Morgunblaðið - 12.07.2004, Síða 24

Morgunblaðið - 12.07.2004, Síða 24
MINNINGAR 24 MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Tyrfingur Sig-urðsson fæddist í Keflavík 13. júní 1936. Hann lést á heimili sínu aðfara- nótt miðvikudagsins 30. júní síðastliðins. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Jó- hann Guðmundsson, f. 21. júlí 1906, d. 1. maí 1965, sjómaður og bifreiðastjóri, og Sigrún Hannesdóttir, húsmóðir, f. 22. sept- ember 1911, d. 24. júlí 2001. Þau bjuggu allan sinn búskap í Keflavík. Þau eignuðust níu börn. Þau eru: Guð- mundur, kvæntur Sesselju Ingi- mundardóttur, Arnbjörg, d. 6. apríl 1987, Hannes, kvæntur Dag- mar Jóhannesdóttur, Sigurður, kvæntur Eddu Lúðvíksdóttur, Guðni Sigurbjörn, kvæntur Guð- rúnu Mortensen Sigurðsson, Grétar Þór, d. 24. nóvember 1945, Grétar Þór, kvæntur Signýju Sig- urhansdóttur, Lilja Björk, gift Sigurði Ólafssyni. Tyrfingur kvæntist 2. febrúar 1957 Sigrúnu Guðnadóttur, f. 21. febrúar 1939 í Reykjavík. For- eldrar hennar voru Guðni Bjarna- son verkstjóri, f. 20. júní 1907, d. 11. september 1989, og Jónína Davíðsdóttir húsmóðir, f. 10. jan- úar 1913, d. 31. desember 2003. Börn þeirra eru: 1) Guðni Tyrf- ingsson, arkitekt, f. 10. september 1956. Eiginkona hans er Auður Alfreðsdóttir innanhússarkitekt, f. 20. nóvember 1957. Börn þeirra eru: Sigrún Guðnadóttir, f. 1. maí 1979, sambýlismaður Jesper Wagner. Snædís Guðnadóttir, f. 14. október 1980. Alfreð Guðna- son, f. 12. október 1990. Öll búsett í Danmörku. 2) Sig- urður Tyrfingsson, fasteignasali, f. 25. desember 1960. Börn hans eru Tyrf- ingur Sigurðsson, f. 28. október 1989. Styrmir Sigurðsson, f. 16. október 1991. Breki Sigurðsson, f. 23. desember 1997. Fóstursonur Sigurð- ar er Freyr Ágústs- son, f. 29. október 1986. 3) Þórunn J. Tyrfingsdóttir, starfsstúlka á Sunnuhlíð, f. 18. janúar 1964. Eig- inmaður hennar er Jóhann Dal- berg Sverrisson, sjómaður, f. 30. janúar 1964. Sonur Þórunnar er Guðni Bjarnason, f. 15. janúar 1990. Sonur Þórunnar og Jóhanns er Bjartur Dalberg Jóhannsson, f. 1. júní 2001. Tyrfingur ólst upp í Keflavík og stundaði meðal annars versl- unarstörf. Hann lærði húsasmíði hjá Guðmundi Skúlasyni og Þór- arni Ólafssyni. Árið 1962 flutti hann ásamt fjölskyldu sinni í Kópavog og hafa þau búið þar alla tíð síðan. Lengst af starfaði Tyrfingur sem sjálfstæður bygg- ingameistari en síðustu tíu árin sem byggingarstjóri hjá Húsanesi ehf. Tyrfingur starfaði mikið að félagsmálum. Hann var fulltrúi í byggingarnefnd Kópavogs í 12 ár. Hann var ötull félagi í Lions- klúbbi Kópavogs og sat í fulltrúa- ráði sjálfstæðisfélaganna í Kópa- vogi í áraraðir. Tyrfingur gekk í Frímúrararegluna á Íslandi árið 1985. Útför Tyrfings verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Í dag kveðjum við Tyrfing, tengdaföður minn, sem skyndilega og allt of fljótt var hrifinn í burtu frá okkur. Ég kom fyrst inn á heimili Tyrf- ings og Sigrúnar fyrir 27 árum, þeg- ar ég kynntist Guðna, elsta syni þeirra. Af þeim geislaði lífsgleði og heimili þeirra einkenndist af heið- ríkju og fegurð. Samrýndari og elskulegri tengdaforeldra gat ég ekki hugsað mér. Tyrfingur var 18 ára og Sigrún aðeins 15, þegar þau kynntust og dönsuðu sín fyrstu spor í Bíókjall- aranum