Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.2004, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.2004, Blaðsíða 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 9. október 2004 Það er svakalegur kraftur í danskri kvik-myndagerð. Það hefur ekki farið framhjá neinum undanfarin ár. Lars VonTrier á örugglega stóran þátt í honum. Einnig Thomas Vinterberg. Og raunar Dogma- ævintýrið sem þeir tóku báðir þátt í. Á málþingi sem haldið var um síðustu helgi í tilefni af Dönskum dögum í Regnboganum (sem eru vafa- laust um það bil að fara fram hjá flestum kvik- myndaáhugamönnum sök- um slælegrar kynningar en þeim lýkur á morgun) töl- uðu dönsku kvikmynda- gerðarmennirnir Lone Scherfig og Kristian Levring meðal annars um áhrif Dogma á kvikmyndaiðnaðinn í heimalandi sínu. Þau voru sammála um að hinar ströngu reglur sem hreyfingin gekk út á hafi átt stóran þátt í að endurnýja kvikmyndagerðina í landinu og hugsanlega einnig haft áhrif á aðra norræna kvikmyndagerðarmenn. Scherfig taldi að Dogma hefði orðið til á tíma er danskar kvikmyndir ein- kenndust af þunglamalegri fagurgervingu og móralisma og mál hafi verið komið að hugsa hlutina upp á nýtt. „Með Dogma endurheimtum við veruleikann í dönskum kvikmyndum,“ sagði Scherfig. Líklega hitti Scherfig naglann á höfuðið. Ákveðin jarðbinding hefur einmitt einkennt margar danskar kvikmyndir og sjónvarpsþátt- araðir undanfarin ár. Þetta eru sögur af grunnpl- aninu, sögur um fólk sem áhorfendur hafa getað fundið sig í. Af Dogma-myndunum nægir að nefna Festen eftir Vinterberg og síðan mætti lengi telja en á hátíðinni sem nú stendur yfir er til dæmis verið að sýna hina frábæru mynd Arv- en eftir Per Fly, sem hlaut handritsverðlaun í San Sebastian í fyrra. Af sjónvarpsþáttum sem sýndir hafa verið hér á undanförnum misserum mætti nefna Taxi, Nikolaj og Julie og nú síðast Forsvar sem Sveinbjörn I. Baldvinsson var einn handritshöfunda að. Auðvitað byggja Danir á drjúgri hefð í kvik- myndagerð sinni sem hefur ekki síst einkennst af hinni mannlegu nálgun og sterkum, raunsæis- legum leik. Athyglisvert er að bera saman þróun Hollywood-mynda undanfarin ár og danska kvik- myndagerð í þessu ljósi. Á meðan Danirnir hafa fundið endurnýjunarkraft í meiri jarðtengingu, í frásagnarhætti sem kalla mætti hversdags- raunsæi og hinum realíska, átakalausa leik, þá hefur Hollywood týnt sér í ævintýraheimum og teiknimyndasögum, ófreskjumyndum og framtíð- artryllum þar sem áherslan er á sífellt stílfærð- ari og tilgerðarlegri leik. Auðvitað hefur Holly- wood ætíð stílað myndir sínar á dyggustu bíógestina sem eru á milli 16 og 24 ára og tekist það vel en það er jafnljóst að Dönum tekst mun betur upp við að gera myndir sem skírskota til reynsluheims hins vinnuþjáða, veruleikaþrúgaða, tilfinningaþjakaða og eilíft sakbitna fjöl- skyldufólks sem er á aldrinum 25 til 70 ára. Því miður eiga íslenskar kvikmyndir varla heima í þessu samhengi, í þeim er hvorki að finna ævintýralegan uppspuna né raunsæislega jarðnánd. Það er satt að segja erfitt að sjá út á hvað íslenskar kvikmyndir ganga nú orðið – en danska undrið er staðreynd. Danska undrið ’Líklega hitti Scherfig naglann á höfuðið. Ákveðin jarð-binding hefur einmitt einkennt margar danskar kvikmyndir og sjónvarpsþáttaraðir undanfarin ár.