Morgunblaðið - 14.07.2004, Síða 36

Morgunblaðið - 14.07.2004, Síða 36
MENNING 36 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sumarkvöld við orgelið í Hallgrímskirkju 15. júlí kl. 12.00: Lára Bryndís Eggertsdóttir orgel 17. júlí kl. 12.00: Douglas A. Brotchie orgel 18. júlí kl. 20.00: Douglas A. Brotchie leikur verk m.a. eftir Bach, Messiaen, Hafliða Hallgrímsson og Leighton. F im . 15 .07 20 :00 UPPSELT Fös . 16 .07 20 :00 UPPSELT Lau . 17 .07 20 :00 ÖRFÁ SÆTI Sun . 18 .07 20 .00 ÖRFÁ SÆTI F im . 22 .07 20 .00 ATHUGIÐ ! SÝNINGIN ER EKKI V IÐ HÆFI BARNA ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA MIÐASALAN er opin á fame.is, á þjónustuborði Smáralindar og í síma 528 8008 JÓNSI SVEPPI Yfir 10.000 miðar seldir ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA Þúsundir áhorfenda um allt land eru á sama máli: „FAME er frábær skemmtun“ fim. 15 júli kl. 19.30 uppselt fös. 16. júli kl. 19.30 fá sæti fim. 22. júli kl. 19.30 laus sæti fös 23 júli kl. 19.30 laus sæti LEIKARAR Mariinskíj-leikhússins settu á dögunum upp óperu Nikolai Rimskíj-Korsakovs, Goðsögnin um ósýnilegu borgina Kitezh, við klaustur í bænum Tik- hvin, sem er u.þ.b. 220 km frá Pétursborg í Rússlandi. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem verkið er flutt á þess- um stað. Reuters Kyrjað í klausturgarði Rokk.is er merkilegur vefur.10. júlí átti þetta athvarfgrasrótarinnar í íslenskri tónlist þriggja ára afmæli. Vefur- inn var stofnaður af hugsjóna- mönnum og gengur út á að gera tónlistarfólki kleift að koma verk- um sínum á framfæri, því að kostn- aðarlausu. Til að byrja með mátti hver flytjandi geyma fimm lög á vefnum, en nú hefur kvótinn verið hækkaður í fimmtán lög. Það hlýtur að vera ómetanlegt fyrir unga og upprennandi tónlistarmenn (mis-upprenn- andi að vísu, eins og gengur) að geta komið sem nemur heilli plötu á framfæri fyrir algjöran lágmarkstilkostnað. Upp- tökukostnaður hefur nefnilega hrapað síðustu ár og nú er svo komið að hægt er að koma sér upp ígildi atvinnuhljóðvers í tölvunni heima, fyrir brot af þeim kostnaði sem áður fylgdi upptökum á einni hljómplötu. Þarna hefur sam- keppnin brotið niður einokun hljóðveranna, því framleiðendur upptökugræja keppast um að ná athygli tónlistarmanna, sem skipta tugum milljóna víðs vegar um ver- öldina. Nýjustu græjurnar eru sí- fellt að verða betri og það sem meira er, þær lækka stöðugt í verði. Hinn alræmdi frjálsi mark- aður sér um það.    En aftur að rokk.is. Á líftímasínum hefur vefurinn vaxið og dafnað og nú er svo komið að skráðir flytjendur eru hvorki fleiri né færri en 676. Sexhundruðsjötíu- ogsex! Maður vissi ekki einu sinni að svo margar hljómsveitir væru á Íslandi! Þessir 676 flytjendur eiga 1.660 lög á vefnum, lög sem öllum er frjálst að hala niður á tölvuna sína án þess að borga eyri fyrir. Enda líta tónlistarmennirnir á þetta sem góða auglýsingu og kannski stökkpall, ef rétti maður- inn kynni að ramba inn á síðurnar. Tónlistarfólk er líka alls staðar að átta sig á mætti þessa fyrir- bæris, sem hefur tröllriðið geir- anum síðustu árin og gengur út á að skiptast á hljóðskrám. Fjöl- margir tónlistaráhugamenn nota hinar svokölluðu mp3-hljóðskrár og forritin sem miðla þeim milli notenda til að kynna sér nýja tón- list; tónlist sem þeir hefðu ella kannski aldrei komist í kynni við. Nú þarf tónlistarunnandinn ekki að kaupa sér heilan (og rándýran) geisladisk til að kanna gæði hljóm- sveitar. Leitarkostnaðurinn er mun minni en áður. Ef hann hins vegar finnur eitthvað sem honum virkilega líkar kaupir hann plöt- una, enda er miklu meira varið í að eiga hana en einhverjar óáþreif- anlegar hljóðskrár. Hver vill til að mynda eiga Bítlasafnið bara á mp3-formi?    