Morgunblaðið - 25.01.2004, Page 16
16 | 25.1.2004
Hún er fræg sagan um bisnessmanninn sem stóð í röð í Landsbankanum og keypti og
seldi hlutabréf í gríð og erg í gegnum farsímann sinn á meðan hann beið eftir af-
greiðslu og barst mikið á. Þá hringdi síminn!
Það var mikið hlegið að þessari sögu á sínum tíma enda þóttu þeir sem víluðu ekki
fyrir sér að blaðra í gemsa á almannafæri vera hálfspjátrungslegir auk þess sem
margir drógu í efa nauðsyn þess að dröslast með síma með sér hvert sem maður
færi. Gat þetta fólk ekki bara talað í símann heima hjá sér eða á skrifstofunni?
Líklega flíka fáir slíkum skoðunum í dag enda er farið að hringja í vösum hinna
hörðustu gemsaandstæðinga. Og það eru býsna margir sem telja sig ekki geta verið
án farsímanna sinna, kannski vegna þess að nútímamanneskjan er stöðugt á ferð-
inni. Hvort það ástand hafi skapast vegna þess að farsímarnir gerðu henni það
mögulegt skal ósagt látið enda er þar um að ræða hina lífseigu spurningu um eggið
og hænuna.
Hvað sem því líður er gemsinn orðin ein af persónulegustu eigum fólks og mögu-
leikarnir til að gera hann enn persónulegri eru fjöldamargir. Hægt er að skipta um
hulstur á símunum, setja í þá myndir og kveðjur sem lýsa upp skjáborðið eða sækja
sér uppáhaldslagið sitt á Netinu í símann í stað hefðbundinnar hringingar. Símafyr-
irtækin keppast við að bjóða upp á vit, wapp og ég veit ekki hvað og eftirspurnin eft-
ir slíkum fyrirbrigðum er nægileg. Það virðast heldur engin takmörk fyrir því hvað
hægt er að þróa þessi tæki og það sem þótti nýtískulegt í gær er orðið arfaúrelt á
morgun. Það er ekki langt síðan aðalmálið var að vera með síma sem gerði notand-
anum kleift að fara á Netið en í dag talar enginn um slíkt því í dag snýst allt um
myndavélasíma. Að sama skapi eru SMS-skilaboðin orðin almannaeign en vilji mað-
ur vera sérstaklega flottur á því eru myndskilaboð það eina sem kemur til greina.
Á örfáum árum er farsímanotkunin orðin það algeng að nánast annar hver maður
sem maður hittir úti á götu er með gemsa við eyra. Það er því forvitnilegt að
grennslast fyrir um hvaða viðhorf fólk hefur til þessa nauðsynlega fylgibúnaðar
mannskepnunnar í dag. ben@mbl.is
MEÐ FARSÍMA Á FERÐ OG FLUGI
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
Ljósmyndir Golli
Þegar GUÐBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR innanhússarkitekt týndi farsímanum sínum um daginn vonaðist
hún hálfpartinn eftir því að hann fyndist ekki aftur, enda hálfgerður forngripur, orðinn tveggja ára
gamall! „Þetta er Nokia 3210,“ segir hún hlæjandi. „Ég umgengst lið sem er með myndavélasíma og
ég veit ekki hvað og hvað þannig að þetta flaug í gegnum hugann á mér. En ég hef ekkert út á hann
að setja.“ Guðbjörg var þó ekki lengi sambandslaus því síminn kom í leitirnar eftir að vera búinn að
vera týndur í fimm tíma. Og vissulega varð hún fegin enda staðhæfir hún að hún gæti ekki verið án
hans. „Fyrst og fremst út af vinnunni,“ útskýrir hún. „Ég er ein á stofunni og ég áframsendi stofu-
númerið í gemsann ef ég þarf að keyra út teikningar eða eitthvað slíkt. Stofan mín mundi einfaldlega
ekki standa undir sér ef ég væri ekki með svona tæki – það er ekkert flóknara en það.“
Hún segir farsímana þó líka ákveðinn ókost því fólk ætlist til að hún sé alltaf tiltæk. „Það sættir
sig ekki við að símanum sé ekki svarað og vill að maður sé alltaf með hann í lófanum. Þannig að
þetta hefur búið til ákveðna óþolinmæði.“ Guðbjörg segir símann sinn án alls skrauts. „Þegar ég
keypti hann fannst mér þetta vera útpælt. Hann er voðalega einfaldur, allur silfurgrár og það var það
sem ég leitaði eftir. Ég vildi ekki hafa útflúr á honum eða neitt svoleiðis.“ Þá hafi hún ekki sótt sér
sérstakan hringitón í tækið en hins vegar noti hún SMS mikið. „Mér finnst það rosalega góð viðbót.