‘ Sjónarhorn eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Nikolaj og Julie Sögur af grunnplaninu. T veir ungir drengir, Ignacio og Enriq- ue, upgötva ástina, kvikmyndirnar og óttann í kaþólskum heimavist- arskóla í upphafi 7. áratugar síðustu aldar. Skólameistarinn faðir Manolo verður vitni – og þátttakandi – að þessum umskiptum í lífi þeirra. Leiðir þessa þriggja titilpersóna eiga eftir að liggja saman á ný síðar, og það tvisvar sinnum, undir lok 8. áratug- arins og á þeim 9. Endurfundirnir eiga eftir að hafa veruleg áhrif á líf – og dauða – þeirra allra. Í rökkrinu Þannig er stutt efnislýsing á nýjustu kvikmynd spænska kvikmyndagerðarmannsins Pedros Almo- dóvars sem heitir La mala educación eða Léleg lexía en hún verður forsýnd í Smárabíói nú um helgina í tengslum við Spænska menningarviku sem stendur nú yfir í Kópa- vogi. Myndin var frumsýnd fyrr á árinu á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi og hefur, líkt og flestar fyrri mynda Almodóvars, fengið lofsamlega dóma gagnrýn- enda. Myndin er að sögn Almodóvars óður til myndar Billys Wilders Double Indemnity en um leið alveg nýmóðins tegund af rökkurmynd; inni- lega heillandi blanda af gömlum góðum rökk- urmyndunum og jaðarheimi Almodóvars, með til- heyrandi ástríðu, glæpum, undirferli – og kynskiptingum. Þannig er tálkvendi myndarinnar ekki kvendi, heldur hin óræða kynvera sem Bernal leikur svo listilega vel. Þessi óræði örlagavaldur sögunnar er nokkurs konar Ripley. Í aðalhlutverkum eru tveir af heitustu leikurum rómanska kvikmyndaheimsins, Gael García Bernal og Fele Martínez. Bernal þarfnast síður kynn- ingar, er orðinn heimskunnur fyrir frammistöðu sína í myndum á borð við Amores perros og Y tu mamá también en Martínez er minna þekktur utan heimalandsins þar sem hann er bæði þekktur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Þó kunna einhverjir að muna eftir honum úr Habla con ella, síðustu mynd Almodóvars þar sem hann lék Alfredo og í snilldarverki Alejandro Amenábar Abre los ojos hvar hann lék Pelayo, en Martínes fékk spænsku Goya-verðlaunin fyrir fyrsta hlut- verk sitt sem einmitt var í mynd Amenábar, Thesis. Kröfur Almodóvars Martínez er eitt af andlitum hinnar ungu spænsku kvikmyndabylgju og eru bundnar við hann miklar vonir á Spáni. Með framlagi sínu til La mala educa- ción þykir hann líka sýna á sér nýjar og þroskaðri hliðar sem leikari og er því spáð að myndin eigi jafnvel eftir að opna honum dyr utan heimalands- ins. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti Martínez á Cannes-kvikmyndahátíðinni fyrr á árinu þar sem La mala educacíon var sýnd sem opnunarmynd. Fyrst var rætt um hversu mikið Martínez þurfti að breyta útliti sínu fyrir myndina, að kröfu Almo- dóvars. „Myndin markar ákveðin tímamót fyrir mig. Ég hef þroskast mjög sem leikari og þessar breytingar sem ég þurfti að ganga í gegnum, sem auk útlits- breytinganna voru þær að ég þurfti að lækka róm- inn töluvert, hafa gefið mér aukna breidd, meiri trúverðugleika í hlutverki fullorðins manns. Það tók mig tvo mánuði að byggja mig upp og fá útlitið sem Almodóvar vildi. Það var erfiður tími, sem ég sé ekki eftir núna því sjálfstraustið hefur aukist til muna. Ég verð stoltur af þessum hraustlega náunga sem er þarna í myndinni.“ Það orð fer af Almodóvar að fáir leikstjórar séu kröfuharðari en hann. Martínez staðfestir það orð- spor og bætir við að sér finnist nauðsynlegt að leik- stjóri sé kröfuharður. „Þess vegna eru myndir hans eins og þær eru, einstakar. Vegna þess að hann er kröfuharður. Það fer ekki á milli mála hver ræður á tökustaðnum og ég vona að næstu leikstjórar mínir verði eins. Það er nauðsynlegt að vita hver ræður. En því má ekki gleyma að hann gerir engu meiri kröfur til annarra en hann gerir til sjálfs sín. Hann lifir fyrir kvik- myndir. Þær eru ástríða hans. Og hann hefur ein- stakt lag á að smita þessari ástríðu út til samstarfs- fólksins, okkar leikaranna líka. Og ef það er eitthvað sem við þrífumst á þá er það ástríða.