Morgunblaðið - 28.03.2004, Side 31

Morgunblaðið - 28.03.2004, Side 31
Þessa dagana bý ég svo vel að hafaaðgang að fimmtíu sjónvarps-stöðvum og finn fréttafíknina vaxa jafnt og þétt. Það er orðinn fastur lið- ur á heimilinu að borða hádegismatinn með augu og eyru límd við BBC World, CNN eða DR. Stundum nær fíknin slíkum hæðum að maður þarf að berjast við hæg- indastólinn til að koma sér aftur að verki – og sú viðleitni er dæmd til að mistakast þegar „Breaking News“ blakta á skjánum. Um daginn missti ég hreinlega allan mátt og stóð ekki upp í sex klukkustundir, heldur starði stjörf og vantrúuð á myndir af sprengdum lestum og grátandi fólki í Madríd. Hvað fær manneskjur til að sprengja spænskt alþýðufólk – námsfólk, gamalt fólk, fátækt fólk og börn? Hvernig í ósköpunum getur svona lagað átt sér stað? Á skjánum birtust nokkrir þjóðaleiðtog- ar og kenndu ETA um tilræðið; heppi- legra fyrir José Aznar og stjórn hans að áfellast aðskilnaðarhreyfingu Baska en að horfast í augu við að tilræðið mætti mögu- lega rekja til stuðnings þeirra við stríðið í Írak (sem rúmlega 90 prósent þjóðarinnar voru andvíg og blésu því á stjórnina í kosningum þremur dögum eftir árásirn- ar). George Bush lét ekki sitt eftir liggja heldur tautaði eitthvað í barminn um E.T. – A. (minnti óþægilega mikið á E.T. come home!) – hvernig ætli maðurinn segi PLO? Og þarna lá ég, stjörf af skelfingu og gónandi upp í ginið á téðum Bush, Tony Blair, José Aznar, Anders Fogh – öllum þessum kumpánum – og barðist við til- hugsunina að hryðjuverk á borð við þessi geta átt sér stað hvar sem er og hvenær sem er. Líkt og margir Íslendingar hef ég farið til Spánar – veit fátt skemmtilegra en að flækjast í lestum um þetta margslungna land og Madríd er ein af mínum uppá- haldsborgum. Skyndilega stóð hryðju- verkaumræðan óþægilega nærri manni og síðan þá hefur hún síast enn frekar inn í hugarfylgsnin því hættan á hryðjuverka- árásum í Evrópulöndum er orðin mun greinilegri en áður. Verður Bretland næst fyrir barðinu á hryðjuverkum – jafnvel Danmörk? Síðast í gærkvöld var umræða í danska ríkissjónvarpinu um möguleg hryðjuverk, enda danskir hermenn í Írak. Hræðslan er skiljanleg og ekki ástæðulaus – en þó óþarfi að leyfa henni að hlaupa með sig í gönur. Hættan er nefnilega sú að saklaust fólk verði fórnarlömb hennar – og þá á ég við innflytjendur af arabískum uppruna. „Arabar eru ógeðslegir,“ fullyrti íslenskur vinur, búsettur í Reykjavík, og af- greiddi þannig milljónir manna frá ólíkum löndum. Annar Íslendingur, búsettur í Kaupmannahöfn, bætti um betur og sagð- ist líða vítiskvalir í strætó út af dökkleitum karlmönnum með íþróttatöskur. Þriðji Ís- lendingurinn var ekkert að skafa utan af því þegar hann kenndi aröbum um megn- ið af glæpum á Norðurlöndum (maðurinn sem myrti litlu stúlkurnar í Danmörku síð- astliðið sumar var danskur – get rétt ímyndað mér afleiðingarnar hefði hann verið af arabískum uppruna). Hitler var Evrópubúi í húð og hár – sem betur fer voru Evrópubúar ekki settir undir sama hatt og hann vegna seinni heimsstyrjaldarinnar. Bin Laden og fylg- ismenn hans eru arabar – hvers eiga mann- eskjur frá arabalöndunum að gjalda? Auð- vitað verða stundum árekstrar þegar ólíkir menningarheimar núast saman eins og jarðlög í jarðskjálfta – en oftar en ekki smella þeir saman eins og Adam og Eva. Á hverjum degi spjalla ég við fólk af arabískum uppruna, elskulegt, heiðarlegt og skemmtilegt fólk. Reyndar svo ágætt að ég vildi óska að fleiri arabar fengju land- vistarleyfi á Íslandi – þó ekki væri nema vegna skorts á almennilegum kebab-búllum. Hryðjuverkamenn – og annað fólk Auður Jónsdóttir Pistill HVERFISGÖTU 6 101 REYKJAVÍK SÍMI 562 2862

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.