Morgunblaðið - 14.07.2004, Side 14
Heimild: Hörður Kristinsson 1986. Plöntuhandbókin. Blóm-
plöntur og byrkningar. Íslensk náttúra II. Örn og Örlygur,
Reykjavík. 306 bls.
Holtasóley er af rósaætt enekki sóleyjarætt eins ogíslenska heitið gefur til-
efni til að halda. Blómin eru stór
með hvítum krónublöðum sem oft-
ast eru átta eins og viðurnafnið
octopetala (8 krónublöð) gefur til
kynna. Við aldinþroskun verður
stíll frævunnar að fjaðurhærðum
hala. Þar sem frævurnar eru
margar verður myndarlegur hár-
brúskur við aldinþroskun og kall-
ast þá holtasóleyin hárbrúða.
Blöðin eru gljáandi á efra borði en
hvítloðin á neðra borði. Þau eru sí-
græn og kallast rjúpnalauf. Plant-
an er sérstök fyrir norðurslóðir.
Hún er algeng um allt land bæði á
láglendi og hálendi og vex á mela-
kollum og þurrum móum.
Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson
Holtasóley
(Dryas octope-
tala) af rósaætt
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100.
Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti
Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján
Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is,
sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115.
Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Stoltur af sínu fólki | Þjálfari krakk-
anna á Raufarhöfn er ánægður með kepp-
endur sína og árangur þeirra á Ásbyrg-
ismótinu sem fram fór um
helgina. Segir hann í bréfi sem
birt er á vef Raufarhafn-
arhrepps að þau hafi staðið sig
frábærlega.
Keppendur frá Ungmenna-
félaginu Austra sigruðu með
yfirburðum bæði í yngri og eldri flokki.
„Ekki er hægt að fjalla um þetta mót án
þess að geta þess að framkoma krakk-
anna var til hreinnar fyrirmyndar, hvort
sem var í keppni eða í leik. Baráttan var
einnig ótrúlega mikil og greinilegt að
krakkarnir voru til í að leggja sig 150%
fram í öllu því sem þau tóku þátt í, allt til
að næla í stig fyrir félagið. Þessi fádæma
barátta er einstök og mættu margir at-
vinnuíþróttamenn taka hana sér til fyr-
irmyndar,“ segir í bréfi þjálfarans, Jó-
hanns Skagfjörð Magnússonar.
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Þúsund kílómetra girðing | Land-
græðslugirðingar á vegum Landgræðsl-
unnar eru um 150 talsins víðs vegar um
landið og eru þær tæplega eitt þúsund kíló-
metrar að lengd. Um 3% landsins eru innan
landgræðslugirðinga.
Kemur þetta fram á landbunadur.is, sam-
eiginlegu vefsvæði landbúnaðarins. Þar
kemur fram að girðingarnar þarfnist mikils
og reglubundins viðhalds svo þær komi að
fullum notum. Á svæðum þar sem upp-
blástur er mikill ryðgar vírinn fljótt því
sandurinn slípar galvanhúðina burt. Jafnvel
tréstaurar verða sandblásnir og duga tak-
markað.
Skoða iðjukosti | Byggðaráð Húnaþings
vestra kaus á fundi sínum fyrir skömmu
nefnd til að skoða iðjukosti innan sveitarfé-
lagsins. Í nefndina voru kosnir Tómas
Gunnar Sæmundsson, Stefán Böðvarsson,
Jón Óskar Pétursson og Björn Ingi Þor-
grímsson sveitarstjóri.
„ÉG tel holtasól-
ey þjóðarblóm
Íslands en hún
er sérstök að því
leyti að vera fal-
leg hvort heldur
á vori, sumri eða
hausti. Þetta er eiginleiki sem fá
blóm hafa,“ segir Helga R. Ein-
arsdóttir, stuðningsfulltrúi og
garðeigandi á Selfossi. „Holtasóley
dafnar ágætlega uppi á fjöllum og
inni á afréttum í steinkenndum
jarðvegi, þar sem fáar aðrar
blóma- og gróðurtegundir ná að
skjóta rótum eða dafna á annan
hátt. Hefur sterkar rætur. Í byggð
nær hún sér síður á strik. Það hef
ég reynt sjálf í mínum eigin
garði.“
Á fimmtíu ára afmæli lýðveld-
isins árið 1994 var holtasóley valin
þjóðarblóm Íslands og telur Helga
það hafa verið vel til fundið.
„Þetta hvíta blóm á sterkar rætur í
þjóðarsálinni, að minnsta kosti á
meðal þeirra sem ekki hafa tapað
öllum tengslum við landið og nátt-
úruna,“ segir Helga, sem nefnir
þetta eftirlætisblóm sitt og heima-
slóðir sínar í Hrunamannahreppi í
sömu andrá. Þar í uppsveitum Ár-
nessýslu vaxi holtasóley á ásum,
hæðum og í holtum og setji þar –
sem og annars staðar – sterkan
svip á allt umhverfi.