í Keflavík. Þar var lagður grunnur að farsælu hjónabandi og ævilangri tryggð. Með einstökum kærleika ólu þau upp börnin sín þrjú, Guðna, Sigga og Jónu, sem nú sakna ástkærs föður, sem var þeirra stoð og stytta. Er ég fór að venja komu mína á heimili þeirra við Sunnubraut í Kópavogi, fann ég hvernig ég var umvafin sterkum örmum, þar sem hjartagæskan og tillitssemin var í fyrirrúmi. Tyrfingur var höfðingi heim að sækja, enda var ætíð sér- lega gestkvæmt á heimili þeirra. Fjölskylda, vinir og vandalausir gátu ávallt leitað aðstoðar og góðra ráða hjá tengdapabba, og hafði hann unun af að hjálpa öðrum. Barnabörnin níu fengu ætíð bros og knús frá afa. Hann tók þau á kné sér, oft fleiri en eitt í einu, söng fyrir þau og spurðist fyrir um hagi þeirra. Hann kenndi þeim að dugnaður og vinnusemi eru til farsældar og að samheldni og kærleikur eru besta veganestið. Tyrfingur var atorkusamur og ábyrgðarfullur heimilisfaðir sem verndaði og hlúði að heimili sínu, eiginkonu og börnum. Hann var ætíð sá sem vaknaði fyrstur á morgnana og aldrei taldi hann eftir sér að vinna hörðum höndum til að sjá fjölskyldu sinni farborða. Ófáar eru þær byggingar sem Tyrfingur hefur séð um framkvæmdir á með mikilli ábyrgðartilfinningu og alúð. En það var líka tími til að sinna áhugamálum sínum og vinum. Ferðalög með vinum innanlands og utan voru kærkomin afþreying og oft var kátt á hjalla. Tyrfingur var hrókur alls fagnaðar og hafði unun af að gleðja og veita. Margir hafa notið saltkjötsveislnanna á Spáni og smurbrauðsins í fellihýsinu að ógleymdum glæsilegum matarboð- um á Sunnubraut. Tyrfingur naut þess að hafa fullt hús gesta og safna fjölskyldu og vinum í kringum sig. Tengdaforeldrum sínum var hann sem sonur og taldi aldrei eftir sér að gefa þeim tíma og aðstoð. Rómantísku stundirnar með Sig- rúnu voru Tyrfingi afar mikilvægar, hvort sem var yfir kertaljósi í stof- unni heima eða í fellihýsinu sínu. Þar áttu þau sínar helgu stundir, þar sem þau nutu þess að vera tvö sam- an. Börnum og barnabörnum fannst þetta svo yndislegt, enda afi og amma ætíð ung í anda og eins og nýtrúlofuð. Minnisstæð er ferðin okkar til Mallorka fyrir ári. Við áttum ómet- anlegar stundir saman, öll fjölskyld- an og þar naut Tyrfingur sín vel með allan barnahópinn sinn í kringum sig. Gleymi ég því aldrei þegar þau Sigrún komu tjúttandi eftir götunni eftir að við höfðum átt ánægjulega kvöldstund saman. Lífi þeirra er best lýst með orðum tengdamömmu: „Ég mun þakka fyr- ir hvern þann dag, sem ég hef átt með Tyrfingi.“ Guð blessi minningu góðs tengda- föður og afa. Þín tengdadóttir, Auður. Í dag þegar ég kveð elskulegan bróður minn, streyma hugsanirnar fram hver af annarri. Það eru mörg ár síðan þú fékkst það hlutverk að leiða mig inn kirkjugólfið og var brúðkaupsveislan haldin heima hjá ykkur Sigrúnu þar sem endurspegl- uðust sterkir eiginleikar ykkar hjóna, sem voru að gleðja, gefa og veita. Heimili ykkar Sigrúnar bar ætíð vott um mikla samheldni og hjartahlýju sem var til fyrirmyndar. Bróðir minn var traustur bakhjarl sem var gott að eiga að og vera í ná- vist við. Nú, er lífsins leiðir skilja, ljúf og fögur minning skín, um þig kæri bróðir, ætíð sönn var tryggðin þín, gefin mér í gleði og þrautum. Gulli