Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 16
16 | 28.12.2003 En hvernig var það, áttuð þið í Fylkingunni ekki von á að vinstri stjórn Ólafs Jóhann- essonar myndi reka herinn úr landi? „Nei, við höfðum enga trú á því. Hins vegar gerðist það að hingað kom amerísk sendinefnd og tvær konur úr Fylkingunni vildu nota tækifærið til að mótmæla. Það endaði svo að þær voru settar í varðhald. Þá stormaði hópur unglinga úr Fylkingunni heim til Ólafs Jóhannessonar forsætis- ráðherra og hringdi þar bjöllunni. Ólafur kom til dyra, bauð unglingunum inn og bað konuna sína að baka pönnuökur. Hins vegar höfðu nágrannar Ólafs séð unglingana storma að heimili hans með mótmælaspjöld og héldu að verið væri að vinna honum mein. Það var hringt í lög- regluna og á meðan unglingarnir ræddu við Ólaf, hringdi lögreglustjórinn og spurði hvort eitthvað væri að. En Ólafur hélt nú ekki og sagði: Nei, nei, ég er að spjalla við krakkana. Svo var setið og spjallað, frúin bjó til pönnukökur og þetta var ágætur dagur. Það er kostur að þótt hér búi ólíkar stéttir, höfum við Íslendingar aldrei skilið stéttaskiptingu. Menn sem eru fínir með sig hafa alltaf virkað á okkur sem hrokagikk- ir sem rignir upp í nefið á. Snobb er frekar andstætt okkar hugarfari. Þegar það skýt- ur upp kollinum sitjum við það af okkur.“ En svo við snúum okkur aftur að verkum Einars, þá segir hann í Launsonum orðanna: „Í ritlist nútímans kennir margra grasa. Stefnurnar sem uppi eru gefa vöru- úrvali stórmarkaðanna lítið eftir. Allt er í boði, eins og á rýmingarsölu: sönglist fuglanna fjölskrúðug. Vitringar sveima um sali. Ekki er skrýtið þó margir þjáist af nærsýni á eigið ágæti. Þó vekur það spurningar þegar listamenn eru flokkaðir eftir svipuðu mynstri og hugmyndakerfi stjórnmálaflokkanna. Þá er stutt í kreddurnar, tískustraumana sem eirðarlausir flæða og svikin við hinn eina og sanna málstað. Upp spretta aðilar sem hafa lítið betra við tímann að gera en að semja stefnuskrár.“ Hús sem verður flugvél Sjálfur hefur Einar oft verið flokkaður sem póstmódernisti og þegar hann er spurður hvernig honum líki sú flokkun, segir hann: „Mér nægir nú alveg að vera raunsæismaður. Í Skandinavíu kenna menn mig oft við töfraraunsæi – en ég get ekki ímyndað mér neitt rausæi án töfra. Ég hef alltaf átt erfitt með svona flokkanir, sér- staklega á því sem ég er sjálfur að gera. Þau áhrif sem maður drekkur í sig koma svo víða frá. Veruleikinn er svo margbrotinn og mér finnst þeir tímar vera liðnir að höf- undar komi og segi: Ég er súrreralisti, ég er…, ég er… Það sem menn kölluðu súr- realisma á þriðja áratugnum er bara eðlilegt í dag. Draumar okkar og kenndir eru bara hluti af veruleikanum. Mér finnst nútímabókmenntir hefjast dálítið með þeim samruna sem verður á frásögninni og þeirri upplausn sem átti sér stað á millistríðs- árunum og eftir seinni heimsstyrjöldina þegar menn trúðu ekki lengur á söguna, því hún hafði ekki lengur merkingu eftir allar hörmungarnar. Engu að síður er sú list að segja sögur einhver grundallarþáttur sem við getum ekki verið án. Þess vegna kemur sagan alltaf aftur. En þessi samruni þýðir það að allir gömlu ismarnir og öll þessi hólf renna saman. Þú skrifar enga sögu með nútímavitund nema hafa einhvern súrrealisma í þér. Ef skáldið er arkitekt sem ætlar að teikna hús, reynist húsið kannski vera flugvél þegar búið er að reisa það. Í sjálfu vinnuferlinu verða breytingar.“ Í þínum verkum er almannarómurinn nokkuð sterkur í frásögninni. Eru kjaftasög- ur gott efni í skáldverk? „Ég hef stundum sagt eins og almannarómur segir: Það er ótrúlegt en satt. Þannig töluðu húsmæðurnar alltaf. Sögur sem fara á kreik og lifa sjálfstæðu lífi finnst mér mjög skemmtilegar. Þetta er eflaust eitthvað sem býr í sagnahefðinni en það sem mér finnst áhugavert er hvernig fólk segir frá. Í sögum sem ganga frá manni til manns finnst mér oft birtast skemmti- leg sýn á tilveruna. Ég hef mjög gaman af þeirri bókmenntategund okkar sem hvað lengst hefur lifað, sagnaþáttunum. Hvernig fólk segir frá er dálítið nátengt þeim þátt- um. Þeir eru dæmi um hvernig sagnalistin lifir með fólki. Þannig tel ég að bækur séu opnar fyrir öllu; allt frá groddahúmor í vinnuskúrum upp í hágöfugar ástarsögur undir tunglsljósi. Ég hef mjög svipuð viðhorf í ljóðlistinni. Maður getur ort um allt. Allt er efniviður í skáldskap. Þar erum við komin að einu atriði í ævi minni sem leiddi mig útí