Holtasóley með sterkar rætur
Helga R. Einarsdóttir á Selfossi
Alltaf falleg. „Holta-
sóley er falleg vor,
sumar og haust,“
segir Helga R. Ein-
arsdóttir
Stefán Þorláksson,menntaskólakenn-ari á Akureyri, var
um áratugi leiðsögu-
maður þýskra ferða-
manna og hafði gaman af
því að segja af þeim sög-
ur. Kallaði hann þá jafnan
túrhesta. Það gaf Gísla
Jónssyni tilefni til að
kasta fram limrum á
kennarastofunni:
Hann Stefán lét ekki á sér
stúrfesta
þótt steyptist á rigningar-
skúr versta.
Glaður í bragði
á brattann hann lagði
og teymdi á eftir sér túrhesta.
Margt útlent er sniðugt og
eggjandi
hvort orðmælt það fer eða
hneggjandi.
Það má hefja upp glaum
það má taka í taum
en á túrhesta er ekki leggjandi.
Óþarfi er að taka fram að
stúrfesta er dregið af
stúrinn.
Túrhestar
pebl@mbl.is
ELLIÐAÁRDALURINN er vinsælt útivist-
arsvæði Reykvíkinga enda er umhverfi Elliðaánna
fallegt og dregur fólk að sér. Á góðum dögum er
þar fjöldi fólks á ferðinni, gangandi, hlaupandi,
hjólandi og skautandi. Stundum fá gæludýrin að
fara með eins og var í þessu tilviki.
Morgunblaðið/Jim Smart
Á göngu við Elliðaárnar
Náttúran
HAFNAR eru framkvæmdir við dýpkun
hafnarinnar í Grindavík. Dýpkað verður í
átta til níu metra innan hafnar og síðan
gerður nýr viðlegukantur.
Samið var við Hagtak hf. um fram-
kvæmdina að loknu útboði. Framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins hefur skrifað bréf á vef
Grindavíkurbæjar þar sem hann segir frá
því hvernig staðið er að verki, til að róa
íbúana sem hann segir að verði greinilega
varir við framkvæmdirnar.
Botninn er á klöpp þannig að sprengja
þarf allt að fimm metra niður. Gert er ráð
fyrir að sprengt verði 106 sinnum í höfn-
inni. Gefið verður hljóðmerki áður en
sprengjan er tendruð.
Fram kemur að fólk um allan bæ geti
orðið vart við sprengingarnar. Ekki eigi að
verða verulegur titringur eða tjón í húsum
sem séu í meira en áttatíu metra fjarlægð.
Þeir sem séu nær verði meira varir við
höggið en einungis atvinnuhúsnæði er á því
svæði. Þar sé heldur ekki hætta á skemmd-
um á húsum en betra að huga að lausum
hlutum. Þá er vakin athygli á bylgjum sem
myndast í sjónum. Þær drepi dýr sem séu
nálægt og geti verið ónotalegar fyrir menn
sem eru neðan vatnsborðs í skipum en ekki
hættuleg.
Íbúar finna fyr-
ir sprengingum
Dýpkun hafin í
Grindavíkurhöfn
POPPSÖNGLEIKURINN Kyljur sem er
byggður á Bárðar sögu Snæfellsás verður
fluttur á Sandaragleði sem haldin verður á
Hellissandi dagana 16. og 17. júlí.
Á föstudagskvöldinu er dansleikur með
Landi og sonum í félagsheimilinu Röst.
Sama kvöld verður varðeldur í Krossavík.
Á laugardag verða gönguferðir, götugrill,
hestaferðir og fleira.
Poppsöngleikurinn Kyljur var framlag
Sandara á þjóðhátíð Snæfellinga árið 1974
og verður hann endurfluttur síðdegis á
laugardag. Segir frá því þegar Helgu Bárð-
ardóttur rak á ísjaka frá Snæfellsnesi til
Grænlands, eftirmálum þess og örlögum
Helgu. Höfundur texta er Kristinn Krist-
jánsson frá Bárðarbúð en hann lést fyrr á
þessu ári og eru þetta því um leið minning-
artónleikar um hann og þess minnst að 30
ár eru síðan verkið var flutt. Lagahöfundar
eru Ingvi Þór Kormáksson, Alfreð og
Pálmi Almarssynir. Um kvöldið verður
dansleikur með hljómsveit staðarins, Bít,
og tveimur gömlum hljómsveitum, Útrás
og Júnísvítunn.
Poppsöngleik-
urinn Kyljur
endurfluttur
♦♦♦
Vilja flytja bókasafnið | Bæjarráð Húsa-
víkur hefur falið forseta bæjarstjórnar og
fræðslufulltrúa að ganga til viðræðna við
Héraðsráð Suður-Þingeyjarsýslu um nýtt
húsnæði fyrir Bókasafnið á Húsavík. Hér-
aðsráðið óskaði eftir viðræðum um málið,
með það að markmiði að bókasafnið fái ann-
að húsnæði.