Morgunblaðið - 14.07.2004, Side 44

Morgunblaðið - 14.07.2004, Side 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. ÞRÍR farþegar og einn ökumaður stræt- isvagns voru fluttir á slysadeild Landspít- alans með minniháttar meiðsl eftir árekst- ur þriggja strætisvagna við hringtorg við Fjarðargötu á móts við bensínstöð Olís í Hafnarfirði í gær. Tildrög slyssins voru þau að vagnarnir þrír lögðu af stað frá skiptistöð við versl- unarmiðstöðina Fjörðinn og óku hver á eftir öðrum í sömu akstursstefnu eftir Fjarðargötu. Þegar að hringtorginu kom stansaði fyrsti vagninn fyrir umferð en sá aftasti var á of mikilli ferð til að geta stað- næmst í tæka tíð og lenti á miðvagninum sem lenti á þeim fremsta. Ökumaður mið- vagnsins var fluttur á slysadeild og þrír farþegar, þar af eldri kona. Morgunblaðið/Árni Torfason Þriggja vagna árekstur í Hafnarfirði GEIR H. Haarde fjármálaráð- herra segir skýrslu Ríkisendur- skoðunar um framkvæmd fjárlaga fyrir árið 2003 vera villandi og ekki gefa rétta mynd af stöðu ríkisút- gjalda. Ónákvæmni í skýrslunni dragi mjög úr gildi hennar. Rýrir gildi skýrslunnar „Það eru ýmsar athugasemdir sem við höfum við þessa skýrslu sem við munum koma á framfæri við Ríkisendurskoðun. Það er óná- kvæmni í talnameðferð og villur í meðferð talna varðandi þjóðhags- stærðir þar sem ekki er gerður greinarmunur á raunhækkunum og krónutöluhækkunum. Það kem- ur meðal annars fram í því þegar talað er um að samneyslan í fyrra hafi aukist um sjö prósent, sem er krónutölubreyting, en eitt prósent talan sem nefnd er í sömu andrá er raunaukning. Það er svona óná- kvæmni sem rýrir gildi þessarar skýrslu,“ segir ráðherra. Alþingi veitti heimild fyrir 12 af 13 milljörðum Geir segir að horfa verði á heild- arfjárheimildir en ekki fjárlögin einvörðungu þegar rýnt er í skýrsl- una. Fjárheimildir síðasta árs hafi verið auknar um 16,7 milljarða á fjáraukalögum og gert ráð fyrir auknum tekjum upp á tæpa fimm milljarða. Af 13 milljarða króna fráviki sem rætt er um í fjölmiðlum í gær hafi Alþingi sjálft veitt heim- ildir fyrir tólf. Þá byggi fjárlögin á rekstrargrunni líkt og ríkisreikn- ingur. Greiðslugrunnur eins og byggt sé á í skýrslunni hafi mjög tak- markaða þýðingu auk þess sem fyrirliggjandi tölur séu ekki end- anlegar. „Það er flakkað á milli í skýrsl- unni, milli greiðslugrunns og rekstrargrunns, og þetta finnst mér vera villandi og óheppilegt,“ segir ráðherra. Þess má geta að ríkisreikningur fyrir 2003 er vænt- anlegur í næsta mánuði. „Getum bætt okkur heilmikið“ Geir segir um skýrsluna að öðru leyti og þá gagnrýni sem í henni er að fjármálaráðuneytið hafi unnið að því síðustu ár að bæta stjórn ríkisútgjalda með bættri áætlana- gerð, árangursstjórnunarsamning- um, reglugerðum og handbók um framkvæmd fjárlaga o.þ.h. Ráðherra tekur undir að vissa festu skorti í ríkisútgjöldum hér á landi miðað við annars staðar. „Ég tel að við getum bætt okkur heil- mikið í þessu efni, og það er heil- mikið til í því að það vanti upp á rétt hugarfar hjá stjórnendum og líka stjórnmálamönnum hvað þetta varðar. Menn hrópa í einu orðinu á aukið aðhald og í hinu orðinu á auk- in útgjöld. Þetta þekkja menn mjög vel sem hafa setið á Alþingi jafnlengi og ég; að það er oft erfitt að fá það til að ríma saman sem menn eru að ræða þar um.