Morgunblaðið - 14.07.2004, Side 10

Morgunblaðið - 14.07.2004, Side 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ LOFTFERÐASAMNINGUR milli Íslands og Makaó var undirritaður í Ráðherrabústaðnum við Tjarn- argötu í gær. Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra og Ao Man Long, ráðherra flutningamála og opinberra framkvæmda í Makaó, undirrituðu samninginn fyrir hönd þjóðanna. Samningar við S-Kóreu og Hong Kong í undirbúningi Að sögn Katrínar Einarsdóttur í utanríkisráðuneytinu var leitað eftir slíkum samningi í kjölfar þess að gerður var loftferðasamningur við Kína. Segir Katrín að í ljósi vaxandi umsvifa íslenskra flugfélaga í Asíu hafi verið gert átak í gerð loftferða- samninga við ríki Asíu og samningar við Suður-Kóreu og Hong Kong eru í undirbúningi. Makaó er smáríki undir yfirráðum Kínverja og búa þar tæplega 450 þúsund manns en Makaó var undir yfirráðum Portúgala til ársins 1999. Þar er stór fraktflugvöllur og er mikið flogið þaðan til Kína, að sögn Katrínar. Loftferðasamningur gerður við Makaó Morgunblaðið/Árni Torfason Loftferðasamningur milli Íslands og Makaó undirritaður. Siv Friðleifs- dóttir umhverfisráðherra og Ao Man Long, ráðherra flutningamála Makaó.           UTANVEGAAKSTUR hefur ekki verið mjög al- varlegt vandamál á hálendinu í sumar og ætla má að skemmdirnar sem unnar voru í friðlandi að Fjallabaki hafi verið einstakt tilfelli. Þetta er mat þeirra starfsmanna Umhverfisstofnunar sem Morgunblaðið hafði samband við. Vélhjólaíþróttaklúbburinn (VÍK), hagsmuna- félag þeirra sem keppa og ferðast á torfæruvél- hjólum, sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem þeir sem bera ábyrgð á landspjöllunum eru hvattir að gefa sig fram við lögreglu og hvetur einnig þá sem vita hverjir þarna voru að verki til að hafa samband við lögreglu, eða umhverf- isnefnd VÍK. Segja landverðir það helst gerast að fólk keyri út af vegarslóðum þegar það mæti öðrum bílum og telji það stundum réttlæta vissan út- úrdúr frá veginum. Þó sé utanvegaaksturinn ekki alvarlegur í ár. Landverðir segja það venju að hvetja og aðstoða ökumenn við að bæta þann skaða sem þeir valda með utanvegaakstri. Lög- reglan á Suðurlandi telur þó utanvegaakstur á hálendinu hafa aukist nokkuð undanfarið. Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, þjóðgarðs- vörður í Jökulsárgljúfrum, segir utanvegaakstur ekki hafa verið stórt vandamál í sínu umdæmi, en þó megi ekki slaka á umhverfisfræðslu og fræðslu um náttúruvernd, þar sem auka þurfi virðingu fyrir náttúrunni. Átak til aukinnar um- hverfisvitundar skili árangri og því sé nauðsyn- legt að viðhalda slíkum aðgerðum. Vítaverður verknaður VÍK hefur fordæmt þá umgengni við landið sem greint var frá í frétt Morgunblaðsins í gær, enda sé slíkur verknaður vítaverður. Innan VÍK starfar umhverfisnefnd sem hefur það að mark- miði að stuðla að ábyrgri og góðri umgengni vél- hjólaökumanna umumhverfi sitt og tillitssemi við aðra hópa er stunda útivist. Umhverfisnefnd stendur fyrir umræðu og fræðslu til eflingar á vitund félagsmanna í þessum efnum og hvetur til ábyrgrar umgengni um náttúruna. Gunnar Bjarnason, talsmaður umhverfisnefndar VÍK, segir að um þúsund torfæruhjól séu skráð á Ís- landi og þrjú hundruð þeirra séu innan VÍK. Þó þurfi aðeins einn óupplýstan einstakling til að valda slíkum usla. Utanvegaakstur er eitt af viðfangsefnum lög- reglunnar í þremur umdæmum Suðurlands, Sel- fossi, Hvolsvelli og Vík, sem standa að sameig- inlegu hálendiseftirliti í sumar. Að sögn Gils Jóhannssonar, varðstjóra hjá lögreglunni á Hvolsvelli, hefur enn ekki borist tilkynning eða kæra vegna utanvegaakstursins. „Við sáum þetta fyrst í blöðunum í morgun,“ segir Gils, en að hans mati er utanvegaakstur vaxandi vanda- mál uppi á hálendinu. „Fólk heldur sig ekki á merktum slóðum og hálendisvegum. Það þarf alltaf að fara út fyrir eitthvað til að snúast. Ef fólk vill fara út fyrir merkta slóða á það að nota fæturna og ganga. Oft er þetta óhugsað. Það getur líka vel verið að fólk sé að elta gamla ímyndaða slóða og geri þá illt verra.“ Sanngjarnt að bæta landið Gils segir svo virðast sem bifhjólaeign lands- manna hafi aukist eitthvað og samfara því ferða- lög á hálendinu á bifhjólum og öðrum farartækj- um. „Í flestum tilfellum hefur okkur sýnst fólk fara eftir vegslóðum, en sumir freistast til að fara út fyrir slóða og keyra upp í brekkur og skemma þannig landið svo það verður örótt eft- ir. Það er erfitt að ná í þessa menn, því þeir skilja ekkert eftir sig nema sporin og örið,“ seg- ir Gils og bætir við að lögreglan bendi fólki á að reyna að ná niður skráningarnúmerum öku- tækja sem það sér stunda slíkt athæfi. „Þá get- um við haft samband við þessa aðila og rætt við þá.