þessa starfsgrein. Ég man ekkert eftir mér öðruvísi en að segja sögur og svara fyrir mig. Mér finnst þær alltaf hafa verið í kringum mig. Þegar ég var strákur átti ég til að mynda erfitt með að tjá mig vegna þess að ég var smámæltur, gat ekki sagt err fyrr en ég var orðinn fimm- tán ára. Mér var stundum strítt og myndi einhver geta túlkað það sem einelti í dag. En ég upplifði það ekki þannig, því ég svaraði alltaf fyrir mig. Þegar ég fór svo að selja blöð niðri í bæ – ég tala nú ekki um kommúnistablaðið Neista – fékk ég allan fjárann yfir mig. Þá fékk ég fína æfingu í að svara fyrir mig. Þegar mér var strítt út af talgöll- um, hafði það ekki önnur áhrif en að vekja með mér mannskilning. Þeim sem var sama um málgallana voru mínir menn; aðrir máttu eiga sig. Í skólanum sögðu kennararnir oft á foreldrafundum að ég væri svo sem besta skinn en ég talaði mikið; ég væri alltaf að segja sögur. Ég var ekkert að velta þessu fyr- ir mér sem starfsgrein á þessum tíma. Það gerðist löngu seinna. Ég man líka eftir þeirri menningu sem til var áður en sjónvarpið kom til sögunnar, að fólk kom í heimsókn og sagði sögur. Mér fannst alveg ofboðslega gaman að sitja og hlusta á fullorðna fólkið tala saman – en var stundum beðinn um að fara þegar ég þótti leggja of mikið til málanna.“ Persónurnar ekkert líkar fyrirmyndunum Var þetta ekki aðallega kvennahefð? „Að miklu leyti, jú. Þetta var heimur sem er að miklu leyti horfinn; konur voru heima, heimilin voru uppeldisstofnanir. Heimilið og gatan gátu skapað dálítið litrík- an heim. Í honum fólst mikið frelsi – en auðvitað voru konur þá ekki eins virkar og nú eða frjálsar eða hvað menn vilja kalla það. Þær sögur sem gengu voru oft mun stærri en sjálfur atburðurinn sem þær fjölluðu um. En það er nú þannig að úrvinnslan snýst um að gera atburðinn að sögu, gefa honum merkingu og það er sú leið sem ég hef valið. Oft hef ég verið spurður hvort hitt og þetta í sögum mínum sé satt; hvort þessar persónur hafi verið til. Ég hef alltaf lagt áherslu á að sagan samsvari sér í raunveruleikanum. Persónurnar eiga sér oftast fyrirmyndir en þegar upp er staðið eru þær ekkert líkar fyrirmyndunum. Ef þú segir mér krassandi sögu og ég skrái hana beint niður glatar hún merkingu sinni. Þegar fólk talar saman komast ýmis skilaboð til skila með svipbrigðum og hreyfingum en þegar þú skráir söguna verður þú að umskapa hana. Svo hættir maður að vita hvað er satt og hvað er lygi. Dæmi um það er sagan úr Englum alheimsins þeg- ar vistmennirnir á Kleppi fara á Hótel Sögu. Hún hefur fengið þá merkingu að hún LJÓÐ: Er nokkur í kórónafötum hér inni? (1980) Sendisveinninn er ein- mana (1980) Róbinson Krúsó snýr aftur (1981) Klettur í hafi (1991) Í auga óreiðunnar (1995) Ljóð 1980 1981 (1998) Ljóð 1980 1995 (2002) Tvö ljóðaúrvöl hafa komið út í Danmörku, Frankensteins kup (1981) og Orkanens öje (1996) og eitt í Svíþjóð I oredans öga (1998) Þá hafa ein- staka ljóð birst í safnritum í Englandi, Bandaríkjunum og Þýskalandi. SKÁLDSÖGUR: Riddarar hringstigans (1982) hefur komið út í Dan- mörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Þýskalandi. Vængjasláttur í þak- rennum (1983) hefur komið út í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Eftirmáli regndropanna (1986) hefur komið út í Danmörku, Svíþjóð og Englandi. Rauðir dagar (1990) hefur komið út í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Englar alheimsins (1993) hefur komið út í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Færeyjum, Grænlandi, Þýskalandi, Ítalíu, Frakklandi, Spáni, Portúgal, Englandi, Bandaríkjunum, Hollandi, Tékklandi, Litháen, Tyrk- landi, Kína, væntanleg í Póllandi, Eistlandi og Serbíu. Fótspor á himnum (1997) hefur komið út í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Þýska- landi og Ítalíu. Draumar á jörðu (2000) hefur komið út í Danmörku, Nor- egi, Svíþjóð, væntanleg í Finnlandi, Þýskalandi og Ítalíu. Nafnlausir vegir (2002) er nýkomin út í Danmörku, væntanleg í Noregi og Svíþjóð. SMÁSÖGUR: Leitin að dýragarðinum (1988) Kannski er pósturinn svangur (2001) hefur komið út í Danmörku. BARNABÆKUR: Fólkið í steinunum (1992) Hundakexið (1993) hafa báðar komið út á Ítalíu. RITGERÐ: Launsynir orðanna (1998) KVIKMYNDAHANDRIT ÁSAMT FRIÐRIKI ÞÓR FRIÐRIKS- SYNI: Börn náttúrunnar (1991) og Bíódagar (1994) Kvikmyndahandrit Englar alheimsins (1998)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.