Morgunblaðið - 25.01.2004, Qupperneq 6
6 | 25.1.2004
Húmor er misjafn að gæðum og yfirleitt smekks-atriði hvað þykir gott og vont í þeim efnum. Þáer jafnan erfitt fyrir þann sem þykir eitthvað
óstjórnlega fyndið að skilja hvers vegna næsta manni
finnst það sama ekkert fyndið, og öfugt. Svo eru sumir
brandarar þannig að þó að hlegið sé svo að maður nái
varla andanum er ómögulegt að útskýra síðar hvað hafi
verið svona ofboðslega fyndið. Ég reyndi til dæmis að
segja vini mínum sem sá ekki Svínasúpuna um síðustu
helgi frá atriði sem mér fannst með því fyndnara sem ég
hef séð lengi í sjónvarpi, en uppgötvaði þegar ég var byrj-
uð hvað var fáránlegt að vera að reyna að lýsa þessu.
,,Sko, Sveppi er rosalega syfjaður, hann getur ekki vakn-
að, svo fer hann framúr og dettur vegna þreytu á eldhús-
gólfið þannig að mjólk hellist yfir hann ...“ Nei, svona er
þetta ekki fyndið, en þið sem sáuð þáttinn vitið hvað ég á
við. Það er alltaf jafn vandræðalegt þegar maður byrjar á
sögu og neyðist til að ljúka henni á ,,æ, þú hefðir þurft að
vera þarna,“ og líka frekar hlægilegt að hlusta á slíkar frá-
sagnir ,,já, einmitt. Vá, hvað þetta hlýtur að hafa verið
fyndið.“
Nú en afstæði húmors getur verið meira en vandræða-
legt og hlægilegt, það getur beinlínis komið fólki í stór-
kostleg vandræði. Tvær ungar konur, önnur bandarísk og
hin bresk, hafa nýverið komist í heimsfréttirnar vegna
þess að húmor þeirra féll ekki að því sem gengur og ger-
ist.
Önnur þeirra, poppstjarnan Britney Spears, gifti sig í
gríni í Las Vegas og þótti heiminum svo mikið um uppá-
komuna að virðulegar fréttastofur urðu
engir eftirbátar slúðurdálka þegar kom
að því að segja frá atburðinum. Britney
greyið er aum þegar hún talar við fjöl-
miðla og lýsir því yfir að þetta hafi nú
bara verið ,,brandari sem gekk of langt“.
Hún er sögð vera að hugsa sinn gang og að hún ætli svo
sannarlega að taka villtan lífsstíl sinn til endurskoðunar í
ljósi þessa misheppnaða brandara. (Í tortryggni minni
grunar mig reyndar að brúðkaupið í Vegas hafi verið út-
hugsað og afar snjallt plott, nýja platan ekki alveg að gera
sig og svona uppátæki er áhrifaríkara en nokkur auglýs-
ingaherferð, eins og raun ber svo sannarlega vitni – Britn-
ey er á allra vörum ... en það er önnur saga).
Hin stúlkan er breskur túristi að nafni Samantha Mar-
son. Hún varð fyrir því óláni að bauna sínum lélega húm-
or á flugvallarstarfsmenn í Miami um síðustu helgi. Sagð-
ist vera með þrjár sprengjur í töskunni sinni, þegar hún
lagði hana á færibandið við vopnaleitina og bað þá að fara
varlega. Vörðunum fannst þetta ekki fyndið og létu hand-
taka hana á staðnum. Greyið stúlkan var látin dúsa í fang-
elsi innan um ótínda glæpamenn og var þar enn þegar
þetta er skrifað, þar sem henni hafði ekki tekist að greiða
5000 dollara tryggingu. Samantha á yfir höfði sér allt að
15 ára fangelsi þó líklegra sé talið að hún sleppi með sekt.
Flest lendum við ekki í heimspressunni vegna aula-
húmors, sem betur fer. Nógu slæmt er að finnast maður
glataður innan um þá fáu áheyrendur sem verða vitni að
vandræðagangi manns. Næst þegar ég segi vondan
brandara ætla ég því að hugsa til Britney og Samönthu, ég
lendi allavega ekki á Reuters með mína lélegu brandara.
Bara í Mogganum. Með fullri virðingu fyrir honum,
blaðinu mínu. Það eru bara miklu færri sem sjá Moggann
en Reuters, það er það sem ég á við. Hætta núna. Áður en
þú gerir illt verra. Hætta núna. Það er eina leiðin til að
kæfa lélegan húmor. Hætta. bab@mbl.is
Vandmeðfarinn húmor
Birna
Anna
Flest lendum við
ekki í heimspress-
unni vegna aulahúm-
ors, sem betur fer.
M
aría Kristín Jónsdóttir hönnuð-
ur er fædd 1977 í Reykjavík.
Hún ólst upp í Seljahverfinu í
Breiðholti og gekk í Seljaskóla. María
Kristín útskrifaðist af tungumálabraut
Kvennaskólans 1997 og fór þá að vinna
með börnum í félagsmiðstöðinni Árseli í
Árbæ. „Með vinnunni tók ég nokkur nám-
skeið, m.a. í Myndlistarskóla Reykjavíkur,
til að prófa að læra að teikna,“ segir hún.
Tungumálin eru hennar annað áhuga-
mál og árið 1998 hélt hún til Þýskalands til
að læra þýsku. „Eftir það fór ég eina önn í
ensku í Háskólanum, en það var ekki mál-
ið, svo ég hélt áfram að vinna og ferðast um
heiminn,“ segir María Kristín sem einnig
hefur áhuga á ljósmyndun.
Hún hélt áfram að feta sig áfram og fór í
myndlist í kvöldskóla FB og komst svo inn
í þrívíða hönnun í Listaháskóla Íslands og
útskrifaðist þaðan vorið 2003. „Ég hef
áhuga á hönnun sem miðast út frá líkaman-
um og hagnýtu gildi hluta,“ segir hún en
lokaverkefni hennar í LHÍ voru dúnbelgir
sem höfðu tvö hlutverk: að vera töskur og
koddar. „Ég vil að hönnun bæti heiminn á
einhvern hátt og myndi gjarnan vilja taka
þátt í því að koma hönnun í þriðja heim-
inum á framfæri á Vesturlöndum.“ María
Kristín var vorið 2002 Erasmusnemi í Míl-
anó á Ítalíu í Politecnico di Milano þar sem
hún tók kúrsa í innanhúss- og iðnhönnun.
Í sumar vann hún í Hinu húsinu við að
skrá starfsemi skapandi sumarhópa húss-
ins. Út frá því kom upp hugmynd að
Handbók Hins hússins sem kemur út í
febrúar. María Kristín vann einnig verkefni
fyrir Össur hf. sem var um ímyndir mark-
hópa fyrirtækisins. Í vetur er hún að vinna í
Árseli og í desember var hún á ítölskunám-
skeiði í Mílanó, en hún fékk styrk hjá
Stofnun Dante Alighieri til að læra málið.
Núna á vorönn er María Kristín í mann-
fræðinámi við Háskóla Íslands en stefnir
jafnframt að því að sækja um mastersnám í
Hollandi. „Ég valdi mannfræðina vegna
þess að ég hef áhuga á hönnun út frá
manninum og langar í kjölfarið að sækja
um skólavist í Design Academy Eindhov-
en. Annars er ég alltaf að skipta um skoð-
un, það er svo margt sem mig langar að
læra.“ guhe@mbl.is
María Kristín Jónsdóttir
LOFAR GÓÐU
L
jó
sm
yn
d:
G
ol
li
Vill koma hönnun í þriðja heiminum á framfæri