“ Þá bætir Gils við að eitthvað sé um að menn séu í torfæruakstri á hálendinu á óskráðum öku- tækjum, sérstaklega bifhjólum, en slíkt sé ólög- legt og ótækt með öllu. Þórhallur Haukur Þorvaldsson, fulltrúi sýslu- manns á Hvolsvelli, segir viðurlög við utanvega- akstri í friðlandi vera fjársektir, en þó kunni menn að vera bótaskyldir gagnvart landeiganda. Hann segir þá leið landvarða að fá utanvega- akstursmenn til að lagfæra skaðann vera sann- gjarna gagnvart landeigendum og landinu. „Þó mönnum sé það ekki skylt, þá gæti það verið ágætis regla að bæta skaðann á landinu,“ segir Þórhallur. Hvetja þá sem bera ábyrgð til að gefa sig fram við lögreglu Fulltrúi sýslumanns á Hvolsvelli segir viðurlög við utanvegaakstri í friðlandi vera fjársektir auk hugsanlegrar bótaskyldu gagnvart landeiganda. Vélhjólamenn fordæma utanvegaakstur sem veldur spjöllum á hálendinu SKRÁÐAR voru 15.415 breyt- ingar á lögheimili einstaklinga í þjóðskrá á öðrum ársfjórð- ungi 2004 skv. upplýsingum sem fengust frá Hagstofu Ís- lands. Þar af fluttu 8.610 innan sama sveitarfélags, 4.573 milli sveitarfélaga, 1.355 til landsins og 877 frá því. Á þessu tímabili fluttu því 478 fleiri einstakling- ar til landsins en frá því. Brott- fluttir Íslendingar voru 169 fleiri en aðfluttir, en aðfluttir erlendir ríkisborgarar 647 fleiri en brottfluttir. Að þessu sinni komu langflestir erlendir ríkisborgarar frá Portúgal, eða 414 manns, og 90 komu frá Ítalíu. 512 aðfluttir umfram brottflutta á Austurlandi Á þessu þriggja mánaða tímabili voru aðfluttir til höf- uðborgarsvæðisins 113 fleiri en brottfluttir. Þar munaði mest um Hafnarfjörð en þangað voru aðfluttir 142 fleiri en brottfluttir. Af landsvæðum ut- an höfuðborgarsvæðisins voru tvö með fleira aðkomufólk en brottflutta. Austurland með 512 einstaklinga og Suðurland með 39. Á Austurlandi var einkum um að ræða flutninga frá útlöndum. Aðfluttir um- fram brottflutta í flutningum milli landa voru 525 á öðrum ársfjórðungi 2004. Aftur á móti voru brottfluttir heldur fleiri en aðfluttir í innanlandsflutn- ingum til Austfjarða eða 13. Fleiri flytjast til Íslands en frá því ætlaður til kortagerðar heldur fyr- ir allar framkvæmdamælingar í landinu sem séu mjög nákvæmar. Endurtaka mælingarnar á 10 ára fresti vegna flekareks Endurtaka þarf mælingar sem þessar á tíu ára fresti vegna fleka- reks Ameríku- og Evrópuflekanna og staðbundinna jarðskorpuhreyf- inga víðsvegar um landið. Reikna má með að skekkja í grunninum sé víða um 20 sentí- metrar í dag, að sögn Þórarins. Að hans sögn kann þó að fara svo að mælingar á borð við þessar verði óþarfar eftir tíu ár en mark- miðið sé að setja upp svokallað jarðstöðvanet með 10–15 stöðvum sem myndu ganga allan sólar- hringinn og uppfæra hnitin sjálf- virkt á viku til mánaðarfresti. Flest ríki Evrópu utan Ísland hafi þegar tekið upp slíkt kerfi. Umfangsmikil endurmæling á GPS-grunnstöðvaneti Reikna með allt að 20 sm skekkju LANDMÆLINGAR Íslands áforma að endurmæla GPS grunn- stöðvanet landsins dagana 3. til 15. ágúst nk. í samvinnu við á fjórða tug stofnana og sveitarfélaga. Að sögn Þórarins Sigurðssonar, forstöðumanns mælingasviðs Landmælinga Íslands, er þetta í fyrsta sinn sem Íslendingar sjá al- farið um undirbúning og fram- kvæmd jafnviðamikilla landmæl- inga. Undirbúningur að verkinu hefur staðið frá því í október í fyrra en að því koma Veðurstofan, Landsvirkjun, Vegagerðin, auk fleiri stofnana og um 20 sveitarfé- laga. Um 40 manns starfa samtímis að mælingunum og nota til þess um 35 GPS landmælingartæki og fartölvur, 15–20 bíla og annan bún- að. 119 mælistöðvar heimsóttar Núverandi grunnstöðvanet byggist á 119 mælistöðvum sem mældar voru með GPS-mælingum í ágúst árið 1993 með aðstoð frá þýskum landmælingastofnunum. Í mælingunni nú er landinu skipt upp í fimm „blokkir“ og allar stöðvar mældar samtímis í samtals tvo daga. Kostnaður við verkið var upphaflega áætlaður um 50–60 mkr. Að sögn Þórarins er það lögboð- in skylda Landmælinga Íslands frá árinu 1999 að byggja upp og við- halda íslenska grunnstöðvanetinu. Grunnurinn sé ekki einvörðungu Morgunblaðið/GG Núverandi GPS-grunnstöðvanet landsins byggist á 119 mælistöðvum sem mældar voru með GPS-mælingum árið 1993 með aðstoð frá þýskum land- mælingastofnunum. Í mælingunni nú er landinu skipt upp í fimm „blokkir“ og allar stöðvar mældar samtímis í samtals tvo daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.