Morgunblaðið - 28.03.2004, Síða 20
20 | 28.3.2004
GEISLADISKAREKKAR | HILDUR EINARSDÓTTIR
ÞARFAÞING Á
GEISLADISKA ÖLD
Þessi litli geisladiskastandur, PO-Denmark. com, er hluti
af stærri heild, þar sem rammarnir eru eins en notagildið
mismunandi. Hann fæst í Epal og verðið er 2.480 kr.
Geisladiskarekki sem ætlaður er á borð.
Hann er framleiddur hjá danska fyrirtækinu
Herstal og fæst hjá Tekk-Company. Rekkinn
er úr burstuðu stáli og kostar 5.900 kr.
Þessi hugvitsamlegi geisladiskastandur
frá Alessi er úr plasti og fæst í Casa. Þetta
eru borðar sem eru límdir á hillu eða í
skúffu og eru 120 cm á lengd. Borðarnir eru
klipptir niður eftir þörfum. Á heilum borða
geta verið 80 diskar. Verð 1.700 kr.
Frá Exó kemur
þessi geisla-
diskastandur sem
er úr eik. Hæðin er
140 cm og breidd
16,5 cm. Verðið
14.900 kr.
Direso er framleiðslu-
heitið á þessari dönsku
hirslu fyrir geisladiska,
sem er ætluð á vegg. Hún
fæst í Húsgagnahöllinni-
Bodum og kostar 6.880 kr.
Geisladiskastandur úr
áli sem kallast Eiffel.
Hæðin á honum er 160
cm og hann tekur 60
diska og er til sölu í Hús-
gagnahöllinni-Bodum.
Verð 4.580 kr.
Portar geisladiskarekki frá
Habitat. Rekkinn er úr glæru
plasti og tekur 50 geisladiska.
Hann má bæði vera á borði og
uppi á vegg og kostar 4.500 kr.
Geisladiskarekkar eru þarfaþing á hverju heimili á þessari geisladiskaöld. Oft á
fólk fjöldann allan af geisladiskum og geta þeir skipt þúsundum á tónelskum
heimilum. Aðrir eiga færri diska og geta rekkarnir sem hér eru sýndir hentað þeim.
Oftast er það þannig að fólk er með nýjustu diskana inni í stofu hjá sér en hinir
sem minna eru leiknir eru upp í skáp.
Vinur minn sem er áhugamaður um hvers kyns tónlist flokkar geisladiskana í
rekka eftir tónlistargerðum hvort sem það er klassík, popp, rapptónlist, hipp
hopp, þjóðleg tónlist, reggi eða íslenska tónlist. Síðan raðar hann diskunum í staf-
rófsröð innan hvers flokks, enda ekki vit í öðru þegar safnið er stórt. Svo er hann
með eina hillu þar sem safnast þeir diskar sem hann er ekki búinn að flokka. Þegar
hann hefur hlustað nægju sína þá fara diskarnir auðvitað í sinn flokk í rekkanum.
Þó geisladiskarekkar séu í sjálfu sér einfaldir hlutir er hægt að hafa af þeim
mikla prýði ef þeir eru skemmtilega og hugvitsamlega hannaðir. hildur@mbl.is
Vink geisla-
diskarekki frá IKEA,
hann er 31x16 cm á
stærð og fer því ágæt-
lega á borði og kostar
190 kr.
Geisladiskastandur frá Ligne Ros-
et eftir hönnuðinn Arek Levy. Stand-
urinn er úr áli og er 157 cm á hæð
og 34 cm á breidd. Hann tekur 160
diska og kostar 36.000 kr.
CD Tube kallast þetta geisladiskastatíf
úr áli frá Rosendahl, sem er til sölu hjá
Epal. Það tekur 24 diska. Hönnuður er
Kim Aimsig. Hægt er að fá vínrekka í stíl.
Verð 7.970 kr.
L
jó
sm
yn
di
r:
K
ri
st
in
n
In
gv
ar
ss
on
Geisladiskastandur úr lagskiptu plasti. Hann er
dökkrauður öðrum megin og ljósrauður hinum megin,
sem gefur útlitinu aukna dýpt. Hann tekur 75 geisla-
diska. Hægt er að fá tvöfaldan svona geisladiska-
stand og tekur hann þá helmingi fleiri diska. Geisla-
diskastandurinn, sem kallast Staccado, er frá Habitat
og kostar 13.500 kr. Sá stærri kostar 23.500 kr.