Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.2004, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.2004, Blaðsíða 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 9. október 2004 | 15 Kvikmyndir Borgarbíó, Akureyri: Blindsker Dodgeball  (SV) Collateral  (HL) Pokémon 5  (HL) White Chicks  (HJ) Á Saltkráku Háskólabíó Næsland  (HJ) Collateral  (HL) Wicker Park  (HJ) The Terminal  (SV) The Bourne Supremacy  (SV) Shrek 2  (SV) Laugarásbíó Cellular Dodgeball  (SV) Collateral  (HL) Anchorman  (HL) Pokémon 5  (HL) Á Saltkráku Regnboginn Blindsker Cellular Dodgeball  (SV) Dís  (HJ) Notebook  (HL) Sambíóin Reykjavík, Keflavík, Akureyri Wimbledon Resident Evil: The Apocal- ypse  (SV) Yu-Gi-Oh! Collateral  (HL) The Princess Diaries 2  (HL) Anchorman  (HL) Wicker Park  (HL) Harold and Kumar go to white castle  (HJ) Thunderbirds  (SG) Shrek 2  (SV) Gauragangur í sveitinni  (SV) Smárabíó Blindsker Dodgeball  (SV) White Chicks  (HJ) Pokémon 5 (HL) Man on Fire  (HL) Grettir/Garfield  (SV) Myndlist Gallerí Banananas: Sigrún Hrólfsdóttir opnar einkasýn- ingu. Nýjar teikningar og skúlptúr. Til 7. nóv. Gallerí I8: Gjörningaklúbb- urinn. Til 23. okt. Gallerí Kambur: Lone Mertz – Frá Himalaja til Heklu. Til 3. okt. Gallerí Skuggi: Sigrún Guð- mundsdóttir (Sifa) – Stillur. Sýningin samanstendur af textílverkum. Gallerí Sævars Karls: Ingi- björg Hauksdóttir sýnir óhlutbundnar myndir. Gerðarsafn: Í blóma/En cierne, spænsk nútíma- myndlist unnin unnin á papp- ír. Til 7. nóv. Gerðuberg: Alþýðulistamað- urinn Sigurður Einarsson sýnir olíumálverk í Boganum. Náttúra og þjóðtrú. Til 30. okt. Grafíksafn Íslands: Salur ís- lenskrar grafíkur. Síðasta sýningarhelgi Benedikts S. Lafleur landslag í mótun. Hafnarborg: Valgerður Hauksdóttir, Deborah Corn- ell, Paolo Ciampini og Richard Cornell sýna grafík, innsetn- ingar og hljóðverk. Til 11. okt. Hallgrímskirkja: Haustsýn- ing Magdalenu Margrétar Kjartansdóttur í fordyri kirkj- unnar. Til 25. nóvember. Íþróttahúsið Eiðum: Dieter Roth. Til des. Kjarvalsstaðir: Ragna Ró- bertsdóttir – Kynngikraftur. Til 31. okt. Kling og bang: Ólöf Björns- dóttir opnar sýninguna Lopa- meyja. Til 24. okt. Kunstraum Wohnraum, Ása- byggð 2, Akureyri: Ulrike Scoeller. Til 21. okt. Listasafn Akureyrar: Boyle- fjölskyldan. Til 24. okt. Listasafn ASÍ, Freyjugötu: Þorri Hringsson, málverk frá 2003–2004. Þórunn Hjart- ardóttir, innsetning. Til 10. október. Listasafn Íslands: Tilbrigði við stef: Guðmunda Andr- ésdóttir – yfirlitssýning. Sýn- ing á forvörslu í Listasafni Ís- lands. Til 31. okt. Listasafn Reykjanesbæjar: Ása Ólafsdóttir myndlist- arsýning. „Sýning Ásu vekur upp áleitnar spurningar um skilin milli handverks og myndlistar, milli persónu- legrar sköpunar og listmuna- gerðar. Ása vinnur verk sín sjálf frá grunni, hún handlitar garnið og skapar með mis- litum þráðum ferli tilviljunar og sköpunar sem erfitt er að ráða í. Þessir mislitu þræðir Ásu minntu mig á garnið sem hefur fengist undanfarin misseri og ætlað er til sokka- og vettlingaprjóns. Það er mislitt svo að þegar prjónað er skapast af sjálfu sér óreglu- legt litamynstur og sá sem ekki þekkir til ætlar án efa að mikil vinna hafi farið í mynst- urgerðina. Mislitt garn Ásu skapar óreglulegt mynstur á svipaðan hátt en manni er ekki ljóst að hversu miklu leyti mynstrið er ákveðið fyr- irfram. Þessi þáttur tilviljunar er heillandi en um leið er eitt- Safnasafnið: 11 nýjar sýn- ingar. Safn – Laugavegi 37: Ívar Valgarðsson, blönduð tækni. Pieter Holstein, grafík og málverk. Til 24. okt. Harpa Árnadóttir, málverkasýning til 7. nóv. Safn Ásgríms Jónssonar: Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar. Salur íslenskra myndlist- armanna: Jónas Bragi Jón- asson. Ný og eldri verk. Slunkaríki: Jón Óskar, blönd- uð tækni á pappír. Til 17. okt. Leiklist Austurbær: Vodkakúrinn, lau, sun. Borgarleikhúsið: Chicago, lau. Lína