Morgunblaðið - 25.01.2004, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 25.01.2004, Qupperneq 14
14 | 25.1.2004 fyrstu atrennu, vegna þess að þeir teljast hafa skertar lífslíkur vegna ofþyngdar. Oftast tekur 4–6 mánuði að fá forsamþykki íslenskra yfirvalda og leyfi til að koma með barnið til Íslands. Þegar það er fengið er gengið frá umsókn sem send er til erlendra stjórnvalda, ásamt skýrslum og gögnum. Frágangur þessara gagna er mismunandi. T.d. er ít- arlegra læknisvottorða krafist í Kína en almennari upplýsingar nægja í Indlandi. Starfsfólk Íslenskrar ættleiðingar leiðbeinir við gerð umsóknar samkvæmt reglum hvers lands. Skipulagsbreytingar standa nú yfir á ættleiðingarkerfinu í Indlandi og því hefur börnum ættleiddum frá Indlandi fækkað nokkuð á síðustu árum en kemur líklega til með að fjölga aftur. Þau komu flest hingað til lands árið 2000, tuttugu börn. Viðmiðunaraldur foreldra sem ættleiða er hér á landi 25–45 ár en mismunandi er eft- ir fæðingarlöndum barnanna við hvað er miðað. Í Kína er aldurslágmark 30 ár en í mörgum löndum er miðað við að foreldrar séu ekki meira en 40 árum eldri en barnið. Eftir að umsókn er send út, tekur við ákveðinn biðtími, sem núna er um tíu mán- uðir fyrir Kína. Gögnin eru skoðuð nákvæmlega og síðan kemur að því að vænt- anlegir foreldrar fá upplýsingar um barn sem þeir fá að ættleiða. „Ættleiðingarnar ganga út á það að finna fjölskyldu fyrir barnið en ekki öfugt. Hagur barnanna er í fyr- irrúmi,“ segir Guðrún. Þá er miðað við persónuleika barnsins, reynslu þess eða þarfir og reynt er að finna fjölskyldu sem getur uppfyllt þær þarfir. Börnin frá Kína koma yfirleitt á aldrinum 10–18 mánaða. Ekkert gulltryggt Einhleypir eiga nú að mjög takmörk- uðu leyti kost á að ættleiða börn frá Kína og Indlandi. Fyr- irfram ákveðið hlutfall af kínversku börnunum fer til ein- hleypra, þ.e. tólfta hvert barn, og einhleypir eru því yfirleitt lengur á biðlista en hjón. Í Indlandi er einhleypum konum að- eins leyft að ættleiða en í Kína er talað um einhleypinga, án þess að kyn sé skilgreint, þótt ekki hafi reynt á að íslenskir ein- hleypir karlar sæki um að ættleiða frá Kína. Fáeinir bandarískir karlar hafa hins vegar gert það, að sögn Guðrúnar. Oftast koma börnin heim hraust og eru ótrúlega fljót að að- lagast nýjum aðstæðum. Hins vegar eru dæmi þess að heilsa barnanna er ekki eins og lýst hefur verið í skýrslum, en ekki eru dæmi um að fólk hafi hætt við að ættleiða barn þess vegna. „Þetta er sama áhættan og maður tekur með því að eignast börn með hefðbundnum hætti, það er ekkert gulltryggt,“ segir Lísa. Fólk þurfi að búa sig undir að börnin geti haft þroskafrá- vik eða líkamleg einkenni þess að hafa liðið skort, en auðvitað komi á óvart ef barn er mikið veikt eða fatlað. Skýrslurnar eru reyndar oft gerðar um börnin mjög lítil og ýmislegt getur breyst frá þeim tíma. Kínverska ættleiðingarmiðstöðin útvegar fararstjóra í Kína og sá útvegar kínverskan lækni til að skoða börnin. Er það talið hentugra en að senda íslenskan lækni eða fararstjóra með hópnum. Gestur Pálsson barnalæknir hefur farið yfir skýrslur allra barna sem ættleiða á til landsins áður en þau koma, auk þess sem hann rannsakar öll ættleiddu börnin þegar þau eru nýkomin til Íslands og gefur skýrslu til viðkomandi heilsugæslustöðvar. „Það er einsdæmi að sami læknirinn hafi kynnst öllum ættleiddum börnum á einu landi allt frá árinu 1981,“ segir Guðrún, en þetta vakti einmitt mikla athygli á alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin var hér á landi fyrir nokkru. Málþing var haldið á síðasta ári í tilefni af ald- arfjórðungsafmæli Íslenskrar ættleiðingar og þá var einnig gefið út fræðslurit um ætt- leiðingar. Ferðakostnaður er stærsti hluti ættleiðingarkostnaðarins. Miðað er við að borga þurfi a.m.k. eina milljón til að geta ættleitt barn frá Kína eða Indlandi, að ferðakostn- aði meðtöldum. „Við höfum verið að reyna að fá styrki frá íslenskum stjórnvöldum til ættleiðinga en það hefur ekki gengið ennþá. Vonandi verður það,“ segir Guðrún og bendir á að norrænir kjörforeldrar fá á bilinu 180–400 þúsund krónur í styrk frá yf- irvöldum. „Það er töluverður kostnaður sem sparast í þjóðfélaginu vegna okkar barna, það er kostnaður við meðgöngu, fæðingu og ungbarnaeftirlit og það er ekki ósanngjarnt að ættleiðendur séu styrktir sem þessu nemur.