Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.2004, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.2004, Blaðsíða 4
4 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 9. október 2004 V afalaust bíða margir leikhúsunnendur spenntir eftir því að geta séð Kristján Ingimarsson og Paolo Nani í sýningu þeirra Listinni að deyja sem sýnd verður á stóra sviði Þjóðleikhússins fimmtudaginn 4. nóvember nk. Frá því sýn- ingin var frumsýnd seint á síðasta ári hafa þeir félagar verið á ferð og flugi með hana, m.a. í Noregi, Finn- landi, Ítalíu og Bretlandi auk þess að sýna hana á alþjóðlegum leiklistarhátíðum m.a. í Frakklandi, Spáni og Belgíu. Listin að deyja er gamanleikur án orða þar sem fylgst er með tveimur trúðum eða gamanleikurunum er unnið hafa saman í fjölda- mörg ár. Dag einn berst þeim boð um að annar þeirra sé dauðvona og fá áhorfendur að fylgjast með því hvernig þeir bregðast við þessum tíðindum, en það segir sig alls ekki sjálft hvernig trúðar bregðast við dauðanum. Spurður um tilurð samstarfs síns við ítalska látbragðsleik- arann Paolo Nani segist Kristján hafa séð sýningu hans Bréf- ið og hrifist mjög af, en þess má geta að Nani sýndi einmitt þá sýningu hérlendis þegar hann var gestur Listahátíðar í Reykjavík árið 2000. „Mér fannst þetta frábær sýning og hugsaði strax með mér að svona ætlaði ég að verða þegar ég yrði stór,“ segir Kristján og hlær. „Paolo er náttúrlega búinn að vera mun lengur í þessum bransa en ég og býr yfir gríðarlegri leikreynslu. Að mörgu leyti erum við að gera mjög svipaða hluti, þ.e. að vinna mikið með líkamann, en komum reyndar að þessu sinn úr hvorri áttinni enda með afar ólíkan bakgrunn. Meðan Paolo bjó á Ítalíu starfaði hann í tólf ár með þekktum leikhópi þar í landi sem heitir Teatro Nucleo, en þetta var svona ekta kommúnuleikhópur þar sem allir þátttakendur bjuggu og ferðuðust saman til þess að geta unnið að listsköpun sinni. Í kringum 1990 fluttist hann til Danmerkur og hefur síðan mestmegnis unnið sólósýningar,“ segir Kristján og bendir á að svo skemmtilega vill til að þeir Paolo búa báðir í bænum Vordingborg, en það hefur vitaskuld auðveldað samstarf þeirra til muna. Dauðinn krefst trúðs „Þegar ég hitti hann fyrst, fyrir mörgum árum, fékk ég mjög sterka tilfinningu fyrir því að við ættum einhvern tímann eftir að vinna saman og það stóð heima, því nokkrum árum seinna stefndi leikstjórinn Rolf Heim okkur saman til að vinna að stuttum sjónvarpsþáttum. Í framhaldinu af þeirri vinnu stakk Paolo síðan upp á því að við ynnum saman sýningu, en ekkert varð úr slíku samstarfi fyrr en ég flutti til Vordingborg þar sem hann bjó fyrir.“ Inntur eftir því hvernig hugmyndin að sýningunni hefði kviknað segir Kristján að þá hafi langað til að gera sýningu sem fengið gæti áhorfendur til að gráta og hlæja samtímis. „Fljótlega kom upp sú hugmynd að tefla saman þessum tveimur andstæðum, þ.e. trúðnum og dauðanum. Við veltum fyrir okkur hvað felst í dauðanum og hvað felst í því að vera lifandi, þ.e. hvenær maður raunverulega er lifandi. Eins þver- sagnarkennt og það kannski hljómar þá eru margir sem hreinlega geta ekki byrjað að lifa lífinu til fulls fyrr en þeir vita að þeir eru dauðvona. Þannig virðist nálægð endalokanna færa þeim áður óþekkt frelsi. Þó dauðinn sé það eina sem er öruggt í lífinu, þá eru svo margir sem reyna að afneita dauð- anum og þar með lífinu, því það hættir að finna fyrir lífinu. Ég held að ein aðalástæða þess hve vel fólk hefur tekið sýning- unni felist í því að við erum að fjalla um hlut sem orðinn er al- gjört tabú í dag.