Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 4
4 | 28.3.2004 Þ að koma þær stundir að mann á í basli með að halda trú á mannkynið, til- gang lífsins, halda geðheilsu. Hvað erum við að gera hérna? Ég meina, á jörðinni. Á tíma sem ekki er nema lykkjustund í tilveru hvers og eins, hvað þá í sögu heimsins, hafa mörg hundruð manns verið sprengd í tætlur í Madríd, andlegur leiðtogi myrtur í Palestínu, lögga hér á landi verið rekin úr vinnu fyrir að hirða dóppeninga, prestur grunaður um kynferðisafbrot og ungir menn grunaðir um að hafa sökkt í sjó líkinu af manni sem var með þeim á lithá- ísk-rússneska mafíuróluvellinum. Á þessari stuttu lykkjustund hefur mann náð því að verða jafngamall ömmu sinni og spyr bara hvað sé að verða um heiminn. Er mannkynið orðið svo vits- munalega þjálfað að það sé orðið heimskara en dýrakynið? Eitt af því sem ein- kennir dýrin er að geta lært af reynslunni og manni skilst að það sé kallað skil- yrðing í atferlisfræðunum. Við vitsmunafíflin sem stjórnum heimi manna og dýra erum hins vegar orðin svo sprenglærð að við erum búin að týna skilyrðing- argeninu. Hvað hafa margar styrjaldir verið háðar? Hvað er búið að drepa marga í nafni alls konar? Hver er árangurinn? Þegar dýr meiða sig á athæfi, eða hljóta enga umbun fyrir það, muna þau það alltaf og endurtaka ekki athæfið. Öðru máli gegnir um okkur mennina. Við náum þessu ekki. Engin furða að mann spyr sig stundum klukkan tíu á morgnana, eftir að hafa lesið blöðin, hvort í dag sé góður dagur til að deyja – eða hvort mann á bara að labba út úr húsinu sínu og eyða deginum í að leita að einhverju fallegu, ef þá eitthvað fallegt er eftir. Laugardagur er oft góður dagur til að finna fallegt. Fullt af myndlistarsýn- ingum að opna úti um allar trissur og þangað kemur fólk sem þarf að fá hlé frá hörmungum heima og erlendis, vill fá að sjá hvort einhver fegurð eða jákvæð hugsun er eftir. Dreif mig á laugardaginn var í Hafnarborg í Hafnarfirði til að sjá sýningu Rúnu (Sigrúnar Guðjónsdóttur) og dóttur hennar Ragnheiðar Gestsdóttur og verð að segja eins og er að mann hékk þarna lengi dags vegna þess að verkin þeirra eru svo falleg, hlýleg og gera hjartanu í manni svo gott. Og þarna var gott fólk að leita skjóls frá heiminum, leikkonan Herdís Þorvalds- dóttir, Ásgerður Búadóttir myndlistarkona, Áskell Másson tónskáld, Svala Lárusdóttir innanhússhönnuður sem hér um árið rak gallerí í Hafnarstræti, þar sem ég kom oft með mömmu þegar ég var lítil og fannst alltaf svo gott að vera þar. Svo leit ég við í Gallerí Fold þar sem var að sýna ungur maður sem ég kannast við, Stefán Boulder, og málar nú aldeilis töff myndir og sannar að það er sko ekki búið að mála allt í eitt skipti fyrir öll. Við unga kynslóðin getum haft ým- islegt til málanna að leggja, þótt málverkið hafi verið til í margar aldir. Við erum ekki bara föst í hugmyndalistinni þótt við hljótum að heillast af heimi heimspek- innar vegna þess að við hann er hægt að dvelja um aldur og ævi utan við stríð og ógeð vegna þess að hann er svo flókinn og margþættur. Ætlaði á sunnudaginn að skreppa til Keflavíkur þar sem Árni Johnsen var að kveðja vini sem hafa verið að sýna verk hans með kvöldvöku a la þjóðhátíð. Þarna stigu á stokk Hljómurinn Rúnar Júlíusson, Hjálmar dómkirkjuprest- ur og sagnamaðurinn Ingi Hans úr Grundarfirði og mann var alveg viss um að þetta yrði skemmtilegt. En svo uppgötvar mann að það eru svo margir að gera lífið betra og Kammersveit Reykjavíkur var með tónleika í Lang- holtskirkju og mann vissi að þeir myndu sefa manns hrelldu sál og dreif sig þangað. Auðvitað. Missir ekki af því. Og manni var bara farið að líða töluvert betur í lok helgarinnar. Á mánudegi héldu fréttahörm- ungarnar áfram en þá var nóg komið. Mann bara sleppti því að lesa blöðin þann daginn og horfa á sjónvarp en smyglaði sér þess í stað inn á tónleika, eða kennslustund, hjá Endurmenntunarstofnun Há- skóla Íslands í Salnum í Kópavogi. Þar var Jónas Ingimundarson að fjalla um Schumann, ásamt Snorra Wium söngvara og Hjalta Rögnvalds- syni leikara. Þessi líka fína kvöldstund, en mann spurði sig auðvitað að lokum: Hefði Schumann nennt að skapa svona falleg verk fyrir heiminn ef hann hefði vitað hvað fáum myndi þykja varið í þau í samanburði við þær mannkynssöguhrollvekjur sem í boði eru? flugan@mbl.is Álfheiður Jónasdóttir og Svava Hansdóttir. L jó sm yn di r: G ol li Gunnar Steinn Pálsson og Þorvaldur Þorsteinsson. Sif Björnsdóttir og Marta María Jónasdóttir. Feðginin Stefán Sturla Sigurjónsson og Sandra Björg Stefánsdóttir. Atferlisfötlun og leitin að fegurðinni … verkin þeirra eru svo falleg, hlýleg og gera hjartanu í manni svo gott. FLUGAN EMBLA ferðaskrifstofa var með skemmtikvöld í Iðnó. Steinunn Bergsteinsdóttir, Sigurður G. Tómasson, Kristín Hjálmtýsdóttir og Kristján Kristjánsson. María Elíasdóttir og Gunnar Viðar Bjarnason. Guðrún Hjörleifsdóttir og Jóna Dóra Karlsdóttir. Áskell Másson og Sigríður Búadóttir. Vélaug Steinsdóttir og Sigríður Sigurðardóttir. Í HAFNARBORG í Hafnarfirði var opnuð sýning Rúnu og dóttur hennar Ragnheiðar Gestsdóttur. Guðlaug Sigurgeirsdóttir, Gunnar Biering og Sigmundur Magnússon. L jó sm yn di r: E gg er t L jó sm yn di r: Á rn i S æ be rg Á NÝJA SVIÐI Borgarleikhússins var frumsýnt nýtt leikverk, Sekt er kennd, eftir Þorvald Þorsteinsson. Sólborg Erla Ingadóttir og Ingibjörg Þóra Gestsdóttir hönnuðir hjá Pelli & Purpura.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.