“ Martínez segir einnig alveg ótrúlega auðvelt að eiga samskipti við leikstjórann fræga, hann eigi svo auðvelt með að koma óskum sínum til skila. „Síðan má hann líka eiga það að hann örlátur maður og þolinmóður mjög ef maður þarf meiri tíma til að ná túlkuninni eins og hann vill hafa hana. Hann gefur sér líka tíma til að hlusta á athugasemdir annarra og tekur meira að segja tillit til þeirra – stundum,“ segir Martínez og glottir. „En um leið finnst mér að leikstjóri eigi ekki að gefa eftir of mikla stjórn á verki sínu, og Almodóvar gerir það svo sannarlega ekki. Það er styrkur hans og af honum má mikið læra.“ Grandskoðaði 9. áratuginn Martínez er gagnkynhneigður en í myndinni leikur hann samkynhneigðan mann og þurfti að leika í býsna opinskáum ástarsenum með öðrum karl- mönnum. Aðspurður hvort það hafi verið honum erfitt þá svarar hann því neitandi án umhugsunar: „Nei, þetta var alveg eins og að leika hverja aðra persónu. Í þessu tilfelli lék ég karlmann sem elskar aðra karlmenn. Þannig hlutverk kann að vera erfitt fyrir fordómafullan leikara, en ekki fyrir mig. Það virkar nákvæmlega eins á mig að leika í ástarsenu með karlmanni og að leika í ástarsenu með kven- manni. Ég er að leika, það er kjarni málsins.“ Hann segir að Almodóvar hafi hjálpað sér mjög mikið með að ná tökum á þessu vandasama hlut- verki, gera það trúverðugt. „Við unnum mjög náið saman, nokkuð sem var alveg nauðsynlegt fyrir okkur að gera. Það kom fyrir að við vorum ekki al- veg sammála um þær leiðir sem hann vildi fara en sem betur fer tók hann tillit til óska minna. Það ríkti mikið og sterkt traust á milli okkar.“ Þetta er í annað sinn sem Martínez leikur fyrir Almodóvar. Var mikill munur á því að leika í Habla con ella og La mala educacíon? „Munurinn var mikill, já. Fyrra hlutverkið var miklu minna og auðveldara. En nú þurfti ég ekki að fara í leikprufu því Almodóvar skrifaði hlutverkið fyrir mig, sem er ótrúlegur heiður. Um leið stress- aði það mig upp og ég varð heltekinn af þeirri hugs- un að ég ætti eftir að bregðast trausti hans. Press- an var því miklu meiri í þetta sinn, fyrir utan það hversu miklu kröfuharðara hlutverkið var. Vegna þessa skrekks þá hellti ég mér þeim mun ötullegar út í hlutverkið og undirbjó mig mun meira en ég hefði annars gert. Ég stúderaði t.d. í þaula menn- ingu, tísku og tónlist frá öndverðum 9. áratugnum, en þá gerist myndin að stærstum hluta. Ég horfi meira að segja á bíómyndir frá þessum tíma, auð- vitað sérstaklega myndir Almodóvars, en einnig myndir á borð við My Beautiful Laundrette (Stephen Frears). Ég var fullungur á þessum tíma og þurfti því að leggjast í sögurannsóknir.“ Enrique, persónan sem Martínez leikur, er sam- kynhneigður kvikmyndagerðarmaður líkt og Almodóvar sjálfur. Var hann kannski að leika Almodóvar ungan? „Nei, hann tók það skýrt fram við mig að hann hefði aldrei skrifað hlutverkið með sig sjálfan í huga og þess vegna gerði ég í því að reyna að búa til persónu sem væri gjörólík honum.