En þótt þetta fyrirbæri hafi já-kvæðar afleiðingar, að minnsta kosti að hluta til, er ekki þar með sagt að það sé siðferðilega og lagalega rétt að dreifa eignum annarra án samþykkis þeirra. Slíkt felur í sér brot á eignarrétti. Þess vegna er mikilvægt að fyrirkomu- lagið sé eins og á rokk.is, að tón- listinni sé dreift með fullu sam- þykki listamannanna, eigenda hennar. Framlag stofnenda vefj- arins til íslenskrar tónlistar er verðmætt og þeir eiga hrós skilið. Rokk.is þjónar grasrótinni ’Það hlýtur að veraómetanlegt fyrir unga og upprennandi tónlist- armenn að geta komið sem nemur heilli plötu á framfæri fyrir algjöran lágmarkstilkostnað.‘ AF LISTUM Ívar Páll Jónsson ivarpall@mbl.is JÓHANNES Páll páfi II ætlar að skila rússnesku rétttrúnaðarkirkj- unni íkoni sem nefnist María guðs- móðir frá Kazan á fundi sínum með Alexis II, yfirbiskupi Moskvu, í september nk. Íkonið, sem talið er vera frá því á þrettándu öld, hefur löngum verið í miklum metum hjá rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni þar sem það þykir búa yfir guð- legum krafti og geta framkvæmt kraftaverk. Þannig segir sagan að nýbúið hafi verið að flytja íkonið til Moskvu þegar borgin loks losnaði undan hernámi Pólverja árið 1612 og í gegnum tíðina hafa margir tal- ið að þakka bæri íkoninu sigra Rússa í viðureign þeirra við t.d. tat- ara, Svía, Frakka og Þjóðverja. Íkonið hefur tvisvar í tímans rás týnst eða horfið. Í fyrra skiptið fann ung stúlka íkonið í sviðnum rústum Kazan árið 1579, en margir heittrúaðir rétt- trúnaðarmenn telja að sá fundur hafi verið kraftaverki líkastur. Snemma á tuttugustu öldinni var íkoninu síðan stolið úr Kazan- dómkirkjunni í Sankti Pétursborg og selt. Ekki spurðist neitt til verksins fyrr en mörgum árum síð- ar þegar það fannst niðurkomið í lítilli kirkju í Fatima í Portúgal. Þegar Jóhannes Páll páfi fór í heimsókn til Fatima 1991 var hon- um afhent verkið til eignar og hef- ur það síðan hangið í einkakapellu páfa. Íkonið hefur löngum verið bit- bein kaþólsku kirkjunnar og rúss- nesku rétttrúnaðarkirkjunnar, enda kröfðust forsvarsmenn rétt- trúnaðarkirkjunnar að því yrði skil- að. Sagt er að ákvörðun páfa um að skila íkoninu nú sé liður í því að reyna að bæta samskipti þessara tveggja kirkjudeilda sem oft hafa verið ansi stirð í gegnum tíðina. Rússnesku íkoni skilað Íkonið, María guðs- móðir frá Kazan. ÞAÐ er vissulega stórviðburður þegar tónskáld á borð við Sir John Tavener boðar komu sína til Íslands, í þeim tilgangi að þekkjast boð um að vera staðartónskáld í Skálholti og hlýða á eigin verk í flutningi ís- lenskra tónlistarmanna. Það hafa því sennilega verið mörgum vonbrigði að tónskáldið skyldi ekki hafa kom- ist eins og til stóð, ekki síst tónlistar- mönnunum, sem vafalítið hefðu not- ið þess að fá tækifæri til að spjalla við tónskáldið sjálft um verkin. Eig- inkona Taveners kom þó í Skálholt ásamt tveimur dætrum þeirra. John Tavener er í þeim allt of fá- menna hópi tónskálda sem nýtur gríðarlegra vinsælda og viðurkenn- ingar, langt út fyrir raðir aðdáenda samtímatónlistar, og hefur á tíðum jaðrað við að vera með poppstjörnu- status hvað vinsældirnar snertir. Tónlist