Morgunblaðið - 14.07.2004, Blaðsíða 18
DAGLEGT LÍF
18 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ munar allt að 329% á verði
á klippingu fyrir fjögurra ára
barn og munur á hæsta og lægsta
verði á lagningu nemur 330%. Þá
er 375% mismunur á lægsta og
hæsta verði á stífum hárblæstri.
Þetta kemur fram í verðkönn-
un sem nýlega var gerð á hár-
snyrtistofum á vegum Sam-
keppnisstofnunar. Kannað var
verð á þjónustu hjá 186 hár-
snyrtistofum á höfuðborg-
arsvæðinu og 15 þjónustuliðir
teknir fyrir, þ.á m. klipping
kvenna, karla og barna, lagning,
hárþvottur, litun, permanent og
strípur.
Að sögn Kristínar Færseth,
deildarstjóra hjá Samkeppn-
isstofnun, fór sambærileg könn-
un fram árið 2002.
„Þegar verðbreytingar hjá
stofunum eru athugaðar kemur í
ljós að þjónustuliðir hafa hækkað
um 6–16%, eða að meðaltali um
10%, frá því í nóvember árið
2002 og fylgir þessi verðbreyting
nokkurn veginn sömu þróun og
launavísitalan.“
Öll efni eiga að vera innifalin
Þá bendir Kristín á að sam-
kvæmt reglum eigi verðskrár yf-
ir algengustu þjónustu hársnyrti-
stofa að vera við inngöngudyr,
auk þess sem verðskrá á að
liggja frammi við afgreiðslu-
kassa.
„Það kom á daginn að 40%
hársnyrtistofa voru með
verðskrá við inngöngudyr og
78% við afgreiðsluskassa. Sam-
keppnisstofnun mun beita sér
fyrir betri verðmerkingum því
það er krafa hvers viðskiptavin-
ar að verðmerkingar inni á hár-
snyrtistofu séu í lagi og einnig
þar sem því verður við komið við
inngöngudyr.“
Kristín bendir ennfremur á að
í uppgefnu verði á þjónustu í
verðskrá skuli öll efni sem notuð
eru vera innifalin. „Einnig er
vert að minna neytendur á að
kynna sér verð á þjónustu áður
en hún er veitt til þess að koma í
veg fyrir misskilning.“
NEYTENDUR|Verðkönnun Samkeppnisstofnunar sem gerð var
hjá 186 hársnyrtistofum á höfuðborgarsvæðinu
Allt að 375% munur á
hæsta og lægsta verði
'("&
)!
)!*$ %
%1
1
&
)1
#1
&
# !
, !
N96
&
# !
-
N95
&
#3
$!
, !
6996
# # 7
2
# $
# # 7
2
# % (
$#
$
$
&
D
D !
O)1 % 7
)
H
7
)
(7
)7
)
(7
)7
#
+(
$
&
# 7
5
# 7
=
# 7
;6
!
Morgunblaðið/Jim Smart
Mikill verðmunur er á milli hár-
snyrtistofa. Til dæmis var 209%
verðmunur á hæsta og lægsta
verði á nýrri kvenklippingu.
KJÖTRÉTTIR eru meðal þess
sem einkennir matarmenningu í
Ungverjalandi og papriku nota
þeir mikið í sinn mat. En Ung-
verjar eru líka frægir fyrir góm-
sæta eftirrétti.
Ungverjar borða alltaf súpu í
hádegismat og þar er hin þjóð-
lega „gulyás“ súpa vinsælust
(gúllassúpa). Hún er með miklu
kjöti, kartöflum og grænmeti.
Gúllassúpuhefðin kemur til af
því að hér áður fyrr komu allir
saman með afgangana af matn-
um frá deginum áður, sumir
komu með kjöt, aðrir með græn-
meti og enn aðrir með kartöflur.
Þar sem Ungverjaland er í
miðri Evrópu hefur matar-
menning landanna allt í kring
haft sín áhrif, þótt auðvitað sé
allt matreitt á ungverska vísu,
sem skiptir jú öllu máli. Því er
matarmenning í Ungverjalandi
ólík eftir landshlutum, hún er til
dæmis ekki sú sama í norður-
hluta landsins og fyrir sunnan.
Gúllassúpa
600 g nautakjöt, svínakjöt eða
lambakjöt (best að hafa allt þrennt)
1 stór laukur
3 msk. olía (eða 50 g svínafita)
½ tsk. kúmen
1 hvítlaukslauf
paprikuduft
salt
steinselja
1 millistór gulrót
2 paprikur
1 meðalstór tómatur
2 leggir sellerí
400 g kartöflur
Aðferð: Skera skal kjötið í ten-
inga, afhýða laukinn og skera mjög
smátt. Hitið olíuna (svínafituna) í
potti (þriggja lítra) og steikið lauk-
inn þar í, þar til hann verður mjúkur.
Hrærið kúmeninu og pressaða hvít-
lauknum út í og steikið örstutt. Fær-
ið pottinn af hellunni, bætið kjötinu
út í og kryddið með salti og papr-
ikudufti. Látið malla við vægan hita
og bætið síðan svolitlu vatni út í.
Þegar kjötið er hálftilbúið, bætið þá
niðurskornu grænmetinu út í: papr-
ikum, gulrót, tómat og sellerístöngl-
um. Bætið 1,5 lítrum af vatni út í og
látið sjóða við vægan hita í 15–20
mínútur.
Síðan er afhýddum og niður-
skornum kartöflunum bætt út í. Þeg-
ar kjötið og kartöflurnar eru orðin
mjúk, má bæta svolitlu af pasta út í
ef vill og láta sjóða í 5 mínútur.
Stráið steinselju yfir og berið súp-
una fram heita.
Gott er að hafa með henni hvítt
brauð og rauðvín.
MATUR
Ungversk
gúllassúpa
Morgunblaðið/Golli
khk@mbl.is
1 4 4 4
w w w. g u l a l i n a n . i s
Hellur
steinar
borðinu
skuluð þið þekkja þær
Á yfir-
HELLUR STEYPA RÖR MÚRVÖRUR EININGAR
Reykjavík: Malarhöf›a 10 - S. 540 6800
Hafnarfir›i: Hringhellu 2 - S. 540-6855
Selfossi: Hrísm‡ri 8 - S. 540 6881
www.steypustodin.is
Hellur og steinar fást einnig í
verslunum BYKO
Vagnhöfða 5 • sími: 553 2280 • pallaleiga.is
Sláttuvélar
Mosatætarar
Jarðvegsþjöppur
ALHLIÐA
ÁHALDA- OG
TÆKJALEIGA
FYRIR GARÐINN t.d
Rafmagns og
bensínvélar
www.slattuvel.com
Faxafeni 14 : Sími 5172010
verð frá
16.900.-
GARÐURINN
s: 894 3000 - 894 3005
Túnþökur
Ná úruþökur
Túnþökurúllur
únþökulagnir
Áratuga reynsla og þekking