“ Geir H. Haarde fjármálaráðherra gagnrýnir Ríkisendurskoðun Ónákvæm skýrsla og villur í meðferð talna FISKHAUSARNIR stara tómum augum, og lyktin leynir sér ekki. Bryndís Guðmundsdóttir og mað- ur hennar, Sigurður Hreinsson, starfrækja fisk- þurrkunina að Miðhrauni á sunnanverðu Snæ- fellsnesi. Þau flytja fiskhausa og skreið til Nígeríu undir vörumerkinu UDE, og hafa í nógu að snúast. Hér er Bryndís umvafin útiþurrkuðum þorskhausum, sem nýlega voru tíndir inn í skemmu eftir að hafa hangið úti á hjalli með gamla laginu. / 8 Morgunblaðið/Rax Útiþurrkaðir hausar á leið í langferð ÞRÁTT fyrir að um 1.500 stúlkur taki þátt í Gullmóti JB og Breiðabliks í knatt- spyrnu sem hefst í Kópavogi á morgun þá var ekki mögu- legt að taka við umsóknum allra félaga sem óskuðu eftir að taka þátt. Þó er þetta um 400 keppendum fleira en í fyrra. Um er að ræða einn allra fjölmennasta íþróttavið- burð ársins og örugglega þann stærsta sem eingöngu er ætlaður stúlkum, en þátt- takendur eru 6 til 16 ára. Alls senda 27 félög um 150 lið til mótsins. Ari Skúlason, talsmaður Breiðabliks, segir að mótið í ár sé það stærsta sem félagið hafi haldið frá upphafi. Mótið hefur sprengt utan af sér Smáraskóla þar sem gert var ráð fyrir að keppendur gistu í skólastof- um. Til þess að hýsa alla keppendur hefur orðið að fá inni í öðrum skóla í Kópavogi. 1.500 stúlkur á Gullmóti Færri komast að en vilja  Íþróttir /B3 VERÐMUNUR á þjónustu hársnyrtistofa á höfuðborgarsvæðinu nemur í sumum til- vikum hundruðum prósenta. Lægsta verð á lagningu reyndist vera þúsund krónur og hæsta verð fjögur þúsund og þrjú hundruð krónur þegar Samkeppnisstofnun lét gera verðkönnun á 186 hársnyrtistofum fyrir skömmu. Sá verðmunur nemur 330%. Þá er munur á hæsta og lægsta verði á stífum blæstri 375% og munur á hæsta og lægsta verði á klippingu fyrir 4 ára barn nemur 329%. Mikill verð- munur milli hársnyrtistofa  Allt að/18 ♦♦♦ HÖRÐ gagnrýni kom fram á forystu Fram- sóknarflokksins á opnum félagsfundi Fram- sóknarfélags Reykjavíkur suður um stöðu mála vegna fjölmiðlafrumvarps í gærkvöld og var greinilegt að sumum þótti forysta flokksins hafa brugðist í málinu. Bent var á að Framsóknar- flokkurinn hefði ævinlega verið flokkur sátta og málamiðlana en það væri hann ekki í þessu máli. „Ég lýsi yfir vonbrigðum, gríðarlegum von- brigðum, með það að forysta flokksins virðist af einhverjum ástæðum ekki vera að tala við sömu þjóð og ég. [–] Ég vil að þjóðin fái að segja hvað henni finnst um þessi lög sem upphaflega voru sett. Ég vil að okkar flokkur taki því bara eins og menn ef það er fellt og taki þá á því máli í samstarfi við stjórnarandstöðuna,“ sagði Bryn- hildur Bergþórsdóttir, varaformaður Fram- sóknarfélags Reykjavíkur suður. Jónína Bjart- marz, eini þingmaður Framsóknarflokksins sem sat fundinn, sagði að vegna vinnu sinnar í allsherjarnefndar hefði hún ákveðið að gefa ekki yfirlýsingar um málið. „En ég hef þó sagt svo mikið, af því mér blöskraði ákveðin yfirlýs- ingagleði, að ég lærði sama stjórnskipunarétt og Eiríkur Tómasson. Eiríkur Tómasson kenndi mér stjórnskipunarréttinn og ég lærði Ólaf Jóhannesson, fyrrverandi forsætisráð- herra, prófessor og formann Framsóknar- flokksins, og ég minnist þess aldrei frá því ég lærði þennan stjórnskipunarrétt að nokkur hafi nokkurn tímann dregið nokkuð í efa sem í þeirri bók segir.“ Þá sagði Jónína það hafa vakið at- hygli sína þegar Eiríkur kom á fund allsherj- arnefndar, og fleiri hafi raunar haft orð á þeirri reglu, þ.e. þeirri viðurkenndu lögskýringarleið í stjórnskipunarrétti að leita skuli þeirra leiða, skýringa og lausna sem stuðla að friði og sátt í samfélaginu. Deilt á forystu Framsóknar Morgunblaðið/Þorkell VEGNA hreyfingar jarðflekanna er búist við, að um 20 sm skekkja komi sums staðar fram við nýja mælingu GPS-grunnstöðvanets Íslands, sem fara mun fram dagana 3.–15. ágúst. Síðast fór viðlíka mæling fram 1993. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingar sjá alfarið um framkvæmd mæling- anna, en Landmælingar Íslands hafa umsjón með verkefninu, með sam- starfi við alls á fjórða tug stofnana og sveitarfélaga. Landrek skekkir GPS-netið  Reikna með /10

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.