langsokkur, sun. Rómeó og Júlía lau., sun. Geit- in – eða hver er Sylvía, sun. Héri Hérason, sun. Hafnarfjarðarleikhúsið: Úlf- hamssaga, sun. Iðnó: Tenórinn, sun. Íslenska óperan: Sweney Todd, sun. Leikfélag Akureyrar: Svik, sun. Loftkastalinn: Hinn útvaldi, sun. Þjóðleikhúsið: Þetta er allt að koma, lau. Dýrin í Hálsaskógi, sun. Svört mjólk, lau. hvað næstum því of auðvelt við hann. Þó er það ef til vill færni listakonunnar í að setja saman áferðarfallegar lita- samstæður sem gerir það að verkum að þetta virðist auð- veld lausn en eins og allir vita virðast erfiðir hlutir jafnan auðveldir í höndum þeirra sem vel kunna til.“ Ragna Sig- urðardóttir. Til 17. okt. Listasafn Reykjavíkur – Ás- mundarsafn: Maðurinn og efnið. Yfirlits- sýning. Til 2006. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Erró, Víðáttur. Yfirlitssýning. til 27. feb 2005. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir: Ragna Ró- bertsdóttir Kynngikraftur. Til 31. okt. Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar: Mánasigð. Grænlenska listakonan Isle Hessne. Norræna húsið: Norður og niður, samsýning norrænna listamanna. Til 31. okt. Nýlistasafnið: Grasrót #5, ungir íslenskir listamenn sýna. Einnig í sal Orkuveitu Reykjavíkur. Stendur fram í nóvember. Ráðhús Reykjavíkur: Jóhann G. Jóhannsson, Tindar og pýramídar. Til 10. okt. Síðasta sýningarhelgi. GUÐMUNDA Andrésdóttir átti langan feril að baki í málverkinu þegar hún lést komin á áttugasta aldursár. Hún smitaðist af sjúk- dómnum málverkinu á unga aldri, hafði ver- ið áhugasöm um myndlist en það var marg- fræg sýning Svavars Guðnasonar árið 1945 sem var eins og hún sagði sjálf hreint rot- högg, rothögg sem hún náði sér aldrei af heldur málaði allt sitt líf af einstakri ástríðu sem nú má lesa úr hverju einu og einasta málverka hennar sem fylla sali Listasafns Íslands. Guðmunda hóf nám árið 1946 þegar hún hélt til Svíþjóðar og ætlaði sér í auglýs- ingagerð en í dag getum við þakkað þeim kennurum hennar sem hvöttu hana til að snúa sér alfarið að myndlistinni, sem hún gerði. Eftir dvöl á Íslandi við kennslu fór Guðmunda til Parísar 1951 og var þar sam- tíða m.a. Hjörleifi Sigurðssyni, Valgerði Hafstað, Valtý Péturssyni, Gerði Helgadótt- ur og fleirum. Henni líkaði ekki við námið í Académie de la Grande-Chaumiere og flutti sig í Académie Ranson þar sem hún lærði undir handleiðslu Gustave Singier. Hún lagði snemma fyrir sig geómetríska ab- straktlist, hreinflatarstefnu og var á þessum tíma m.a. undir sterkum áhrifum frá Victor Vasarely. Hreinflatarstefnan er lýsandi dæmi um hversu mjög ríkjandi stefnur og straumar í myndlist móta starf listamanna. Fylgni Guðmundu og fleiri við stefnuna var mjög umdeild á sínum tíma, í viðtali sagði hún að einhverjir hefðu jafnvel orðið fyrir líkamsmeiðingum. Enn í dag virðist slík fylgni kannski bera vott um ósjálfstæði en hafa ber hugfast að listamenn á öllum tím- um vinna innan síns tíðaranda, reyndar er það sjálfsögð krafa á þá sem vilja hafa eitt- hvað áhugavert fram að færa. Guðmundu tókst líka það sem ekki var allra, hún fann sitt eigið myndmál innan þess ramma sem hún setti sér. Langur rannsóknarferill Abstraktlistin eftir stríð skiptist í stórum dráttum í tvennt, annars vegar ljóðrænt ab- strakt og hins vegar hreinflatarstefnuna. Hið ljóðræna abstrakt var ekki eins strang- lega bundið því að hreinsa myndflötinn af öllum tengslum við umhverfið og reyndar fara þó nokkur verka Guðmundu í þá átt á ýmsum tímum á ferli hennar. Guðmunda hefur sagt að listamenn hreinflatarstefn- unnar hafi verið afar uppteknir af því að myndverkið stæði sjálft án nokkurra tilvís- ana í t.d. náttúru eða manngerð form. Helst átti myndin líka að geta snúið á alla kanta, þó er víst að Guðmunda hefur aldrei sett myndum sínum svo ströng skilyrði. Í Lista- safni Íslands gengur áhorfandinn í gegnum allan feril Guðmundu en verkum hennar er raðað í salina í