Sunnudagsblaðið - 01.09.1957, Blaðsíða 7
SUNNUDAGSBLAÐIÐ
503
aðri en 732. Keisarinn var flúinn.
Vínarborg herjuð hinum bannvœn
ustii sóttum, hungri og kulda, og
með dégi hverjum þrengdist járn-
hringur umsátursmannanna.
Þá var það sem ungur pólskur
maður snéri sér til borgarstjórans.
Þessi ungi Pólverji hét Georg Kol-
schitzky, og það sem hann bauð
Vínarbúiim, var hvorki meira né
minna en það, að gerá tilraun til
að smjúgá í gegnum herlínu Kara
Mústafas, umsátursmannanna og
revna að ná sambandi við hjálpar-
sveitir, undir stjórn hertogans af
Lothringen.
Tilbbði þessa unga og hugrakka
Pólverja var tekið með miklum
fögnuði. Kolschitzky hafði búið
í Tyrklandi um nokkurt árabil, og'
stóð því vel að vígi að því léyti að
hann talaði tyrknesku sem inn-
fæddur. Hann dulbjó sig sem
Tyrkja, og um nóttina 13. ágúst
yfirgaf hann Vínarborg ásamt
þjóni sínum, Mikalowitz. Veðrið
var þeim mjög hagkvæmt. Grenj-
andi rigning og hávaðarok. —
Allir hundtyrkjarnir voru inni í
tjöldum sínum. óáréittir náðu þeir
félagar að komast inn í miðjar her-
búðir óvinanna, en þá voru þeir
líka stöðvaðir og teknir höndum
af ungum liðsforingja, sem undr-
andi virti fyrir sér þessa tvo renn-
blautu menn og tók að spyrja þá
spjörunum úr, hvaðan þeir kæmu
og hvert þeir ætluðu o. s. frv.
Kolschitzky skýrði frá því, að
hann héfði allt í einu fengið óvið-
ráðandi löngun til þéss að bragða
á hinum dýrðlegum drúfum, seín
sagt væri að yxu í hlíðum vínvið-
arhéraðanna vestan við herbúðirn-
ar.
Dauðþreyttur af að berjast gegn
stormi og stórregni, virti K. hinn
unga liðsforingja fyrir sér og hugs
aði: tekur harin þessa skýringu
gilda, bölvaður!
Af látbragði liðsfóringjans mátti
elckert ráða.
En eitt augnablik hélt K. að
hann hefði sigrað. En þegar liðs-
foringinn skipaði honum að fylgja
sér eftir inn í tjaldið til þess að
yfirheyra hann betur, var honum
Ijóst, að hann hefði beðið ósigur.
Og sennilega hefði hann líka
beðið algjöran ósigur, ef liðsfor-
inginn hefði ekki til þess að örfa
hann til frásagnar meir en orðið
var, boðið honum upp á kaífi. K.
gat ekkert betur óskað sér. Kaffið
hressti hann, þreytan hvarf, og
hinar yfirspenntu taugar hans ró-
uðust. Kaffið gaf honum endur-
nýjað þrek og hugrekki,'svör hans
og frásögn öll varð svo sannfær-
andi, >að allur efi hins unga tyrk-
neska liðsforingja hvarf með öllu,
og lét hann K. síðan fara ferða
sinna.
Styrktur og efldur að endurnýj-
uðurri þrótti vegna áhrifa hins
tyrkneska kaffis komst K. ekki
aðeins í gegnura það sem eftir var
af herbúðum fjandanna, heldur og
alla leið til höfuðstöðva hertogans
af Lothringen og gat rekið við
hann erindi hinna umsetnu borg-
arbúa og útvegað þeim þá hjálp,
sem dugði.
Fyrir þetta handarvik fekk K.
2000 gyllina laun, og auk þess allt
það kaffi, sem fannst í herbúðum
tyrkjanna að aflokinni sigursælli
orrustu yfir þeim.
Um 500 kaffisekki fekk K. og
það ætlaði að ganga verr fyrir K.
að losna við þá og hafa nokkuð
upp úr þeim en hann bjóst við í
fyrstu.
Vínarbúar vildu miklu fremur
sætabrauð sitt eri þennan biksvarta
beizka drykk.
En þá fann hann upp á því,
vegna sælkeraeðlis Vínarbúa, að
blarida kaffið með sírópi og mjólk
og ennfremur að hafa með því sæt-
ar kökur, og þannig gekk það í þá.
En með þéssu ritáði K nafn sitt
öðru sinni á spjöld sögunnar, því
hann hafði fundið lcaffið upp því
formi, sem Evrópumenn neyta þess
enn í dag'.
Þetta var árið 1685.
Sama ár fæddist Joh. Seb. Bach,
sem eins og vitað er, samdi heims-
ins fyrstu kaffikantötu:
„Hversu bragðast þú ekki kaffi —
sætar og' líflegra en þúsund
kossar“.
Áður en Evrópumenn fóru að
drekka kaffi með rjómá, höfðu þeir
þegar í nbkkur ár drukkið það á
arabiska vísu, svart.
Þó að það væru Fenevjamenn,
sem einna mest börðust við Tyrki,
þá voru það þeir líka, sem einna
mest slciptu við þá, og þegar þeir
sáu, hversu heiitug verzlunarvara
kaffið var, byrjuðu þeir sjálfir að
verzla með það.
Árið 1645 hófst káfíidrykkja á
ítaliii, fyrir aðgerðir Feneyjabúa,
og' þar sem viðskipti þeirra og Eng-
lendiriga stóðu með miklum blóma
um þessar mundir, varð káffi-
drykkja brátt almenn í Eriglandi,
og þaðan barst þessi nýi drykkju-
siður til Hamborgar, og í lok 17.
aldár fyrir áhrif frá Hamborg,
hófst þessi Islams-vínneyzla á
Noröurlöndum.
Eins og í Austurlöndum blómstr
uðu kaffihúsin brátt um alla Evr-
ópu í spor einkaneyzlunnar — eða
í heimahúsum. Árið 1652 stofnar
Grvkki nokkur, Pascal Rosea,
fyrsta kaffihúsið á Frakklandi, í
Marseílle.
Og kaffisagan endurtók sig.
Skóli þekkingar og vizku höfðu
Tvrkir kallað kaffihúsin-----og
skóli þekkingar og vizku verða
kaffihúsin út um alla Evrópu.
Þau urðu stefnumótastaðir vitr-
inga, og svo mjög varð kaffi og
upplýsing samnefnt, að þegar ítal-
inn Pietro Veri vildi skíra tímarit
um menningarmál, sem hann gaf
út í Sviss, virðulegt og viðeigandi
Gjörið svo vel að flctta á bls. 507.