“ Eftir rúmt ár í kerfinu er erindi sem Íslensk ættleiðing sendi forsætis- og dóms- málaráðherrum nú í félagsmálaráðuneytinu en engin niðurstaða komin. „Það er áberandi að í þeim löndum sem hafa styrkjakerfi, eru fleiri ættleiðingar hlutfallslega en hjá okkur og mér finnst ekki ósennilegt að það stafi að einhverju leyti af þessum aðstöðumun. Það er mjög sárt þegar hingað á skrifstofuna kemur gott fólk sem ég veit að uppfyllir öll skilyrði og hefur góðar aðstæður að bjóða barni, en treystir sér ekki til að leggja inn umsókn af fjárhagsástæðum. Þetta er mismunun og það er slæmt,“ segir Guðrún að lokum. ÆTTLEIÐINGAR Á ÍSLANDI HAGSMUNIR BARNSINS Í FYRIRRÚMI H ér á landi búa yfir 450 börn sem fædd eru í öðru landi en hafa verið ætt-leidd til íslenskra foreldra frá árinu 1970. Þau elstu eru því komin á fer-tugsaldur. Á síðasta ári voru þrjátíu börn ættleidd til Íslands, flest frá Kína, eða 22. Sex börn komu frá Indlandi og tvö frá Kólumbíu. Færri koma frá öðr- um löndum þessi misserin, eins og t.d. frá Taílandi, og á tímabili komu einnig börn frá Rúmeníu. Fyrstu börnin frá Kína komu til Íslands árið 2002 og hafa alls fjórir hópar kjörforeldra farið og sótt börnin sín til Kína frá þeim tíma. Hér á landi eru nú 32 ættleidd börn frá Kína, þar af einn strákur, 150 frá Indlandi, 85 frá Sri Lanka og 60 frá Indónesíu. Alls búa hér á landi ættleidd börn frá 25 löndum en frá mörgum þeirra landa eru aðeins eitt eða tvö börn. Lísa Yoder, formaður Íslenskrar ættleiðingar, og Guðrún Ó. Sveinsdóttir, annar starfsmaður félagsins, segja að ættleiðingum fjölgi nú ár frá ári og því hafi m.a. verið bætt við starfsmanni hjá þessu 26 ára gamla félagi sem nú hefur eitt og hálft stöðu- gildi. Lísa og Guðrún hafa báðar ættleitt börn, Lísa er móðir Róberts Davíðs Pálm- arssonar, 8 ára frá Indlandi, og Guðrún er móðir Þóru Katrínar Kristinsdóttur, 19 ára frá Sri Lanka, og Tómasar Kára Kristinssonar, 16 ára frá Indlandi. Guðrún hefur ver- ið starfsmaður félagsins í fimmtán ár og þekkir íslenska kjörforeldra og sögu ættleið- inga hér á landi vel, auk þess að þekkja ættleiðingarferlið af eigin reynslu. Íslensk ættleiðing hefur nú milligöngu um allar ættleiðingar til Íslands nema í undantekningartilvikum, t.d. þegar foreldrar hafa sérstök tengsl við landið sem ætt- leitt er frá, en áður fyrr var einnig hægt að ættleiða án milligöngu Íslenskrar ættleið- ingar. Með lögum frá árinu 2000 var tekið fyrir einkaættleiðingar nema í áðurnefnd- um undantekningartilvikum en í lögunum er gert ráð fyrir ákveðinni uppbyggingu ættleiðingarferlisins í móttökulandinu og fæðingarlandi barnsins eins og alþjóðlegar reglur kveða á um. Gert er ráð fyrir löggiltum félögum í móttökulandinu og stofn- unum sem hafa leyfi yfirvalda í fæðingarlandi barns. Ófrjósemi er algengasta orsök þess að fólk ákveður að ættleiða börn en einnig get- ur komið til að fólk vilji leggja sitt af mörkum og ættleiða barn til að bjarga því frá að líða skort. Fyrrnefnda orsökin er nær eina orsök ættleiðinga hingað til lands en er- lendis hefur það færst í vöxt að fólk ættleiði börn af mannúðarástæðum, að sögn þeirra Lísu og Guðrúnar. Þegar fólk hefur hug á að ættleiða er byrjað á að sækja um forsamþykki til dóms- málaráðuneytisins sem sendir umsóknina til viðkomandi sveitarfélags. Sveitarfélagið felur barnaverndaryfirvöldum á staðnum að rannsaka aðstæður umsækjenda og felst sú rannsókn m.a. í heimsóknum frá félagsráðgjafa. Athugað er hvort fólk búi við eðli- legar fjölskylduaðstæður og sé í tengslum við nána fjölskyldu og vini. Ytri aðstæður fólks eru einnig athugaðar, þ.e. búseta, heimili og tekjur, og einnig hvort umsækj- endur séu á sakaskrá. Viðhorf væntanlegra foreldra til ættleiðinga er athugað og hvernig þeir muni greina barninu frá uppruna sínum. Lífslíkur foreldra skipta miklu máli Heilsufar og lífslíkur væntanlegra foreldra skipta einnig miklu máli, þar sem hagsmunir barnsins eru hafðir að leið- arljósi við athugunina. Lífslíkur eru metnar út frá ýmsum þáttum heilsufars, m.a. þyngd. M.a. eru dæmi um að foreldrar hafi ekki fengið forsamþykki, a.m.k. ekki í Börn og foreldrar saman í Kína rétt áður en lagt var af stað heim til Íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.