Morgunblaðið - 28.03.2004, Page 26
26 | 28.3.2004
er kannski vegna þess að fólk veltir því meira fyrir sér hvað fer í körfuna; skoðar,
spáir og spekúlerar. Hillur heilsubúðanna og heilsuhorna stórmarkaðanna, þar
sem flestar lífrænar vörur er að finna, eru ólíkar öðrum. Umbúðirnar utan um mat-
vælin eru nánast alltaf glærar eða í hlutlaus-
um lit, eins og til að undirstrika að þær séu
svo sannarlega ekki aðalatriðið. Samt eru
umbúðirnar stór hluti af því að vörurnar fá
þennan ákveðna sjarma.
Að hugsa um það sem við látum ofan í okkur
Jafnvel þótt við vitum ekki með vissu hvort
eða hversu mikla kosti lífrænar vörur hafa
fram yfir þær hefðbundnu er það víst að þeir
sem vanda fæðuvalið njóta þess að borða
með góðri samvisku og uppskera ánægju og
vellíðan. Það er mikils virði að velja af kost-
gæfni það sem við látum ofan í okkur, hvort
sem við veljum lífrænt eða annað.
Ekki bara grænmetisfæði Lífræn fram-
leiðsla einskorðast ekki við jurtafæði. Á með-
al lífrænna vara eru eru ekki
bara grænmeti og korn held-
ur líka kjöt, fiskur og mjólk-
urvörur. Það er meira að
segja framleitt súkkulaði og
annað sælgæti úr lífrænum
hráefnum. Lífrænt er ekki
trygging fyrir því að við
borðum hollari mat – það er
alltaf jafn mikilvægt að
vanda valið og kunna sér
hóf.
Vistvæn framleiðsla Vörur
geta verið umhverfisvænar
án þess að vera lífrænar.
Vörur teljast umhverfisvænar ef þær eru spar-
neytnar á orku og auðlindir, endurnýtt efni eru
notuð eins og frekast er kostur og framleiðslan
veldur ekki mengun. Neytendur geta líka gert
sitthvað til vera vænni við umhverfið, s.s. valið
umhverfismerktar vörur, lágmarkað umbúða-
notkun og hugað að endurvinnslu. Síðast en
ekki síst er það umhverfinu til góða að velja sem
oftast íslenskt og helst vörur úr eigin heima-
byggð þar sem langar flutningsleiðir eru um-
hverfinu óhagstæðar.
Lífrænir ávextir og grænmeti – innkaup Hvort
sem þú velur lífrænt eða hefðbundna fram-
leiðslu er vert að muna …
Fjölbreytt fæðuval er lykillinn að holl-
ustu og vellíðan – ekki einskorða ykkur við
eina tegund.
Skoðið ávexti og grænmeti vel – er varan
fersk og þroskastigið rétt?
Geymsla ferskra ávaxta og grænmetis rýrir
gæðin – njótið á meðan varan er ný!
Nauðsynlegt er að þvo alla ávexti og græn-
meti fyrir neyslu – líka lífræna vöru.
Nokkrir íslenskir tenglar um lífræna ræktun, bú-
skap og framleiðslu:
www.mmedia.is/tun/ - www.yggdrasill.is - www.vortex.is/biobu/ -www.land-
vernd.is/vistvernd/ - www.bondi.is/landbunadur/wgbi.nsf/key2/lifraennbuskapur
www.ms.is - lifraent.hvanneyri.is/
Anna Sigríður er matvæla- og næringarfræðingur. naering@simnet.is
Heilsufarið, umhverfið og dýrin Fólk kýs lífrænar vörur ýmist af heilbrigðisástæð-
um, umhverfissjónarmiðum eða af hjartagæsku gagnvart dýrum. Í lífrænni fram-
leiðslu eru eingöngu notaðar lífrænar leiðir til að stuðla að vexti plantna og dýra og
hefta útbreiðslu skordýra og illgresis. Skipti-
ræktun er notuð til að örva jarðveginn og
næringarefnum er viðhaldið með lokaðri
hringrás að mestu. Hugsað er fyrir því að dýr-
in fái þá hreyfingu sem þau þarfnast og þau
eru nærð út frá heilsufarssjónarmiðum en
ekki bara með því markmiði að fá sem stærst-
ar skepnur á sem skemmstum tíma.
Næringargildið Þeim sem rannsakað hafa
næringargildi lífrænna matvæla, og þá fyrst
og fremst lífrænt ræktaðra ávaxta og græn-
metis, ber ekki saman um hvort þau hafi
nokkra sérstöðu. Einn helsti vandinn er að
rannsóknirnar eru fáar og ekki hefur alls stað-
ar verið vandað til verksins. Lífrænt ræktaðar
kartöflur og sumt grænmeti virðist þó inni-
halda nokkru meira C-vít-
amín en sömu vörur við
hefðbundna ræktun og í líf-
rænu korni er próteinmagn-
ið minna en próteingæðin
jafnframt meiri en í því
venjulega. Næringargildið er
þó ekki bara undir fram-
leiðslunni sjálfri komið. Það
getur verið mjög breytilegt
innan tegunda óháð ræktun-
araðferðum auk þess sem
næring jarðvegsins, veður-
far, sólskin, væta og vindar
geta skipt sköpum.
Að komast á bragðið En það er fleira sem kemur til
en næringarefnin. Margir hafa fallið fyrir góðu bragði
lífrænnar fæðu. Einhvern veginn virðast eplin alltaf
vera safaríkari, bragðið af korninu meira og kjötið
meyrara. Og hvað er ánægjulegra en gott bragð í
munni? Bragðið ræður líka almennt mestu um það
hvað verður fyrir valinu þegar matur er annars veg-
ar.
Hærra verð Það er dýrara að velja lífrænt, enda er
framleiðsla líka dýrari. Það er ekki á allra færi að
leggja út fyrir þessum viðbótarkostnaði og því
hlýtur lífrænt að flokkast sem hálfgerður lúxus.
Það er til lítils að hafa hollustuna í fyrirrúmi ef
ekki er til nóg að borða. Það skiptir máli fyrir
heilsuna að dagleg neysla af ávöxtum, grænmeti
og grófu korni verði ekki af of skornum skammti.
Það er því kannski ráð fyrir marga að velja lífrænt
í bland við annars vel valda vöru úr hefðbundnu
rekkunum.
Smart Á síðustu árum hefur lífræn ræktun orð-
ið sífellt vinsælli. Ekki bara af því að fólk vill vera
gott við sig sjálft, umhverfið og dýrin. Það er
smart að velja lífrænt og það skiptir ekki síður
máli en að velja réttu innréttinguna í eldhúsið að
hafa það rétta í skápunum. Innkaupaferðin með
endurunna innkaupanetið er tákn um ákveðin lífsgildi.
Í öðrum heimi Það er eins og viss ró og jafnvægi sé yfir öllu lífrænu, það eru ekki
bara dýrin og plönturnar sem fá meiri tíma til að vaxa heldur virðist hraðinn falla
niður umhverfis þessar vörur og við gefum okkur líka meiri tíma í innkaupin. Það
HOLLUSTA | ANNA SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR
LÍFRÆN RÆKTUN
Grundvallarhugsun í lífrænni ræktun er að stuðla að frjósömum jarðvegi til lengri tíma með sjálfbærri ræktun
L
jó
sm
yn
di
r:
K
ri
st
in
n
In
gv
ar
ss
on