Morgunblaðið - 14.07.2004, Side 2
FRÉTTIR
2 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Y f i r l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Viðhorf 24
Úr verinu 11 Minningar 24/28
Viðskipti 12 Dagbók 32/34
Erlent 13 Myndasögur 32
Minn staður 14 Víkverji 32
Höfuðborgin 15 Staður og stund 34
Akureyri 16 Menning 35/41
Suðurnes 17 Af listum 36
Landið 16/17 Bíó 38/41
Daglegt líf 18/19 Ljósvakamiðlar 42
Umræðan 20/21 Veður 43
Forystugrein 22 Staksteinar 43
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull-
trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf
Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl
!
"
#
$
%&' (
)***
+
FÉLAGSDÓMUR hefur dæmt að
Starfsmannafélag ríkisstofnana
(SFR) fari með samningsaðild fyrir
45 ófaglærða starfsmenn af geðdeild-
um Landspítala – háskólasjúkrahúss
(LSH) og að kjarasamningur SFR við
ríkið frá því í mars 2001 gildi um laun
og kjör starfsmannanna frá því í upp-
hafi þessa árs. Dómur Félagsdóms er
endanlegur og verður málinu því ekki
áfrýjað.
Skiptu um stéttarfélag
SFR höfðaði mál á hendur íslenska
ríkinu og Eflingu – stéttarfélagi fyrir
Félagsdómi fyrir hönd starfsmann-
anna í maí en þeir skiptu um stétt-
arfélag í október í fyrra og gengu úr
Eflingu í SFR. Var krafa starfsmann-
anna sú að kjarasamningur SFR og
ríkisins skyldi gilda um laun og kjör
þeirra frá og með 1. janúar 2004.
LSH taldi aftur á móti að ráðning-
arsamningur starfsmannanna breytt-
ist ekki við að þeir gengju í annað
stéttarfélag. Efling – stéttarfélag
krafðist þess að málinu yrði vísað frá.
Í niðurstöðu Félagsdóms segir að
af fyrri dómi Félagsdóms megi ráða
að starfsmaður í stéttarfélagi, sem
skiptir um félag, verði eftir sem áður
bundinn af kjarasamningi þess stétt-
arfélags sem hann gekk úr á meðan
sá samningur er í gildi. Í þessu máli
hafi krafa SFR verið sú að kjara-
samningur þess við ríkið gilti um laun
og kjör starfsmannannna 45 að loknu
samningstímabili kjarasamnings Efl-
ingar en sá samningur hafi runnið út
31. desember 2003. Af þessum sökum
sé ekki efni til annars en að taka til
greina kröfur SFR um að það fari
með samningsaðild fyrir starfsmenn-
ina og að samningur SFR gildi um
laun og kjör þeirra frá 1. janúar 2004.
SFR vinnur mál gegn ríkinu og Eflingu í Félagsdómi
Fá greitt samkvæmt
kjarasamningi SFR GERT var ráð fyrir að niðurstöðurDNA-rannsóknar lögreglunnar íReykjavík á blóði og lífsýnum sem
aflað hefur verið vegna rannsóknar á
hvarfi rúmleg þrítugrar konu sem
síðast sást til heima hjá fyrrverandi
sambýlismanni hennar, lægju fyrir í
gær, en sýnt þykir að þær koma ekki
fyrr en í næstu viku.
Sá sem liggur undir grun í málinu
situr í gæsluvarðhaldi og neitar sök
um að eiga aðild að hvarfi konunnar,
en ekkert hefur til hennar spurst í
hálfa aðra viku. Gæsluvarðhald hans
rennur út 21. júlí.
Málið hefur verið rannsakað af
lögreglunni í Reykjavík eingöngu og
hefur ekki verið leitað til annarra
embætta eða ríkislögreglustjóra.
DNA-nið-
urstöður
ókomnar
„ÞAÐ ER alltaf gott að vera réttum
megin við dómaraniðurstöður. Við
erum nokkuð sátt við þetta,“ segir
Jens Andrésson, formaður Félags
starfsmanna ríkisstofnana (SFR),
um dóm Félagsdóms. Jens segir að
félagið hafi lent í áþekkum málum
áður sem líka hafi fallið félaginu í
vil. „Í mínum huga var ekki neinn
vafi á því hvernig þetta færi.“
Spurður hvort það sé ekki sér-
stakt að stéttarfélag lendi í mála-
ferlum við annað stéttarfélag segir
Jens það vissulega vera það. Það
geti a.m.k ekki talist vera eðlileg
samskipti milli félaga. SFR hafi í
alllangan tíma reynt að leita lausn-
ar á málinu en það hafi ekki tekist.
Því hafi eitt leitt af öðru og að lok-
um hafi SFR ákveðið að fara í mál í
þeirri vissu að menn væru að gera
rétt.
