Morgunblaðið - 14.07.2004, Qupperneq 21
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2004 21
Í LEIÐARA í dag, mánudag,
fjallar Morgunblaðið m.a. um
skoðanakannanir og þjóðmála-
umræður. Það er reyndar heiti
leiðarans. Tilefni er
skoðanakönnun
Fréttablaðsins um
síðastliðna helgi og
þá ekki síður umfjöll-
un Ríkisútvarpsins og
annarra fjölmiðla um
könnunina. Leið-
arahöfundur segir að
yfirleitt leiti „fylgi
stjórnmálaflokkanna
hefðbundins jafn-
vægis í kosningum.“
Skoðanakannanir á
milli kosninga segi
enga sögu „nema í
mesta lagi þá, hver
staðan er þá stundina en þær gefa
litla vísbendingu um hvað gerast
muni í næstu kosningum. Alveg
sérstaklega á það við um skoð-
anakannanir snemma á kjör-
tímabili“.
Umhyggja Morgunblaðsins
fyrir Framsókn
Leiðarahöfundi Morgunblaðsins
svíður greinilega slæm útreið
Framsóknarflokksins í umræddri
könnun og svo er að skilja að hon-
um finnist óeðlilegt að niðurstöð-
urnar séu teknar alvarlega, jafn-
vel ræddar: „Í ljósi þessarar
reynslu má furðu gegna að hver
skoðanakönnunin á fætur annarri
virðist valda einhverju uppnámi
meðal fjölmiðla og stjórnmála-
manna. Það segir ákaflega litla
sögu um stöðu Framsóknarflokks-
ins í íslenzkum stjórnmálum þótt
skoðanakönnun Fréttablaðsins
sem byggist á svörum innan við
500 einstaklinga gefi til kynna að
flokkurinn njóti minnsts fylgis ís-
lenzkra stjórnmálaflokka. Fram-
sóknarflokkurinn vann verulegan
sigur í síðustu þingkosningum eft-
ir að skoðanakannanir fram á síð-
ustu vikur höfðu spáð flokknum
miklum óförum.“
Ekki marktækt að dæma
menn af verkum þeirra?
Það er rétt hjá Morgunblaðinu að
endanlega eru það kosningar sem
skipta máli fyrir gengi stjórnmála-
flokka. Í aðdraganda kosninga er
hins vegar háð kosningabarátta
þar sem fjármunir ráða miklu og
er frægt að endemum þegar
auglýsingastofan sem hafði Fram-
sóknarflokkinn til meðferðar fyrir
síðustu kosningar fékk sérstök
verðlaun fyrir það af-
rek að pranga flokkn-
um inn á kjósendur.
Auglýsingahönnuðir
þóttu hafa unnið sér-
stakt afrek og sýnt
ótrúlega hug-
myndaauðgi við að
skapa flokknum
ímynd sem gengi í
kjósendur. Spyrja má
hvort það hafi verið
ímynd Framsóknar
sem var kosin eða
sjálfur flokkurinn af
holdi og blóði Hall-
dórs Ásgrímssonar og
félaga. Það má til sanns vegar
færa að nú sé hins vegar verið að
dæma flokkinn af verkum hans.
Er það ómerkilegri niðurstaða en
sú sem fæst eftir allan fjáraust-
urinn í auglýsingaprang?
Menn eiga vissulega ekki að
láta stjórnast af skoðanakönn-
unum. Það er hins vegar ekki rétt
að virða rödd þjóðarinnar að vett-
ugi eins og ríkisstjórnarmeirihlut-
inn leyfir sér að gera. Ef til vill
treystir Framsóknarflokkurinn sér
til að ganga þvert á vilja kjósenda
í ljósi þess að hann telur kosn-
ingar langt undan og að ímynd-
arsérfræðingarnir eigi eftir að búa
til nýja, söluvæna útgáfu af
flokknum í tæka tíð fyrir næstu
kosningar.
Agi vegi þyngra en
sannfæring?
Tónarnir úr Stjórnarráðinu eru
orðnir ískyggilega hrokafullir og
óábyrgir. Forsætisráðherrann,
Davíð Oddsson, hreytir ónotum í
alla sem leyfa sér að gagnrýna
hann og fæ ég ekki betur séð en
Morgunblaðið taki undir bæði í
leiðaraskrifum og Staksteinum
sem að nýju hafa vaknað til lífsins
sem pólitískur harðlínudálkur. Þar
segir m.a. í dag: „Þingmenn þurfa
líka að vera tilbúnir að styðja erf-
ið mál. Stundum eru þeir í hjarta
sínu ósammála en krafan um aga
er sterk“. Agavald virðist vera
mönnum ofarlega í huga á rit-
stjórn Morgunblaðsins þessa dag-
ana og með refsivöndinn á lofti
hirtir leiðarahöfundur Rík-
isútvarpið fyrir að gera könnun
Fréttablaðsins að umræðuefni!