hans í dag er líka sérstök; einfaldleiki einkennir hana, hún er tær og oft og tíðum tilbeiðslukennd, og andleg stef oft undirliggjandi þráður. En þannig hefur tónlist Taveners ekki alltaf verið; hann hef- ur farið nokkra kollhnísa á leiðinni frá framúrstefnu til einskærrar feg- urðardýrkunar. Heimsathygli vakti verk hans Söngur fyrir Aþenu flutt við útför Díönu prinsessu og gull- tryggði vinsældir tónskáldsins. Það var Kammerkór Suð- urlands sem söng á fyrri tónleik- unum í Skálholti á laugardag, og verkin öll af and- legum toga. Kammerkór Suðurlands hefur frá stofnun, árið 1997, sýnt að hann hefur metnað til að skipa sér í fremstu röð íslenskra kóra, og á tón- leikunum nú staðfesti hann það enn frekar. Kórstjórinn, Hilmar Örn Agnarsson, hefur það sérstaklega vel í hendi sér að sjá hverja tónsmíð sem heild, og bregst sjaldnast boga- listin við að skapa sterkan svip á hvert verk sem flutt er, frá upphafi til enda, þar sem framvindan í öllum blæbrigðum túlkunarinnar er út- hugsuð og skýrt mótuð. En það er auðvitað ekki nóg. Til að ná mús- íkölskum markmiðum þarf hljóð- færið að láta að stjórn, og það gerir Kammerkór Suðurlands líka af- bragðs vel. Raddirnar eru vel sam- æfðar, og kórhljómurinn heilsteypt- ur og fallegur. Kammerkór Suður- lands hefur líka til að bera nokkra sérstöðu hvað kórhljóminn sjálfan varðar. Þetta er hvorki sá tæri og gegnsæi hljómur sem við þekkjum af Hamrahlíðarkórunum og kórum Hallgrímskirkju, né sá þétti og bosmamikli sem Óperukórinn og fleiri stærri kórar beita. Hilmar fer hér einhverja millileið; leyfir víbra- tó, en þó hvorki of stórt, né of mikið. Skóluðu raddirnar í kórnum bland- ast hinum mjög fallega. Eina ljóðinn á hljómi kórsins á laugardag var að heyra í aðfenginni breskri bassa- rödd, sem átti það til að skera sig úr hljómnum, en þótti nauðsynleg til að syngja dýpstu og dekkstu tónana í verkum Taveners. Verk Taveners sem flutt voru á tónleikunum sýna kannski ekki mikla breidd í stíl tónskáldsins; svip- uð að upplagi og innihaldi; hljóm- ræn, melódísk og seiðandi fögur. Til lengdar ágerist þó þörfin fyrir sterk- ari liti í lífinu, einhverjar andstæður sem fegurðin getur speglað sig í til að sanna mátt sinn, svo hún verði ekki leiðigjörn. Nú ber ekki svo að skilja að kórverk Taveners séu leið- inleg, en einhverja andstæðu hefði þurft að skapa til að gera tónleikana enn áhrifaríkari. Besta verkið af þeim sjö sem sungin voru, var það fyrsta, Söngur fyrir Aþenu við texta úr Hamlet, og ekki vandi að skilja þær vinsældir sem það hefur notið, burtséð frá tengslunum við prinsessuna af Wales. Lambið, var sömuleiðis áhrifamikið og yndislegt verk, þar sem ómstríðir hljómar voru notaðir til að krydda textann; samnefnt ljóð Blakes. Einsöngvararnir voru skín- andi góðir og blæfögur barítónrödd Hrólfs Sæmundssonar hæfði þessari tónlist sérdeilis vel. Eiginkona tón- skáldsins lét í ljós mikla ánægju með söng kórsins í tónleikalok, en gagn- rýnanda fannst þá kominn mátuleg- ur skammtur af gamaldags fegurð á einum annars mjög fallegum laugar- degi. Fegurð7 TÓNLIST Sumartónleikar í Skálholti Kammerkór Suðurlands undir stjórn Hilm- ars Arnar Agnarssonar flutti verk eftir John Tavener, staðartónskáld í Skálholti. Einsöngvarar: Hrólfur Sæmundsson og Margrét Stefánsdóttir; organisti: Stein- grímur Þórhallsson. Laugardag kl. 15.00. KÓRTÓNLEIKAR Bergþóra Jónsdóttir Sir John Tavener

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.