Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 31
APÓTEK BAR GRILL  Sérstaða Apóteksins á sínum tíma var stærðin og nútímaleg hönnunin ásamt samsuðu sígildrar franskrar matargerðar og austurlenskra áhrifa. Yf- irbragð staðarins hefur staðist tímans tönn og það er yfirleitt gaman að koma þangað inn. Best nýtur staðurinn sín um helgar þegar mikið er um að vera. Þetta er stemningsstaður og þegar setið er við flest borð eru fáir staðir sem geta keppt við Apótekið um andrúmsloft. METZ  Í upphafi nam álagning á léttvíni einungis þúsund krónum á flösku óháð því hvað vínið kostar en flest veitingahús miða við prósentureglu og tvöfalda eða jafnvel þrefalda því verð vínsins. Álagningin hefur hækkað en er enn með því lægsta sem gerist. Metz gefur sig ekki út fyrir að vera veitingahús í dýrasta flokki heldur meira nútímalegt bistro. Maturinn og vínið er í lágum verðflokki en það er ekkert billegt við staðinn, matinn, vínið eða þjónustuna. 101  Hotel 101 er fyrsta „hönnunar“-hótelið í glæsi- flokknum sem lítur dagsins ljós hér á landi og mat- salurinn eftir því, sá flottasti í bænum. Matreiðslan á 101 er einföld og tilgerðarlaus, en traust og verð- lagið í milliflokki. Þetta er ekki staður til að fara „fínt út að borða“ með öllu tilheyrandi heldur til að setjast inn á við óformlegri aðstæður, hvort sem menn vilja skemmta sér vel, eiga fund í hádeginu eða einfaldlega slappa af. MARU  Það voru mörgum vonbrigði þegar fréttist af því að veitingastaðnum Sticks n’Sushi í Aðalstræti hefði verið lokað enda hafði hann þegar best lét boðið upp á eitthvert besta sushi-ið í bænum. Hins vegar létti mönnum þegar fréttist að hjónin Guðlaug Halldórsdóttir og Guðvarður Gíslason hygðust opna stað í sama húsnæði þar sem sushi yrði í önd- vegi. Sushi-réttirnir standa fyrir sínu og sumir grill- réttirnir eru frábærir. Það er ágætt andrúmsloft í þessu fallega timburhúsi við Aðalstræti, japönsk áhrif í bland við íslensk. AUSTUR-INDÍAFJELAGIÐ  Austur-Indíafjelagið við Hverfisgötu hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem „indverski“ staðurinn á Ís- landi og ekki spillir fyrir að hann stendur vönd- uðum indverskum veitingastöðum í nágrannaríkj- unum síst að baki. Matarsmekkur Íslendinga hefur þróast frá því staðurinn var opnaður en það hefur Austur-Indíafjelagið líka. Breytingarnar sem gerð- ar voru á matsal og matseðli fyrr á árinu ganga upp og Austur-Indíafjelagið blómstrar í matargerðinni sem aldrei fyrr. . GALBI Galbi er einfaldur staður og fyrsti kóreski stað- urinn hérlendis. Andrúmsloftið er vinalegt og mat- urinn, ekki síst grillveislan, vel þess virði að gera sér ferð í Kópavoginn. GALLERÝ FISKUR Gallerý fiskur er eins konar hverfisveitingastaður. Rekinn af fjölskyldu sem greinilega kann til verka og hefur áhuga á og ástríðu fyrir því sem hún er að gera. Staðurinn er einfaldleikinn uppmálaður en engu að síður smekklegur, bjartur og nútímalegur. Gegnheill og góður fjölskyldustaður, rammíslensk- ur og nútímalegur. AUSTURLANDAHRAÐLESTIN Klassísku smellirnir á Austur-Indíafjelaginu á borð við Chicken 65 eru nú fáanlegir í nýju útibúi stað- arins ofar á Hverfisgötu annaðhvort til að snæða á staðnum eða til að taka með heim ásamt tandoor- bökuðu naan-brauði. Indverskt og einstaklega gott. HEREFORD STEIKHÚS Íslensk útgáfa af ágætri danskri steikhúsakeðju. Steikurnar eru ágætar en forréttirnir ollu miklum vonbrigðum. Það hafa orðið það miklar framfarir í íslenskri eldamennsku að maður á heimtingu á meiri gæðum. Fyrir þá sem gera ekki aðrar kröfur en þær að fá ódýrt rauðvín með matnum er ódýra karöfluvínið eflaust góður kostur, ekki síst í ljósi verðsins. ENRICO’S  Þrátt fyrir nafnið er Enrico’s ekki ítalskur veitinga- staður, raunar er mjög erfitt að staðsetja hann yf- irhöfuð. Maturinn er alls ekki alvondur á Enrico’s. Hráefnin góð og eldamennskan á köflum ágæt. Það skortir hins vegar fókus, það er ekki sniðugt að hafa matinn jafnósamstæðan og innréttingarnar. Þá er maturinn allt of dýr miðað við það sem í boði er. 28.12.2003 | 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.