“ Sýningin þeirra Kristjáns og Nani fékk afar góða dóma í Danmörku þegar hún var frumsýnd og í dómi sínum sagði Me Lund, gagnrýnandi Berlingske Tidende, meðal annars: „Kjarninn í þessari fádæma vel heppnuðu sýningu felst í vitn- eskjunni um að dag einn munum við öll deyja. Og það er mik- ilvægt að njóta lífsins meðan við getum. Í lok sýningar verðum við vitni að ákveðinni staðfestingu á leiknum og vinskapnum. Það er ekki gert til þess að reyna að bæla vitneskjuna um dauðann heldur einmitt af því að tilvist dauðans er við- urkennd. Það felst engin sérstök list í því að fæðast. En dauð- inn krefst svo sannarlega trúðs.“ Nú í vor var sýningin síðan tilnefnd til Reumert-verð- launanna, sem eru virtustu sviðlistaverðlaun Dana. Það vakti athygli að Kristján var tilnefndur í tveimur flokkum, því auk þess að vera tilnefndur, ásamt Nani, sem höfundur fyrir Listina að deyja í flokki athyglisverðustu sýninga ársins var hann tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir túlkun sína á Kalíban í Ofviðrinu sem sett var upp hjá Kaleidoskop- leikhúsinu í leikstjórn Katrine Wiedemanns, en það heyrir til undantekninga að erlendir listamenn séu tilnefndir í leik- araflokknum. Raunar var þetta ekki fyrsta Reumert- tilnefning Kristjáns því fyrir sex árum var hann tilnefndur fyrir einleikinn sinn Mike Attack sem Rolf Heim leikstýrði, en segja má að með þeirri sýningu hafi Kristján fyrst fyrir alvöru vakið athygli í dönskum leikhúsheimi. Fannst ég verða að gera eitthvað praktískt Aðspurður segir Kristján leiklistaráhuga sinn hafa kviknað snemma, en lengi vel hafi honum ekki fundist að hann gæti leyft sér að gera eitthvað jafn ópraktískt og að verða leikari. „Ég var afar virkur í félagslífinu meðan ég var í Mennta- skólanum á Akureyri jafnframt því að starfa með Leik- klúbbnum Sögu og ferðaðist með hópnum um öll Norð- urlöndin og alla leið til Síberíu með samnorræna sýningu á vegum Fenris,“ segir Kristján sem er sonur hjónanna Ingi- mars Karlssonar húsasmiðs, er rekur trésmiðjuna Börk, og Ólafar Kristjánsdóttur, hárgreiðslumeistara á hárgreiðslustof- unni Kamillu á Akureyri. „Eftir menntaskólann fannst mér ég verða að gera eitthvað praktískt og þá lá leiðin suður til Reykjavíkur þar sem ég byrjaði í líffræði í Háskólanum. Ég komst hins vegar fljótlega að því að þetta væri ekki það sem mig langaði til að gera, þannig að ég flutti aftur heim til Akureyrar þar sem ég prófaði hin ýmsu störf. Ég var þannig um tíma útvarpsstjóri stöðvarinnar Ólundar, starfaði með nokkrum hljómsveitum, var afleysingakennari og sá um ávaxtavagn á Torginu á Akureyri svo eitthvað sé nefnt,“ segir Kristján og bendir á reynsla hans af hinum ólíku störfum hafi komið honum mjög vel í leiklistinni. „Því þó ég gerði mér enga grein fyrir því þá uppgötvaði ég síðar í leiklistarnáminu að það kom sér afar vel að búa yfir allri þeirri verkreynslu sem ég hafði öðlast í áranna rás í hinum ólíku störfum, sérstaklega þegar kom að látbragðsleik. Reyndar kom það mér líka til góða að vera alinn upp við það t.d. að hlaupa úti og klifra í klöppunum hér heima, því sú reynsla skilar sér tvímælalaust inn í vinnuna með líkamann.“ Eftir að hafa lagt hin ýmsu störf fyrir sig fór Kristján að lokum að vinna á verkstæðinu hjá pabba. „Ég var jafnvel að farinn velta fyrir mér að fara bara í smiðinn. Samt var leik- listin alltaf að toga í mig og þegar ég fékk hlutverk í uppsetn- ingu Kolbrúnar Halldórsdóttur á söngleiknum Messíasi mannsyni hjá Freyvangsleikhúsinu vorið 1992, þá rann það upp fyrir mér að ég gæti ekki hugsað mér að gera neitt annað en að vinna í leikhúsi. Í framhaldinu fór ég að skoða skóla í Englandi annars vegar og Danmörku hins vegar.“ Á svipuðum tíma kynntist Kristján tilvonandi eiginkonu sinni, Gitte Niel- sen, er hún var í heimsókn hjá vinkonu sinni á Akureyri og úr varð að Kristján fór á eftir henni út til Danmerkur þegar hún sneri aftur heim. Búðu til dans úr sokkum þínum Þá um haustið hóf Kristján nám í Dramaskolen í Kaupmanna- höfn og þaðan lá leiðin síðan í The Commedia School. „Sá skóli er byggður upp á sömu prinsippum og Lecoq-skólinn í París og hefur verið starfræktur síðan 1978, fyrst í Stokkhólmi og síðan í Kaupmannahöfn. Þetta er hugsað sem tveggja ára leik- listarnám, en eftir fyrra árið ákvað ég að hætta og finna mér annan leiklistarskóla. Ég var vissulega búinn að læra mjög mikið á þessu ári, þar á meðal trúðaleik, fimleika, látbragðs- leik, hvernig leika á með grímur og commedia dell’arte, en fannst skólinn einfaldlega ekki nægilega faglegur. Mér fannst þannig skorta tilfinnanlega viljann hjá samnemendunum mín- um til að leggja sig alla fram í náminu. Vissulega fer fólk í leiklistarnám á misjöfnum forsendum og með mismunandi markmið, en mér fannst of margir í skólanum vera bara eitt- hvað að dóla sér. Sumir voru ekki einu sinni vissir um hvort þeir vildu gerast leikarar og voru bara að þreifa fyrir sér á meðan aðrir litu á leiklistarnámið nánast sem sjálfsþerapíu. Ég var hins vegar búinn að ákveða að leggja leiklistina fyrir mig og vildi því gera hlutina af fullri alvöru.“ Leið Kristjáns lá því frá Kaupmannahöfn til Vordingborgar þar sem hann fékk inni í Cantabile 2’s School of Stage Arts sem rekinn er af ítalska leikstjóranum Nullo Facchini, sem jafnframt starfrækir leikhópinn Cantabile 2. „Skóli Cantabile 2 leggur sérstaka áherslu á líkamlegt og sjónrænt leikhús, en í grunnþjálfun leikarans er lögð mikil áhersla á styrktar- og líkamsþjálfun. Það besta við skólann fólst, að mínu mati, hins vegar hinum ýmsu verkefnum sem okkur var úthlutað. Þannig gastu t.d. átt von á að fá verkefni á borð við það að taka hluta úr einhverju leikrit og búa til úr því gjörning út frá textanum, eða horfa á einhverja kvikmynd, t.d. Ben-Hur, og semja lag innblásið af myndinni eða búa til dans úr sokkunum þínum eða leika Fjalla-Eyvind með augnabrúnunum einvörðungu,“ segir Kristján og hlær við upprifjunina. „Þetta var því allt mjög tilraunakennt og mikið tilraunaleikhús þar sem lögð var áhersla á að miðla með öðrum aðferðum en aðeins með texta og rödd. En þetta var einmitt það sem ég var að leita að, því ég hef alltaf heillast mest af leikhúsi sem leggur áherslu á lík- amann og hið sjónræna, því mér finnst það miklu opnara form sem býður upp á mun fleiri möguleika.“ Sló í gegn með sannkölluðu líkamlegu sjónarspili Strax á fyrsta ári sínu í skólanum var Kristjáni boðið að taka þátt í staðar sértækri (site specific) uppfærslu Cantabile 2- leikhópsins á Hamlet á Kronborg árið 1996, en alls hefur Kristján tekið þátt í sex sýningum með Cantabile 2 bæði með- an hann var í námi og að námi loknu. Það var hins vegar með Fæ útrás fyrir flestar m Kristján Ingimarsson hefur getið sér gott orð sem leikari í Danmörku og var í vor sem leið t.a.m. tilnefndur til Reumert-sviðslistaverð- launanna virtu. Nú í byrjun nóvember gefst ís- lenskum áhorfendum loks tækifæri til að sjá Kristján á sviði þegar hann kemur fram í List- inni að deyja ásamt ítalska látbragðsleik- aranum Paolo Nani á stóra sviði Þjóðleikhússins. Paolo Nani og Kristján þykja fara á kostum í tragíkómískum leik um trúða sem takast þurfa á við dauðann. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.