Eða hvernig á að skilja eftirfar-
andi: „Það er auðvitað sjálfsagt að
gera reglulegar skoðanakannanir
um afstöðu fólks til þjóðmála en
það er ekki sjálfsagt að gefa þeim
meira vægi en margfengin reynsla
sýnir að þær hafa. Ríkisútvarpið
hefur leitað til margra aðila til
þess að fá umsögn þeirra um
þessa tilteknu skoðanakönnun.
Svör þeirra, sem leitað er til eru
ljós fyrirfram. Stjórnmálamenn-
irnir túlka þær eins og þeir telja
sér hagstætt … Fjölmiðlar sem
hafa meiri áhuga á áróðurs-
starfsemi en fréttaþjónustu nota
þær í áróðursskyni. Löngu er orð-
ið ljóst hvar þekktustu álitsgjafar
landsins hver um sig standa í deil-
um líðandi stundar og þess vegna
vita menn fyrirfram hvað þeir
segja, hvort sem um stjórnmála-
fræðinga eða lögfræðinga er að
ræða.“
Eru allir sem hafa skoðanir
ómarktækir?
Skyldi þurfa að bæta einhverjum
starfsstéttum við þennan lista um
ómarktæka álitsgjafa? Hvað um
leiðarahöfunda dagblaða, eru þeir
marktækir? Eru menn ekki komn-
ir út á hálar brautir þegar fjallað
er um þjóðmálaumræðuna á þenn-
an hátt? Ég fæ ekki betur séð en
að kallað sé eftir því að þingmenn
verði agaðir til að hlíta vilja „for-
ingja“ sinna í stað þess að fara að
sannfæringu sinni; að fjölmiðlar
fjalli ekki um gengi stjórn-
málaflokka fyrr en auglýs-
ingastofur hafa farið um þá hönd-
um og að fólk með gagnrýnar
skoðanir á stjórnvöld verði úti-
lokað frá þjóðmálaumræðunni.
Hvað er Morgunblaðið að fara?
Á hvaða vegferð er
Morgunblaðið?
Ögmundur Jónasson fjallar um
stefnu Morgunblaðsins
Ögmundur
Jónasson
’Hvað um leiðarahöf-unda dagblaða, eru þeir
marktækir? Eru menn
ekki komnir út á hálar
brautir þegar fjallað er
um þjóðmálaumræðuna
á þennan hátt?‘
Höfundur er formaður þingflokks
VG.
Í KJÖLFAR hinnar misvísandi
umræðu um túlkun á 26. grein
stjórnarskrár lýðveldisins Íslands,
og yfirlýstra skoðana Jóns Stein-
ars um að Alþingi sé frjálst að aft-
urkalla óstaðfest lög og leggja
fram önnur áþekk á sama tíma,
vegna þess að 26. greinin bannar
það ekki afdráttarlaust, þá væri
fróðlegt að fá viðbrögð hans við
eftirfarandi hugrenningum:
Í stjórnarskrá okkar Íslendinga
kemur orðið „skal“ fyrir 50 sinn-
um, og fleirtölumyndin „skulu“ 20
sinnum. Orðið kemur fyrst fyrir í
3. gr. „Forseti Íslands skal vera
þjóðkjörinn“. Þetta er greinin í
heild sinni. Hún hefur alla tíð verið
talin afdráttarlaus, og aldrei verið
efast um hvað þetta orðalag þýðir.
Víkjum þá að bitbeininu, 26. gr.
„Ef Alþingi hefur samþykkt laga-
frumvarp, skal það lagt fyrir for-
seta lýðveldisins til staðfestingar
eigi síðar en tveim vikum eftir að
það var samþykkt, og veitir stað-
festingin því lagagildi. Nú synjar
forseti lagafrumvarpi staðfesting-
ar, og fær það þó engu að síður
lagagildi, en leggja skal það þá svo
fljótt sem kostur er undir atkvæði
allra kosningarbærra manna í
landinu til samþykktar eða synj-
unar með leynilegri atkvæða-
greiðslu. Lögin falla úr gildi, ef
samþykkis er synjað, en ella halda
þau gildi sínu“.
Í 26. gr. kemur orðið „skal“ fyr-
ir tvisvar. Í 60 ár hefur enginn
efast um meiningu hins fyrra
„skal“. Á hvern hátt er hið seinna
„skal“ öðruvísi en hið fyrra, nú eða
öll hin?