tímaröð. Góð viðbót við olíu- verkin eru vatnslitamyndir hennar og önnur minni verk sem sýna enn frekar hugsun og vinnulag listakonunnar. Ferli Guðmundu má í grófum dráttum skipta í nokkur tímabil en þó ber að gæta að því að allur hennar ferill er samhangandi vinna og næsta mynd ávallt unnin í einhvers konar samhengi við þá á undan, rannsókn hennar á litum, formum og hreyfingu er augljós þegar svo margar myndir hennar eru saman komnar á einum stað. Í allra fyrstu myndum Guðmundu í upphafi sjötta áratugarins mátti greina út- línur skipa eða húsa en slíkt hvarf fljótt og við tóku geómetrísk málverk sem byggðust eingöngu á samspili lita og forma, sum minna á steinda glugga nema hvað litirnir eru jarðneskari. Á sjöunda áratugnum hélt hún áfram á þessari braut en litameðferð hennar mýktist og tengslin við jörð og nátt- úru verða enn sterkari, sumar myndir henn- ar frá þessum tíma eru undurfallegar eins og t.d. myndin Vötn frá 1964. Á áttunda áratug kom hringformið inn í myndina og varð allsráðandi næsta áratuginn eða svo. Það er gaman að sjá allar þessar hring- amyndir Guðmundu saman komnar í einum sal, á einn bóginn er það allt of mikið í einu en um leið skapast skemmtileg hreyfing og mikið líf þegar augu manns hvarfla frá einni mynd til annarrar, maður verður hálfringl- aður en þó er forvitnilegt að sjá hversu óþreytandi Guðmunda hefur verið í leit sinni að réttu myndinni, líkt og tónskáld sem spil- ar sömu fáu nóturnar aftur og aftur þar til rétta samsetningin er fundin. Hringamyndir Guðmundu þróuðust síðan út í öldur og sveiglínur og þegar hún var komin á áttræðisaldur tóku einfaldari form og hreinni litir við, þá var líka eins og hún sjálf væri komin í hring á ferli sínum. Netbygging sjötta áratugarins birtist aftur í myndum hennar en nú á mun persónulegri og hnit- miðaðari hátt og þessar myndir gefa hinum fyrri ekkert eftir. Þrautseigjan blífur Við skoðun yfirlitssýningar sem þessarar er það þrautseigja Guð- mundu sem verður manni efst í huga, þrautseigjan sem er öllum listamönnum svo nauðsynleg birtist hér á hverjum vegg. Einn- ig staðfesta hennar innan síns ramma, henni tókst að finna allri sinni sköpun farveg í málverki sínu, nokkuð sem yngri lista- menn gætu haft að leiðarljósi. Guðmunda sjálf átti alla tíð erfitt með að sýna verk sín, sýningar Septemhópsins voru henni að því leyti mikil björg á sínum tíma. Þessi hlédrægni Guð- mundu er skiljanleg því maður finnur vel hvað hún hefur alla tíð lagt mikið af sál sinni í vinnu sína. Slíkt er ætíð erfitt að bera á torg og kasta í ljónagryfju gagnrýn- enda og almennings. Hún hefur fengið mis- jafna dóma fyrir sýningar sínar, sérstaklega áttu hringamyndir hennar erfitt uppdráttar um tíma og enn virðast þær valda fólki hug- arangri. Nú um stundir efast þó enginn lengur um það að hún var sérstaklega persónulegur og sterkur málari sem þorði að fara sínar eigin leiðir, einnig á þeim tímum þegar verk hennar mættu ekki skilningi. Þessi sýning á sinn þátt í því að skipa henni þann sess í íslenskri listasögu sem hún á skilið. Einnig er það alltaf ómet- anlegt að geta skoðað allan feril einstakra listamanna á einu bretti og almenningi er fengur í slíkum kynningum. Guðmunda hefur skil- ið mikið eftir sig og ekki má gleyma því að ást hennar á mynd- listinni heldur áfram eftir hennar dag í formi styrks þess sem hún ánafnaði ungu listafólki í erfðaskrá sinni. Ástríðumálari Ragna Sigurðardóttir MYNDLIST TILBRIGÐI VIÐ STEF Til 31. október. Listasafn Íslands er opið alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11–17. MÁLVERK, GUÐMUNDA ANDRÉSDÓTTIR (1922– 2002) Guðmunda Andrésdóttir „Nú um stundir efast þó enginn lengur um það að hún var sérstaklega per- sónulegur og sterkur málari sem þorði að fara sínar eigin leiðir, einnig á þeim tímum þegar verk hennar mættu ekki skilningi.“ Morgunblaðið/Golli

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.