Morgunblaðið - 25.01.2004, Síða 19

Morgunblaðið - 25.01.2004, Síða 19
L istmálarinn Haraldur Bilson eða Harry Bilson eins og hann er oftast kallaður málar litríkar og lif- andi myndir sem hann kýs að hafa í flennistórum gylltum römmum. Bæði myndir hans og orðstír hafa borist víða um heim en hann hefur einnig notið töluverðra vinsælda hér á landi. Hann er lítið fyrir staðreyndir og líkar illa þegar fólk reynir að greina eða flokka list hans eftir þröngsýnum kenn- ingum. Við Harry Bilson mæltum okkur mót á kaffistofu Laugardalslaugar, þar sem listamaðurinn byrjar vanalega daginn þegar hann er staddur hér á landi. Hann hefur komið víða við, er fæddur í Reykjavík hinn 21. janúar árið 1948. Fyrstu ár ævinnar bjó hann á Íslandi með móður sinni, Kristjönu Jónsdóttur, en þegar hann var sex ára að aldri fluttu þau til London þar sem faðir hans, Jack William Bilson, var þá búsettur. Foreldrar hans kynntust í seinni heimsstyrjöldinni þegar Bilson eldri var í breska hernámsliðinu. Harry Bilson hefur einnig búið í Kanada, Bandaríkjunum, Ástralíu og Hong Kong. Nú býr hann á Írlandi þar sem hann hefur fundið ævistarfi sínu kjörlendi, en er einnig með vinnuverkstæði í Bretlandi og í Suður-Frakklandi. Harry Bilson er mjög léttlyndur og skemmtilegur og hefur þægilega nærveru. Þegar ég spyr hvort það sé nauð- synlegt fyrir hann að skipta reglulega um umhverfi svarar hann: „Nei, ekki endilega, það er frekar að hlutirnir hafi þróast á þennan veg. Ætli meginástæðuna fyrir því megi ekki frekar rekja til viðskiptavina minna.“ Bilson rifjar upp þegar hjón frá Hong Kong komu á listasýningu hans í Ástralíu og keyptu upp allar myndirnar á sýningunni sem leiddi til þess að hann seinna setti upp sýningu í Hong Kong og flutti síðar búferlum þangað. „Það sama má segja um myndirnar mínar. Ég byrja á einhverju og enda kannski á öðru en upphaflega stóð til.“ Hvað eiga þessi hjón margar myndir eftir þig? „Þær eru í kringum 30, allar frekar stórar. Ég hef einnig selt myndirnar mínar vel á Íslandi,“ segir hann og giskar á að um 300 verka hans séu í eigu Íslendinga. Þess má geta að hann hefur haldið einar sjö einkasýningar í Galleríi Fold. Stendur til að setja upp sýningu á Íslandi? „Nokkur verka minna eru til sölu í Galleríi Fold núna,“ segir Bilson og gefur til kynna að margt spennandi sé upp á teningnum sem hann geti ekki tjáð sig um eins og er. Bilson segist hafa verið á það miklu flakki um heiminn að sama hvar hann stígi niður fæti, hann sé alls staðar út- lendingur. „Þegar ég hitti Barböru fyrst, fyrrverandi eiginkonu mína og móður barnanna minna tveggja, vorum við tveir að keppa um hönd hennar. Hún sagði mér seinna frá því að hinn aðilinn hefði spurt sig hvað hún sæi við þenn- an farandmann. Þetta fannst mér frábær skilgreining á mér,“ segir Bilson og hlær innilega og bætir við að hann vilji hafa eftirfarandi setningu á legsteini sínum þegar hann er allur: Hér hvílir farandmaðurinn Harry Bilson. Lifir fyrir listina Ég spyr listamanninn hvernig venjulegur dagur í vinnunni gengur fyrir sig og hann svarar án umhugsunar: „Það er ekkert til sem heitir venjulegur vinnudagur í mínu lífi. Ég kýs hins vegar að byrja snemma að vinna.“ Þegar hann talar um snemma á hann við klukkan þrjú um nótt. ,,Þá finnst mér gott að fara á fætur og vinna í um þrjá tíma. Síð- an fæ ég mér gott kaffi og smá „siestu“ þar sem ég borða og legg mig,“ segir hann. Einveran er fastur liður í vinnu listmálarans og því hefur hann mikla þörf fyrir að vera í kringum fólk þegar hann er ekki að mála. „Stór hluti af vinnu minni er hugmyndavinna sem ég fæ með því að horfa á aðra hluti, með því að lesa og hafa samskipti við ann- að fólk.“ Bilson er án efa afkastamikill og iðjusamur málari. Á einni mynd hans, sem nefnist „Gingham“, má finna einar þrjátíu persónur, níu hesta, einn hund og ótrúlegt landslag. Hver einasta persóna myndarinnar hefur sinn eiginn karakter og svipbrigði og því leikur mér forvitni á að vita hvort hann sé ekki lengi að vinna slíkt verk. „Sumar myndirnar eins og „Gingham“ geta tekið langan tíma en aðrar ekki eins langan. Ég hef verið allt að fimm ár með eina mynd, en ég vinn stundum allt að þrjár myndir í einu.“ Bilson segist ekki vera hrifinn af staðreyndum. „Ég mála kannski konu sem virðist í fyrstu gömul, en við nánari athugun er hún það ekki endilega. Ég á það einnig til að mála heila mynd með fimm persónum á öllum aldri og hverLj ós m yn d: G ol li EKKERT ER EINS OG ÞAÐ SÝNIST Eftir Elínrós Líndal Harry Bilson með eitt verka sinna, Fleur de Lis. 25.1.2004 | 19

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.