byggð á þúsund- um skjala úr skjalasöfnum Modena, Mantúa, Míl- anó og sjálfu Vatíkaninu og velur Bradford þá leið að skrifa söguna í fyrstu persónu og láta Borgia sjálfa lýsa ævi sinni. Þessi aðferð skilar að mati gagnrýnanda Daily Telegraph einkar áhugaverðri lesningu, þar sem Ítalía endurreisnartímans ekki síður en eilíf valdabarátta Borgia ætt- arinnar nái að koma lesandanum ljós- lifandi fyrir sjónir.    Bandaríski rithöfundurinn Aug-usten Burroughs sem hlaut mikið lof gagnrýnenda fyrir bók sína Running with Scissors sendi nýlega frá sér bókina Magical Thinking, eða Töfrahugsanir, eins og heiti hennar gæti útlagst á íslensku. Býr sú bók að mati gagnrýnanda New York Times yfir sömu kaldhæðnu kímninni og fyrri verk Burroughs, sem hefur í raun gert það að einu aðalsmerki sinna skrifa að sjá húmorinn, sem öðrum er falinn, í grafalvarlegum og oft sársaukafullum atvikum. Að þessu sinni er um að ræða safn stuttra ritgerða og atvikasagna sem leiftra af kímni er best lætur þó smá- sagnaformið setji höfundinum vissu- lega þrengri skorður en hann á að venjast. Augusten Burroughs Sheila Hancock Erlendar bækur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.