Morgunblaðið - 28.03.2004, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 28.03.2004, Qupperneq 22
Í deildinni sem Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir lýkur bráttprófi frá við Hönnunarakademíuna í Eindhoven, erhvatt til sjálfstæðrar sköpunar frá nýjum sjónarhornum. Námsbrautin nefnist Maður & tilvera, en af öðrum brautum akademíunnar má nefna Maður & mennska og Maður & makindi. Guðrún Lilja getur varla beðið eftir að ljúka náminu og koma heim til Íslands, þar sem hún hyggst setja á fót eigin hönnunarstofu undir merkinu Bility, sem hún hefur þegar fest á sum verk sín. „Draumurinn er samvinna í frjóum hópi – það hljómar meira spennandi en einyrkjan,“ segir hún. Og þá er ágætt að hafa í farteskinu meðmæli frá hönn- uðinum Richard Hutten, sem er af mörgum talinn í hópi fremstu hönnuða í Hollandi. Hann hreifst svo af stólnum Flit að hann vildi ólmur fá eintak í hönnunarsafnið sitt. Úr varð að þau skiptust á stólum og þannig fékk hann hinn litríka Flit sem Guðrún Lilja hannaði og skírði með því að slá saman orð- unum „fly“ og „sit“. „Þetta er stóll sem má sitja á, eins og títt er með góða stóla. Með einu handtaki er svo hægt að krækja línu í og láta hann fljúga sem flugdreka,“ útskýrir Guðrún Lilja, sem í fyrra hannaði líka handtöskur sem hægt var að nota sem púða fyrir þreytta sitjanda. Voru þær sýndar á tískusafni í Belgíu, ásamt hönnun Kenzo, Moschino og fleiri. Væntanleg húsgögn rekur að landi Af öðrum hugverkum hennar sem vakið hafa athygli er fatnaður fyrir ófrískar konur, sem sýnir með fljótandi kristalstækni þegar ófætt barnið sparkar eða hreyfir sig. Er þá magastykki flíkurinnar bólstrað eða fóðrað með hinu fljótandi efni. „Hugmyndin er líka að setja þetta á boli fyrir karlmenn, þá er kristöllunum komið fyr- ir á hjartastað flíkurinnar og öllum verður ljóst þegar hjartað slær örar. Þetta er svona til að við sjáum betur hvað strákarnir eru að hugsa,“ útskýrir Guðrún Lilja og hlær. Þróunardeild Philips hefur ákveðið að styrkja og styðja við hugmyndina, en Philips styrkir um 500 hönnunarverkefni á ári og ekki útséð um hver þeirra fara á endanum í framleiðslu. Og leikgleði Guðrúnar Lilju birtist víðar. Nefna má garð- hellur með litlum stiga niður í jörðina, sem er hugsaður fyrir mýsnar, álfana eða aðrar þær verur sem ímyndunaraflið kveik- ir með fólki. Önnur tegund garðhellna er jafnframt eins konar útiarinn. Í yfirborð hverrar hellu er grópað mynstur, þangað er eldfimu efni svo sprautað og kveikt í þannig að hellan skíðlog- ar á síðkvöldum. „Ég hef gert prótótýpur af þessum hellum en þær eru ekkert komnar lengra í bili, enda of mikið að vera að hugsa um framleiðslu meðfram síðasta áfanga námsins ... en kannski BM Vallá heima hafi áhuga,“ segir hún kímin. Ísland er sem sé ofarlega í huga og það kemur fram í reka- viðarverkefninu sem Guðrún Lilja hefur á teikniborðinu. Þar er unnið með rekavið af Íslandsströndum, smíðuð úr honum garðhúsgögn og þau merkt hvert fyrir sig eftir því á hvaða fjöru efniviðinn rak að landi. Að þykja vænt um hlutina „Já, það er sem sagt fullt að gera,“ viðurkennir hún. „Ég er líka gestanemandi í mastersáfranga hjá Jurgen Bey sem er einn af frumkvöðlum þeirrar kynslóðar Hollendinga sem endurhanna upp úr gömlum hlutum og gefa þeim þannig nýtt líf. Það er nýja stefnan í hönnuninni núna, enda spyr maður sig stundum: Hvers vegna að hanna enn einn stólinn þegar minnst milljón tegundir eru fyrir á markaðnum sem enda flestar á haugunum fyrr eða seinna? Við Íslendingar erum einna verstir í þessu lífsgæðakapp- hlaupi; erum alltaf að kaupa eitthvað nýtt og eltum strauma og stefnur á öllum sviðum. Næstu verk sem ég er að vinna tengj- ast akkúrat þessum pælingum, að fá fólk til þess að mynda sterkari tilfinningatengsl við það sem keypt er svo það losi sig síður við það. Svona eins og þegar maður heldur upp á hlut af því amma átti hann. Þetta snýst um hluti með sál eða sögu eða sýnilegan innri strúktúr.“ sith@mbl.is Á kvöldin loga hellurnar í garðinum. HÖNNUN | SIGURBJÖRG ÞRASTARDÓTTIR FLJÚGANDI STÓLAR OG LOGANDI HELLUR Höfuð konu í Hollandi er að springa af hugmyndum Garðhellan með grópinni, sem nota má sem arin. „Þetta er leikur að tilfinningum. Ef manneskjan ruggar alltaf í sitthvora áttina, færist hún aldrei úr stað,“ segir Guðrún Lilja um þennan stól. Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir með „Flit“ sem er bæði flugdreki og stóll. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 40 xx 03 /2 00 4 Nokia 3310 Einfaldur, ódýr og mjög góður sími. Verð 9.900 kr. Verslanir Og Vodafone: Kringlunni, Smáralind, Síðumúla 28, Skífunni Laugavegi 26, Hafnarstræti Akureyri og umboðsmenn. Þjónustuver sími 1414, www.ogvodafone.is Frítt að senda Myndskilaboð til 1. sept. 2004. Símann er eingöngu hægt að nota með símkorti frá Og Vodafone. Risapáskaegg fylgir! M yndskilab oð Frí tt að senda

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.