Sigurður Bessason, formaður
Eflingar – stéttarfélags, segir nið-
urstöðu Félagsdóms frekar koma
sér á óvart. „Þetta hefur verið
þannig í gegnum tíðina að fyrir
þennan hóp hefur verið samið af
hálfu Sóknar hér áður en nú Efl-
ingar. Menn voru staddir þarna inni
í miðju kjarasamningsferli þegar
þetta mál kom upp og það raun-
verulega mótaðist af því.“
Réttindin hafa verið jöfnuð
Sigurður segir kjarasamninga fé-
laganna tveggja ekki hafa verið
svipaða hér áður fyrr en það bil
sem hafi verið hafi þó jafnast. Það
hafi þó engu að síður verið und-
irrótin að því að starfsmennirnir
hafi ákveðið að flytja sig úr Eflingu
í SFR. „Til mjög langs tíma var
verulegur réttindamunur á hópum
innan ASÍ og hjá opinberum stétt-
arfélögum. En þau réttindi eru
jöfnuð að verulegu leyti í þessum
samningum og ég vona að þarna sé
ákveðinn endir á málinu,“ segir
Sigurður.
Taldi engan vafa á því
hvernig málið færi
MÖRGUM finnst fátt notalegra en að hvolfa sér
ofan í heita Grettislaug á Reykjaströnd undir
Tindastóli, eftir erfiða daglanga göngu yfir fjallið.
Jarðhitinn þarna á sér langa sögu sem að líkum
lætur. Á þessum stað fékk Grettir Ásmundarson
yl í kroppinn eftir sundið fræga úr Drangey og
áður en hann gekk á fund griðkonu að Reykjum
en af lokum þeirra fundar fara ekki miklar sögur.
Laugin þessi hefur margoft orðið hart úti í brim-
róti og bálviðrum þar á fjörukambinum. En svo
notaleg og myndarleg sem hún er nú, þá er það
verk Jóns Eiríkssonar Drangeyjarjarls í Fagra-
nesi. Hann hefur byggt þarna upp aðstöðu til
þæginda ferðalúnum og einnig afgreiðir hann
Drangeyjarferðir þaðan er vel viðrar.
Ylur í kroppinn í Grettislaug
Morgunblaðið/BFH
VERKTAKAR vinna nú að því að rífa niður Ísbjörninn, sem Bubbi Morth-
ens gerði ódauðlegan í texta sínum Ísbjarnarblús. Stefnt er að því að húsið
verði fjarlægt á næstu fjórum vikum. Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri
Seltjarnarness, segir nýtt deiliskipulag í vinnslu, en þar sé gert ráð fyrir að
á Hrólfsskálamel, þar sem Ísbjörninn stóð, komi blönduð byggð íbúða og
þjónustu og ennfremur keppnisvöllur með gervigrasi. /15
Morgunblaðið/Þorkell
Ísbjörninn kveður
ÓNÁKVÆM SKÝRSLA
Alþingi veitti heimild fyrir tólf
milljörðum af þrettán milljarða frá-
viki frá fjárlögum. Þetta segir Geir
H. Haarde fjármálaráðherra en
hann segir skýrslu Ríkisendurskoð-
unar ónákvæma.
Mannræningjar drápu gísl
Mannræningjar í Írak tilkynntu í
gær að þeir hefðu tekið af lífi búlg-
arskan gísl sem þeir höfðu haft í
haldi nokkra undanfarna daga. Þeir
sögðust jafnframt ætla að taka ann-
an Búlgara af lífi að sólarhring liðn-
um ef Bandaríkjamenn sleppa ekki
öllum íröskum föngum.
Mannskæð flóð í Suður-Asíu
Hátt í 300 manns hafa dáið í ár-
vissum flóðum í nokkrum löndum í
Suður-Asíu. Þá er talið að tæplega
sex milljónir manna hafi þurft að
flýja heimili sín í Indlandi, Bangla-
desh, Nepal og Pakistan af völdum
vatnavaxtanna. Verst er ástandið í
Assam-héraði í norðausturhluta Ind-
lands.
Sérfræðingar ósammála
Á fundi Framsóknar í Reykjavík í
gærkvöld kom fram hörð gagnrýni á
forystu flokksins vegna fjölmiðla-
frumvarpsins. Sérfræðingar sem
komu fyrir allsherjarnefnd í gær
voru ósammála um frumvarpið. Í
dag koma hagsmunaðilar á fjöl-
miðlamarkaði fyrir nefndina.
Engin lamadýr til landsins
Landbúnaðarráðherra hefur hafn-
að umsóknum um innflutning á
nokkrum tegundum dýra eins og
lamadýra, nagdýra og strúta. Auk
þess hafnaði hann umsókn um inn-
flutning á sæði úr afrískum villikött-
um.