Það kom ákveðin samkeppni í mig og nokkrar konur á mínum aldri því við ætluðum sko ekki að
gefa köllunum okkar færi á að segja að við kynnum ekki á þetta svo við lærðum þetta bara einn, tveir
og þrír.“ Og hún segist vera orðin býsna fljót að skrifa skilaboðin. „Þetta kemst allt upp í æfingu
sem sannast á því hvernig unglingarnir eru – mörgum sinnum hraðari en við.“
Hún kannast vel við að fá góðar kveðjur á tyllidögum eins og sannaðist á afmælinu hennar í októ-
ber síðastliðnum. „Þá fékk ég afmæliskveðjur frá vinkonum og ættingjum og það var í fyrsta skipti
sem ég fékk svoleiðis kveðju í gegnum símann. Ég hafði áður fengið slíkt í gegnum tölvupóst en
núna kom þetta á SMS í fyrsta sinn.“
EINFALDUR EN BJARGAR STOFUREKSTRINUM
IN
N
A
N
H
Ú
SS
A
R
K
IT
E
K
T
Farsíminn er nauðsynlegt vinnutæki hjá JÖRGEN HRAFNI MAGNÚSSYNI, rekstrarstjóra hjá Bón-
usvídeói, enda þarf að vera hægt að ná í hann allan sólarhringinn ef svo ber undir. Á dögunum fékk
hann nýjan Nokia-síma sem er þó ekki svo tæknilegur að hægt sé að taka myndir á hann. „Þetta er
vinnutæki en ekki áhugamál,“ segir hann ákveðinn þegar hann er spurður út í þetta. „Það eru voða-
lega margir sem líta á þetta sem stöðutákn en þetta er hálfgerð nauð hjá mér og ég vildi oft vera laus
við hann.“ Hann segist líka loka fyrir símann þegar hann fer í sumarfrí þótt hann gæti ekki verið án
hans í vinnunni.
Jörgen nýtir sér ýmsa tæknimöguleika til að létta sér lífið í vinnunni. „Ég nota vekjaraklukkuna
og dagbókina mikið, t.d. til að minna mig á fundi. Maður er alltaf á hlaupum og ég læt símann
minna mig á fundi hálftíma áður en þeir eiga að hefjast.“ Þá segist hann vera með venjulega hring-
ingu í símanum. „Nema fyrir heimafólkið,“ segir hann og útskýrir að það sé hægt að velja mismun-
andi hringingar eftir því hver er að hringja. „Konan er sú eina sem er með sérstaka hringingu í sím-
anum.“
Að sögn Jörgens er hann orðinn nokkuð lunkinn í SMS-inu. „Ég er farinn að geta notað einn
putta þótt maður nái ekki unglingunum. Fyrst þegar ég var að byrja á þessu lét ég krakkana í
vinnunni gera þetta fyrir mig en núna er ég farinn að gera þetta skammlaust – það kemur með neyð-
inni.“ Hann útskýrir að oft geti verið erfitt að ná í fólk, t.d. þegar það er í afgreiðslu og þá geti verið
gott að grípa til skilaboðanna og það sama má segja um þá sem þurfa að ná í hann. „Oft fæ ég allt
upp í 15 skeyti á dag og mest af því er vinnutengt þótt það komi eitt og eitt frá félögunum.“
Jörgen hefur fengið undarlegustu SMS-skilaboð í símann sinn og m.a. tekið á móti uppsögnum
starfsfólks í skeytaformi. „Svo hef ég fengið nokkrar fæðingar,“ segir hann. „Það nýjasta var: „Lof
sé Drottni, Davíð er fæddur!“ Það var félagi minn að eignast barn sem fékk strax nafnið Davíð og
lét vita af því með þessum hætti.“
KONAN MEÐ SÉRSTAKA HRINGINGU
R
E
K
STR
A
R
STJÓ
R
I