Hvað skal gera?
Höfundur er sjálfstætt starfandi
ráðgjafi.
Sigurður Ingi Jónsson spyr
Jón Steinar Gunnlaugsson
SÍÐASTLIÐINN sunnudag birt-
ist grein eftir mig í Morgunblaðinu,
þar sem fjallað var um lögfræði-
farsann í kringum fjölmiðla-
frumvarpið, sem nú er til meðferðar
á Alþingi. Tilefnið var álit, sem Ei-
ríkur Tómasson, prófessor við laga-
deild HÍ, hefur gefið
allsherjarnefnd, þar
sem Alþingi er talið
óheimilt í bili að setja
ný lög um efnið, þó að
hann telji að þingið
megi fella úr gildi lög-
in, sem forseti synjaði
staðfestingar og setja
ný lög seinna. Ég
taldi þetta álit ekki fá
staðist og færði fram
þau rök, að takmark-
anir á valdi Alþingis
til lagasetningar
þyrftu að koma fram í
stjórnarskránni með
skýrum hætti.
Í grein minni var
meðal annars komist
svo að orði um við-
brögð formanns Sam-
fylkingarinnar við áliti
Eiríks:
„Einn flokks-
formaður lýsti pró-
fessornum sem helsta
sérfræðingi þjóð-
arinnar í stjórnskip-
unarrétti! Hvaðan
kom það? Maðurinn
er prófessor við Háskóla Íslands í
réttarfari. Allt annar prófessor
kennir stjórnskipunarrétt.“
Eiríkur bregst við þessu hér í
blaðinu í gær og segir mig fara með
ósannindi um þetta. Hann sé víst
prófessor í stjórnskipunarrétti.
Byggir hann þetta á því að hann sé
ásamt prófessor Björgu Thor-
arensen umsjónarmaður með þess-
ari grein við deildina. Hann geti að
vísu ekki sinnt mikilli kennslu, en
hafi samt með höndum kennslu í
þeim þáttum stjórnskipunarrétt-
arins, þar sem m.a. sé fjallað um
þrískiptingu ríkisvaldsins og rétt-
arstöðu forseta Íslands. Hann tekur
líka fram, að hann sé prófessor í
réttarfari, en það vissu menn fyrir.
Ég verð að játa, að ummæli mín
um þetta byggðust eingöngu á
þeirri vitneskju, að prófessor Björg
annaðist kennsluna í stjórnskip-
unarrétti við skólann og teldist því
prófessorinn í greininni eftir hefð-
bundnum skilningi á slíku orðfæri.
Ég taldi, að formaður Samfylking-
arinnar hefði fundið það upp hjá
sjálfum sér að tala um Eirík á þann
hátt sem hann gerði. Eftir að grein
mín birtist, var haft samband við
mig til að skýra mér frá því, að Ei-
ríkur hefði sjálfur titl-
að sig sem prófessor í
stjórnskipunarrétti fyr-
ir nefndinni. Í greininni
í gær segir hann að
prófessorarnir í þessari
grein séu tveir, Björg
og hann sjálfur. Ég hef
að vísu aldrei heyrt um
slíkt fyrirkomulag við
Háskóla Íslands fyrr
en tek orð Eiríks um
þetta góð og gild og bið
hann velvirðingar á að
hafa ekki vitað um
þetta. Ég tek það svo
fram, að ég tel það
engu skipta um gildi
lögfræðiálita hvaða
titla menn bera. Gildi
þeirra ráðast af þeim
efnislegu rökum, sem
fram eru borin. Það
rýrir álit Eiríks ekki að
neinu leyti, þó að annar
prófessor en hann
kenni stjórnskip-
unarréttinn að mestu
leyti, né heldur gefur
það því aukið gildi, að
hann skuli kenna ein-
hvern hluta greinarinnar.
Fyrirspurn til Eiríks
En fyrst við erum að tala um
lögfræðiálit með mismunandi nið-
urstöðum, langar mig til að forvitn-
ast um afstöðu Eiríks til lítils tilbú-
ins dæmis í tengslum við
mismunandi skoðanir okkar á því
hvort Alþingi megi samþykkja
frumvarp ríkisstjórnarinnar sem
lög. Í afmælisriti Davíðs Oddssonar
1998 segir Eiríkur m.a. svo (bls.