betri drengskap þinn fann ég gegnum árin, elskulegi bróðir minn. Ástkær bróðir varstu allt frá fyrstu bernskutíð. Öllu skyldir fús að fórna, fyrir mig ár og síð. Bestu gjafir vildir veita, vakti blíð þín kærleikslund, yfir minni ævibraut, ávallt fram á hinstu stund. Góður bróðir gæðin mörgu, gleymast aldrei minni sál. mig gladdir allar stundir, ætíð var þitt hjartans mál. Hönd þín mig litla leiddi, ljúfur skildir bros og tár. Sæla og bjarta sólskinsdaga, saman áttum liðin ár. Fjölskyldu minni tryggur vinur traustan reyndi drengskap þinn. Öll, við þökkum þér af hjarta, þúsundfalt í hinsta sinn. Hugljúf mynd, er hjörtun geyma, hlý sem vorsins geisli skín, hana við eigum blíða og bjarta. Blessuð veri minning þín. Elsku Sigrún, Guðni, Auður, Siggi, Jóna, Jóhann og börn, orð fá ekki lýst hryggð minni yfir missi ykkar. Guð gefi ykkur styrk til að takast á við sorgina. Lilja systir. Það var okkur mikið áfall, þegar okkur bárust þau sorglegu tíðindi að náfrændi, vinur og starfsmaður okk- ar, Tyrfingur Sigurðsson, hefði óvænt kvatt þennan heim. Tengsl Tyrfings við okkur spanna langan tíma og hafa frá upphafi ver- ið djúp og einlæg. Tyrfingur var ná- frændi Halldórs Ragnarssonar, eins eigenda Húsaness, og þar mynduð- ust fyrstu tengslin. Halldór er á sama reki og Guðni sonur Tyrfings og var mikill vin- skapur þeirra strax frá barnsaldri og dvaldi Halldór oft á tíðum á heim- ili Tyrfings og Sigrúnar og eru þær minningar Halldóri afskaplega kær- ar. Á upphafstíma Húsaness lágu leiðir okkar saman á ný, þá var Tyrf- ingur, reyndur byggingarmeistari, félaginu oft innan handar við skipu- lagningu verka. Gengum við ekki bónleiðir til búðar þar sem Tyrfing- ur var annars vegar. Vorið 1994 var Tyrfingur ný hætt- ur rekstri sem byggingarverktaki eftir mörg góð og farsæl ár og bauðst þá til að ganga til liðs við okk- ur og var hann í okkar liði allar göt- ur síðan. Tyrfingur var um margt einstak- ur maður og sérstaklega eljusamur starfsmaður. Hann bar hag fyrir- tækisins alltaf í bjósti og oftast bet- ur en sinn eigin. Tyrfingur var ein- staklega nákvæmur maður og snyrtimenni fram úr hófi og báru byggingarstaðir hans þess ávallt merki. Tyrfingur var mjög léttur í lund og einstaklega var nú gaman á sam- komum Húsaness þar sem þau hjón voru, gleðin geislaði af þeim í alla staði og komum við til með að sakna nærveru þeirra í framtíðinni. Tyrfingur vildi vinna í sátt við alla menn. Kom það einu sinni til að til viðskiptauppgjörs kom á milli okkar, Tyrfingur hélt fast um sitt og við um okkar, en að lokum mættust menn á miðri leið og þegar menn stóðu upp, tók Tyrfingur utan um okkur og spurði: „Erum við ekki allir sáttir?“ Tyfingur var vinur okkar í raun og er söknuður okkar mikill, en eitt er víst að sveit hins hæsta höfuðs- manns er betur skipuð með Tyrfing innan borðs. Elsku Sigrún og börn, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð vegna fráfalls Tyrfings. Megi góður guð styrkja ykkur. Halldór, Margeir og Jóhannes. Allir gera sínar áætlanir og meðal annars hvernig verja skuli sumar- leyfinu. Það höfðum við hjónin einn- ig gert. Fyrst skyldi halda til Ham- borgar í eina viku og þiggja heimboð vina okkar sem þar búa. Eftir heimkomuna þaðan var ákveðið að fara austur á land, á mín- ar æskuslóðir með vinum okkar Tyrfingi og Sigrúnu. Kvöldið áður en haldið var utan talaði ég lengi við Tyrfing í síma og hann tjáði mér að allt væri tilbúið til ferðarinnar aust- ur. Búið að fara yfir allt í fellihýsinu og jeppinn var líka allur yfirfarinn. Ákveðið var að leggja sem fyrst af stað eftir að við kæmum að utan. En allt er í heiminum hverfult. Fyrsta morguninn í Hamborg hring- ir farsíminn. Í símanum er Sigrún og flytur þær sorgarfréttir að Tyrfing- ur hafi dáið þá snemma um morg- uninn. Þvílík fregn og þvílík áhrif sem fréttin hafði. Því verður ekki lýst. En við gátum ekkert gert. Kynni okkar hófust 1982 úti á Kanarí. Yfirbókuð hótel þar leiddu til þess að við urðum að vera fjögur saman í íbúð sem ætluð var einum hjónum. Tilviljun réð því að það voru Tyrfingur og Sigrún sem voru með okkur Donnu í íbúð. Þannig hófust kynni sem leiddu til okkar áralöngu vináttu, vináttu sem aldrei bar skugga á. Margar eru ferðirnar innanlands sem utan er við höfum farið saman og lengi munu geymast okkur í minni. Að Sunnubraut 6 bjuggu þau Tyrfingur og Sigrún sér yndislegt heimili sem ber gott vitni smekkvísi þeirra og samheldni. Þau hjón voru alltaf svo samtaka um allt sem þau gerðu og allt var svo ljúft og gleði- ríkt og vel af hendi leyst. Tyrfingur var mikill félagsmála- maður. Hann var með fyrstu fé- lögum í Lionsklúbbi Kópavogs og starfaði þar af mikilli elju til dauða- dags. Hann hlaut ótal viðurkenning- ar fyrir störf sín þar og nú fyrir fáum vikum æðsta heiðursskjöld Lions hreyfingarinnar. Tyrfingur aðhylltist stefnu Sjálf- stæðisflokksins og var góður mál- svari hans. Hann sat í fulltrúaráði flokksins í Kópavogi í áratugi. Þar starfaði hann í hinum ýmsu nefndum og ráðum. Hann var fulltrúi flokks- ins í byggingarnefnd Kópavogs í 12 ár. Þar reyndist hann glöggur og umfram allt réttsýnn í öllum málum og þar nýttist þekking hans vel. Tyrfingur lærði húsasmíði og afl- aði sér fljótt meistararéttinda og starfaði sjálfstætt sem bygginga- meistari nær alla sína starfsævi. Þau eru orðin mörg húsin stór og smá þar sem hann lagði gjörva hönd að. Nú skilja leiðir, svo fyrirvara- laust, svo allt of fljótt. Traustur og tryggur vinur er horfinn á braut. Hans er sárt saknað. En tíminn líður og ég bíð eftir þeim tíma að við get- um farið að njóta minninganna um allar þær góðu og gleðiríku stundir sem við áttum saman. Sá tími kemur og minningarnar verða ekki frá okk- ur teknar. Elsku Sigrún og fjölskylds. Þið hafið misst mikið, en hjá ykkur er mikið af góðu fólki sem vill styðja ykkur og styrkja í ykkar djúpu sorg. Leitum huggunar hvert hjá öðru. Við Donna sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðj- um ykkur Guðs blessunar. Guðni Stefánsson. Það var harmafregn, er okkur barst sú frétt að vinur okkar og ferðafélagi Tyrfingur Sigurðsson væri látinn. Helgina fyrir andlát hans hafði hann ásamt Sigrúnu konu sinni verið í mannfögnuði við sumarbústað okk- ar hjóna í Grafningi, þar sem þau samfögnuðu okkur ásamt mörgum gömlum ferðafélögum og vinum. Þetta var síðasta ferð Tyrfings í þessu lífi og hann naut hennar til fulls við hjarta íslenskrar náttúru, þingvallableikjuveislu á föstudegi, skoðunarferð á laugardegi og við harmonikuspil og söng gömlu ferða- félaganna á kvöldin. Það voru margar ferðir farnar er- lendis sem hérlendis og ávallt um verslunarmannahelgi eitthvað um landið. Ein slík var farin að Ármúla við Ísafjarðardjúp árið 1991. Þar var gist í tjöldum og tjaldvögnum, einnig í hinu aldna húsi Sigvalda Kaldalóns. Þar voru stórar veislur haldnar og eitt kvöldið var hafður lax úr sjókvíum á Ísafjarðardjúpi í matinn. Tyrfingur sá um að stjórna eldamennskunni og flakaði laxinn of- an í allan mannskapinn. Óvenju hlýtt var við Djúp þessa helgi og fór hitinn í 25 stig í rjómalogni. Þessi veðurblíða var því notuð og fengnar tvær ferjur frá Ísafirði, siglt með þeim frá Bæjum á Snæfjallaströnd fyrir Bjarnarnúp inn að Látrum í Aðalvík. Þar var mætt í stórveislu og sextugsafmæli Friðriks Her- mannssonar. Það var einnig farið á ball í samkomuhúsinu á Nauteyri, þannig að margt gerðist þessa eft- irminnilegu verslunarmannahelgi. Sennilega hafa Tyrfingur og Sigrún verið með sitt gamla litla tjald, sem fylgdi þeim nánast alla tíð þar til síð- ustu árin. Á góðum morgnum var Tyrfingur kominn út fyrir tjaldskör- ina, hellti upp á kaffi og hafði til flat- kökur með hangikjöti og þar var gott að koma við. Tjaldið er nú reyndar búið að gera upp og það er í eigu fjölskyldunnar sem minjagrip- ur. Þessarar ferðar er nú sérstak- lega minnst sem einnar af mörgum skemmtilegum með þessum vinfasta og hjartahlýja manni sem Tyrfingur var. Þegar að þessum ferðalokum er komið viljum við hjón ásamt mörg- um vinum og félögum úr ferðahópi Tyrfings Sigurðssonar senda Sig- rúnu og fjölskyldu hennar samúðar- og saknaðarkveðjur. Gylfi Guðjónsson, Elfa S. Guðmundsdóttir. Minningarnar streyma fram nú þegar við kveðjum vin okkar Tyrfing eftir nær fjörutíu ára vináttu. Fyrstu kynni okkar af þeim hjónum Tyrfingi og Sigrúnu voru þegar Grétar fékk hann til að ganga í Lionsklúbb Kópavogs, en þar starf- aði hann af heilum hug allar götur síðan. Margar ánægjustundir áttum við með þeim, bæði sem tengdust fé- lagsskapnum í Lions og þess fyrir utan. Í gamla daga þegar börnin okkar voru lítil heimsóttum við hvort annað, fórum í tjaldferðir sam- an á sumrin og einnig höfum við tek- ið þátt í öllum stórviðburðum hjá fjölskyldum hvort annars, s.s. stór- afmælum, fermingum eða giftingum. Þá hafa þau Tyrfingur og Sigrún verið okkar bestu og nánustu ferða- félagar og höfum við ekki tölu á öll- um þeim skemmtilegu utanlands- ferðum þar sem við höfum notið samveru þeirra í gegnum árin. Síð- asta ferðin okkar saman var til Róm- ar síðast liðið vor með félögum úr Lionsklúbbi Kópavogs. Tyrfingur hafði létta lund og stór- an og góðan faðm þegar hann heils- aði eða kvaddi vini sína. Hann var sannur vinur sem gott var að vera í félagsskap með. Það er með miklum trega sem við kveðjum vin okkar, hans verður sárt saknað. Elsku Sigrún, börn, tengdabörn og barnabörn, megi guð styrkja ykk- ur á þessum erfiðu tímamótum. Ykkar vinir, Hildur og Grétar. TYRFINGUR SIGURÐSSON  Fleiri minningargreinar um Tyrfing Sigurðsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar þeirra eru: Pétur og Dollý, Sveinn Ingason. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áð- ur en skilafrestur rennur út. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.