“ Þótt Fele Martínez sé einungis 29 ára að aldri (lítur út fyrir að vera talsvert eldri) þá á hann að baki hlutverk í einum 23 kvikmyndum og fyrir frammistöðu sína í La mala educación hefur hann hlotið mikið lof og er m.a. tilnefndur til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár, sem veitt verða í des- ember. Fylgist með Fele. Í læri hjá Almodóvar Fele Martínez leikur aðalhlutverkið á móti Gail García Bernal í nýjustu mynd meistara Pedros Almodóvars, La mala educación. Eftir Skarphéðin Guðmundsson skarpi@mbl.is Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Fele Martínez er 29 ára gamall og er fæddur og upp- alinn í Alicante á Spáni. Níu þúsund miðar hafa selst á fyr-irlestur kvikmyndagerð- armannsins Michaels Moore í Há- skólanum í Arizona. Moore, sem er þekktur fyrir umdeildar heimildarmyndir sínar, Fahrenheit 9/11 og Í keilu fyrir Columbine, talar í háskól- anum á mánudag. Miðar eru seldir á fimm bandaríkja- dali, tæpar 400 krónur, og segja skipuleggjendur að það dugi til að borga tveggja milljóna króna upp- sett verð Moore og leigu á sal auk annarra útgjalda. Moore, sem er stuðningsmaður demókratans og forsetaframbjóðandans Johns Kerry, ferðast nú um landið til að hvetja „letingja“, til að mæta á kjör- stað. Hann segir að þeir sem mæti ekki venjulega gætu haft úrslita- atkvæðið í þessum kosningum. Repúblikanar í skólanum hafa hvatt stúdentaráð til að standa líka fyrir fyrirlestri þekktrar manneskju sem styðji Bush fyrir kosningarnar 2. nóvember.    Meira af kosningaslagnum ogkvikmyndum. Leikarinn Michael J. Fox ætlar að snúa aftur á skjáinn til að leika í auglýsingu til stuðnings Johns Kerry. Gerir Fox þetta vegna andstöðu núverandi forseta við stofn- frumurannsóknir en Kerry er ein- dreginn stuðn- ingsmaður slíkra rannsókna. „Stofnfrumurannsóknir geta hjálpað milljónum Bandaríkjamanna, sem þjást af illvægum sjúkdómum. George Bush hefur sagt að við getum beðið. Ég held því fram að mannslíf séu í veði og það þurfi ákveðinn leið- toga. Þess vegna styð ég John Kerry í forsetaembættið,“ sagði hann. Fox, sem þjáist af Parkinson- sjúkdómi, fór á kosningafund með Kerry í vikunni í New Hampshire, og var auglýsingin tekin upp á eftir fundinum. Hann er best þekktur fyrir hlut- verk sín í Aftur til framtíðar- myndunum og sem Alex P. Keaton í Family Ties, þáttum sem voru vin- sælir á níunda áratugnum. Hann hætti að mestu í leiklistinni um miðj- an tíunda áratuginn vegna sjúkdóms síns og hefur síðan barist ötullega fyrir stofnfrumurannsóknum.    Framleiðendur í Hollywoodþrýsta nú á kvikmyndaverin að hætta að veita fólki framleiðendatitil þegar það á hann ekki skilið. Kathleen Kennedy, formaður Producers Guild of America, vildi þó ekki gefa upp hverjir hafi fengið slík- an titil án þess að hafa unnið til hans. Á blaðamannafundi upplýsti Ken- nedy og fleiri frá framleiðenda- samtökunum að þau hygðust krefj- ast þess að sett væru skilyrði fyrir því hverjir væru titlaðir framleið- endur. Kennedy, sem hefur tekið þátt í gerð mynda á borð við Sea- biscuit, E.T., og Aftur til framtíðar, sagði að fólk væri oft nefnt framleið- andi til að gefa leikara, umboðs- manni eða öðrum betri ferilskrá án þess að það kostaði kvikmyndaverin neitt. „Stúdíóin ætluðu sér ekki í upphafi að gera lítið úr framleiðendum. Þau uppötvuðu einfaldlega að þau gætu notað titilinn sem skiptimynt. Þegar fölsuð myndt er í umferð dregur hún úr gildi alls kerfisins,“ sagði Ken- nedy og ætla framleiðendur að leita réttar síns fyrir dómstólum ef kvik- myndaverin brjóti gegn þessu. Erlendar kvikmyndir Michael Moore Michael J. Fox og John Kerry. Úr myndinni um E.T.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.