209):
„Það er til dæmis útbreiddur
misskilningur að einvörðungu sé til
ein rétt lausn á sérhverju lög-
fræðilegu álitamáli. Því hljóti önnur
niðurstaða að vera röng í lög-
fræðilegum skilningi. Í sumum til-
vikum á þessi skoðun rétt á sér en í
öðrum ekki.“
Hugsum okkur nú, að Alþingi
setji lögin á grundvelli frumvarps-
ins og forseti staðfesti þau. Málið
fer síðan fyrir dómstólana, þar sem
á því er byggt, að aðferð stjórn-
armeirihlutans standist ekki stjórn-
arskrána (eins og Eiríkur hefur
haldið fram) og því hafi lögin ekki
gildi. Hugsum okkur svo, að Hæsti-
réttur hafni þessum sjónarmiðum
og byggi dóm á því sjónarmiði (sem
ég aðhyllist í málinu), að Alþingi
hafi haft vald til að fella eldri lögin
úr gildi og setja ný, af þeirri
ástæðu, að stjórnarskráin hafi ekki
að geyma ákvæði sem takmarki
vald Alþingis að þessu leyti.
Mér leikur forvitni á að heyra
hvað Eiríkur hefur að segja um
dóminn. Telur hann niðurstöðuna
rétta eða ranga? Ef hann telur hana
rétta, telur hann þá að öndverð nið-
urstaða hefði verið jafnrétt? Ef
hann telur hana ranga er það þá
vegna þess að hann telur þá nið-
urstöðu, sem hann hefur talið rétta,
þá einu réttu? Sé þetta skoðun
hans, getur hann þá gert grein fyrir
því, hvaða skilyrðum sakarefnið
þurfi að fullnægja til að tvær mis-
munandi niðurstöður teljist jafn-
réttar? Ég er viss um að Morg-
unblaðið birtir svarið.
Tveir prófess-
orar í stjórn-
skipunarrétti
Jón Steinar Gunnlaugsson
fjallar um fjölmiðlafrumvarpið
Jón Steinar Gunn-
laugsson
’Mér leikur for-vitni á að heyra
hvað Eiríkur
hefur að segja
um dóminn. Tel-
ur hann nið-
urstöðuna rétta
eða ranga?‘
Höfundur er prófessor við lagadeild
HR.
Á KAFFISTOFUNNI í Þjóð-
arbókhlöðunni geri ég mér engan
mannamun. Um daginn var þar
staddur Ólafur Hannibalsson,
sennilega að hvíla sig stundar-
korn frá rannsóknum á sögu
Sölumiðstöðvar hraðfrystihús-
anna, sem svili hans, Friðrik
Pálsson, lét í forstjóratíð sinni
greiða honum hátt í þrjátíu millj-
ónir fyrir að skrifa. Ég fékk mér
kaffibolla, settist hjá Ólafi og
spjallaði vingjarnlega við hann.
Honum þótti þá sem ég talaði
ekki um núverandi forseta Ís-
lands af tilhlýðilegri virðingu. Ég
svaraði því til að Íslendingum
væri eðlilegt að vilja ekki hafa
neina kónga. Við hefðum flúið
Harald lúfu forðum, sem frægt
væri, og í Vatnsdæla sögu væri
talað um land norður í Dumbs-
hafi, er frjálst væri af ágangi
konunga og illræðismanna. Einn-
ig mætti minnast norðlenskra
bænda á Sturlungaöld, sem svar-
að hefðu liðsbónum höfðingja
með því, að best væri, að enginn
væri.
Ólafur Hannibalsson pírði aug-
un og sat þögull undir þessari
tölu minni. Hann var bersýnilega
að hugsa um, hvernig við skyldi
bregðast. Eftir nokkra stund
kviknaði glampi í augum hans,
og glott færðist yfir varirnar, um
leið og hann sagði: „En ef engir
höfðingjar eiga að vera til, hvað
á þá að verða um þig, Hannes
Hólmsteinn? Því að þá verða
engar höfðingjasleikjur heldur
til!“ Þetta þótti honum svo fyndið
hjá sér að hann hristist allur af
hlátri og hafði nærri misst kaffi-
bollann úr höndunum. Ég sé í
DV á dögunum, að hann hefur
viljað veita fleirum hlutdeild í
þessari stórkostlegu skemmtun.
Þar segir hann söguna, en
gleymir af einhverjum ástæðum
að botna hana. Ég sagði, þegar
hlátrinum og hristingnum lauk:
„Ólafur minn! Þú getur ekki
haldið því fram að ég sé nein
höfðingjasleikja. Þá sæti ég nú
einhvers staðar annars staðar en
hér hjá þér!“
Samtalið botnað
Höfundur er prófessor í stjórn-
málafræði við Háskóla Íslands.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson