Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.2004, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.2004, Blaðsíða 1
Laugardagur 9.10. | 2004 41. tölublað | 79. árgangur [ ]Betra lýðræði? | Er Ísland gott lýðræðisríki eða þarfnast það endurnýjunar við? | 7–10Pedro Almodóvar | Fele Martínez er aðalleikari í mynd meistarans, La mala educacíon | 12Bílar | Eða konan, heimilið, börnin, foreldraorlofið, skipulagsævintýri á ábyrgð karlsins | 2 LesbókMorgunblaðsins Robbie Williams Skemmtikraft- urinn mikli Robbie Williams er ýmist hataður eða elskaður, ekki síst hér á landi. Ný bók um Williams er komin út, Feel, ævisaga, og þó frekar frægðarsaga, saga um það hvernig hann þráði frægð umfram allt og nú þegar hann er á hátindinum er hann að brenna yfir af öllu saman. A llt frá því breski söngvarinn Robb- ie Williams hélt tónleika hér á landi fyrir rúmum fimm árum hef- ur verið alsiða að hnýta í hann, hann sagður ókurteis frekjuhund- ur. Kveikjan að því var víst að hann vildi fá að vera í friði þegar hann kom hingað til lands skömmu fyrir tónleikana, brást illa við ágangi frétta- manna, og sleit svo tónleikum þegar áheyrandi henti í hann flösku í miðjum tónleikum. Hvað sem atvikunum líður og hver átti upptök eða ábyrgð eru viðbrögð hans nokkuð dæmigerð fyrir þennan skapmikla lista- mann; hann er lítið gefinn fyrir að reyna að geðjast fólki, en þráir þó fátt heitar en að því líki við hann. Þegar litið er yfir feril Williams rekst maður hvað eftir annað á þessar mótsetningar, ekki síst í nýút- kominni ævisögu hans, Feel, en í henni er þetta einmitt haft eftir honum: „Ég er 100% það sem  3 Eftir Árna Matthíasson | arnim@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.